Morgunblaðið - 25.09.1916, Side 1

Morgunblaðið - 25.09.1916, Side 1
Mánudag 3. irftftng. 25. sept. 1916 H0B6DRBLADI 322 tölwblaö Ritstjórnarsimi nr. 500 Ritstjón: Vilhjilmur Finsen. Ísafoldarprentsmiðja Aígreiðslusimi nr. 500 syngur í kvöld í Bárubúö í síðasta sinn. Aðgöngumiðar, tölusettir, fást í Bókverzlun ísafoldar og við inngaug- inn og kosta kr. 1.50. Verztunin Björn Hristjánsson hefir með „Botníu“ og „Hólum" fengið mikið úrval af allskonar Vefnadarvoru. Tvistfau Jijólafau Tafafau Léreft bl. og óbl. Lakalérejf. Verkmannashijrtutau. Tlserfafnað karla og kvenna. Jiegnkápur. Vandaðar vörur. írá Ódijrar vörur. V. B. 7i. 4in| Reykjavlknr join Biograph-Theater Psu ----- Talsími 475. Ása, Signý og Helga Æfintýri í 3 þáttum, leikið af ameríkskum leikendum. Þetta er æfintýrið, sem allir kunna að segja frá, um karl og kerlingu í koti sínu og kong og drotningu í ríki sínu. Erl. símfregnir (frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn, 23. sept. Tilraun I»ióðver)a til jþess að brjótast gegnum fylkingar bandamanna hjá Bouchavsnes hafa alger- lega mishepnast. I»ýzka stjórnin hvetur hershöfðingjana til þess að fara sparlega með skot- tærin. Rússar sækja stöðugt fram í Karpatafjöllum. Bandamenn vilja ekki viðurkenna hiua nýju stjórn í Grikklandi. Ný deila í vændum. Erl. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. London 23. sept. Vikuskýrsla Buchans frá vigstöðvum Breta: Frá vesturvígstöðvunum. Þessa sfðastliðna viku hafa Bretar unn- Ið mest á sfðan fyrstu daga sóknarinnar eið. Þegar Guillemont féll, náðu þeir allri annari varnarlfnu Þjóðverja og er Bretar höfðu náð Ginchy gafst þeim tæki- færi til þess að sækja fram að þriðju varnarlfnu Þjóðverja. — Sóknin fram að henni hófst 14. sept. Náði þá vinstri her- armur Breta vlgi þvf, er nefnt hefir verið »Furðuverkið«, suðaustur af Thiepval. — Morguninn eftir, kl. 6,20, hófst allsherjar- framsókn á sex milna svæði, frá veginum milli Albert og Bapaume austan við Pozieres «1 Bouleaux-skógar, sem er rétt norðan við Combles. I fyrstu atrennu voru stöðv- ar Þjóðverja hvarvetna teknar nema norð- ftn við Háa-skóg (High Wood) og á einum s,að milli Ginchy og Leuze-skógar. Þar sterkt vigi, sem nefnt er >Quadril- ateral«. Um kvöldið höfðum vér tekið þorpin Courcelette, Martinpuich og Flers og þá höfðum vér ennfremur náð stöðvum Þjóðverja hjá Háa-skógi. Þegar saga þessarar miklu framsóknar verður sögð nákvæmlega, þá mun hún furðuleg þykja. Ný tegund brynvarinnar bifreiðar var notuð ,með ágætum árangri til þess að eyða vélbyssutöðvum óvinanna. Starf brezku flugmannanna var aðdáan- legt. Fyrsta daginn voru t. d. 13 þýzkar flugvélar skotnar niður og 9 aðrar voru skemdar og neyddar til þess að lenda. Brezkar flugvélar, sem flugu lágt, réðust með vélbyssum á óvinina í skotgröfum þeirra. Vestan við sóknarsvæði vort ætluðu óvinirnir að gera áhlaup á Nýja-Sjálands- herinn, en hann varð fyrri til. Gerði hann gagnáhlaup og varð árangurinn greinilegur. Þá um kvöldið hófst gagnsókn Þjóðverja og hélzt næstu daga. Hinn 17. sept. náð- um vér enn meira svæði hjá Courcelette og náðum sterkum vlgstöðvum hjá Mouquet- bóndabæ. Daginn eftir náðum vér >Quad- rilateraU-vfginu milli Ginchy og Bouleaux- skógar og komust hersveitir Breta þétt að Lesbaeufs og Morval. Óvinírnir létu her- sveitir, sem þeir höfðu dregið þangað i skyndi frá ýmsum stöðum, gera gagnáhlaup, en þeim tókst eigi að vinna neitt aftur af þvf landi, sem þeir höfðu mist. Þjóðverjar eru nu komnir til fjórðu varn- arlfnu sinnar, sem liggur meðfram veginum milli Bapaume og Peronne. Frakkar eru þó þegar komnir inn á þessar stöðvar, þvi að þeir náðu Rancourt hinn 14. þ. mán. Bretar eru nú eigi einungis komnir upp á brún hásléttunnar, heldur komnir langt ofan i hlíðar hennar hinum megin. Viðureignin þessa viku hefir augljóslega sýnt yfirburði Breta á þessum slóðum. Siðan sóknin hófst, hafa þeir átt i höggi við 35 herdeildir (divisions) Þjóðverja og hafa 20 þeirra beðið algeran ósigur og verið kipt burtu yfirkomnum af þreytu. Bretar hafa á sinu valdi allar hinar beztu útsýnisstöðvar fyrir stórskotalið. Flugvél- ar þeirra hafa alveg haft yfirhöndina þessa seinustu viku. Hafa að eins 14 þýzkar flugvélar flogið yfir stöðvar vorar, en flug- menn vorir hafa flogið 2—3000 sinnum aftur fyrir stöðvar Þjóðverja. Á þennan hátt höfum vér getað fylgst með öllum hreyfingum óvinahersins. Og að lokum hefir fótgðngulið Þjóðverja hvergi getað staðist árásir þeirra hersveita, sem blöð þeirra hafa sagt að enginn dugur væri i. Það er samt sem áður áriðandi, að gera ekki of mikið úr sigrum Breta. Þjóðverj- ar eru enn eigi sigraðir hjá Somme, þi altaf dragi nær þvi. Bandamenn hafa get- að farið öllu sinu fram fyrir þeim. Frá Austnr-Afríku. Hinn 16. september hafði Smuts hers- ■■■"- f—M— ____NÝJA BÍÓ Farandfólk Ahrifamikill sjónleikur í þrem þáttum, leikinn af afbragðsgóö- um leikendum. Aðalhlutv. leikur Fr. Ebba Thomsen. höfðingja tekist að hrekja óvinina burtu af Uluguru hæðum eftir harða og erfiða or- ustu. Northey sækir fram að vestan og Van Deventer að norðan cg hafa hrakið óvinina i áttina til Mahenge. Belgaher, undir forystu Tombeur, nálgast Tabora, sem er hjá aðaljárnbrautinni. Meginher óvinanna hefir verið hrakinn trá Uluguru- hæðum til suðausturs í áttina til dals þess, er Rufiji-fljót rennur eftir. Þjóðverjar hafa beðið mikið tjón i missi hergagna, sem þeir höfðu dregið saman í þeirri von, að þeim mundi auðnast að veita lengi viðnám þarna, og aðrar birgðir geta þeir ekki fengið i þeirra stað. Þeir hafa meira að segja orðið að skilja eftir eða ónýta flest- ar eða allar hinar stærri fallbyssur sinar. Óvinirnir hörfa nú annaðhvort til árós- anna, þar sem eru mýrar og ilt að berj- ast, eða þeir haida upp með fljótinu og sameinast hinum herleifunum hjá Mahenge. Sennilega nær Smuts nú bráðlega allri að- albrautinni á sitt vald og verða þá allir aðdrættir stórum mun auðveldari fyrir hann. Allar hafnirnar meðfram ströndinni hðfum vér nú á voru valdi. Ófriðurinn þarna syðra mun án efa standa nokkuð lengi enn, vegna þeirra örð- ugleika, sem vér eigum við að strfða sök- um staðhátta, en það er nú fyrir löngu auðséð, hvernig leikar fara. Hindenburg. Yfirherstjóraskifti í Pýzkalandi. í desembermán. 1914 varð Moltke hershöfðingi, yfirherstjóri (Generalis- simus) Þjóðverja að láta af starfi sínu en við þvi tók v. Falkenhayn hers- höfðingi, sem þá var hermálaráð- herra. Síðan hefir hann ráðið öllum hernaðarframkvæmdum Þjóðverja á landi. Það var hann sem ákvað það, að hafin skyldi hin mikla sókn gegn Róssum i fyrravor og það var hann sem réði því að Miðveldin hófu sóknina gegn Serbum i fyrrahaus og opnuðu sér braut suður til banda- manna sinna Tyrkja og Biilgara. Og það var hann sem réði þvi að Þjóðverjar hófu hina miklu sókn hjá Verdun í vetur. Um nokkurt skeið hefir verið all- mikil sundurþykkja með þeim Falken-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.