Morgunblaðið - 06.02.1916, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
y H. P. DDDS A-deild, y
Hafnarstræti.
Fyrir karlmenn:
Ullarnærskyrtur og buxur.
Utanyfirskyrtur (Nankin).
Milliskyrtur, Peysur, Sokkar.
Treflar, Vattteppi, Ullarteppí.
Bómullarlök, Enskar hufur.
Handklæði, m. m.
m
y H. P. DUDS A-deild, y
ð Hafnarstræti.
(áA |jN
Nýkomið:
Regnkápur, svartar og mislitar.
Kápur og Treyjur.
Vetrarsjöl, svört og mislit.
Cachemir sjöl — Alklæði.
Mikið úrval af allskonar
álnavöru, prjóniesi og smávöru.
CSS3 DA08ÖB[IN. C=3
Afmæli í dag:
Guðrún Jónsdóttir, húsfrú.
Guðríður Eyjólfsdóttir, húsfrú.
Magnea I. Einarsdóttir, húsfrú.
Svava Árnadóttir, jungfrú.
Björn Þórðarson, cand. jur.
Einar Þórðarson, skósm.
Halidór Daníelsson, yfird.
Magnús Benjamínsson, úrsm.
Magnús Guðmundsson, s/slum.
Þór. Jónsson, bóndi, Hjaltabakka.
Sólarupprás kl. 8.59 f. h.
S ó 1 a r 1 a g — 4.25 e. h.
HáflóS i dag kl. 7.13 f. h.
og kl. 7.32 e. h.
Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2.
(Myndasafnið er í Alþingishúsinu opið
á sama tíma).
Náttúrugripasafnið opið ki. 1V2—
2V*.
Guðsþjónnstur í dag, 5. sunnud.
eftir þrettánda, (guðspj.: Illgresi með-
al hveitis, Matt'n. 13, 31.—35. og
44.—52.), í dómkirkjunni kl. 12 (síra
Bj. J.), kl. 5 (síra J. Þ.). í fríkirkj-
unni f Hafnarfirði kl. 12 (síra Ól. Ól.)
og kl. 5 í Rvík (síra Ól. Ól.).
Fyrirlestur heldur Hermann Jón-
asson í dag kl. 5 sfðdegis í Bárubúð.
Segir hann þar frá mörgum dularfull-
um fyrirbrigðum, sem gerst hafa nú
á síðustu tímum og eru mörg þeirra
sönnuð með vottum. — Hermann hefir
þegar getið sór þjóðarfrægð fyrir at-
huganir sínar á því, sem dularfult er
í tilverunni og teljum vér því sjálf-
sagt, að menn sæki vel þennan fyrir—
lestur sór til skemtunar og fróðleiks.
Hermann segir allra manna bezt frá.
Tveir vélbátar komu hingað í gær
sunnan úr Sandgerði með fisk til bæj-
arstjórnar og fisksalanna.
Gasið. Sem betur fer virðist ætla
að rætast úr gasmálinu. Gasstöðvar-
stjórinn hefir fengið sfmskeyti frá Bret-
landi þess efnis, að nú só leyft að
flytja hingað farm þann, sem hann
hafði keypt í Bretlandi. í lok vik-
unnar er von á skipinu hingað.
Samverjinn. Maður nokkur færði
oss 5 krónur handa Samverjanum. Vór
þökkum!
Gnllfoss fór frá Leith á föstudags-
morguninn. Skipið ætti að geta komið
hingað um miðja viku.
Maí kom af fiskveiðum f gærmorg-
un, en hafði aflað fremur lítið vegna
óveðurs í hafi. Skipið fer til Fleetwood
með aflann.
Ingólfur er nú f Borgarnesi að
sækja norðan- og vestanpóst. Vænt-
anlegur hingað í dag.
Faðirinn.
Frásaga eítir Edmondo de Amicis.
Faðir minn var læknir í fjalla-
héraði nokkru og vann sér inn á
að gizka 5 Paoli á dag, þegar eg
var ungur. Það getur þó verið að
hann hafi stundum unnið sér inn
7 Paoli á dag með ýmsum óvissum
aukatekjum, en með þessum tekj-
um átti hann að sjá fyrir heimili,
ala hest, hafa vikapilt og kosta dvöl
mína á háskólanum I
Það var kvöld eitt að afloknu
jólafríi — eg var þá 19 ára gam-
all — að eg kom til Pisa og hafði
hina venjulegu mánaðarpeninga i
vasanum. Eg varð feginn því að
hitta aftur kunningja mína. Við
snæddum saman miðdegisverð og
drukkum nokkuð og svo gengum
við syngjandi um göturnar langt
fram á nótt. — Að lokum komum
við í spilahús og þar tapaði eg á
fáum klukkustandum öllu mínu fé,
og auk þess 40 Paoli, sem eg fékk
lánaða hjá einum vini mínum.
Þegar eg kom heim til min fleygði
eg mér i rúmið, en gat alls eigi
fest svefn. Eg velti mér eirðarlanst
á ýmsa vegu og gat eigi um annað
hugsað en óhapp mitt. Að lokum
blundaði eg þó ofurlítið, en það var
hálfu verra 1 Og svo stökk eg sein-
ast á fætur kófsveittur og rugl-
aður.
— Hvað á eg nú að gera ? hugs-
aði eg. Biðja einhvern kunningja
minn að lána mér — skrifa heim —
til mömmu? Fara burtu ? —-----------
hvert? Drekkja mér — — — þá
er öllu lokið 1 Hvað á eg að gera ?
En eg vissi þó vel að eg varð
að fara heim og leita hjálpar þar.
Eg þaut út og fékk fáeina Soldi
að láni hjá kunningja minum, sem
eg mætti á götunni. Og svo lædd-
ist eg inn í þriðja flokks járnbraut-
arvagn og ók nú af stað heim-
leiðis.
Hreyfingin hresti mig. Eg skraf-
aði í sífellu við bóksalapilt um ófrið,
stjórnmál og kvenfólk og stundum
gleymdi eg því alveg hve eg var
illa staddur vegna þess hvað eg talaði
af miklum guðmóði um heiður,
vopn og ást. Maðurinn sat þögull
og hlustaði á mig. Eg varð nærri
því montinn af því að geta talað
þannig og gefið ti'finningum mín-
um lausan tauminn.
En þegar kirkjuturninn í þorpinu
okkar gægðist fram milli trjánna og
eg sá þakið á húsinu okkar heima
og reykinn, sem lagði upp úr reyk-
háfnum, þá þvarr mér allur kjark-
ur og eg skalf á beinunum.
Faðir minn var ekki heima þegar
eg kom. Mamma varð hrædd þegar
hún sá mig, eg var svo fölur að
hún hélt að eg mundi vera veikur.
— Nei, það er ekkert að mér I
Mér líður vel, ágætlega.
Hún varð þegar hýrari á svipinn
og hlustaði með mestu rósemi á
raunasögu mina.
— Drengurinn minn 1 mælti hún
er eg hafði lokið sögunni. Hvað
hlldurðu að hann pabbi þinn segi
er hann heyrir þetta?
Og eftir stundarþögn mælti bún
ennfremur:
— Það er ekki hægtl Hann get-
ur ekki gefið þér nýja mánaðar-
peninga. Við höfum tæplega nóg
til lífsviðurværis. Hvar ætti hann
að fá peninga?
Eg sat hljóður og hlustaði á það
sem hún sagði, en meðvitundin um
það að vera kominn heim aftur,
þreytan og vindgnauðið i reykháfo'
um hjálpaðist alt að því að kyrfí
hugsanir mínar. Eg sofnaði ósjálf'
rátt í stólnum.
Þegar eg vaknaði sá eg hvar fað°
minn sat rétt hjá mér. Hann þerrað1
klæði sín við ofninn, því að þatl
voru vot. Hann var ákaflega þreyt0'
legur og ákaflega fölur.
— Komdu sæll pabbi I
— Sæll! svaraði hann, en meirí
sagði hann ekki.
Litlu seinna reis hann á faetuL
bað mömmu að hraða matreiðsl0
vegna þess að hann þyrfti áð fara
að heiman aftur undir eins og hau°
hefði snætt. Svo fór hann til her'
bergis síns.
— Veit hann þaðl spurði e$
móður mína.
Hún kinkaði kolli.
— Hvað sagði hann?
— Hann spurði hvernig þér l1®1'
Það var hljótt við miðdegisborðið-
Foreldrar mínir töluðu dálítið 0111
ýmis einkamál og sat eg hljóð°r
og beið þess að skruggan k*011
yfir höfuð mitt.
En hún kom ekki.
Hvað eftir annað hrökk eg v1^
er faðir minn beindi einhverri sp°r°'
ingu til min, og þó talaði han» 1
sinum venjulega vingjarnlega ^
rómi.
— Hittirðu Beppo? spurði ha°°’
Beppo var gamall skólabróðlf
hans, og eg átti altaf að bera ho°
um kveðju þegar eg kom til Pisa'
— Nei.
— Þú verður að fara með fyrS^
járnbrautarlestinni í fyrramálið!
verður að ganga til stöðvarin0
vegna þess að eg þarf að ríða hes£
inum.
Morgunin eftir vaknaði eg
fimm. Það var dimt og kalt ^
Stormur var á og talsverð a
koma.
Þegar eg kom á fætur h>tri ^
mömmu. Hún hafði beðið °o
stund eftir því að kveðja nalfl'
— Hefir pabbi fengið þ^r P
ingana? spurði eg í hljóði.
— Hann bfður þín úti.
Eg flýtti mér út. Kolamy1*0
frh. á hls 7'