Morgunblaðið - 26.07.1916, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
fjörðinn. Hafnsögumaðurirm segir
að skipverjar séu 29 auk skipstjóra
og gangi þeir allir í einkennisklæð-
um þýzkra farmanna.
Það er haft eftir einhverjum hátt
settum manni i brezka hermálaráðu-
neytinu að þessi för »Deutschlandst
yfir Atlantshaf sé ekki eins dæmi.
Tíu brezkir kafbátar, smíðaðir í Kan-
ada, hafi farið yfir Atlantshaf í fyrra-
sumar.
Þetta er enginn »verzlunarkafbát-
ur« sagði hann, því að það er að-
eins venjulegur kafbátur, sem hefir
verið afvopnaður. Það hefir því
ekki runnið upp neitt nýtt tímabil
í sögu kafbátanna.
Það þarf ekki að búast við þvi
að kafbátarnir verði nokkur verzl-
unarskip, því að þeir flytja tiltölu-
lega lítið af farangri í samanburði
við það hve rekstur þeirra er dýr.
Þióðverjar verða nú að reka siglingar
með skipum, sem laumast neðausjáv-
ar og flytja aðeins fáeinar smálestir.
Bretar hafa vald á öllum siglingaleið-
um og meðan allar aðrar þjóðir geta
siglt óhindraðar og frjálsar um höfin,
verða Þjóðverjar að kafa neðansjávar.
Það er hin besta sönnun þess hvað
hafnbannið er fullkomið.
Um mánaðamótin síðustu hefir
brezka blaðið »The Poeple« þessa
fréttagrein frá Bern:
Eftirfarandi lýsing á ástandinu i
Muncken barst hingað í dag með
blaði þaðan. Hafði þó lögreglan
reynt að koma í veg fyrir að það
blað kæmist út úr landinu.
Eftir hungurs-óeyrðirnar, sem urðu
þar 16. og 17. júní, flutti jafnaðar-
mannablaðið, »Miinchener Post«,
langa grein um óeirðirnar. Þegar
þar á eftir var blaðið gert upptækt
og þvi bannað að koma út. Öll
þau blöð, sem fundust, voru tekin.
En eitt þeirra komst þó undan og
er nú komið hingað. í greininni
stendur meðal annars þetta :
— Sá sem ekki var alveg blindur
hlaut að verða þess var, að þolin-
mæði manna með fæðuskortinn var
á þrotum. Það hafði rekið svo
langt, að menn urðu eigi að eins
að bíða timum saman, heldur dög-
um saman fyrir framan búðirnar,
til þess að ná sér í ofurlítinn kjöt-
bita með okurverði. Fytir framan
eggjabúðirnar stóðu hóparnir svo
fjölmennir, að eigi varð tölu ákom-
ið. Yfirvöldin gáfu engum manni
leyfi til smjörkaupa. Og óánægjan
óx og margfaldaðist þangað til út
af flóði.
A laugardagsmorgun komu þús-
undir manna enn til þess að reyna
að ná í mat, en gátu hvorki fengið
brauð eða kjöt né neitt annað er í
þess stað gæti komið. Æsingin
jókst eftir því sem leið á daginn.
Menn höfðu enga von um það að
ná sér í mat til sunnudagsins og
á laugardagskvöldið voru allar götur
krökar af hungruðu og óánægðu
fólki. í Weinstrasse var prússneskur
liðsforingi og kallaði hann upp, að
hermenmrnir á vígvöllunum ættu
verri æfi, heldur en þeir sem heima
sætu, svo að menn mættu vera
ánægðir ef þeir fengju kartöflur að
borða, þótt eigi krefðust þeir þess
líka að fá brauð og kjöt. Sannast
að segja — mælti hann — ættu
menn að búa sig undir það að lifa
á grasi. Múgurinn réðist þá að
honum og átti hann fótum fjör að
launa. Komst hann inn í búð
eina, en múgurinn braut gluggana
í þúsund mola. — Liðsforinginn
komst út um bakdyrnar og til ann-
ara búða, en þar fór á sömu leið
og krafðist manngrúin þess, að liðs-
foringinn yrði framseldur. En þá
komu þar að vopnaðir lögregluþjónar
og björguðu honum. Múgurinn elti
þá með grjótkast og hrópum og réð-
ist á húsið þar sem er bæjarþing-
stofan og lögreglustððvarinnar. Lög-
reglustjórinn lét þá hleypa inn nokk-
urum óróaseggjum og skýrðu þeir
honum frá því fyrir munn fjöldans
hverjar væru ástæðurnar til óspekt-
anna. Hinu megin var veitingahús
og sat þar heldra fólk borgarinnar,
drakk kaffi og át kökur rétt fyrir
augunum á hungurlýðnum. Æstist
hann enn meira við það, réðist á
veitingarhúsið og braut þar alla
glugga og rændi því sem ætilegt
var þar inni. Var þetta upphafið að
ránsför þeirri, sem farin var um
borgina til þess að ná í eitthvað
ætilegt. Múgurinn braust inn í búð-
ir bakara, slátrara, sætindasala, o, s,
frv, og lét nreipar sópa um alt.
Lögreglan var þá látin fara á stúf-
ana, en múgurinn rak Lana á flótta
með grjótkasti. Þá var herlið kallað
til hjálpar og tók það að ryðja göt-
urnar. Urðu harðar skærur fyrir
framan lögreglustöðvarnar. Margir
særðust og 79 mönnum var varpað
i fangelsi þegar lögreglan hafði fengið
yfirhöndina með tilstyrk herliðsins.
Gekk á þessu alla sunnudagsnóttina
og allan sunnudaginn. Var það eigi
fyr en um miðnætti að aftur komst
spekt á í borginni.
„Þegar við tðkum
Montauban“.
Brezkur undirliðsforingi segir þann-
ig frá:
Það var hroðaleg sjón að sjá
Montauban þegar við komum þang-
að. Flest húsin höfðu hrunið til
grunna og eg sá að eins tvö veit-
ingahús, sem enn hengu uppi. Þeg-
ar við komum inn í borgina sáum
við nokkra Þjóðyerja hlaupa út úr
borginni hinum megin. En er við
komum lengra inn í milli rústanna,
hittum við marga þeirra. Við höfð-
um skift hersveitinni í smá-flokka
og voru sex } hverjum, Félagar
mínir voru hver öðrum betri, og
við héldum vel saman. Við sáum
nokkra Þjóðverja inni í húsi einu.
Vörpuðum við sprengju inn um
gluggann til þeirra og héldum áfram
án þess að biða eftir svari. Þegar
við komum þar fyrir húshornið
rákumst við á Þjóðverja, sem hafði
búist þar við með vélbyssu. Hann
beindi byssunni að okkur og hæfði
mig í fótinn. Eg hélt þó áfram og
þegar eg kom nær fann eg að eg
fékk tvö högg á brjóstið. Eg mátti
ekki vera að því að aðgæta hverju
slikt sætti, en réðist fram að mann-
inum og lagði hann í gegn með
byssustingnum.
Eg komst nú ekki öllu lengra
svo að eg settist niður til þess að
aðgæta hvernig mér liði. Eg var
ákaflega slæmur í fætinum og er eg
leit á yfirhöfn mina sá eg tvö göt
á brjóstinu vinstra megin'. Eg fór
ofan i vasa minn og varð þess þá
var að tvær kúlur höfðu hitt rak-
vél, sem eg bar á mér i pjáturdós,
molað hana í sundur og staðnæmst
í bók, sem eg bar í innri vasanum.
Þessa bók hafði liðsforingi einn
léð mér um morguninn og sagt
að eg skyldi lesa hana þegar við
hefðum tekið stöðvar Þjóðverja. —
Þegar við komum inn i Mon-
tauban sáum við hvar þýzk vél-
skytta hafðist við uppi í tré nokkru.
Var þar gerður hinn snotrasti pall-
ur og málaður þannig, að hann var
nær ósýnilegur. Við skutum mann-
inn og það seinasta sem við sáum
til hans var það að hann hékk i
trénu á höfði.
Menn okkar voru í bezta skapi.
Það átti við þá að komast i svona
rimmu. Sprengikúla kom niður hjá
einum þeirra og varð loftþrýstingur-
inn svo mikill að hann fleygði
manninum flötum af heljarafli. Hann
stóð á fætur aftur, nokkuð þrekað-
ur, og mælti að eins: »Ojæja, eg
beld jafnvel að við séum i striði,
þrátt fyrir alt.«
=3 DA0BÖRIN. S=S3
Afmæli í dag:
Guðiún Jósefsdóttir, húsfrú
Jón Brynjúlfsson, kaupm.
Sólarupprás kl. 3.17
Sólarlag — 9.48
Háflóð l dag kl. 3.17 f. h.
og kl. 3.41 e. h.
Veðrið í gær:
Þriðjudaginn, 25. júlí.
Vm. sa. andvari, þoka, hiti 10,1
Rv. asa. — hiti 12.3
íf. logn, regn, hiti 11.1
Ak. nv. andvari, hiti 13.0
Gr. 8. st. kaldi, hiti 13.0
Sf. sv. andvari, hlti 15.7
Þh. F. s. kul, hiti 10.5
Ceres fór frá Kaupmannahöfn í
gærmorgun áleiðis hingað.
Lengsta símskeyti, sem komið hefir
hingað til þessa frá útlöndum, annað
en skeyti það, er Sig. Eggerz sendi
um umræðurnar í ríkisráðinu um
stjórnarskrá og fána, er skeytið frá
brezku utanríkisstjórninni, það, er birt-
ist í Morgunblaðinu í fyrradag.
Misskilningur var það, að hestarnir,
sem fóru með Gullfossi, hefðu verið
járnaðir, áður en þeir fóru. — Þeir
komu járnaðir, og varð að draga und-
an þeim skeifurnar. — Er það venja,
þegar hestar eru fluttir með skipum,
að þeir sóu ójárnaðir.
Mannskortur. — Það er nú orðinn
svo mikill mannskortur hér í Reykja-
vík, að til vandræða horfir. Síða3ta
dæmi þess er það, að saltskip, sem
kom hingað um daginn, varð eigi af-
fermt, vegna þess að mannafla skorti.
Eigandi farmsins fór þá suður til
Keflavíkur til þess að fá verkamenn
þar. Kom hann hingað með 56 menn
á fjórum velbátum, og hafa mennirnir
15 kr. kaup á dag fyrir 10 stunda
vinnu — eða kr. 1.50 fyrir hverja
klukkustund.
Dánarfregu. í gær barst hingað
símleiðis sú fregn frá Kaupmannahöfn,
að þar hefði látist frú Sylvia Liunge,
dóttir Guðm. Thorgrímsson verzlunar-
stjóra, sem var á Eyrarbakka. — Svo
sem áður hefir verið getið, lézt systir
frú Liunge, frú Eug. Nielsen, fyrir
fáum dögum. Frú Hallgrímsson hér í
bæ er nú ein á lífi þeirra systra.
Brunarústirnar. Enn einu sinni
hefir vatnið verið ausið úr brunarúst-
unum. Það dugar þangað stórstreymt
verður næst, því að varla má búast við
því, að holræsagötin verði stífluð. —
En áður það er gert, dugar enginn
austur.
Jarðarför Þorsteins Þorsteinssonar,
sem druknaði við hafnargerðina um
daginn, fór fram frá Fríkirkjunni í gær
að við stöddu fjölmenni.
Kona hór á Vesturgötunni hefir
orðið fyrir þeirri miklu sorg að missa
tvö börn sín, pilt og stúlku. Verða
systkinin jörðuð saman á föstudaginn.
Botnia kom til Leith í fyrradag á
leið til Hafnar. —
Barnadauði er mikill í bænum nú.
Deyja flest þeirra úr mislingum eða
afleiðingum þeirra. Kemur varla sá
dagur fyrir, að ekki sé barn borið til
grafar.
Andrés Fjeldsted er nú á augn—
lækningaferð kring um landið.
Mr. Bell, hinn mikli brezki veiði-
maður, dvelur nú austur í Sogi v$
silungaveiðar. Hygst hann að dvelj*
þar fram f miðjan september.
Goðafoss fer í dag frá Leith.
ur hann alla farþegana úr FlórUr 1^9
talsins, og flytur þá hingað tii