Morgunblaðið - 25.04.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÍ) Erl. símfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni i London. London 21. apríl. Brezka ráðuneytið hefir komið sér saman um nýtt frumvarp til laga um herskyldu, sem fullnægir öllum hernaðarkröfum. Frumvarp þetta aðhyllast allir ráðherrarnir. Frum- varpið verður lagt fyrir leynifund þingsins á þriðjudaginn (í dag). Vegna ýmsra hernaðarupplýsinga, sem ekki mega vitnast, verður frum- varpið rætt fyrir luktum dyrum. Hringferð Hringsins. Ollum þeim skemtunum, sem Hringurinn efnir til, er vel tekið, enda eru þær ætíð haldnar í því skyni, að safna fé til bágstaddra. Og vér efumst um, að nokkurri ný- breytni hafi verið tekið eins vel hér í bæ, eins og »hringferð« (Rundskue- dag, sem Danskurinn kallar það) Hringsins í gær. Fimtán hundruð aðgöngumiðar voru prentaðir og flagu þeir svo út, að um miðjan dag á laugardag var enginn einasti eftir. Voru þá enn eftir margir menn, sem gjarna hefðu viljað kaupa, og má óhætt gera ráð fyrir þvi, að þriðjungi fleiri aðgöngu- miðar hefðu selzt. Nú var alt undir því komið, að veðrið yrði gott. Undafifarna daga höfðu verið rosastormar og kalt veð- ur. En í gær brá til batnaðar. Var þá bezta veður, logn og sólskin með köflum. Það er því óþarfi að geta þess, að uppi var fjöður og fit í bænum. Skemtanirnar hófust kl. 2 síðdegis. Var þá opnaður veitingasalur í Good- templarahúsinu og voru þar 20 blómarósir á þönum allan daginn við það, að stjana undir gestina. Klukkan 2 skemtu þær Stefanía Guð- mundsdóttir leikkona og Emilía dóttir hennar með upplestri í Bárubúð, en í K. F. U. M. flutti fón Jakobsson landsbókavörður erindi og frú L. Finsen söng. Kl. 3 skemti frú Elin Laxdal með upplestri í Bárubúð, en karlakór söng. Um sama Ieyd flutti Arni Pálsson bókavörður erindi í K. F. U. M. og þar söng frú Her- dís Matthíasdóttir einsöng. Kl. 3^/2 voru kirkjuhljómleikar, en kl. 4—3 voru sýningar í báðum kvikmyndahúsunum. Kirkjuhljómleikar (Páll ísólfsson og Valborg Einarsson) voru aftur haldnir kl. 7—8. Að öllum þessum skemtunum áttu menn aðgang eftir eigin vild, þ. e. a. s. þeir, sem voru svo hepnir að ná sér i aðgöngumiða, og auk þess áttu þeir og frían aðgang að Málverkasafoi íslands i Alþingishús- inu kl. 12—2. Það má nú nærri geta, að allur fcinn mikli mannfjöldi mun eigi hafa ---------------------------p-------- komist fyrir i einum stað í senn, en það bætti nokkuð úr, að víðar en í einn stað var að að hverfa. Þarf þó eigi að geta þess, að alstaðar var húsfyllir og urðu hinir síðustu frá að hverfa. Mun þeim ef til vill hafa þótt súrt í brotið, en enginn gerir svo öllum liki og ekki heldur Hringurinn. Allir munu þó hafa verið ánægðir með daginn, en þá er bezt, ef Hringurinn hefir líka verið ánægður. ■ ■ ■ msXrO* D A (•) B Ó I N. C=3 Brnnarústirnar. Lítill dengur, á að giska 6 ára fóll niður um ísinn í kjallara brunarústanna við Austur- stræti á laugardaginn. Var barninu hjálpað upp aftur, en vel hefði það getað drukknað þarna. — Gæti þetta ekki orðið til þess, að lögreglustjóri lóti ausa vatninu úr rúst- unum og sæi um að holræsin sem liggja neðan úr sjó, væru stífluð? Það er megnasta skömm að láta rústirnar vera lengi í þessu ástandi. Þilskipin Björgvin og Keflavíkin komu inn og höfðu aflað um 8000 hvort, Earl Hereford kom af fiskveiðum þessa dagana með fullfermi. Þ6r kom inn á sunnud. með ágæt- an afla. j>KoI og salt« á von á kolaskipi hingað þessa dagana Goðafoss fór frá Akureyri í gær á leið hingað. Ragnar Ásgeirsson garðfræðing- ur kom frá Danmörku með »Botníu«, héfir hann stundað þar jurtarækt í gróðurhúsum í vetur. Ætlar hann nú að vinna að garðrækt í gróðrarstöð- inni í vor, og víðar hór í bænum. Aðalfundur íslandsbanka verður haldinu 1. júl/ næstkomandi. Gistihúsleysið í bænum er orðið mjög tilfinnanlegt, ekki sízt fyrir sjó— menn. Áður gátu þeir fengið inni í Herkastalanum, en síðan hann var rif- inn, er enginn staður í borginni, sem getur gefið þeim gistingu. Á laugar- dagskvöldið voru margir færeyskir sjó- menn í landi úr skipum, sem ljór liggja á höfninnl. Þá um kvöldið hvesti skyndilega af norðri og það var ekki unt fyrir þá að komast aftur út i skipin. Menn þessir urðu að ganga um göturnar alla nóttina — flestir þeirra að minsta kosti — af því þeir gátu hvergi fengið gistingu. Þetta er ótækt í bæ sem Reykjavík. Hór verður að koma upp sjómanna- hæli með líku sniði og tíðkast alstaðar erleudis í hverjum hafnarbæ. Heyrst hefir, að Hjálpræðisherinn hafi í hyggju að koma upp sjómannahæli i hinum n/ja kastala. Væri það mjög æski- legt og þess vert, að það væri styrkt af opinberu fé, aðminsta kosti fyrstu árin. Ullarmatsmenn hefir ráðherra skip- að þá Jón Þorbergsson (frá Víkí M/r- dal til Borgarness) Ingimund Magnús- son í Bæ (frá Búðum til Hvamms- tanga) Stefán Stefánsson á Varðgjá (frá Blönduósi til Þórshafnar) og Jakob Jónsson á Seyðisfirði (frá Bakkafirði til Hornafjarðar). Sókn Rússa Um síðustu mánaðamót gáfu Þjóðverjar út svolátandi tilkynn- ingu: Á austur-vígvellinum hefir ekk- ert markvert borið til tíðinda. Það virðist því ljóst að Rússar hafa heykzt á sókninni. Sóknin var hafin 18. marz með 30 her- deildum (rúmlega 500,000 mönn- um) 0g stóð til 28. marz. Eyddu Rússar á þeim tíma óhemju ósköp- um af skotfærum. Þeir hafa þó ekkert unnið á, og er það að þakka hreysti og þrautseigju her- manna vorra. Það sést bezt á eftirfarandi ávarpi, sem er útgefið 17. marz, hvað Rússar hafa ætlast fyrir þá er þeir hófu sóknina: — Hermenn á vestri vígstöðv- unum! Fyrif hálfu ári hafið þér stöðvað framsókn óvinanna þrátt fyrir það þó þér væruð mjög að- þrengdir og hefðuð lítt skotvopna. Þegar þér höfðuð komið í veg fyrir það að óvinirnir brytust i gegn hjá Molodetschmo þá tókuð þér yður stöðvar þær, er þér nú hafið. Hans hátign, keisarinn, og föðurlandið vænta nú nýrra dáða af yður: að þér hrekið óvin- ina út fyrir landamæri ríkisins. Eg treysti svo vel hugrekki yðar, hollustu við keisarann og föður- landsást yðar, að eg er þess full- viss að þá er þér á morgun hefjið hina miklu sókn, þá munið þér eigi gleyma hinni heilögu skyldu yðar við keisarann og föðurlandið, en frelsa bræður yð- ar, sem nú stynja undir oki óvin- anna. Guð styðji vort heilaga málefni. Ewert. Að vísu mun hverjum þeim manni, er nokkuð er kunnugur þarna eystra, blöskra það að slík sókn skyldi hafin um þetta leyti árs, þegar þess má vænta á hverjum degi að alvarlegir örðug- leikar skapist vegna leysinga. Það er þvi sennilegast að Rúss- ar hafi ekki bafið sóknina af frjálsum vilja, heldurhafi banda- menn þeirra, sem nú eru nauðu- lega staddir, neytt þá til þess að hefja sókn. Rússar tilkynna það nú opinberlega, að þeir hafi orð- ið að hættasókninni vegna breyttr- ar veðráttu, en það er áreiðan- lega ekki satt nema að hálfu leyti. Manntjón þeirra hefihr knúð þá til þess eigi síður en ófærðin. Það er talið að Rússar hafi að Vinum og vandamönnum tilkynnist hér með, að okkar kæra méðir og tengdamóðir, ekkjufrú Fredrikke Hem- mert, fædd Möller, andaðist á heim- ili okkar laugardagsnóttina 22. þ. m. eftir langvinnar þjáningar. Reykjavik 23. aprfl 1916. Björg og Halldðr Gunnlögsson. minsta kosti mist 140 þúsundir manna í sókninni. Herstjórn þeirra mundi því kveða réttara að orði ef hún segði að sóknin hefði druknað í "leysingum og blóði. Óriðarsmælki. Amturríkskir kafbátar hafa nýlega sökt tveimur skipum fyrir Dönum suður í Miðjarðarhafi. Hét annað' þeirra Caledonia, eign gufuskipafél- agsins Hafnia, en hitt hét Stjerne- borg. Var skipverjum á því gefiu fjórðungs stundar frestur til þess að komast í bátana, en skipverjum á Caledonia hálfrar stundar frestur. Björguðust því menn«allir. Austur-- riksku kafbátarnir láta sér ekki al- veg eins óðslega og hintr þýzku. Frakkar hafa ákveðið að flýta klukkunni um 60 mínútur (eina stund), og hafa hana svo fljóta þangað til ófriðnum er lokið. Medusa, skipið sem Bretar mistu í árásinni á Sylt sökk eigi, heldur strandaði það á Noordgronden fram undan Ymuiden ) Hollandi. Ætlaðt það að leita þar hafnar, því að það var skemst. Hollendingar eru að reyna að ná skipinu af rifinu. Frá Saloniki. Þjóðverjar tilkynna,- að í seinustu loftárásinni, sem þeir gerðu á Saloniki hafi þeir lagt þar í rústir tvo enska hermannaskála. Þjóðverjar hafa nýlega mist kaf— bát. Var hann skotinn i kaf suður í Ermarsundi af frönskum og brezk- um herskipum. Misgrip. Þess var getið í Morg- unblaðinu hérna um daginn að þýzkir flugmenn hefðu varpað sprengi- kúlum á borgina Pruntrut í Sviss. Svissar mótmæltu þessu þegar og hóf þýzka stjórnin þá ransókn í málinu. Kom það þá í ljós að flug- mennirnir höfðu verið viltir. Héldu þeir að þeir væru yfir frönsku kast- alaborginni Belfort. Þýzka stjórnin hefir afsakað þessi misgrip með mörgum fögrum orð- um og harmar það mjög að svona illa skyldi til takast. Hefir hún auk þess látið hegna flugmönnunum. í sambandi við þetta hefir þýzka stjórnin beðið svissnesku stjórnina að íhuga hvernig hentast mundi að gera landamerki Þýzkalands og Sviss svo glögg, að eigi þurfi framar að óttast það að jafn leiðinleg atvik - komi fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.