Morgunblaðið - 22.08.1916, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.08.1916, Qupperneq 2
2 M ORGUNBL AÐIF) 1915, að téð bók væri geymd á skökkum stað? Bankastjórnin hefði átt að sannfæra sig um, hvar bók þessi var geymd, og skipa svo fé- hirði að taka hana til geymslu. Þá segir bankastjórnin i oftnefndu kæruskjali sínu 24. des. f. á., að lykillinn að peningaskáp þeim, er féhirðir geymdi í peninga (smámynt) í kjallara bankans, hafi og lent í brunanum 25. apríl f. á. Svo er að sjá af skýrsium þeim, sem fram hafa komið í sambandi við þetía atriði og eigi eru fyllilega samhljóða, að lykill þessi hafi, ásamt fleirum lyklum, lent í brunanum 25. apríl f. á., því að bankastjórnin segir, að bókari bankans hafi fundið þenna lykil í »lyklahrúgu þeirri, sem annar bankastjórinn hafði tínt upp úr ösk- unni i bankanum eftir brunann«. Er því svo að sjá sem fleiri lyklar bankans háfi orðið sömu forlögum sem þessi lykill, en að þeir hafi all- ir eða flestir fundist. Ekki er fiá því skýrt, hver eða hverir eigi sök á þvi, að hinir lyklarnir lentu i eld- inum, en gera má ráð fyrir þvi, að aðrir eigi þar hlut að máli en gjald- keri, því að varla mundi hafa gleymst að geta þess, ef hann bæri þar einn alla sök. Ekkert er upp- lýst um það yfir höfuð, hvar eða hvernig lykla * bankans hafi verið vant að geyma yfir nóttina, en hér umræddur lykill var geymdur í skrif- borðsskúffu gjaldkera i afgreiðslu- stofu bankans. Má vel vera, að geymsla þeirra hafi eigi verið sem skyldi, eins og virðist hafa verið um hina lyklana að einhverju leyti. En vist er um það, að lykill þessi fanst, því að skápurinn sem hann gekk að, og hafði að geyma 1000 krónur, var opnaður með lyklinum. Það að féhirðir geymdi lykil þenna i skrifborðsskúffu sinni, en eigi á öðrum stað, getur alls eigi talist svo stórfeld sök, að brottrekstri varði. Lundaveiðin enn. Vinur minn Guðm. Bjarnason klæðskeri (hvers vegna dulnefni ?) sendir mér kveðju sina f 281. tölubl. Morgunbl., og ætla eg að leyfa mér að gera stutta atbugasemd við hana. Einhver »kunnugur« hefir frætt hann á því, að lundaholurnar í Ak- urey séu svo djúpar að ekki verði komist til botns i þeim, og því ó- hægt að finna dauðu kofuna. Síðustu vikuna hefi eg verið við kofutekju í Akurey, og var engin holan af þeim, sem eg rannsakaði, svo djúp, að eg ekki gæti fundið hreiðrið, og enn fremur get eg hugg- að Guðmund með þvi, að ekki varð vart við eina einustu dauða kofu. í fyrra drápust fleiri hundruð kof- ur í Akurey, vegna vorkulda, og lágu þær dauðar upp um alla eyju, þvi ef þær drepast í holunum, þá dregur lundinn þær út (ef til vill »rauði krossintvii hans Guðmupdar). Þegar kofurnar eru komnar að því að fara, sveltir lundinn þær, og verða þær þá sjálfar að fara út og leita sér fæðis. Að öðru leyti er eg mjög ánægð- ur með grein Guðmundar, þvi að hann játar í henni, að hann beri ekki skyn- bragð á það, sem hann er að skrifa um, en varpar nú allri sinni áhyggju á dýraverndunarfélagið, og er það vel farið ef það verður til bóta. Að siðustu skal eg geta þess, að lundaveiði stunda eg sem hvert ann- að »sport«, og get þess vegna litið óhlutdrægt á þetta mál, enda býst eg ekki við að vinur minn Guð- mundur yrði feitur af þeim tekjum, sem eg hefi af lundaveiði. Er svo útrætt um þetta mál frá minni hálfu. Har. Siqtirðsson. — 1 ■ ' ''■7’lfc'1'' j l"TT-’ lá ‘ -— Fátækir verða ríkir. Naumast mætir maður manni á götum eða gatnamótum, að ekki sé minst á dýrtíðina og er síst of mikið af því látið, en ekki er nóg að tala um að alt sé dýrt og víla yfir hvernig eigi að fara að draga fram lífið í sér og sínum þennan og þennan daginn. I styrjaldarlöndunum og viðar gera stjórnirnar og hver einstaklingur sér far um að spara á allar lundir til að að bæta úr dýrtíðinni; — öll hugs- anleg ráð eru höfð í frammi til að láta verða sem mest úr hverri fæðu- tegund sem unt er, en þvi miður mun alt of litið vera gert að slíku hér á landi og kann það að stafa af því, að hér vanti fremur kunnáttu i ýmsu en að menn vilji ekki spara. Eg ætla ekki að setja mig upp á þann háa hest, að kenna sparnað á öllum sviðum, en aðeins að benda þeim, sem spara vilja, á eitt sparn- aðaráhald, sem nú fyrir skömmu er komið hér á markaðinn. í búð hr. kaupmanns Ólafs Þor- valdssonar á Hverfisgötu hér i borg fæst litill stípkkur, sem með litilli fyrirhöfn framleiðir úr hálfu kilói af íslenzku smjöri og hálfum líter af nýmjólk eitt kiló af ágætu smjöri. — Eg ætla ekki að reikna út hagn- að þann, sem verkfæri þetta hefir í för með sér, því það er hverjum sæmilega skygnum manni auðgert. Rvík 19. ág. D. D. Förunautar Shackletons Breska stjórnin hefir nú ákveðið að senda skip frá Englandi til þess að bjarga förunautum Shackletons, þeim ar eftir urðu á Fílseyju. Er þetta geit vegna þess að ekkert hæfi- legt skip fékst í Suður-Ameríku til fararinnar, og að áskorun Shackle- tons sjálfs. Hefir verið leigt skip hjá Hudsonflóa-félaginu til þess að sigla þangað suðureftir. Heitir það »Discovery«. Arboe Rasmussen. I landsþingmu danska var nýlega samþykt svolátandi rökstudd dagskrá frá afturhaldsmönnum: Landsþingið lætur í ljós vanþókn- un sína á því að kirkjumálaráðherr- ann skuli hafa skipað Arboe Ras- mussen sem sóknarprest í Vaalse. Var þetta samþykt með 21 at- kvæði afturhaldsmanna. Tíu atkv. voru í móti, 19 vinstrimenn greiddu ekki atkvæði og ellefu þingmenn voru fjarverandi. CS3 DAÖBOFflN. VSSSt Afmæli í dag: GuSfinna Sæmundsdóttir, húsfrú Karolína Dichmann, húsfrú Margrét Jónsdóttir, húafrú Sólarupprás kl. 4.41 S ó 1 a r 1 a g — 8.17 Háflóð f dag kl. 12.29 f. h. og kl. 1.12 e. h. (eftir íslenzkum meðaltíma.; Nýgift eru Helgi Vigfúseon Sand- gerði og Valgerður Bjarnadóttir Berg- staðastr. 8. Hjónaefni: Steinunn Baldvinsdóttir á Hamraendum, Jón Bjarnarson á Sauðafelli. Gulifoss tafðist 1 Vestmannaeyjum lengur en búist var við. Skipið hafði 200 smálestir af vörum meðferðis þang- að, en austanstormur var á. Lá skipið fyrir utan eiði og affermdi í vólbáta, og komst eigi á stað fyr en kl. 4 síðd. f gær. Nora kom af sfldveiðum í g®r með 300 tunnur, sem hún hafði aflað út af ísafjarðardjúpi. Blanche, ræðismaður Frakka, og fólk hans alt fer hóðan á Botníu til útlanda á morgun — alfarið hóðan af landi. Ól. Hjaltosted fer utan á Botníu til þess að velja og útvega hitunartæki í hið nýja hús Nathan & Olsens. — Hitunartækin, sem Ólaftir á a)B koma fyrir í Lawgarnesspftalanum, eru enn ókomin, svo ekki verður unt að vinna það verk fyr en að sumri. ÁhiHdin hafa tafist vegna ófriðarins. Bisp er nú farinn áleiðis til Ameríku beina leið. Þrír brezkir botnvörpungar kom'1 hingað í gær að taka ís. Ingóifur fer til Borgarness í dag. Gunni. Claessen læknir og frú hans sigla utan á Botníu á morgun. Friðarþing jafnaðarmanna, Það var sett í Haag hinn 31. júlí. Fulltrúar Norðmanna og Svissa voru þá eigi enn komnir, vegna þess að ' einhver töf hafði orðið á því, að þeir gætu fengið vegabréf. Fulltrúar Rúmena hættu við að fara á þingið vegna þess hvað horfurnar voru iskyggilegar i landinu. Svíar höfðu sent tvo eða þrjá menn og Danir einn, Stauning fólkþingsmann. Hinn kunni hollenzki jafnaðar- maður Troelstraa setti þingið með snjallri ræðu. Kveðjur og símskeyti höfðu borist frá belgiska verka- mannaforingjanum Vandervelde og brezkum og þýzkum jafnaðarmönn- um. A fyrsta fundinum voru kosnar tvær nefndir, önnur til þess að finna hinn pólitiska og hin til að finna hinn fjárhagslega grundvöll, sem friðarsamningar gætu bygst á. ------- ------------- Tundurskeyti sem hægt er að stýra. Hugvitsmenn hafa á siðari árum stöðugt verið að brjóta heilann um, það hvernig hægt mundi að stýra tundurskeytum með rafmagnstraumi. Væri það mikil hernaðarframför ef slíkt tækist og yrðu þá flugvélar og kafbátar stórum hættulegri en áður. Nú hefir sæúskur liðsforingi, Hass«lberg að nafni, fundið upp að- ferð til þess að stýra tundurskeyt- um og hefir flotamálastjórninni lit- ist svo vel á uppgötvun hans að hún hefir leyft honum að gera tilraunir með hana á herskipasmíða- stöðinni í Stockhólmi. Ennfremur á nú að reyna aðrar uppgötvanir Hasselbergs í sambandi við flugmannaskólann í Karlskrona. Eru þær lfkar hinni áðurnefndu upp- götvun að öðru en þeim breyting- um, sem sjálfsagðar eru vegna þess hvað ólíkt er að skjóta tundurskeyt' um frá skipum og loftförum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.