Morgunblaðið - 03.08.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Göng undir Ermarsund. Útlend blöð herma það, að nú séu hinar gömlu bollaleggingar um það að grafa járnbrautargöng undir Ermarsund, milli Frakklands og Eng- lands, að komast í framkvæmd. í Frakklandi eiga þessi göng að byrja hjá Griznezhöfða og koma upp skamt fyrir sunnan Dover i Englandi. — Verða göngin þá 60 kílometra löng, þótt Ermarsund sé þar ekki breiðara en 39 kíiometrar. Þau verða svo breið, að þar er rúm fyrir tvær járnbrautir og þó 15 metrar á milli þeirra. Þessi hugmynd, að grafa göng undir Ermarsund, er sem sagt ekki ný. Hún hefir lengi verið á döf- inni. — Frakkar hafa verið henni hlyntir allajafna, en framkvæmdir hafa strandað á þrákelkni Breta. — Hafa þeir borið því við, að þeir vildu fá að vera einir sér, eins og þeir hafa vcrið og eigi tengja Bret- land meginlandi álfunnar. — Gekk peim það mest til, að þeir óttuðust ófrið við Frakka og héldu, að þeir mundu ef til vill verða sér fljótari tii bragðs og hertaka göngin. En nú, síðan ófriðurinn hófst, og Frakkar og Bretar urðu bandamenn, hafa þeir fundið til þess, að gott hefði verið að hafa járnbrautargöng milli landanna. Og nú eru Frakkar og Bretar svo góðir vinir, að hvor- ugum dettur í hug að hafa hið minsta á móti því, þótt þessi göng sé gerð. Bretar hafa líka fengið að finna til þess, að þeir eru ekki svo útúr skotnir, að ófriðurinn geti ekki náð heim til þeirra. — Hafa þýzk herskip og loftför sýnt þeim það svo áþreifanlega, að ekki verður um vilst. En skyldi svo fara, að ein- hvertíma slettist upp á vinskapinn miili Frakka og Breta, þá er altaf hægt að sprengja göngin og fylla þau með sjó. CS3 DAQBÖEJIN. C=3 Afmæli í dag: Jafet SigurSason, skipstj. Jón Pálsson, gjaldkeri. Þórður Þórðarson, skipstj. Stiklastaðaorusta (fall Ólafshelga) 1030. Sólarupprás kl. 3.42 S ó 1 a r 1 a g — 9.23 Háflóð í dag kl. 7.42 f. h. og kl. 8.0 e. h. Veðrið í gær: Miðvikudaginn 2. ágúst. Vm. logn, hiti 8.2. Rv. a. andvari, hiti 8.1. Íf. logn, hiti 7.9. Ak. s. stinnings gola, hiti 11.0. Gr. nv. gola, hiti 7.0. Sf. v. andvari, hiti 11.3. Þh. F. v. snarpur vindur, hiti 10.5. Dagskrá á fundi bæjarstjórnar fimtu- dag 3. ágúst kl. 5 síðdegis: 1. Fundargjörð byggingarnefndar 29. júlí. 2. Fundargjörð hafnarnefndar 27. júlí. 3. Fundargjörö fátækranefndar 27. júlí. 4. Sigríður Jónsdóttir býður forkaups- rétt að erföafestulandinu »Brúar- endi<£. 5. A. Sanders biður um leyfi til ým- iskonar sýninga (Cirkus). 6. Lántaka til reksturs gasstöðvar- innar. 7. Brunabótavirðingar. í bænum verði tíðförult þangað, þeg- ar fram í sækir. Valborg, skipstj. Ólafur Teitsson, fór héðan síðdegis í gær til Norður- lands og ætlar að stunda þar síldveiði það sem eftir er sumars. Jónatan Þorsteinsson kaupm. og Magnús Sigurðsson lögfræðingur fóru 1 gær austur í sveitir til laxveiða. er örlítill myglugróður, sem stí 1 af því að hitnað hefir í rnjöli00^ í þessu Höepfners mjölierfre®^ lítið »glutenf, og hefir Þar leiðandi ekki eins mikið næriog*1 gildi og gott rúgmjöl, en vir 1 samt vera nothæft til bökunar minsta kosti með betra rnjölt- Davíð Ólajsson: Rúgmjölið frá honum reyn^lS vel; örlítið hefir hitnað í t)V1’ þó ekki svo mikið að til skenl geti talist. Gnðjón Jónsson kaupmaður frá Vík í Mýrdal dvelur hér í bænum nú sem stendur. Trúlofnð eru ungfrú Guðrún Guð- mundsdóttir og Ágúst Markússon. Landkosningarnar fara í hönd og konurnar fá nú í fyrsta sinni að taka þátt í vali alþingismanna — það er að segja þær, sem hafa náð fertugu. Nú er aö eins eftir að vita, hvað marg- ar vilja tilkynna það opinberlega með því að koma á kjörstað, að þær séu fertugar. Sú ónærgætni þingsins, að binda kosningarrótt kvenna við 40 ár, kemur hart niður á kvenþjóðinni, — en enginn verður óbarinn biskup. Ann- ars þykir mér liklegt, að kvenþjóðin hafi ekki veitt því eftirtekt, þá er húu fagnaði fengnum róttindum, að með því voru önnur róttindi af henni tek- in — þau róttindi, að hlaupa yfir ár og ár af æfinni og vera kanske þriðj- ungi yngri heldur en hinar miskunar- lausu kjörskrár herma nú. E 1 e n d í n u s . Ingólfar fór loks til Borgarnsss í gær 8kömmu eftir hádegi. Meðal far- þega voru læknarnir Matthías Einars- son, Þórður Edílonsson úr Hafnarfirði og Vilh. Bernhöft tannlæknir, Daníel Bernhöft bakarameistari. Ætla þeir að dvelja um hríð við Iaxveiðar í Borg- arfirðinum. Sveinn Björnsson alþingis- maður ætlar landveg úr Borgarnesi norður í land. Jón Sivertsen skóla- stjóri (til laxveiða í Borgarfirði), síra Magnús Andrésson, læknisfrúin úr Borgarnesi, frú Laura Nielsen, Halvor- sen, norski símastjórinn 0. m. fl. Gullfoss kom til Leith í fyrradag. ísland fer néðan síðdegis í dag til Vesturlandsins. Girðingin í Austurstræti meðfram Herdísar-lóðinni mætti gjarna fara dá- lítið skár heldur en hún gerir. Fólk rekur sig á hana dags daglega og sumir til meiðsla. »Goðafoss« heitir ný verzlun, sem frú Kristín Meinholt hefir opnað á Laugavegi 5, þar sem áður var verzl- unin Kolbrún. Verzlar hún þar með allskonar ilmvötn, hárvötn, sápur og þess konar vörur, sem hún fær beint frá verksmiðjunum. Búðin hefir verið endurbætt mikið og er nú hin snotr- asta. Hefir frúin einnig flutt þangað hina góðkunnu hárgreiðslustofu sína. Spáum vér því, að kvenfólkinu hérna Hörpupíanóið. í fyrrakvöld áttu bæjarbúar kost á því í fyrsta sínni að heyra hið nýja pianó, sem Gamla Bíó hefir fengið frá Herm. N. Petersen & Sön, konunglegum hirðsölum í Kaup- mannahöfn. — Frú Ásta Einarson lék alls 8 lög á hljóðfærið, og þótti öllum áheyr- endum mikið tilþess koma. Hljóð- færið er hljómmikið og fagurt og hörputónarnir framúrskarandi mjúkir. Þeir sem vit hafa á, hyggja það muni vera bezta pianó-hljóðfærið, sem hingað hefir fluzt. Vonandi fá bæjarmenn oft tækifæri til þess að heyra frú Einarson leika á það. Þýzkt kaupfar kemur til Java. Þegar ófriðurinn hófst, lá þýzkt kaupfar, sem »Mariec heitir, og er 7000 smálesta, í ármynni einu i Austur-Afriku. Herskip Breta, sem voru þar á sveimi fyrir framan, skutu hvað eftir annað á skipið og stórskemdu það. En skipverjar yfirgáfu það þó ekki, og nú hefir skipstjóra tekist að laumast út og komast í gegnum herskipagarð Breta. Sigldi hann skipinu til Tan- djong Priouk, sem er höfn skamt frá Batavía á eynni Java, og þykir það laglega af sér vikið. Java er svo sem kunnugt er hollenzknýlenda og ætti skipinu því að vera óhætt þar hér eftir. Matvælaskoðun Borgarstjóri hefir látið efnarann- sóknarstofuna framkvæma rannsókn á rúgmjöli hjá ðllum bökurum bæj- arins, og hefir hún gefið svólátandi skýrslu: Valdemar Petersen: Mjöl frá honum reyudist ágæt- lega. Siqurður Hjaltested: Hafði mjöl frá Höepfner; i þvi j D. Bernhöft: . Hefir mjöl frá Blegdamsmöllel Þa reyndist allvel og hefir óven!11 mikið næringargildi. Sveinn M. Hjartarson: Hefir mjöl frá sömu myk111 D. Bernhöft og sem reyndist eios og áður er sagt. Kr. Simonarson: Mjölið er fremur sglutinc-ryD ekki laust við myglugróður, en hefir hitnað í því. í sumum P° unum er mjölið lítið eða ekkef1 skemt. — Frú Símonarson he látið flokka mjölið og bakar n að eins úr því óskemda; hefi e8 fengið sýnishorn af brauði úr Þv’ mjöli, og virtist mér brauðið vefS allgott og laust við »fúkkabrag^‘’ eins og áður hefir verið kvarta um. Björn Jónsson: Hafði ekkert rúgmjöl. Sama e að segja um Berqstein Ma%Mí5i0li' Hansen og Nýja bakariið. Eyjóljur & Kristinn: Höfðu mjöl frá Höepfner, Zin150 og Natan & Olsen. Mjölið ^ Höepfner reyndist eins og , Sigurði Hjaltested. Mjclið . Zimsen var allgott, en þ^® . hitnað örlitið í því, en mjöfi^ -j Natan & Olsen var ótæk1 bökunar sökum myglu og on inda. Ath. Eyjólfur & Kristinn noia ^ mjölið frá Natan & Olse0 eins sem skepnufóður. Jafnframt hafa brauð verið v^f aftur, og er skýrsla efnaranns stofunnar þannig: Hansen bakari — Vesturgötu Eyjólfur & Kristinn Daniel Bernhöft Sveinn Hjartarson Sig. Gunnlaugsson Björn Jónsson Sig Hjaltested Petersen Laugaveg Bergsteins bakarí Davið Ólafsson Kr. Símonarson gf 385n 2700 __ 3995 29°° __ 2975 __ 2885 — 303° __2845 _ 287° __ 299^ _ 292° __ 289°

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.