Morgunblaðið - 09.11.1915, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
að ræða. Hér er aðallega drepið á
þetta sem bæjarmál. En sé hér feng-
in undirstaða réttlátra beinna skatta,
þá er líka um stórkostlegt landsmál
að ræða.
Ef til vill verður tækifæri að minn-
ast á það síðar.
DA0BÖF>IN.
Afmæli f dag:
Eiríka Eiríksdóttir, ungfrú.
GuSrún Pótursdóttir, húsfrú.
Halldóra Brynjóifsdóttir, húsfrú.
María Sigurðardóttir, húsfrú.
Marta Finnsdóttir, húsfrú.
Þóra G. Möller, húsfrú.
Jón Klemensson, stýrimaður.
Ólafur Theodórsson, trósmiður.
Pálmi Þoroddsson, prestur, Felli,
Friðfinnur Gnðjónsson L a u g a-
v e g 4 3 B, selur fjölbreytt og smekk-
leg a f m æ 1 i s k o r t.
Sólarupprás kl. 8.37 f. h.
S ó 1 a r 1 a g — 3.47 e. h.
Háflóð i dag kl. 5.39 f. h.
og kl. 6.4 e. h.
Veðrið í gær:
Mánudaginn 8. nóv.
Vm. n. andvari, hiti 1.0.
Rv. n.a. stormur, hiti 0.7.
ísafj. n. stormur, frost 2.2,
Ak. n.n.v. kaldi, frost 1.5.
Gr. n. gola, frost 0.4.
Sf. n.a. kaldi, hiti 1.6.
Þórsh., F. n.v. kaldi, hiti 5.0.
Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2.
Lækning ókeypis kl.12—1, Kirkju-
stræti 12.
Tannlækning ókeypis kl. 2—3,
Kirkjustræti 12.
f gærmorgnn var Jón Kristjánsson
lækir á gangi uppi í bæ og hólt niður
Bankastræti. En á gangstóttinni ók
brauðvagn frá Hansen bakara rétt á
undan honum. En er minst vonum
varði, kipti ökumaður i taumana svo
snögt, að hesturinn gekk aftur á bak
og kom þá hornið á vagnkassanum á
andlit Jóns læknis og meiddist hann
talsvert mikið. — — Þetta er í stuttu
máli sagan af þessu atviki. En beina
viljum vór því til yfirvaldanna hór,
hvort eigi væri ástæða til þess að
ganga ríkara eftir því heldur en gert
hefir verið, að þeim ákvæðum lögreglu-
samþyktarinnar, 6em nytileg eru, væri
hl/tt betur en gert er. Það er bæði
óleyfilegt og hættulegt að aka vögn-
um um gangstóttirnar, og geta hlotist
af því alvarlegri siys en þetta, þótt
nægilegt só. Okumönnum. ætti að
refsa svo eftirminnilega, þá er þeir
brjóta þannig n/t regluákvæði, að þeir
lóku sór ekki að því aftur.
Vatnsæðin á Hotel ísland við
Austurstræti, sem lekið hefir síðan
snemma í sumar, er enn í sama
óstandinu, — netna hvað nú rennur
enn meira vatn um gangstóttina.
Þetta er meiri slóðaskapurinn. Er von að
borgarar beri virðing fyrir yfirvöldunum
og hl/ðnist fyrirskipunum þeirra, þeg-
ar vanræksla þeirra er svo bersynileg?
Blygðast þeir menn sín ekki, sem um
þetta eiga að sjá? Er mögulegt að
þeir ætli að humma þetta fram af sér,
og láta aðalgötu bæjarins vera höfuð-
staðnum til stórskammar í margar
vikur enn? Það er leiðinlegt að þurfa
altaf að vera að skamma hlutaðeigend-
ur, en vér hættum ekki fyr en gert
verður við vatnsæðina og gangstéttina.
Dómnr fóll í gær í yfirrétti í svo-
kölluðu Gaulverjabæjar-máli. Hafði
Björn Gíslason áfr/jað úrskurði s/slu-
manns Árnesinga um það, að hann
skyldi borinn út af jörðinni. Dómur-
inn staðfesti úrskurðiun og dæmdí
Björn í 40 kr. málskostnað.
Páll Jónsson yfirdómslögmaður, sem
málið flutti fyrir Björn, var sektaður
um 30 kr. fyrir ósæmilegan rithátt.
Símfregnir.
Stykkishólmi í gær.
Fyrsti snjór féll hér í nótt og er
nú hvast og kalt veður í dag, og
er það ekki vonum fyr, því sumar-
veður hefir verið til þessa.
Nokkrir tnenn héðan úr Hólmin-
um fóru inn í »röst« hérna um
daginn til þess að reyna að ná i
það sem eftir var af farmiuum úr
»Haraldi«, sem þar strandaði um
daginn, og »Geir« hafði ekki náð.
Höíðu þeir áður gert samning við
eigendurna, að þeir skyldu skila einum
fjórða hluta þess er þeir næðu, og
datt engum í hug að það mundi
nokkuð verða. En svo fór að þeir
náðu 4 tunnum af kjöti og 125
gærum, og fengu því 3 tunnur af
kjöti sjálfir og 94 gærur og græddu
vel á ferðinni. — Þeir höfðu með
sér kolaspjót og krckuðu með þeim
vörurnar upp, þvi þeir sáu þær
glögt í botninum. En það sem eftir
er af vörunum ætla menn að hafi
skolast út í röstina og muni aldrei
nást.
Breiðajjarðarbáturinn »Hans« hef-
ir legið lengi einhvers staðar inn á
Króksfirði eða á Salthólmavik og eru
menn orðnir hálfhræddir um hann.
Þó er ef til vill eigi ástæða til þess
enn þá, þvi veður hafa verið óhag-
stæð og getur skeð að báturinn liggi
undir Akurey og biði þess að geta
losnað við vörur sínar.
ísafirði i gær.
Hér er ofsa norðangarður og brim
mikið. í nótt brotnaði nokkurt
horn af brimbrjótnum, sem verið er
að gera í Bolungavík.
Hveiti hækkar.
Hveiti er stöðugt að hækka í
verði. Seinustu vikuna í október
hækkaði það í Englandi um 4 shill-
ings hvert quaiter og er nú 75%
hærra en áður en ófriðurinn hófst.
Haframél hefir hækkað um ioo#/0
á síðastliðnum tveimur árum.
Fyrirspurn.
Mundi það ekki borga sig betur fyr-
ir bæinn að láta fylla upp meira við
höfnina, út frá miðbænum, n.l. að
minsta kosti alla grunnu fjöruna, sem
sjór fellur af?
Að því er mór virðist, mun hvort
sem er ekki vera hægt að d/pka þessa
fjöru sökum þess, að þá mundi grafast
undan uppfyllingunni, sem þegar er
gerð.
Það leiðir af sjálfu sór, að lóðir þarna
við höfnina verða mjög mikils virði,
en er uppfyllipgin ekki tiltölulega
ód/r? (x + y—z).
Yór vísum þessari fyrirspurn til
réttra hlutaðeiganda.
„Að afla sér fjár“.
Herra ritstjóri I
í heiðruðu blaði yðar í dag, ger-
ið þér að umtalsefni meðal annars
sjálfsalann á horninu á Landsbanka-
garðinum, og viljið helzt að fyrir-
boðin sé þannig löguð sala, og fær-
ið þér til þess ýmsar góðar og gild-
ar ástæður.
Bæði mun það, að engin lög eru
til hér, sem banna þeim, sem verzl-
unarleyfi hafa, að nota sjálfsala, og
að í útlöndum er þetta algild að-
ferð, sem enginn hefir neitt við að
athuga, þrátt fyrir það þótt fyrir-
boðið sé að hafa opnar sölubúðir á
sunnudögum og börn og fáráðlingar
séu þar, eins og hér.
Hvað þetta snertir, þá eru allir
jafn réttháir, sem verzlunarleyfi hafa,
og við svona lagaða fjáröflun vilja
fást. Hér er því ekki um misrétti
að ræða. En hitt er annað mál, að
sé sjálfsalinn ekki í lagi, og þeir
sem við hann vilja skifta, ýmist fá
ekki neitt fyrir peninga þá, er þeir
leggja í hann, eða þá alt annað en
hann til visar, þá er ólíklegt að
neinum blandist hugur um, — ekki
einu sinni eigendunum sjálfum, —
að ástæða sé til að amast við hon-
um.
Öll vitum við það, að kaupmönn-
um er óheimilt, að hafa opna sölu-
búð á helgum dögum, og er það
sjálfsagt meining laganna, að öllum
sé þar gert jafnhátt undir höfði,
enda hafa sumir fengið að kenna á
refsivendi þeirra, hafi þeim orðið
á undir vissum kringumstæðum að
brjóta það bann, en þó viðgengst
það einmitt hér í sjálfum höfuð-
staðum á Lækjartorgi, að þar er
seldur almennur búðarvarningur,
helgidag eftir helgidag, alt árið um
kring, og það við nefið á æðstu
stjórn landsins.
Samræmið og réttlætið í þessu
sjá allir.
En: »En allar erum við syndugaf
systur«, sagði abbadísin.
Henni hafði láðst að taka und-
an þá, sem framkvæmdarvald hafa
lögreglumála!
Hörður.
Hyers eiga börnin að gjalda?
Nú er barnaskólinn hór 1 Rvík orð-
inn svo fjölmennur, að 1 honum eru á
annað þúsund börn. Flestum þessum
börnum er kend leikfimi. Þá hlaupa
þau og hamast og gera /msar æfingar,
er koma út á þeim svita, en að af-
loknum leikfimisæfingunum fara þau í
utanyfirfötin sín, — þau hafa verið
lítt klædd við æfingar — án þess að
þvo af sór svitann, láta hann þorna
inn í sig.
Þetta er alveg ófært, hvort sem um
er að kenna tómlæti eða hugsunarleysi
þeirra, sem að ráðin hafa og hvað sem
öðru líður þarf að bæta úr þessu;
börnin mega til að geta fengið bað til
að þvo af sór svitann eftir leikfimina.
Kostnaður yrði auðvitað við breyt-
ingu þá á barnaskólanum, er gera
þyrfti, en eftir þeim kostnaði ætti ekki
að sjá.
Vildi eg svo skora á bæjarstjórnina
að taka þetta mál til íhugunar og
hrinda sem fyrst í framkvæmd.
Reykjavík, 5.—11.—’15.
(x + y—1z).
Fréttir víðsvegar að.
Marz fiskaði litið í fyrri nótt,-
að eins nokkrar kröfur og eigi tneira
en spítalarnir þurftu til sinna nota.
Var því ekkert selt bæjarmönnum.
Tíöin er nú að kólna. Á Eyrar-
bakka hafði komið svo mikið föl í
fyrrinótt, að vel var sporrækt í gær-
morgun og leysti eigi þann snjó til1
fulls í gær.
Sjálfsalinn var tekinn burtu i
gær af horninu hjá Landsbankagarð-'
inum — og var það vel farið.
Krían er enn eigi farin, segir
Nýtt Kirkjublað. Er hún enn á
sveimi uppi á Mýrum, en er þó vön
því að hverfa héðan af landi utn
Höfuðdag.
Árni Böövarsson rakari fór
austur á Eyrarbakka og ætlaði að‘
kenna þeim þar eystra að dansa eftir
öllum kunstarinnar reglum.
En Bakkabúar eru ekki fróðleiks-
fúsir, ef dæma má eftir aðsókninnj'
að þessum dansskóla, þvi þrír eini*
gáfu sig fram.