Morgunblaðið - 11.08.1916, Síða 3
MORGUNBLAW-
Viðskiftabannið.
Dómur fallinn i málinu.
Svo sem flesta mun reka minni
til, lagði »Hásetafé!ag Reykjavikur«
viðskiftabann á Sigurjón Pétursson í
vor, vegna þess að hann hafði lent
í róstum þeim, sem urðu út úr verk-
fallinu. — Það viðskifabann var að
vísu upphafið skömmu síðar, en áður
hafði Ólafur Friðriksson ritstjóri
»Dagsbrúnar« skýrt frá því í fregn-
miða af allmiklum þjósti.
Sigurjón stefndi þá Ólafi og
heimtaði 5ér tildæmdar skaðabætur.
Féll dómur í málinu í undirrétti í
gærmorgun og var á þá leið, að
Ólafur skyldi greiða Sigurjóni þær
skaðabætur, sem óhlutdrægir dóm-
kvaddir menn vildu meta. — Þó
mættu þessar skaðabætur eigi fara
fram úr 1000 kr.
CS3 O AOHOfflN C3S3
Afmæli í dag:
Guðrún Halldórsdóttir, húsfru
Sólveig Þorbj. Björnson, jungfrú
d. Jón próf. Steingrímsson 1791
Sólarupprás kl. 4.7
S ó I a r 1 a g — 8.56
Háflóð ( dag kl. 4.4 e. h.
og í nótt kl. 4.29
(eftir (slenzkum- meðaltíma.;
Veðrið í gær:
Fimtudaginn, 10. ágúst.
Vm. logn, hiti 10.5
Rv. sa. kul— 12.5
ís. logn, — 11.0
Ak. — — 11.2
Gr. — — 10.0
Sf. — — 9,9
Þh. F. — — 10.6
Firda kom hingað í fyrrakvöld með
kolafarm til h.f. Kol og Salt.
14 nautgripir voru reknir hingað
til bæjarins í fyrradag austan úr Holt-
um og var þeim öllum slátrað hór. —
Voru það flest geldar kvígur. Mun
þetta einhver hinn stærsti nautgripa-
rekstur, sem hingað hefir verið rekinn
á blóðvöll í einu. —
Silungsveiði í Leirvogsvatni er
sögð treg á stöng. En nokkrir menn
hafa legið þar við undanfarna daga og
veitt silung á lóð og aflað vel. Fengu
þeir frá 30 til 50 silunga á lóðinaá
hverjum morgui. —
Islands Falk kom hingað í gær-
morgun frá Norðurlandi.
Nora kom af síldveiðum í gær með
um 250 tunnur. —
Dýrtíðin hér í Reykjavík versnar
stöðugt. í hagtíðindunum síðustu eru
taldar upp helztu nauðsynjavörur manna,
3
og hafa þær til jafnaðar hækkað í
verði um rúmlega 60 af hundraði síðan
i júlímánuði árið 1914. Só verð þeirra
talið 100 á þeim tíma hefir það verið
130 í júlímánuði í fyrra, 151 í apríl-
mánuði í vor og 163 í júlímánuði s. 1.
Tilfinnanlegast verður f vetur vetð-
hækkunin á eldmeti og Ijósmeti. —
Steinolía hefir hækkað um 50 %, gas-
verð tvöfaldast, og kol hafa hækkað
um rúmlega 160 %.
Ceres kom að vestan í gær. Fer
hóðan síðdegis á morgun norður um
land til útlanda.
Bretar taka enn eitt skip.
Frá Akureyri var oss símað í gær,
að brezkt herskip hefði stöðvað
norska veiðiskipið »A'siítenten* og
flutt það til Bretlands.
»Assistenten« var á leið frá Rauf-
arhöfn til Norðfjarðar með beitusíld,
en var tekið skamt undan Borgar-
firði rystra.
Menn skilja ekkert i þessu athæfi
Breta, eftir að alt viitist vera komið
í gott lag með samkomulagið.
Druknun.
Frá Akureyri símaði fréttaritari
Morgunb!. í gær á þessa leið:
í gær druknaði ungur bóndi, Brynj-
ólfur Sveinsson á Sandhólum í Saur-
bæjarhreppi, í Eyjafjarðará. Var
hann við slátt skamt frá ánni, lét
frá sér orfið augnablik til þess að
baða sig. Þegar fólk kom að, fann
það hann örendau i ánni.
Gul bók.
I tilefni af tveggja ára almæli
ófriðarins hefir franska stjórnin gefið
út »gu!a bók«, og er sagt að hún
brennimerki Þjóðverja þar í augum
alls hins siðaða heims um aldur og
æfi fyrir meðferðina á ibúunum í
þeim héruðum Frakklands, sem þeir
hafa á sinu valdi.
Bernt Lie látinn.
Norski rithöfundurinn Bernt Lie
er nýlega látinn úr lungnabólgu.
Varð hann fimmtugur að aldri.
Hann var bróðursonur Jónasar Lie
og með vinsælli rithöfundum Norð-
manna, þeirra er nú eru uppi. Skáld-
sögur hans flugu út og um endi-
íangan Noreg er hans nú saknað
af öllum þeim, s^m bókmentum
unna.
Hagnkápur
karb, kvenna og drengja, nýkomnar í
TJusfursfræíi 1.
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
Léreft, Tvisttau, Flónel
og handklæðadreglar ásamt fl. teg. nf Vefnaðarvöru
« nýkomið i
Austurstræti 1.
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
Hluti úr vél (mótor) og yfir-
frakki með silfurskildt merktum er
í óskiSum hjá lögreglum i.
M0RGU NBLAÐIÐ
ko9tar í Reykjavik 70 aura á m&nuði.
Einstök hlöð 5 aura. Sunnudat[Bblc>0 10 a.
Úti um land kostar ársfjórðungurinn
kr. 2.70 bnrðargjaldsfritt.
Utanáskrift blaösins er:
Morgunblaðið
Box 3.
Reykjavik.
Allskonar
fatnaður
miklar birgðir, nýkomnar i
Fatabúðina.
íbúð
óskast i. okt. næstkomandi, helzt í
Austuibænum.
Upplýsingar gefur
Árni Óla,
hjá Morgunblaðitiu.
Alt sem að greftrun Iýtur:
Likkistur og Likklæði
bezt hjá
Matthiasi Matthíassyní.
Þeir, sem kaupr hjá honum kistuua,
li skrautábr' Ju lánaða ókeypis.
óimi 497.
Morgunblaðiö
bezt.
[g=JII=a]
Wolff & Arvé’s
| Leverpostei |
1 lU °9 */» pd. dósum er"
bezt. — Heimtið þaðlj
| !í5|
Beauvais
Leverpostej
er bezt.
Jfziga ^
Ritvél óskast til leigu um tima.
R. v. á.
úíaupsRapur
Góður hestur, hvort heldur til
reiðar eða aksturs, er til sölu. Meyvant
Signrðsson hjá Steinollnfélaginn.
T i 1 s ö 1 u 10 nng hænsn og hænsna-
kofi (hesthús líka) nú þegar. R. v. á.
O 1 i u og gaslampar, sm&borð, Decimal-
vigt, þvottapottar o. m. fl. til sölu með
góðu verði á Laugavegi 22, steinh.
D i v a n óskast til kanps. R. v. á.
Kyrsettir Bretar.
Robert Cecil lávarður skýrði frá
því í brezka þinginu í öndverðum
þessum mánuði, að kyrsettir brezkir
hermenn i hlutlausum löndum væru
svo margir sem hér segir: í Noregi
105 sjóliðsmenn, í Hollandi 1532
sjóliðsmenn og 27 hermenn, í Dan-
mörk 14 sjóliðsmenn, I Sviss 4 sjó-
liðsmenn og 446 hermenn, og á
Spáni 1 hermaður.
cTapaé
T ý n s t hefir h r j ó s t n á 1 frá Tjarn- argötu 35 að Bankastræti 11 og kringum Ansturvöll. Skilist á afgreiðslu Morgun- blaðsins gegn fundarlaunuœ.
Blár Island. ketlingur hefir tapast frá Hotel Skilist þangað.
*Œinna JL
D u g 1 e g stúlka getur fengið pláss k
Vesturgötu 23, uppi.