Morgunblaðið - 22.08.1916, Side 4

Morgunblaðið - 22.08.1916, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Ellistyrkur. Umsóknir um styrk úr ellistyrktarsjóði Reykjavikur skal senda borgarstjóra fyrir lok septembermánaðar. — Rita skal umsöknirnar á eyðublöð, sem til þess eru gerð og fást á skrifstofu borgarstjóra, hjá fátækraíulltrúunum og prestunum. Styrknum verður úthlutað i októbermánuði. Borgarstjórinn í Reykjavík 21. ágúst 1916. K. Zimsen IjO©MKNN -«^111 Svelnn BjfJrsisson yfirci.löpm. FríklrUjuvtg 19 (Staðastað), Simi 203 Skriísofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11 —12 og 4—6. Ijggert ciaesssn, ynrréttarmála- Sutningsmaður, Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Simi 16 VÁJTPkY©OINOAI? Brunatryggmgar, sjó- og strídSYátryggingar, O. Johnson 6t Kaabe* Lindargötu 41. Slmi 244. Verzlunin Kaupangur selur eins og að undanförnu alt ódýrast — alt bezt. Hefir birgðir af ölluir. matvörum, svo sem: Rúgmjöli, Hveiti, Haframjöli, R s og m. fl. Selur Rauðmaga reyktan stk. 20 aura. Alt annað eftir þessu. Páll H. Gíslason. Oarl Finsen Laugaveg 37, (upp Brunatryggingar. Heima 6 ‘/t—7%. Takimi 331 Beí kgl octr. Brandassnrance Cs Kaupmannahöfn vátryggir: hus, hÚLSgðgn, alls- konar vöruíorða o. s. frv. gegr eldsvoða fyrir lasgsta iðgjald. Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h i Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen’ N. B. Nielflen. Kolasparinn sem hver hyggin húsmóðir notar 4 daglega fæst að eins hjá Sigurjóni. Gunnar Egilsson skipamiðlaii. Tals. 479. Laufásvegi 14 Sjó- Stríðs- Brunatryggingar Venjul. heima kl. 10—12 og 2—4, Br una try gg in gar Halldór Eiriksson bókari Eimskipafélagsins. Hittist: Hotel Island nr. 3 (óYa—8) Sími 585. Mirmisblað. AlþýÖTifélagabókasafn Templaras. 3 opiÖ kl. 7—9 BaÖhúsiÖ opib virka daga kl. 8—8 langar- daga 8—11. Borgarstjóraskrifatofan opin v. d. 11—3. Bæjarfógetaskrifstofan opin virka daga 10—2 og 4—7. Bæjargjaldkerinn Laufásveg 5 kl. 12—S og 5—7. íslandsbanki opinn 10—4. K. F. U. M. Lestrar- og skrif-stofa 8 árd, til 10 siöd. Almennir fandir fimtnd. og snnnnd. 8*/, síöd. Landakotskirkja. Gnðsþj. 9 og 6 á helgum. Landakotsspitali f. sjúkravitjendnr 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landshókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—3. Land3búnaðarfélagsskrifst. opin frá 12—2, LandsféhirÖir 10—2 og 5—6. Landssiminn opinn daglangt (8—10) virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. MorgunblaÖið Lækjargötn 2. Afgr, opin 8—6 virka daga, 8—3 á helgnm. Ritstj. til viötals kl. 1—3 alla daga. Sími 500. MálverkasafniÖ opið i Alþingishúsina á hverjnm degi kl. 12—2. NáttúrngripasafniÖ opiö l‘/j—2‘/» á sd. PósthúsiÖ opið virka daga 9—7, s.d. 9—1. SamáhyrgÖ Islands 12—2 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 daglega. Talsimi Reykjaviknr Pósth. 3, opinn dag- langt 8—12 virka daga, helga dagajS—9. VífilstaÖahæliÖ. Heimsóknartimi 12—1. ÞjóÖskjalasafnið hvern v. d. kl. 12—2. ÞjóÖmenjasafniÖ opið daglega kl. 12—2. Geysir Export-kaffi er bezt Aðalumboðsmenn: 0. Johnson & Kaaber í faðmi heimskautsnæturinnar. Skáldsaga írá Spitzbergen eftir Övre Richter Frich. 6 (Frh.) Hún sá að hönd hans skalf lítið eitt og að hann var órór í sæti sínu. Svo reis hann skyndilega á fætur, laut mötunautum sínum hæ- versklega og hraðaði sér burtu. Það varð löng þögn. Frida fikt- aði við það að flysja franska peru, en gleymdi alveg að borða hana. Og prófessorinn var annars hugar. . í einum svip varð hljótt um allan salinn. Franska leikkonan sagði eitt- hvað með hásri röddu «g hér og hvar storknaði hlátur á vör. Hvað var að? . . . Enginn vissi orsökina til þessa, en það var eins og hljóður ótti læddist í brjóst allra þessara áhyggjulausu farþega — — eins og nistandi kend gripi sálir þeirra og varaði þá við yfirvofandi hættu . . . Menn reyndu til skiftis að rjúfa þögnina með uppgerðarhlátri, djarfri fyndni eða tvíræðum gull- hömrum----------en hljóðnuðu þegar aftur. Það voru engin ráð til þess að létta af þessari hræðilegu martröð sem læddist á kattartám inn salinn — það var eins og einhverjar ósýni- legar verur svifu um salinn og legðu kalda arma sína um lífið. . . . Prófessorinn leit upp — undrandi og hissa. — Heyrðuð þér hvað hann sagði, hvislaði hann. Barónsdóttirin kinkaði kolli. Hún leit sem snöggvast fram til dyranna. Norðmaðurinn var horfinn. Svo sneri hún sér að prófessornum. — Eg heyrði hvað hann sagði, hvíslaði hún, — að eins eitt einasta orð. — Og hvað var það? — Þokan, mælti hún lágt. En það var eins og þetta orð þyrlaðist í eyrn allra og flytti með sér hræði- legan grun. IV. Skipið ýerst. Á stjórnpalli stóðu þeir skipstjóri og leiðsögumaður. Alt virtist vera með feldu, blæja- logn var á og sjórinn spegilsléttur. »Victoriac fór fram hjá Hvalaflóa og stefndi nú meðfram jöklunum, nokkur hundruð metra frá landi. Upp úr reykháfunum lagði þykkan reyk, sem drógst i lopa aftur af skip- inu og lá eins og dökt band i röku loftinu langar leiðir. Ofurlítill titr- ingur var á skipinu og mátti af því marka að vélarnar voru knúðar til hins ítrasta. En langt í austri — þar sem Þúsundeyja-skergarðurinn sázt við sjónarrönd og Egde-eyju bar við loft eins og mjóa rönd — hófst hvítur skýjabakki. Það var eins og hafið bullaði þar og syði og ógurlega gufu- mekki lagði upp úr því. Þessir mekkir breiddust yfir austurloftið með ótrúlegum hraða, þeir.ultu eins og ógurlegar snjóskriður til vesturs, þangað til þeir höfðu þakið alt suð- ur og austurloftið. Þetta var þoka, hin hræðilega heimskautsþoka, sem hlóð háan múrvegg í suðri og austri og bannaði hinu stóra skipi að snúa við. Það var að eins opin leið til norð- urs og »Victoria« flýði svo sem hún mátti undan þokunrii og titraði hver einasta stáltaug í hinn mikla véla- kerfi hennar af áreynslunni. — Þetta gagnar ekkert, skipstjóri, mælti leiðsögumaður og horfði til suðurs. Eftir svo sem klukkustund hefir þokan náð okkur. Við skulum heldur varpa akkernm í Hvalaflóa og bíða þar þangað til birtir. Strohmann skipstjóri ypti öxlum. — Við förum nú mílu á klukkustund, mælti hann. Það væri hart ef við næðum ekki til Agardh- flóa áður en þokan nær okkur. Þér segið að þar sé góð höfn. Og mig langar Htið til að hleypa skipinu á grunn þarna inni i Hvalaflóa. Þér hafið sjálfir sagt mér það, að þar séu sker og boðar. — Við gætum þreifað okkur áfram með mælingum. Strohmann var á báðum áttum nokkra stund. Hann horfði til baka. Þokan læddist nú yfir Hornsunds- tinda og skreið eins og vofa inn með ströndinni. Svo leit skipstjóri til norðurs. Þar var sólskin og bjart veður. — Við látum skeika að sköpuðu, mælti hann. Leiðsögumaðurinn ypti öxlum. — Það má vera að alt fari að einu, tautaði hann. Ef hann kemur á norðan þá er okkur borgið.--------- Þannig vildi það þá til, að Stroh- mann, hinn þaulreyndi, gamli skip' stjóri, sem hafði nú stýrt skipum í 25 ár án þess að hlekkjast á, gerði sig nú sekan í þeirri yfirsjón, er leiddi til þess, að hið fégursta skip»

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.