Morgunblaðið - 30.11.1915, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
CHIVERS sultutau
kaupa þeir sem vilja fá
verulega góða vöru.
Fæst hjá kaupmönnum.
Afglöp bandamanna.
HvaO Maximilian Harden segir.
Hinn alkunni þýzki jafnaðarmanna-
foringi, Maximilian Harden, ritstjóri
biaðsins »Vorwárts« — sem löng-
um hefir fengið orð fyrir bersögli
sína og hvað eftir annað verið gert
upptækt siðau ófriðurinn hófst —
hefir nýlega haldið ræðu í Ham-
borg um afglöp bandamanna og er
fregnin um það tekin hér eftir
»Times«.
— Hann sagði fyrst að Þýzkaland
stæði óvinum sínum miklu framar
í hernaðarlegu tilliti, en hann lýsti
jafnframt yfir því, að það væri af-
glöpum bandamanna að þakka. Fyrsta
afglap þeirra hefði verið það, að þeir
réðust ekki á Hellusund áður en
»Goeben« og »Breslau« komust inn
ril Miklagarðs og höfðu opinn veg
til Svartahafs. Það hefði orðið til
þess að Tyrkland hefði verið dauða-
dæmt, en Bretar óttuðust vald
Múhameðsmanna. — Annað afglap
þeirra var það, er bandamenn réð-
ust á Gallipoli-skaga. Það hefði stutt
málstað Þjóðverja betur en nokkuð
annað, því hin frábæra vörn Tyrkja
hefði haft meiri áhrif á Balkan-
þjóðirnar heldur en hrakfarir Rússa
í Galiziu.
Þriðja afglapið var það, er banda-
mönnum mistókst að láta Grikki
standa við þau loforð sín að senda
150,000 manns til hjálpar Serbum.
Um landgöngu bandamanna í Saloniki
sagði Herr Harden það, að það væri
brot á hlutleysi Grikkja, og væri
eingöngu því að kenna að Venizelos
hefði hvatt bandamenn til þess með-
an hann var forsætisráðherra. En
svo bætti hann við:
Ráðstöfun þessi er svo vitlaus,
að jafnvel Kitchener getur ekki bætt
úr því. Hann hefir jafnveí spilað
seinasta trompinu sínu. Því þegar
Þjóðverjar hafa komist að Sæviðar-
sundi, þá er ekki Rússum ein-
um hætta búin, heldur Egipta
landi öðru megin og Indlandi hinu-
megin. Við megum þó ekki búast
við því, að bráðan reki að þvi, að
Þjóðverjar stefni til þessara landa,
en Bretum er farinn að standa stugg-
ur af þeirri hættu, sem þeim er
búin með návist Þjóðverja hjá Sæ-
viðarsundi.
Seinasta heimska bandamanna —
segir Herr Harden — og hin mesta
er sú, að þeir neyddu Itali til ófrið-
ar. Afleiðing þess varð þegar sú, að
Italir gerðu tilkall til slavneskra landa
hiuum megin við Feneyjabotn, og
eigi einungis Serbum, heldur einnig
Grikkjum voru búnar þær búsifjar,
er þeir máttu ekki við una og vildu
ekki við una. Ef Italir hefðu haft
hug til þess að segja Þjóðverjum
stríð á hendur um leið og þeir hófu
ófrið gegn Austurríki, og hefðu sent
svo sem io heri til liðs við Joffre,
þá hefði verið öðru máli að gegna,
og þá hefðu hersveitir vorar að vest-
an verið hætt staddar. Er> nú sjá
um vér hversu blindir vér höfum
verið og hversu mjög oss hefir vax-
ið Ítalía í augum.
Taða.
4—5000 pund af ágætri töðu er
til sölu nú fyrir næsta nýár.
R. v. á.
Hvitkál,
Rauðkál,
Selleri,
Púrrur,
Gulraetur,
Rauðrófur,
Piparröt,
Rósenkál,
Citrónur,
Epli og Vínber
nýkomið.
Alt þetta fæst hjá
Jes Zimsen.
tXaupsRapur |
Nokkrir morgunkjólar fást i
örjótagötn 14 (nppi). Til sýuis og söln
kl. 2—4.
Morgnnkjólar beztir, ódýrastir og
smekklegastir fást á Vestnrgötn 38 (niðri).
R e y n i ð Sanitas-s æ t s a f t. Fæst i
Bergstaðastræti 27.
Hebe-mjólk fæst þar einnig.
T i 1 s ö 1 n er: Rúmstæði og Sófi á
Lindargötn 36.
T i 1 s ö 1 n karla og kvenmanns skanta,
Hjólhestnr með tækifærisverði á Skóla-
vörðnstig 24.
Fatasala f Bergstaðastræti 33 b.
^ Winna
S t ú 1 k u er óskað eftir strax. R. v. á.
Unglingsstúlka, vön þvi að gæta
barna, óska t á gott heimili i Vestmanna-
eyjnm. Uppl. á Vatnsstig 4.
^ Gfunóið ^
Svnnta fnndin. Vitjist á Framnes-
veg 1 C.
0j Leverpostei g
I 'U 09 */» Pd- dósum er
bezt. — Heimtið það
ðll samkepni útilokuð
Hentugasta nýtizku ritvélin nefnist
„Meteor“. Verö: einar 185 kr.
Upplýsingar og verðlisti með mynd-
um i Lækjargötu 6 B.
Jóh. Ólaisson. Sími 520.
Strœnar Baunir
trá Beauvais
eru ljúffeagastar.
Þakkarávarp.
Þegar eg i júnimánuði í sumar
varð fyrir þeirri þungu sorg, að missa
bæði eiginmann minn og son í sjó-
inn austur á Norðfirði og stóð ein
uppi með 6 föðurlaus börn, flest á
ómagaaldri, þá gengustkaupmennirnir
þar, Konráð Hjálmarsson, StefánStef-
ánsson og Jónas Andrésson fyrir
samskotum handa mér og börnum
mínum. Urðu þau samskot alls
frekar 600 kr. — Auk þessa hafa
margir aðrir gefið mér höfðinglegar
gjafir, og rétt mér hjálparhönd með
mörgum hætti.
Öllum þessum velgerðarmönnum
mínum og barna minna færi eg hér
með innilegt þakklæti mitt og bið
þeim af heilum hug blessunar hans,
sem er aðstoð ekkna og faðir föður-
lausra.
Reykjavik 24. nóv. 1915.
Guðrún Ma^núsdóttir,
Hverfisgötu 32 B.
Skipstjóri og
vélamaður
óskast á 20 tonna mótorskip, til fiskveiða.
R. v. á.
Peir sem nota blaut-
asápu ti! pvotta kvíðii
eirslægt fyrir þvotta-
deginum.
Notið Sunlight sápu
og hún mun fiýta
þvottinum um helming.
Preföid hagsýni—
tími, vinna og penin-
gar.
FariO eftir fyrirsögni.jni, ser>
er á bllum 5uniight supu
umbúóum.
Beauvais
niðursuðuvörur eru viðurkendar að vera langbeztar í heimi.
Otal heiðurspeninga á sýningum víðsvegar um heiminn.
Biðjið ætíð um Beauvais-niðursuðu. Þá fáið þér verulega góða vöru.
Aðalumboðsmenn á íslandi:
O. Johnson & Kaabex*.