Morgunblaðið - 19.04.1916, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
pat===iiE==]B^g]
%
Nýtt Nautakjöt
Saxað kjöt,
Kjötfars,
Wienerpylsur.
Medisterpylsur,
Rjúpur,
Islenzkt Kindakjöt
í í og kgr. dósum.
Ávextir allskonar,
í smáum og stórum dósum.
Pikles, Asier, Bödbeður
Grænar baunir
Capers, Tomat í glösum og
dósum o. fl. o. fl.
Matarverzlun
Tómasar iónssonar,
Bankastr. 10 Sími 212.
|DCtnr=n Hn=irq0ni
Víðavangshfaupið.
íþróttafélag Reykjavíkur ætlaði að
efna til viðavangshlaups á sumardag-
inn fyrsta í fyrra. En af því gat
eigi orðið vegna þess, að menn feng-
ust eigi tii hlaupsins.
Nd á sumardaginn fyrsta verður
háð hið fyrsta viðavangshlaup að til-
hlutan í. R. Hafði það fengið til
þess leyfi í. S. í. að fleiri félög
mættu keppa í því heldur en þau
ein, sem eru í í. S. í. Var tilætl-
unin með þvi sérstaklega sd, að fá
iþróttaflokka skólanna til þess að
keppa i hlaupinu. En skólarnir sitja
heima, hverju sem um er að kenna.
Það getur verið, að nemendur þyk-
ist eigi hafa haft tíma til þess að
æfa sig i hlaupi ndna, þegar skóla-
annirnar láta þá engan stundlegan
frið hafa. En leitt er þó til þess
að Vita hvað áhugi iþróttamanna er
yfirleitt litill. Væri eigi áhugi ein-
stakra manna til þess að halda uppi
íþróttaæfingum hér, mundi íþrótta-
hreyfingin velta dt af steinsofandi.
I víðavangshlaupi þvi, sem nd skal
háð, keppa io menn, eða tveir flokkar.
Eru mennirnir allir dr íþróttafélagi
Reykjavikur. Hefst hlaupið á Aust-
urvelli kl. 3 siðdegis á skírdag og
endar aftur á sama stað. Verður
hlaupið suður Tjarnargötu og yfir
mýrina sunnan við Tjörnina, og
síðan eftir Laufásvegi og niður i
bæinn.
Það verður góð skemtun fyrir
bæjarbda, og spáum vér því að
mannmargt verði umhverfis Austur-
völl um þær mundir.
=53 DA0BÓÍ[IN.
Afmæli í dag.
H. Finsen, kaupkona.
Sveinn Jónsson, trósm.
Sólarupprás kl. 4.46 f. h.
Sólarlag — 8.10 e. h.
HáflóB í dag ki. 5.54 f. hád.
og kl. 6.17 8. h.
Veðrið í gær:
ÞriSjudagínn 18. apríl.
Vm. n.v. sn. vindur, hiti 2,0
Rv. n. st. gola, hiti 0,7
íf. a. st. kaldi, frost 1,0
Ak. n. andvari, hiti 0,5
Gr. logn, frost 0,5
Sf. n.a. gola, hiti 2,1
Þh., F. a. st. gola, hiti 5,5
AugnJækning ókeypis kl. 2—3 í
Lækjargötu 2 (uppi).
Trúmálaerindi flytur Árni Jóhanns-
son bankaritari í Bárubúð annað kvöld.
Harðindi eru ákaflega mikil á
Norðurlandi. Úr Mývatnssveit fróttum
vór það í gær, að föstudagurinn var,
hefði verið fyrsti dagurinn í Einmán-
uði svo að eigi var hríð.
Rettarhald hefir ekkert verið í
brófastulds-málinu enn þá; rannsókn
var að eins hafin í því í fyrrakvöld.
Páskamessur í Fríkirkjunni.
I. í Fríkirkirkjunni í
Hafnarfirði.
Á Skírdag kl. 12 á hád. (síra Ól. Ól.)
- Páskadaginn kl. 6 e. m. (síra Ól. Ól.).
II. ÍFríkirkjunniíReyk j a-
v í k.
Á Skírdag kl. 12 á hád. (síra H, N.)
- — — 5 e. m. (síra Ól. Ól.).
- Föstud. langa kl. 12 á hád. (sr. Ól.Ól.)
- Páskadaginn kl. 12 á hád. (sr. Ól.Ól.)
- ----- — 5 e. m. (síraH.N.)
- 2. í Páskum kl. 12 á hád. (síraÓl.Ól.).
Seglskip hið fyrsta á árinu, kom
hingað í gær hlaðið salti til Mr.
Hobbs.
Maí kom inn í fyrrakvöld með
mann, sem hafði slasast um borð.
Heitir sá Sigurður Grímsson og hafði
fótleggur hans brotnað. Hann var
fluttur á spítalann.
Þilskipið Hákon kom inn í fyrra-
dag og hafði aflað 9000 af þorski.
Nordsöen, eitt af Lauritzsens skip-
unum kom hingað í gær með salt-
farm til Kveldúlfs.
2 menn gengu f gærdag milli kl.
12—1 fram hjá húsinu nr. 10 f Lækjar-
götu. í sama bili er skvett vatns-
skólpi út um glugga á annari hæð, og
yfir annan þeirra. Það er eigi í fyrsta
skifti að það á sér stað hór í bænum
að kvenmenn sýna af sór slíka ósvffni
og dónalega framkomu við menn, sem
um alfaraveg ganga.
Það eitt að kasta úr flátum út um
glugga út á götur, sýnir framúrskar-
andi sóðaskap hjá viðkomanda, er eigi
má líðast, en þá fyrst kastar tólfun-
um, er mönnum er eigi lengur vært
að ganga um götur bæjarins, fram hjá
húsum borgarmanna, vegna subbu-
skapar og ósvífinnar framkomu vinnu-
kvenna eða þeirra er í húsunum
leigja. — Yæri eigi vanþörf á að hús-
bændurnir víttu slíka framkomu þjóna
sinna eða leigjenda, svo menn gætu
framvegis gengið óhultir um götur
borgarinnar. J.
Prentvilla var í auglýsingunni frá
skátafélaginu »Væringjar« f gær. Þar
stóð að drengir skyldu gefa sig fram
við Hall Þorsteinsson, en átti að vera
Þorleifsson, Miðstræti 6.
Verzlunarmannafélagið hefir sumar-
fagnað í Bárunni í kvöld, síðasta vetrar-
dag og verður þar margt til gleð-
skapar.
Kennaraskólanum verður sagt upp
í dag.
Pósthósvörður hefir verið ráðinn
Jón J. Straumfjörð í stað Póturs Þor-
steinssonar, sem sagt hefir starfinu
lausu. Jón tekur við 14. maí.
--------«>«<«--------
Hirðuleysi.
Kaupmaður nokkur hér í bænum
sendi nokkuð af ullarvörum í póst-
bögglum með Botníu, sem fór héð-
an 13. febr. s. 1. Áttu þær vörur
að fara til Danmerkur.
Þessar vörur voru aðeins sendar
til reynslu. Ef Bretar hefðu tekið
þær og haldið þeim eftir, var þýð-
ingarlaust að senda meira. En hefðu
þeir tekið vörurnar og slept þeim
aftur, var fordæmið fengið um það,
að þeir skoðuðu ekki vörur þær sem
bannvörur, og þá ætlaði maðurinn
að senda út miklu meira af sams-
konar vörum.
Nú leið og beið. Um miðjan
marzmánuð fær kaupmaðurinn bréf
frá viðskiftavinum sínum í Dan-
mörku, þar sem þeir viðurkenna,
að þeir hafi móttekið vörurnar og
senda honum peninga fyrir þær.
Er þar ekkert var um það getið, að
Bretar hafi nokkuð skift sér afvöiu-
sendingunui og áhættan því jöfn og
áður, að senda mikið af ullarvörum
upp á von og óvon um það, ,að
Bretar vildu sleppa þeim í gegn um
greipar sér.
En i fyrradag, 17. april 1916, fær
kaupmaðurinn svolátandi tilkynningar
frá böglapóststofunni hér í Reykja-
vik.
»Yður tilkynnist hérmeð, að böglar
þeir, er þér settuð hér í póst i3.
febr. til N. N., og sendir voru út
með Botniu sama dag, voru teknir
af Englendingum*.
Og svo stóð ekkert meira. Ekki
eitt orð um það, að Breter hefðu
aftur gefið vörurnar lausar. Og
þessi tilkynning frá póststofunni hér
kemur heilum mánuði síðar, heldur
en kaupmaðurinn fékk viðurkenningtí
hinna dönsku kaupmanna um það,
að þeir hefðu fengið vörurnar!
Þetta er alt ærið einkennilegt og
enginn efi á þvi, að einhver hefir
gerzt sekur í hirðuleysi. En hvort
það er póststjórnin í Kaupmanna-
höfn, stjórnarráðið hér eða póst-
stjórnin hér, skulum vér láta ósagt.
Fyrir hinn óhæfiiega langa drátt, sem
orðið hefir af því að tilkynna kaup-
manninum það, að Bretar hefðu
tekið vörur hans, hefir hann ef til ■
vill beðið mikið tjón. Og það ættu
allir að vita að minsta kosti, að á
þessum erfiðu tímum, þegar verzlun
og viðskiftum er þröngvað á öllum
sviðum, þá veitir sennilega ekki af
því að reynt sé að greiða svo mjög
fyrir kaupmönnum sem unt er með
allar upplýsingar. En hvenær senr
yfirvöldin sýna slíkt hirðuleysi og
það sem getið er hér að framan, þá1
er það vítavert.
Fiskverð erlendis.
Ófriðarþjóðirnar geta vitanlega
ekki stundað fiskveiðar um þessar
mundir svo neinu nemi, og geta
því langt frá því fullnægt kröfum
markaðsins. Aðrar þjóðir, þær hlutJ’
lausu, verða að afla fyrir þær, eink-
um hafa Hollendingar og Danir grætt
offjár á þvi að selja nýjan fisk til
Bretlands og Þýzkalands. Frá norð-
urhluta Noregs hafa skip farið dag-
lega hlaðinj nýjum fiski i ís suður
til Þýzkaiands, og segja Norðmenn
svo sjálfir frá, aðf þeir hirði nú allan
aflann — það sem óætt þyki í Nor-
egi sé borgað háu verði í Þýzka- -
landi.
Verð á nýjum fiski er afskaplega
hátt í ófriðarlöndunum. Bezt er
borgað fyrir fiskinn í Þýzkalandij-
Þar kostaði ýsupundið i lok fyrra-
mánaðar 90 pfenninga, en fyrir ófrið-
inn kostaði það 20 pf. Smáþorskur,
kostar nú 50 pf., áður 18 pf. Langa
kostar 50 pf. skata 50 pf. steinbít-
ur 46 pf. karfi 50. — Heilagfiski
verða menn að gefa 232 pf. fyrir.
Þó vitanlega sé gangverð þýzkrar
myntar mjög lágt sem stendur, þá
verður varla annað sagt, en að fisk-
ur sé í háu verði i Þýzkalandi. Hann
er munaðarvara, sem engir geta
aflað sér nema þeir efnuðu.
Blöð ger upptæk i Dublin.
írar hafa gerst talsveit baldnir á
þessum síðustu og verstu dögutn.
Hafa menn bæði í ræðu og* riti
kvatt þjóðina til þess að senda ekki
syni sina i herinn og sumir ef
til vill gerst máldjarfari, en fregnir
um það eru allar óljósar og minn'
ast brezku blöðin sem minst á þa^
mál. ,
Nýlega var lögregla og herlið