Morgunblaðið - 09.04.1916, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Heilbrigðisfulltrúinn.
Hvað á hann að gera og hvað
gerir hann?
Eins og getið var um í blaðinu í
gær kom fram krafa frá heilbrigðis-
fulltrúanum um það, að fá goldnar
60 krónur fyrir að ganga um bæinn
og skoða kjallaraíbúðir. Skal hér nú
sagt nokkuð gjör frá f>ví máli, en
fyrst skulum vér leyfa oss að birta
orðrétt:
Erindisbréf
handa heilbrigðisfulltrúa Reykjavíkur-
kaupstaOar.
1. gr. Heilbrigðisfulltrúinn er skyld-
ur að hlýða fyrirmælum heilbrigðis-
nefndarinnar eða formanns hennar
og láta nefndinni í té hverja þá að-
stoð og allar þær skýrslur, er hún
telur sér nauðsynlegar því til trygg-
ingar, að heilbrigðissamþyktin sé
haldin og henni hlýtt í öllum grein-
um.
2. gr. Einu sinni á ári skal heil-
brigðisfulltrúinn skoða allar húseign-
ir á því svæði, er samþyktin nær
yfir.
Hann skal láta heilbrigðisnefnd-
inni í té skýrslur um þessar skoð-
anir, og ræður nefndin fyrirkomu-
lagi á þeim skýrslum.
3. gr. Þá er heilbrigðisfulltrúi
skoðar húseign, skal hann kalla hús-
eiganda eða húsráðanda fyrir sig,
benda honum á alt það, sem van-
rækt hefir verið að færa í það lag,
er heilbrigðissamþyktin heimtar, segja
honum fyrir hvað gera beri til um-
bóta og heimta að það sé gjört inn-
an ákveðins tíma, er heilbrigðisfull-
trúanum virðist hæfilegur. Skal hann
að þeim tíma liðnum líta eftir því,
hvort verkið hefir verið unnið. Sé
húsráðandi eigi viðstaddur, skal heil-
brigðisfulltrúi tilkynna honum skrif-
lega, hverjar umbætur ger3 skuli og
á hvaða fresti.
Nú vill húseigandi eða húsráð-
andi ekki kannast við, að umbótar
sé þörf, eða neitar að gera hana,
eða vanrækir að gera hana á þeim
fresti, er heilbrigðisfulltrúi hefir sett
honum, og skal þá heilbrigðisfull-
trúi tafarlaust skýra formanni heil-
brigðisnefndarinnar frá öllum mála-
vöxtum.
4. gr. Heilbrigðisfulltrdinn skal
hafa stöðugar gætnr á vatnsbólum
bæjarins, götum, torgum og ræsum,
og skal hann tilkynna formanni
veganefndar, hvað gera þarf til um-
bótar eða hreinsunar.
Ef veganefnd tekur ekki tilmæli
fulltrúans til greina, skal hann skýra
heilbrigðisnefndinni frá öllum mála-
vöxtum.
j. gr. Það er skylda heilbrigðis-
fulltrúans, að hafa stöðuga gát á því,
að slátrunarhús og brauðgerðarhús
séu vel þrifuð. Hann skal og^hafa
nánar gætur á því, að kjötsölubúðir
séu vel þrifaðar og þrifalega farið
með mjólk og brauð, þar sem þessi
Vöruhúsið verður bezta
verzlunin á landi hér.
Aðeins traust og vönduð vara,
verðið lágt sem kunnugt er.
Vöruhúsið tlzku og tíma
trútt í öllu fylgir bezt.
Allir vilja við það skifta,
Vöruhúsið selur mest.
matvæli eru seld. Hann skal og líta
eftir, að nægilegt loftrúm og loft-
ræsting sé í skólastofum, vinnustof-
um og verksmiðjum, samkvæmt á-
kvæðum heilbrigðisnefndar.
6. gr. Ef heilbrigðisfulltrúa ber-
ast kærur um brot á heilbrigðis-
samþyktinni, skal hann svo fljótt
sem verða má rannsaka, hvort þær
eru á rökum bygðar, og ef svo
reynist, sjá um, að þær umbætur
séu gerðar, sem þörf er á.
7. gr. Heilbrigðisfulltrúinn skal
hafa gát á þvi, að fatið sé eftir regl-
um 21. júní 1904 um hrákaílát og
gólfræstingu til varnar berklaveiki.
Þannig samþykt af bæjarstjórn-
inni 2j. apríl 190J.
Erindi I»orf. Kristjánssonar
Það er óþarfi að birta hér orðrétt
erindi Þorfinns Kristjánssonar um
kjallaraibúðir. En þess má geta, að
það var fram komið vegna þess, að
hann hafði sjálfur kynt sér ýms þau
húsakynni, sem fátæklingar verða að
hýrast I. Samkvæmt erindisbréfi heil-
brigðisfulltrúans, á hann að skoða
allar húseignir í Reykjavíkurumdæmi
einu sinni á ári, og ef hann verður
þess var, að fyrirmælum heilbrigðis-
nefndar er ekki hlýtt, á hann að fá
húseigendur til þess að lagfæra það,
sem lagfæra þarf. Tregðist þeir við,
á heilbrigðisfulltrúinn að skýra for-
manni heilbrigðisnefndar frá mála-
vöxtum.
Ef erindi Þorfinns Kristjánssonar
hefði verið á rökum bygt — og um
það efast vist enginn — þá var þar
meðsýnt, aðbeilbrigðbfulltrúinn hafði
vanrækt skyldu sína. Og það er á
allra vitorði, að hann hefir gert það
— eða hvað margar íbúðir skyldi
hann skoða árlega ?
Bæjarstjórnin vísaði þessu erindi
rétta boðleið, til heilbrigðisnefndar,
og æskti umsagnar hennar.
Hvað gerði heilbrigðis-
nefndin?
Að réttu lagi átti nú heilbrigðis-
nefnd að heimta skýrslu af heilbrigð-
isfulltrúa. Hún hefir ef til vill gert
það, — en komið að tómum kof-
unum auðvitað. Þá átti hún að
vísa málinu aftur til bæjarstjórnar
og láta hana ráða fram úr þvi hvað
gera skyldi, hvort hún vildi senda
menn út um bæinn til þess að skoða
kjallaraíbúðirnar. En það gerði heil-
brigðisneínd ekki. í stað þess
fól hún heilbrigðisfulltrúanum að
ganga um bæinn og skoða þessar
ibúðir og skipaði honum að taka
byggingaftóðan mann með sér, og
hét þeim borgun fyrir.
Erindi Þorfinns var i raun og
veru ekkert annað en kæra á heil-
brigðisfulltrúann. Það mun því vera
alveg nýr réttargangur, að ákærða sé
falið að rannsaka það hvað hæft er
í málinu, að honum sé falið að færa
fram kærusannanir á hendur sér,
þegar hann getur ekki þvegið
hendur sínar. En það var gert.
Heilbrigðisfulltrúinn, sem á að skoða
hverja íbúð í bænum einu sinni á
ári og gæta þess að fyrirmælum
heilbrigðissamþyktar sé hlýtt, er
fenginn til þess að rannsaka hve
margar íbúðir í bænum fullnægi
ekki fyrirmælum heilbrigðissamþykt-
arl Dæmi menn nú um hvað rétt
er að farið.
Skýrslan.
Heilbrigðisfulltrúinn fékk nú Hjört
Hjartarson trésmið í lið með sér,
og gengu þeir víða um bæinn og
gáfu langa skýrslu. Nú mælir heil-
brigðissamþykt fyrir um það hvern-
ig íbúðir eigi að vera til þess að
þær séu byggilegar. Heilbrigðisfull-
trúanum hefði því verið trúandi til
þess að vita hvernig hann ætti að
gefa slíka skýrslu. í henni átti að
vera mæling á íbúðunum, hve hátt
er undir loft, hve gluggar eru hátt
frá jörðu, hve mikill er grunnflötur
íbúðar og hve margir búa þar o. s.
frv. Af Hirti heimtar auðvitað engi
maður að hann viti það, en hefðu
einhverjir óviðkomandi menn verið
fengir til þess að skoða húsakynnin
var það svo sem sjálfsagt að heil-
brigðisnefnd hefði sagt þeim fyrir
um það hvernig skoðuninni skyldi
háltað og skýrslunni, sem síðar yrði
gefin. En hafi heilbrigðisnefnd ekk-
ert um það taJað, má ganga að þvi
visu að hún hafi ætlað heilbrigðis-
fulltrúanum að vita það hvernig slik
skýtsla skyldi samin.
En svo kemur skýrslau. Og
hún er konungsgersemi ef svo
mætti að orði kveða. Þar eru til-
greindar þær kjallaraíbúðir, er skoð-
unarmennirnir hafa komið í, og ef
þeim hefir þótt eitthvað athugavert
hafa þeir sett NB við. Á einstaka
stað er þó frekar kveðið að orði —
en auðvitað alt eftir sjónhendingu.
Nú skaltu, lesaii góður, taka dæmi.
Ef þú gerir samning við einhvern
mann um ákveðið verk og hann
leysir það svo ekki af hendi eins og
tilskilið er — mundirðu þá vilja
greiða kaup fvrir það? Eða mund-
irðu vilja greiða kaup fyrir það verk
sem ekkert eða Htið gagn er að?
Vér erum vissir um að svarið verð-
ur nei.
Verkakaupiö.
Hafi formaður heilbrigðisnefndar
ráðið þessa menn til ákveðins kaups,
hefir hann áreiðanlega gert það á
sina ábyrgð. Engin nefnd i bæjar-
stjórn getur á eigin eindæmi ráðið
yfir fé bæjarins. Það er bæjarstjórn-
ar einnar að gera ákvarðanir um
það, enda hefir hún alla ábyrgðina.
Og það er hart fyrir bæjarstjórnina,
hafi hún vísað einhverju máli til um-
sagnar einhverrar nefndar, að taka á
sig einhver útgjöld, sem sú nefnd
gerist svo djörf að leggja á bæjar-
sjóð, i stað þess að gefa þá umsögn
málsins, sem tilskilin er.
Heilbrigðisnefnd færir sennilega
þær málsbætur, að hún hafi ekki get-
að gefið umsögn um málið nema
þvi að eins, að afla sér upplýsinga,
en þær upplýsingar fáist ekki fyrir
ekkert. Vér höfum nú fyr bent á
það, hvað nefndin fór ramöfuga leið
til þess að ná i upplýsingarnar. En
þegar bæjarstjórn vísaði málinu til
hennar, ætlaðist hún auðvitað eigi
til neins annars en þess, að nefndin
athugaði skýrslu heilbrigðisfulltrúans
um ibúðir, skýrslu þá, er hann á
altaf að hafa handbæra, og ef hún
reyndist ónóg, að hún skýrði þá
bæjarstjórn frá þvi til þess að hún
gæti tekið ákvörðun um það, hvað
gera skyldi.
Þegar reikningurinn kom til bæj-
arstjórnar átti hún auðvitað eigi að
taka hann til greina. En sú skoð-
un kom þá fram (Ág. J.), að bæjar-
stjórn mætti ekki óvirða neina nefnd
svo, að taka ekki ráðstafanir hennar
gildar. Það hefði verið vit í þvi, en
jafnframt hefði þá bæjarstjórn átt að
taka það skýrt fram, að nefndir hefðu
alls enga heimild til þess að ráðstafa
eignum bæjirsjóðs. Þessi leið var
þó eigi tekin, heldur var samþykt
að greiða Hirti kaup, en heilbrigðis-
fulltiúrnum ekki. Þessu réði að eins
það, að bæjarstjórn áleit, að heil-
brigðisfulltrúanum bæri að gera þetta
samkvæmt erindisbréfi sínu og að'
það væri hart, fyrst hann þægi laun
af bæjarsjóði til þessa starfa, að bær-
inn þyrfti jafnan að toga út úr hon-
um fyrir fé allar upplýsingar, sem
hann væri skyldur að gefa, eins og.
einn bæjarfulltrúinn komst að orði
(Bríet). En nú stendur svo sérstak--
legli á, að heilbrigðisfulltrúanum hefir
verið falið verk, sem hann á ekki
að framkvæma samkvæmt erindisbréfi
sinu. Honum er falið að vera eft-
irlitsmaður (censor) með sjálfum sér.
Fyrir það ber honum auðvitað kaup'
— hversu réttlátt sem það er.
Fjárveitingin.
Þegar fé er veitt úr bæjarsjóði^
þa<f til þess tvær umræðcr, nema
samþykt sé að taka féð af óvissum
útgjöldum, sem þegar eru samþykt.
Vér efumst um, að þótt bæjarstjórn
hafi samþykt að greiða Hirti hans
kaup, að það sé löglegt, vegna þess
að þetta er ekkert annað en fjárveit-
ing til ákveðins verks og ekkert um
það talað, að greitt skuli af óvissurm
útgjöldum, þótt það verði auðvitað
gert. Það er alveg sama, hvort bæj-
arstjórn ákveður að verja fé til ein-
hvers verks eða hún ákveður að
gjalda fé fyrir unnið verk. Hvort
tveggja er fjárveiting úr bæjarsjóði
og verður að ræðast á tveim fund»-
um til þess að löglegt sé.
Starf heilbrigðisnefndar.
Heilbrigðisnefnd er húsbóndi heil-'
brigðisfulltrúans, og að rétta lagi á
hún, ásamt bæjarstjórn, að hafa eftir-
lit með því, að hann ræki skyldu
sina. Heilbrigðisnefnd á altaf að
vera það kunnugt, hvernig heilbrigðis-'