Morgunblaðið - 13.11.1915, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.1915, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ •“••íep' Fyrir kaupmenn: „Fána“ smjörlíkið yiðurkenda ávalt íyrirliggjandi, hjá G. Eirikss, Reykjœvik. Einkasali fyrir ísland. Bjellands-Kjötseyði er bezt. Fæst í Va kgr. dósum í cffiatarvarzlun cfiómasar donssonarf Sími 212. Bankastræti io. Húsbændur! Fyrsta verk yðar sé, eftir að hafa tekið hjú, að láta það ganga í Sjúkrasamlag Reykjavikur. Það margborgar sig fyrir yður, þó þér ættuð að borga kostnaðinn. P úbaupsRapur Matvara flest er seld i Berg- staðastræti 27, svo sem: Kaffi, syk- ur, kex, kókó, hveiti, haframjöl, grjón, rúsinur, sveskjur og súkkulade (5 tegundi). Yíkingmjólk, margarine, sætsaft, gosdrykk- ir. Ennfremnr eru hakariishranð h e z t og ó d f r u s t í Bergstaðastræti 27. Leikið verður á Piano frá io til hálf 12 á kveldin. Kaffihúsiö Fjallkonan, Laugavegi 23. 5 »Emden«-gæsir (1 steggur) af verðlaunuðu kyni, eru til sölu nú þegar. R. v. á. P ú ð u r til sölu á Skólavörðustig 41, hjá Páli Bergssyni. £eiga Rullugardina til sölu. Uppl. Aðal- stræti 10. P 0 r t fæst til leigu við Hafnarstræti R. v. á. Morgunkiólar, mikið úrval, fæst á Ve8turgötu 38 niðri. Einhleypur maður óskar eftir her- bergi, helzt litlu. B. v. á. Litið, vandað hús, með stórri lóð, í Austnrhænum, fæst keypt. Ritstj. v. á. ö-ott herbergi með húsgögnum er ódýrt til leigu fyrir 2 karlmenn, sem vilja húa saman. Bergstaðastræti 1. B a 11 k j ó 11, úr silki, er til sölu með tækifærisverði. R. v. á. Litía búðin, Pingtjoítsstræti DOGMBNN Sveinn Bjðrnsson yfird.lögm. Friklrkjuveg 19 (Staðastað). Simi 202. Skrifstoíutimi kl. io—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6. Geysir Export-kaffi er bezt. Aðalumboðsmenn: 0. Johnson & Kaaber • Eggert Claessen, yfirréttarmála- flutuingsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega haima 10—11 og 4—5. Siml IB Jón Asbjörnsson yfird.lögm. Hverfisgötu 45 (hús Matth. Einars- sonar læknis, uppi). Simi 435. Heima kl. 1—2 og 5—6 síðd. YÁTÍ^YGGIN<5 AÍ? Vátryggið tafarlaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Brithish Dominion General Insurance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason. Guðm. Olafsson yfirdómslögm. Miðstr. 8. Sími 488. Heima kl. 6—8. Skúli Thoroddsen alþm. og Skúli S. Thoroddsen yfirréttarmálaflutningsmaður, Vonarstræti 12. Viðtalstimi kl. 10 —11 f. h. og 5—6 e. h. Hittastá helgidögum kl. 6—8 e. h. Simi 278. Brunatryggingar, sjó- og strlðsvátryggiQgar. O. Johnson & Kaaber. A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Brunatrygging — Sæábyrgð. Strfðsvatrygging. Skrifstofutími 10—ií og 12—3. Alt sem að greftrun lýtur: Líkkistur og Líkklæði bezt hjá Matthíasi Matthiassyni. Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna, fá skrautábreiðu lánaða ókeypis. Sími 497. Det kgl octr. Brandassurance Go. Kaupmannahöfn vátryggir: hus, húsgögn, alls- konar vðruforða o. s. frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Nielsen. Beauvais Leverpostej er bezt. Carl Finsen Laugaveg 37, (uppi) Brunatryggingar. Heima 6 */*—1 Talsími 331. Morgunblaðið er bezt. Bezt að auglýsa í Morgunbl. 1, er opin lit kt. tt á kvötdin. Gríman. 75 Skáldsaga eftir Katherine Cecil Thurston. Framh. Að lokum fór hann nokkrum fögrum orðum um virðingu og þakklæti þjóðarinnar til þeirra manna sem eigi skeyttu um innbyrðis deil- ur landsins, en reyndu að gæta rétt- ar þess til hins ítrasta, eins og Sir William Brice-Field hafði gert, og yrðu að láta líf sitt fyrir. Það rikti einkennileg kyrð i salnum er Loder rakti niðurlag ræðu sinnar — sú kyrð, sem er þess augljós vottur að ræðan hefir haft tilætluð áhrif. En er hann lauk máli sínu, dundi allur hinn mikli salur við af samþykkis- ópum og hafði enginn maður stjórn á sér. Og um leið og Loder sett- ist niður kváðu enn við húrrahrópin alt í kringum hann. Næst sér sá hann flokksbræður sína með áköfum og sigrihrósandi svip, en í hinum enda salsins sá hann Sefborough og stjórn hans áhyggjulega og dapra mjög í bragði. Hávaðinn hélst enn nokkra stund, en svo kyrðist hann smáirt saman. Varð síðan dálítið hlé og laut þá Fraide að Loder. Svipur gamla mannsins var óbreyttur, en augu hans tindruðu einkennilega. — Chilcote, hvíslaði hann. Eg ætla hvorki að óska yður sjálfum né mér til hamingju. En mig gleð- ur það að föðurland mitt á þó eitt mikilmenni. Þá varð nú líf og fjör í þing- salnum. Allir voru sem á nálum. Þegar er hávaðanum linti reis utan- ríkisráðherrann á fætur og varði gerðir stjórnarinnar með hægð og gætni. Siðan hélt Fraide eina af sínum snjöllu ræðum; lét hann i ljós sorg sfna út af atburðnm þeim sem gerst höfðu suður í Meshed og tók rækilega í sama strenginn og Loder. Svo hélt Sefborough sjálfur snildarræðu, en þótt honum tækist það fullkomlega að leyna geðshræringu sinni, tókst honum eigi að rétta við álitið á stjórniuni. Atkvæði voru síðan greidd af mikl- um móði og lauk fundinum með algerðum ósigri stjórnarinnar. Það var ekki fyr en hálfri stundu eftir atkvæðagreiðsluna að Loder komst undan heillaóskum flokks- bræðra sinna' og gat farið að svip- ast eftir Evu, sem hann hafði beðið að bíða sín framan við stúku kven- fólksins að umræðum loknum. Hann kastaði skyndikveðju á þá, sem fylgdu honum>,fram á ganginn og flýtti sér upp stigann sem lá að kvenpallinum. í efstu tröppunni staðnæmdist hann ósjálfrátt. Eva stóð í dyrunum að kvenpallinum. Það var dimt þarna og hún stóð í skugga, en hann þekti hana þó undir eins. Gáfur hans voru svo næmar á þessari stundu að honum fanst sem hann gæti séð í myrkri. Hann ætlaði að ganga rakleitt til hennar, en staðnæmdist aftur, þvi hann sá að hún tárfeldi og það hafði mikil áhrif á hann. Hann sá nú að sigurinn var fullkominn — hann sá það í hinum tárvotu augum frú Chilcote. Hann greip báðar hendur hennar. — Eg gat ekki komið fyrri, mælti hann. Eg er hræddur um að þú hafir orðið að bíða lengi. Eva brosti í gegn um tárin. — Svo ? Eg hefi enga hugmynd um það hve lengi eg hefi beðið hér. Eg veit naumast hvort nú er heldur nótt eða dagur. Hann leiddi hana niður stigann, en í neðstu tröppunni dró hún að sér hendina. — Við skulum komast í vagninn, mælti hún lágt og brosti við hon- um. Neðan við stigann þyrptist aftur fjöldi manua utanum þau og þekti Loder nanmast nokkurn mann, sem þar var. Allir voru jafn hrifnir, — menn fundu það á sér að nýir kraftar höfðu látið til sín taka og að nýtt tímabil væri að hefjast. Eva og Loder mjökuðust hægt gegnum mannþyrpinguna og rákust þá alt í einu á Fraide og Lady Sarah. Gamli maðurinn gekk hvatlega til þeirra, tðk undir handlegg Loders og leiddi hann út að vagni Chilcotes. Hann talaði fátt meðan þeir gengu gegn um fólksþyrpinguna, en hann þrýsti armi Loders innilega og hann var óvenjulega rjóður i kinnum. Þegar Eva og Loder voru komin upp í vagninn, gekk hann yzt á gangstéttina og laut fram að vagn- glugganum. Hann tók innilega í hönd Evu og sneri sér síðan að Loder. — Verið þér sælir, Chilcote, mælti hann. Þér hafið nú sýnt að þér eruð henni samboðinn. Verið þér sælirl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.