Morgunblaðið - 25.08.1916, Side 2
2
MORCUNPLAÐIÐ
♦
♦
♦
I
♦
♦
\bl;ð* tkeypis
það sem eftir er
^ánaðarins.
♦
♦
♦
♦
♦
4
i
♦
♦
♦
♦
I
9
♦
♦
♦
Sköverzlun
Stefáns Gunnarssonar,
Austurstræti 3.
Miklar birgðir af skófatnaði nýkomnar. Par á
meðal barnastígvél, kven-inniskór, og unglinga-stigvól
o. m. fl.
mynt, aðra en krónumynt, eftir
því sem bankastjórnin lagði fyrir,
5. a ð sýna, að hann vildi eigi
hlita, að vér hefðum endurskoð-
un daglega í bankanum, og kall-
aði því endurskoðandann »spion<
o. s. frv.,
6. a ð ganga út í statfstíma bank-
ans, hvenær sem honum þókn-
aðist,
7. a ð taka menn í bankanum frá
venjulegum skyldustörfum sín-
um, eða störfum, sem banka-
stjórnin eða bókari bankans
hefðu í það og það sinnið lagt
fyrir þá að vinna.
Þetta olli svo mikilli truflun
í starfseminni í bankanum, sem
gerði oss nauðsynlegt, að banna
féhirði í erindisbréfinu, að taka
hvern mann frá verkum sínum,
hvenær sem honum þóknaðist,
og hvernig sem á stæði, án vit-
undar bankastjórnarinnar, sem
altaf er i bankanum allan starfs-
tíma hans,
8. a ð tala iðulega í talsíma bank-
ans um einkaviðskifti sín,
9. a ð neita að kaupa erlenda
mynt, án þess að leita sam-
þykkis bankastjórnarinnar til
þess.
Af öllu þessu sézt ljóslega, að fé-
hirðir hefir breyzt.
í úrskurðinum er ennfremur sagt,
að stjórnarráðið hljóti að gjalda miklu
meiri varhuga við staðhæfingum
bankastjórnarinnar, einkum þar sem
fram sé komið í skjölum þessa máls
ýmislegt, sem gefur bendingu um
mismunandi afstöðu einstakra manna
úr bankastjórninni til þessa máls, og
gjaldkerans, enda þótt svo sé látið
lita út, sem þeir séu allir jafn óá-
nægðir með hann og jafn áfram um
það, að honum verði vikið frá sýsl-
an sinni.
Með þessu virðist gefið í skyn,
að bankastjórnin hafi verið ósam-
mála um kæruna, en svo var eigi.
Frh.
Frá Rúmeníu.
Það hefir legið nærri að Rúmenía
kastaði sér inn í ófriðarhringiðuna
með bandamönnum, en Þjóðverjar
telja nú að sú hætta sé um garð
gengin. Til Bukarest hafa Frakkar
sent nýjan ræðismann og hefir hann,
í samráði við rússneska stjórnmála-
menn, boðið Rúmenum kostakjör,
ef þeir vildu veita bandamönnum
lið. En Sassanov, utanríkisráðherra
Rússa, var óánægður með þetta og
er mælt að hann hafi sagt af sér
þess vegna. Rússar hafa einnig farið
þess á leit við Rúmena að þeir leyfðu
sér að fara með her yfir landið. En
Bratiani forsætisráðherra viidi eigi
verða við þeim tilmælum og í sam-
ráði við konunginn, hafnaði hann
einnig hinu rússneska-franska tilboði.
Svörnðu Rússar með því að hætta
að senda Rúmenum skotfæri, sem
þeir hafa selt þeim til þessa. Fór
hermálaráðherra Rúmena, Hiescu, til
Petrograd til þess að reyna að fá
þessu kipt í lag aftur. En þeir Fil-
ipscu og Jonescu urðu æfareiðir, og
kröfðust þess af konungi að hann
kallaði þegar í stað saman allan her
ríkisins, þar eð frekari hringlandi og
hálfvelgja gæti haft hættulegar afleið-
ingar íyrir ríkið. En konungur sinti
því engu, enda voru margir mikils-
ráðandi menn í móti því.
Binar H. Kvaran
á Akureyri.
Þeir feðgarnir Einar H. Kvaran
skáld og Ragnar E. Kvaran stúdent
hafa verið á ferð fyrir norðan, hinn
fyrnefndi til þess að lesa upp en
hinn síðarnefndi til þess að syngja.
A Akureyri héldu þeir skemtisam-
komu, mjög fjölsótta. Um skemtun
þessa ritar »íslendingur«:
. . . Las hann upp kafla úr sög-
unni »Vistaskifti« og enn fremur
upphafið að hinni nýjustu sögu sinni
»Sálin vaknar*.
Ragnar Kvaran hefir einstaklega
viðkunnanlega rödd og beitir henni
mjög laglega og syngur af tilfinn-
ingu. Aheyrendur létu ánægju sina
í Ijós með dynjandi lófaklappi eftir
hvert lag, er hann söng.
Snildin í upplestri Einars Kvarans
mun ekki eiga sinn líka hér á landi.
Fólkið iðaði í sætum sínum af ánægju
og kæti, meðan hann las upp.
Hindenburg.
Fyrir nokkru barst sú fregn með
skeyti til Morgunblaðsins að Hinden-
burg hershöfðingja hefði verið fengin
yfirstjórn alls hers Þjóðverja og Aust-
urríkismanna á eystri vígstöðvunum.
Þetta er nokkuð orðum aukið, svo
sem nú skal sýnt.
Svo sem kunnugt er hefir Hind-
enburg aðeins haft yfirstjórn nyrsta
hers Þjóðveja gegn Rússum. Næst-
ur honum að sunnan hafði Leopold
prins úr Bæjaralandi herstjórnina alla
leið suður að Pripet. Þar kom næst-
ur Linsingen hershöfðingi. Suður
hjá Strypa-fljóti hafði von Bothmer
hershöfðingi herstjórn, og fyrir sunn-
an hann og allra syðst á vigstöðv-
unum, var her Pflanzer-Baltins.
í her Hindenburgs eru eingöngu
Þjóðverjar og hið sama má einnig
segja um her Leopolds prins. í
her Pflanzer-Baltins eru nær ein-
göngu austurríkskir menn, en ann-
ars hefir þýzkum og austurrízkum
hermönnum verið blandað saman.
Og allir voru hershöfðingjarnír þýzkir
nema Pflanzer-Baltin. Yfirstjórn
allra þessara herja hefir verið jafnt
í höndum Þjóðverja sem Austurríkis-
manna, en það hlýtur að hafa verið
ýms tormerki á því, að hún gæti
gengið jafn greiðlega eins og hún
mundi ganga ef hún væri í höndum
eins manns. Þess vegna er það að
Hindenburg er fengin yfirherstjórnin
á mestum hluta austurvígstöðvanna,.
eða alla leið suður undir Tarnopol.
Þar kemur næstur her Karls Frantz
erkihertoga og ríkiserfingja i Austnr-
ríki. Hafði hann áður herstjórn gegn
Itölum og þótti farast það svo vel,
að hann var fluttur til aasturvíg-
stöðvanna nýlega vegna þess að
meira þótti undir því komið að her-
stjórn væri þar góð. Hefir hann
einnig yfirstjórn hers þess er Both-
mer stýrir, hers þess er Koevess
stýrir og hersins í Karpatafjöllum
En Pflanzer-Baltin hefir enn yfir-
stjórn syðsta hersins.
Þetta hið nýja fyrirkomulag her-
stjórnarinnar er talið muni hafa mikla
þýðingu í þá áttina að gera Mið-
veldaherinn traustari fyrir. Er þar
helzt til að telja að Hindenburg hefir
þrásinnis sýnt það að hann er af-
bragðs hershöfðingi og er átrúnað-
argoð allra hermannanna. Munu
þeir djarfari þegar þeir vita að þeir
eiga að hlýða skipunum sliks manns.
Er það líka hægra fyrir einn mann
að sjá hvar skórmn kreppir helzt að
og skipa liðinu þannig fram að þar
sé það öflugast er mest er hættan,
meðan sóknin er Rússa megin. En
taki miðveldaherinn upp sókn aftur
þá getur Hindenburg skipað aðallið-
inu þar fram, er hann hyggur Rússa
vera veikasta fyrir. Og það ervist,
að þessi breyting á herstjórninni
mun hafa í för með sér breytta hern-
aðaraðferð af Miðveldanna hálfu þar
eystra.
Það er líklegt talið að Hindenburg
muni reyna neyða Rússa til höfuð-
orustu einhvers staðar þar sem hann
hefir herstjornina, ef hann þykist
hafa til þess nægan mannafla. En
margir aðrir erfiðleikar eru og á því.
Þó — erfiðleikarnir eru til þess að
yfirstíga þá, segja þeir, sem þekkja
köllun sína og Hindenburg hefir
sýnt það, að hann þekkir sína köllun.
Það er þess vegna ástæða til þess
að vænta stórtiðinda frá eystri víg-
stöðvunum.
----- ms> 0 -------------
SS5E* DAOBÖFJIN. R=S3
Afmæli í dag:
Hólmfríður Þorláksdóttir, húsfrú.
Sigrfður Bergþórsdóttir, húsfrú.
Sigríður Ólafsdóttir, húsfrú.
Vigdfs, Torfadóttir, jungfrú.
Halldór Hallgrfmssom, klæðskeri.
ísleifur G. Finsen, afgreiðslumaður; -
J. J. Lambertsen, kaupm.
Sigurbjörn Þorkelsson, kaupm.
Þórður Sigryggsson, bókb.
Sólaruppráskl. 4.47
Sólarlag — 8.11.