Morgunblaðið - 17.02.1916, Page 2

Morgunblaðið - 17.02.1916, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÚTBOÐ. Þeir, sem kynnu að vilja kaupa, næstkomandi vetrarvertíð, alla þorsk- lifur, sem á land kemur — í Gaiði og Leiru, — sem Bárufélag Gerða- hrepps hefir ráð á, geri svo vel og sendi tilboð til Sigurjóns Arnlaugs- sonar Gerðum, stílað til Bárunnar nr. 8, fyrir 23. febriiar þ. á. Skilyrði þau, sem félagið setur, eru þessi: Að lifrinni verði veitt móttaka á tveim stöðum í Garði og einum stað í Leiru. Frekari upplýsinear gefur Stefán Sigurfinnsson, % til viðtals kl. 2—3 í dag á Vesturgötu 42. =*» DA«BOífiN. c=a Afrnæli f dag: Sigurbjörg Ámundadóttir, húsfrú. Páll Jónsson, cand. jur. Þórður Magnússon, bókbindari Sólarupprás kl. 8.24 f. h. Sólarlag — 5.1 e. h. HáflóS i dag kl. 4.49 f. h. og í nótt kl. 5.6 Veðrið í gær: MiSvikudaginn 16. febr. Vm. Rv. logn, frost 7.0. ísaf. logn, frost 2.4. Ak. v. andvari, 12.5. Gr. Sf. sv. gola, frost 5.5. Þórsh., F. Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2. (Myndasafnið er í Alþlngishúsinu opiS á sama tíma). Læknaprófi lauk í fyrradag hór viS Háskólann Halldór Kristinsson frá Útskálum. Samverjinn. Ónefndur maSur færSi oss 5 krónur í gær handa Samverj- anum. Vór þökkum. Gefin saman. Á laugardaginn 12. þ. mán. voru gefin saman af síra Jóhanni Þorkelssyni, jungfrú Ingunn Magnúsdóttir Jónssonar frá Þingeyr- um og Júlíus Sveinsson trósmiSur, Dagskrá á fundi bæjarstjórnar fimtudag 17. febrúar kl. 5 síSdegis. 1. Kosinn forseti. 2. Kosinn varaforseti. 3. Kosnir skrifarar. 4. Kosnar fastar nefndir. 5. Kosinn leikvallanefnd. 6. FundargjörS byggingarnefndar 12. febrúar. 7. FundargjörS fjárhagsnefndar 10. febrúar. 8. FnndargjörS fátækranefndar 10. febrúar. 9. Nefndarálit um lóS undir hús fyrir listaverk Einars Jónssonar. 10. Flosi SigurSsson sækir um leyfi til aS leggja rafmagnsleiðslu frá »Völundi« inn í smíSahús viS Klapparstíg. 11. Matthías Matthíasson býður for- kaupsrótt aS spildu úr erfSafestu- landi. 12. Umsögn til heilbrigðisnefndar um erindi Verkmannafólagsins Dags- brúnar, dagsett 16. ágúst f. á., um heilbrigðismál. 13. Bæjarfulltrúi Þorv. Þorvarðarson flytur tillögu um kosningu nefnd- ar til aS íhuga hvort tiltækilegt só að bærinn kaupi botnvörpung og geri hann út á kostnað bæjar- sjóðs. 14. Brunabótavirðingar. Flóra kom hingað í fyrrakvöld. Meðal farþega: Pótur Thorsteinsson kaupmaSur, Jónas Andrósson kaup. kaupmaður, NorSfirði, Björn Sveinsson verzlunarmaður og margir fleiri. Skip- ið fer héðan sennilega í kvöld norður um land. Eldnr kom upp í Hotel ísland í gær, aldrei þessu vant. SviSnaði dá- lítið gólfið hjá bakaraofni Theodórs, en meiri skemdir urðu ekki að. Sfminn til Vestmannneyja var bil- aður í gær. Söknm veikinda verður samsöng »17. Júníí frestað um óákveðinn tíma. Bruninn í Bergen. Yiðtal Yið sjónarYOtt. Sú breyting hefir orðið, að lan- sen skipstjóri, sem verið hefir á Floru undanfarið, hefir látið af stjórn þess skips, en Hansen, sem áður var stýrimaður á Pollux hefir tekið við af honum. Aftur á móti er Jansen orðinn skipstjóri á Pollux, en það skip er ekki væntanlegt hingað í sumar. Vér hittum Hansen skipstjóra að máli í gær og spurðum hann frétta frá brunanum í Bergen. Hann var þá á Pollux, en það skip lá í Bergen brunanóttiná. — Var ekki hroðalegt að horfa á brunann ? — Jú, engin orð fá lýst þeim tilfinningum, sem gripu mann, þeg- ar maður sá allan aðalhuta borgar- innar í ljósum loga. Enginn, sem horfði á brunann getur nokkru sinni gleymt honum. Hús það sem eg bý i, brann ekki, en nær öll húsin í nánd brunnu. Göturnar voru full- ar af fólki, Maður sá fólk rogast með þunga peningakassa, en aftur höfðu aðrir að eins bjargað ein- hverju lítilfjörlegu úr húsum sínum. Eg sá t. d. marga menn hlaupa um göturnar með jafn lítilfjnrlega muni með sér sem ljósmynd í ramma, borðflögg, kaffikönnur eða málverk. Þessa muni skildi fólkið ekki við sig alla nóttina. Það var ekki unt að flytja það í önnur hús, því eng- inn vissi neinn óhultan stað. Það var einkennilegt að sjá hve rólegt fólkið var. Maður sá eng- ann sem æðraðist. Allir voru í fylsta máta rólegir, og mun það hafa gert mikið til þess að tjónið varð ekki meira. — Hvernig kom eldurinn upp? — Það eru tveir daglaunamenn, sem hafa játað, að þeir viti um upp- tök eldsins. Þeir voru við vinnu í herbergi, þar sem mikið var af tjöru- hampi og notuðu þeir lampaljós. Þar kom eldurinn upp svo magnað- ur, að ekki var unt að ráða við hann í því ofveðri, sem þá var. Annar þessara manna er nú orðinn vit- skertur, og hefir verið fluttur á geð- veikrahæli. Hann þoldi ekki að sjá borgina brenna og vita að óvarkárni hans var orsök í brunanum. — Brann nokkuð af húsum Ber- genska gufuskipafélagsins ? — Nei, þau eru öll óbrunnin, og var það mildi að þau skyldu ekki öll brenna. — Hvernig er ástandið I Bergen nú ? — Það er furðanlegt. Bæjarstjórn- in lét þegar reisa hús fyrir þá, sem urðu húsnæðislausir og það mun verða séð fyrir þeim framvegis. — En það mun áreiðanlega líða nokkur tími þangað til húsin í aðalgötunni verða reist aftur. Öll byggingarefni eru svo dýr um þessar mundir. Fólkið getur ekki bygt þó það fegið vildi. — Er nokkur fátækt í Bergen? — Það eru náttúrlega margir sem hafa mist aleigu sína, en yfirleitt Biðjið kaupmann yðaJ’llII, ,Berna át-súkkulaði, frá Tobler, Berne, Sviss. íslenzkar Fiskabollur eru beztar, en þó langódýrastaf' Fást nú i t/i og t/2 dósum í Matarverzlun Tómasar Jónssonaf Sími 212. Bankastræti l0' munu þeir fleiri, sem hafa gr*£l vegna ófriðarins. Víst er það, a það er enginn, sem sveltur í Berge0' því bæjarstjórnin hefir séð öHul11 fyrir mat og húsnæði. Bergen rflUl1 rísa úr rústum mun fegurri og st<^f borgarlegri en hún var áður. Þegaf komin eru stór og fögur hús á þvl svæði sem brann, mun Bergen verðJ með fegurstu borgum í heimi. Lega borgarinnar er annáluð fyrir fegu^' Samverjinn. Kvittanir fyrir gjðfuiD: Peningar: Friðrik (afg. af aðgm.) 4,50. J. M. 50,0^' Veðmál 100,00. Frá 2—9 5,00. S' O. 2,00. Kaffi 1,50+1,00. Sigríðf 1,00. Helga 1,00. Vísir safnað +10,00. Ónefndur 15,00. Ór>efn 2,00. H. N. 6,00. Ónefndur 5fi°' í. G. 10,00. Vörur: Kolaverzl. 3 sljpd. kol. L. N. UPP kveikja. Völundur uppkveikja. N- 1 skeppa rófur. Ó. G. E. J/2 tn. kftrf öflur og 1 poka haframjöl. L. N- j2 tn. kartöflur. Helga kaffi og mehs’ Sigríður haframjöl og hveiti. Reykjav/k 14. febr. 1916. Pdll Jónsson. Frá YesturheimseyluiD* Ekki er þar alt með kyrrum kjofg um, svo sem dönsk blöð hafa *a í veðri vaka, síðan Danir sendu u . skipið »Valkyrien« þangað. Ncj. blöð hafa það eftir áreiðan^g^ fregnum, að ástandið þar sé í rj[c( og veru töluvert ískyggilegt. danska stjórnin því ákveðið ao j herskipið dvelja þar frameftir sU e( eða þangað til betra samkornuIag 0g komið á milli Svertingjanna landstjórans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.