Morgunblaðið - 07.12.1916, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1916, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBLAÐIÐ Skófatnað jr er ódýrastur í Kaupangi. T, d. Verkmannaskór á kr. 11.50. Skrásetning varaslökkviliös i Reykjavík. I reglugerð um skipun slökkviliðs og brunamála í Reykjavikurkaup- stað 24. júní 1913, er svo fyrirskipað: a ð allir karlmenn, sem til þess verða álitnir hæíir, að undanskildum konunglegum embættismönnum, opinberum sýslunarmönnum og bæjarfulltrúum, eru skyidir til þjónustu í varaslökkviliðinu frá þvi þeir eru 25 ára unz þeir eru 35 ára, nema sjúkleikur hamli, og a ð þeir skuli í byrjun desembermánaðar ár hvert mæta eftir fyrir- kalli varasiökkviliðsstjóra til að láta skrásetja sig, en sæti sektum ef út af er brugðið. Samkvæmt þessum fyrirmælum auglýsist hérmeð, að skrásetning varaslökkviliðsins fer fram i slökkvistöðinni við Tjarnargötu laugardaginn 9. þ. mán. kl. 9 árd. til kl. 7 síðd., og ber öllum, sem skyldir eru til þjönustu í varaslökkviliðinu að mæta, og láta skrásetja sig. Varaslökkviliðsstjórinn í Reykjavík, 6. desember 1916. Pjetur Ingimundarson. Bezt að auglýsa i Morgunblaðinu. Nýkomiö! Alskonar ávextir þurkaðir og í dósum til lónsHjaitafsooaííGo Skógarviöur til sölu í portinu fyrir vestan vöruhús lands- sjóðs. 5 kr. fyrir 100 kilogröm. Skógræktarstjórinn, Sími 426. Hafnarstræti 8. Saltfiskur og grásleppa iæst bja Joni Hjaitarsyni & k Stúlka óskast til morgunverka á Baldurs- götu 3. þess að sjá hvort nokkur forvitni vaknaði hjá honum, en svo var eigi. — Bréf þetta, mælti hún, hefir komið mér mjög á óvart og svarið verður undir því komið hvað þér sýnist. Hann segir mér að dóttir sin sé mjög fögur, en hún þekkir Hfið minna en ekki neitt. Hún hefir aldrei skilið við föður sinn einn einasta dag. Hann segir mér að þau hafi verið óaðskiljanleg og hún sé jafn barnsleg eins og hún væri 10 ára gömul. — Það er nokkuð óvanalegt á þessum siðustu og verstu timum, mælti hertoginn. — Já, og það er ein ástæðan fyr- ir þvi, hvað þetta veldur mér mik- illi áhyggju. Það væri ekkert ef hún hefði fengið dálitla reynslu; en ung stúlka, sem er bæði fögur og auðug, en þó eins og 10 ára barn að lifs- — 86 — reynslu — það er hreinasta undan- tekning, Bertrand. — Já, móðir min, furðuleg undan- tekning, meira að segja. — Jarlinn biður mig að taka hana til fósturs i tvö eða þrjú ár. Hún er nú 18 vetra og hann vill að hún kynnist samkvæmislifinu hér í Eng- landi. Og hann er svo vænn að bæta því við, að hann trúi engum eins vel og mér til þess að hafa eftir- lit með henni. — Það segir hann sjálfsagt satt, mælti hertoginn. ' * — Jarlinn verður sjálfur að halda kyrru fyrir i Nizza. Og hún ætti því að vera á okkar vegum að öllu leyti. Með öðrum orðum, eg á að ganga henni i móður stað. Mér þætti mjög vænt um það, en nú er alt undir því komið hvað þú segir um þetta. — 87 — — Hvað kernur mér þetta við? mælti hertoginn. — Það kemur þér mikið við, Bertrand minn. Sumum mönnum þætti mjög vænt um það að ung og fögur stúlka settist að á heimili hennar. En þú hefir nú svo lengi búið með mér einni, að eg er hrædd um að þú kærir þig ekki um það að breytt verði um á þennan hátt. Og hér mundi verða mikil breyting. Við yrðum að fara oftar í samkvæmi og við yrðum að halda veizlur og danzleika. Og ef eg á að ganga Lady Valentine í móðurstað, þá verð- ur þú að ganga henni i bróðurstað. Þú ert nú orðinn svo vanur einlíf- inu, að eg er hrædd um að þér mundi þykja nóg um það, Bertrand. Þú skalt nú hugsa þig um i dag og láta mig svo vita hvað þér sýnist, áður en pósturinn fer í kvöld. — 88 — •Ra** V .4 'T'fcJ YÍN<3 A P4 O. Johnson <& Kaaber. Det Igí. octr. Braníl&ssmrance KitapntjifnifihSfB vátryggir: hws, h'ts.sgöga, konar vðrtsíoröa o s. frv. geg« eídsvoða fyrir lægsta iðgjaid. Heimakl. 8—12 f. h. og 2-~S e, 1. í A.ugtnrstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Nielsen. r~----—— ---------------— ------- Gunnar Ggilson skipamiðlari. Tais. 479. Veltusundi 1 (uppi) Sjó- Stríðs- Brunatryggingar Skrifstofan opin kl. 10—4. Allskonar Brunatryggingar Halldór Eiríksson bókari Eimskipafélagsins. ■ Trondhjems vátryggingarfélag h.f Allskonar brunatryggingar. AðalumboðsmaÖur CARL FINSEN. Skólavörðngtig 25. Skrifstofntimi .51/,—6‘/s sd. Talsimi 331. “" u." !!► LtOÖM^NN 'Sveinn Bjðrnsson yfird.lögm. Austurstræti 7 Sfml 23* Skrifsofutimi kl. io—2 og 4—6. Sjálfnr við kl. 11—12 og 4—5. liggert Glaessan, yárréttarmála- fiutningsmaðnr, Pósthússtr. 17- Vsnjulega heima 10—II og 4—5. Simi 18 Geysir Export-kaffi er bezt. Aðalnmboðsmenn: 0. Johnson & Kaaber — Eg þarf eigi svo langan um- hugsunartima, móðir mín. Við getum vel ráðið málinu til lykta nú þegar. Honum kom það til hugar, að ef móðir hans yrði að hugsa um fleiri en hann, mundi hún hafa minni tima til þess að nauða á honum með það að giftast. — Satt að segja, þá hygg eg að við þurfum eigi að hugsa okkur neitt um. Venjur minar ættu ekki að verða því til fyrirstöðu. Mér þykir aðeins leiðmlegt að þú skulir eigi eiga neina dóttur, sem gæti verið þér til skemtunar. Ef til vill getur þessi unga stúlka gengið þér i dóttur stað. Segðu henni þá í öllum bæn- um að koma. Eftir því sem eg hugsa lengur um það lizt mér betur á það. Það var eigi aðeins að hertoga- ynjunni þætti mjög vænt um, held- ur var eins og þungu fargi væri létt -89 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.