Morgunblaðið - 18.05.1916, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.1916, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ George Duncan & Co., Dundee. Sérverksmiðja i Dundee- og Kalkútta-striga-pokum, og Hessians til fiskumbúða. Framleiðir allar jule-vörur. Stórt úrval af allskonar Hessians ávalt fyrirliggjandi hjá umboðsm. fyrir ísland, G. Eiríkss, Reykjavík. Mótak. Utmæling fer fram i Fossvogsmýri mdnudag 22. þ. m. kl. 11*1% til i2l/2 i Norðurmýri mánuceag 22. þ. m. kl. 1 til il\2 i Rauðarármýri mánrdag 22. þ. m. kl. 6l/z til 8 Þeir sem vilja fá land til mótöku mœti á þess- um tímum. Borgarstjórinn i Reykjavík 17. maí 1916. K. Zimsen. Ungur maður vel að sér í skrift og reikningi, ennfremur sæmilega að sér i ensku og dönsku, óskar eftir atvinnu helzt á skrifstofu. Tilboð merkt »90« sendist afgreiðslu Morgunblaðsins. Garðrækf. Peir, sem Rafa ósRað effir íanéi íil RartefPurœktunar i SRótavorðuRoííi mœti á sfaénum þriðjuðacj 23. þ. m. Rt. ll rl o(j verður þeim þá úímoelf lanéið gegn greiéstu teigunnar. Borgarstjóritm i Reijkjavík Í7. maí Í916 Ji. Zimsen G.s. Skálholt fer til LEITH i kringum 28. mai. 6. SLimsen. Dugl. trésmiður getur fengið atvinnu við vitabyggingu í sumar 'Hátf kaupt V itamálaskrifstofan, Templarasundi 3. Angela. Eftir Georgie Sheldon. 112 (Framh.) að senda eftir kvenlækni, það er nóg af þeim hér í borginni, sagði Sal- ome alúðlega. — Nei alls ekki, svaraði Miss Leon- ard ákveðin, þeir geta iðkað verk- legar framkvæmdir á öðrum en mér eg hefi enga trú á læknnm, það er hver og einn sæll og heppinn sem ekki þarf að nota þetta meðalagutl frá þeim. Þér segist vera lærð hjúk- runarkona, þér hljótið þvi .að þekkja dálítið inn í lyfjafræði, og það læt eg mér duga. 28. kapituli. Salome sá að ekki myndi tjá að ræða þetta málfrekar því aðMiss Leon- ard var orðin mjög æst. — Vissulega skal eg gera alt sem eg get til að hjálpa yður, sagði Sal- ome eftir augnabliks þögn. En það er þó vist og satt að þér þurfið að fá eitthvert læknislyf. — Það er eg ekki frá, enda skal eg fúslega taka hvaða lyf sem þér álitið gott fyrir mig, en lækni vil eg ekki hingað, það er af og frá. Salome var i vanda stödd, hún þorði ekki, að bera ábyrgðina á þvi að útvega meðul, án þess að leita ráða hjá þektum lækni, en ekki þorði hún að taka ráðin af Miss Leonard og sækja Iækni án hennar vilja, þvi að það gat haft slæmar afleiðingar. Hún fór inn í setustofuna og benti Harr- iet að koma þangað með sér. — Hvað eigum við að taka til bragðs, sagði Salome áhyggjufull er Harriet var komin þangað inn til hennar. Miss Leonard er að verða fárveik, við þurfum nauðsynlega að vitja læknis. — Já, já, eg veit ekki ungfrú góð hvað hægt er að gjöra, hún hefir nú látið skoðun sína í ljós, og eg þekki hana illa þá gömlu, ef hún situr ekki við sinn keip úr því. Eg segi yður satt, það er ekki fyrir skollann sjálf- an að víkja henni um hársbreidd frá því sem hún einu sinni tekur i sig, sagði stúlkan sannfærandi. — Mér hefir dottið í hug, tók Salome til máls, að leita ráða hjá lækni án hennar vitundar. Eg gæti fundið einhvern góðan lækni, sagt honum hvernig sakir standa og lýst sjúkdómnum fyrir honum, þetta gæti eg gjört einusinni eða tvisvar á dag ef með þyrfti, og hann gæti svo miðlað meðulum eftir því. — Ætli þér kæmust ekki af án þess, sagði Harriet, Miss Leonard yrði hamslaus ef hún kæmist að því. — Eg þori ekki að treystaminni dómgreind eingöngu í þessu efni. Og eg er hrædd um að hún verði hættulega veik. — Ó, guð minn góður, það vona eg að komi ekki fyrir, sagði Harriet kvíðafull. — Kanski henni batnief við bfðum einn eða tvo daga. — Eg þori ekki að biða, sagði Salome alvarleg, sjúkdómurinn hagar sér þannig að eg hefi fylstu ástæðu til að vænta hins versta. Það er þá að líkind- um bezt að þér framkæmið áform yðar. En hvernig lækninum yrði borgað það er mér leyndardómur, ekki hugsa eg að sú fullorðna borgi mikið fyrir þá læknishjálp sem við útvegum þann- ig þvert ofan i skipanir hennar, sagði Harriet. — Gott og vel, eg skal heldur borga lækninum úr eigin vasa, en taka á mig þá ábyrgð að útvega henni meðul, sagði Salome ákveðin. Getið þér bent mér á einhvern þekt- an lækni hér nálægt. — Já, Minat læknir og sonur hans búa hér á næsta götuhorni, þeir eru báðir frægir læknar, en ekki trúi eg þeir gefi verk sín. — Jæja, eg skal finna þá að máli og segja þeim hvernig alt er lagað, og fela svo forsjóninni úrslitin, sagði Salome einbeitt. -— Eg óska yður til hamingju með áform yðar ungfrú Howland. Þér hljótið að vera mjög hjartagóð að láta yður svo ant um þvílíka kerl- ingarnorn. — Talið ekki svona Harriet, sagði Salome alvarlega, hún tilheyrir hin- um sama góða föður eins og eg og ef til vill hefði hún verið alt önnur hefði hún ekki mætt þvllíku mótlæti í beiminum. Nú ætla eg að borða morgunverð og fara síðan rakleitt til læknisins, og ef Miss Leonard spyr eftir mér, þá segið henni að eg hafi farið í lyfjabúðina, sem er að visu satt, því eg fer þangað um leið. Eftir að Salome hafði snætt morg- unverð og klæðst í önnur föt, fór hún á fund læknanna. Sá yngri var í viðtalstofunni og tók hann alúðlega á móti henni. Salome skýrði hoo- um nákvæmlega frá öllum málavöxt- um og læknirinn virtist strax skilj* hvernig i öllu lá. Hann hafði heyrt talað um Miss Leonard og furðaði það ekki þótt hún neitaði að láía læknir koma til sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.