Morgunblaðið - 24.12.1916, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1916, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ 17 Jól á Garöi. íslenzkur stúöent segir'Jrá. tók Jakob til máls »að koma bréfi til Holiands og láta fri- merkja það þar. Sjáið þér til, eg féll í öngvit, — og hefi víat ver- ið álitinn dauður, — konan mín hefir líklega frétt það — og —« Hann þagnaði, hann var Breti og var ekkert gefið um að láta bera á tilfinningum sínum; en það kom þó grátstafur í rödd hans. Þjóðverjinn varð hugsi. »Það er erfitt«, sagði hann. »En ekki ómögulegt,* sagði Bretinn alshugar feginn. Þeir töluðu ekki frekar um þetta þann daginn, en næsta dag var bréfi laumað í lófa Þjóðverjans, ásamt burðargjaldinu, sem var öll peningaeign Jakobs. Bréfinu var veitt viðtaka, en aurunum skilað aftur. Þjóðverjinn leit á bréfið. Hann var þreklegur mað- ur og stillilegur og bar alt útlit hans vott þess, að ekki mundi ró hans auðveldlega raskað, en þeg- ar hann las áritan bréfs þessa brá honum ögn. Hann var tals- vert kunnugur í Englandi og vissi að þetta nafn var ekki algengt þar, og skyndiiega kom honum Grace í hug. »Fólkið yðar álítur yður vist dáinn?« sagði hann alt í einu. »Það tel eg víst«, svaraði Jakob. »Og kona. yðar var einusinni hjúkrunarkona í sjúkrahúsi.* Langdal starði á hann. »Hvern- ig vitið þér það?« Þjóðverjinn hló. »Eg skal segja yður ofurlitla sögu«, sagði hann, og svo sagði hann Langdal alt það sem farið hafði á milli þeirra Grace. Langdal setti hljóðan. »Þetta er einmitt svo líkt henni«, sagði hann svo hrærður — »Hún þyk- ist ætla að vera svo harðbrjósta, — en endist aldrei til þesj!« Hann brosti. »Mér þykir vænt um að hún gerði það ekki.c Svo bætti hann við, hálf vandræða- iegur: »Hvernig leit hún út? Var hún sælleg — var hún þreytu- leg — var húu?« Þjúðverjinn sneri upp á yfir- varaskeggið. »Jæja, það lá nú 120 cm fallbyssuhjói ofan á löpp- inni á mér, svo eg tók nú eigin- lega ekki eftir því, en eg man það altaf, — og mun aldrei gleyma því er hún gerði fyrir mig.« Þeir slitu talinu og héldu hvor sina leið. Þeir máttu helzt ekki láta bera ofmikið á því að þeir töluðust við. Næsta dag sáust þeir ekki. Jakob saknaði þess, honum var orðið vel við þennan mann, með hlýlega viðmótið, hann áleit hann vin sinn og trúnaðar- mann, af því að hann gat talað um Grace við hann. Þeir mættust stöku sinnum og Þjóðverjanum tókst að lauma sæl- gæti til Jakobs. Desemberdagarnir voru fá- dæma langir og leiðinlegir. Þess- ar nýju fréttir af Grace fyltu hug Jakobs ógn og skelfingu. Grace á vígvellinum! Það var hættu- legur staður og ofreynslu starf, sem hún hafði færst í fang. Hvern- ig ætli henni líði? Var hún hungr- uð, köld, uppgefin eða veik? Hver vissi um það? Hún gat líka vel verið dáin — orðið fyrir skot- vopnum óvinanna — þessar og þvílíkar hugsanir fyltu hann ó- umræðilegri angist. — Hann gat eigi borið þetta lengur, — hann varð að losna úr þessari prísund, — strjúka burtu.! Hvað sem kost- aði varð hann að komast í burtu. Það virtist ofur einfalt. Aðfanga- dagur jóla á morgun. Undirbún- ingurinn gekk vel. Tveir brezkir herfangar voru nýdánir. Lang- dal komst yfir ábreiðurnar þeirra, og reif þær niður í lengjur á- samt sinni eigin, og bjó sér til langa taug úr þeim. Hann komst burt úr klefanum sínum og skreið á fjórum fótum meðfram girðing- unni. Hann hlustaði. Steinhljóð. Hann festi múrstein í annan end- ann á tauginni og varpaði henni svo yfir girðinguna, og nú var eftir að feta sig eftir tauginni yfir um girðinguna. En rétt í þessum svifum dró ský frá tunglinu og varð Lang- dal nú æði bylt, því á næstu grösum kom hann auga á vopn- aðan hermann á verði. Alt tii ónýtis! Omögulegt að flýja! Vatn og brauð beið hans í ströngu varðhaldi! Vörðurinn stóð kyr og Langdal sá ekki framan í hann, því hann sneri sér undan. Þessi rósemi varðarins egndi skap Jakobs, það var skárra en ekkert að stríða honum svolítið. »Skjóttu!« hvíslaði Jakob og nam staðar rétt fyrir iraraan vörðinn. En Þjóðverjinn hreyfði sig ekki og nú þekti Jakob hann. Það var halti maðurinn, vinur hans. Þeir horfðu hver á annan um hríð og þögðu báðir. Nætur- golan rauf þögnina þegar hún þaut um freðin stráin og það skrjáf- aði í visnum laufblöðum trjánna. »Hvert eruð þér að fara?« hvísl- aði Þjóðverjinn. »Til Hollands. Þar get eg þó sent konunni minni bréf.« Aftur löng þögn. »Það verður erfitt fyrir yður«, sagði Þjóðverjinn svo. »Ef þér sleppið, hegna þeir mér líklega, — en bíðum við, — reipið mætti fela, — þar að auki hefi eg engu gleymt enn þá.« Hann hikaði við og á meðan kvað við klukknahljómur í fjar- lægð. En nú fóru kirkjuklukk- urnar að boða komu jólanna. Omarnir bárust um viða vegu. Það voru fagnaðarhljómar, aem báru vitni um frið á jörðu, þrátt fyrir alt. Þá rétti Þjóðverjinn Bretanum hönd sína og mælti hrærður: »Farið þáífriði. Friður og velþóknun veri með öllum mönnum!« (Lauslega þýtt úr ensku). G. L. Eg bý á Garði1). — Það er á Þorláksmessu, snemma morguns. — Eg heyri vagnaskröltið i gegn- um svefninn. Það er þó ekki vaht að vekja mig, því að eg er morgunsvæfur eins og margir Garðstúdentar eru og hafa verið. — Gamli Jens kemur inn og fer að bauka við ofninn hjá mér og láta í hann brenni. — »Sand — hvid Sand!« hrópar sandkarlinn úti í Krystalgötu. Lengi hafði eg ekki skilið hvað hann var að hrópa, fyr en eg tók eftir því, að bæði á Garði og í öllum eldri byggingum var vant að kaupa hvítan sand til að strá á gang- gólfin og í stigatröppurnar í hvert sinn er búið var að þvo. Var sagt að það óhreinkaðist þá síður. En vegna hvers er mér nú laus- ara ,um svefn en aði’a morgna — það er að segja þegar eg átti ekki von á að vera rifinn upp til að skilmast —? Jú, egbal'ði lofað sambýlismanni mínum G., sem er danskur 0g býr i fremra herberginu, að fylgja honum út á járnbrautarstöð, því að hann ætlaði heim i jólaleyfinu. Því hafði eg ásett mér að vakna. — Eg heyri nú líka að hann er að hafa sig á kreik og bregð því við og klæði mig í snatri. —Er du færdig, Jonsson? kall- ar nú G. inn til mín. — Tökum við þá sína töskuna hvor og leggjum af stað. — Uti í garðinum stend- ur Jón félagi minn og bekkjar- bróðir úr latínuskólanum, með langa pipu og berhöfðaður, og gáir til veðurs. Hann hafði orð á sér fyrir að vera árrisull og lítur nú á mig með undrunarsvip. En eg verð fyrri.til og segi: — Það er nýtt að sjá þig svo snemma á ferli! — Og heyr á endemi! — Ertu með út á stöð að fylgja G., segi eg. Jón er til með það. Og af stað förum við svo sem leið liggur vestur hjá háskóla, um Studiestræti og út á stöð. Alt ei’ þar fult af ferðafólki sem er að fara út á land, hlaðið böglum og pynklum. Flest eru það víst jólagjafir þetta dót. hugsa eg með mér. — Troðningurinn vex; G. er orðinn hræddur um að missa af lestinni og fer að reyna að komast að söluhólfinu og ná í farmiða. Við sjáum því vænst ráð að kveðja hann í Bnatri. Við staðnæmumst þó og horfum á fólkið ryðjast út á brautarstétt- ina þar sem lestin bíður. — Jóla- *) „Garðar" (Regenaen) er itúdentabú- ataður i Kanpmannahöfn aem Kristján fjÓrði lét byggja á sinum tima. Búa þar einl»gt nokkrir islenzkir stúdentar. hugurinn í fólkinu gagntekur okk- ur alveg. — Já, gott eiga þeir sem kom- ast heim í jólaleyfinu, andvörpum við báðir samstundis. — En það er nú svo sem ekki i annað liús að venda, því miður. Og við röltum niður á Ráðhús- torg. Þar lá stór hlaði af jóla- trjám, er auðsjáanlega voru ný- komin utan af landi, og voru nú borgarar bæjarins að flykkjast þar utan um og kaupa sér tré. Við félagar kunnum reyndar báðir mjög yel við Hafnarlifið, en við sannfærðumst nú betur en nokkru sinni um það, að til eru á því hliðar sem útlendingar, eins og við, eiga erfitt með að taka þátt í. — Um jólin er eins og alt opinbert líf dofni í borginni. Alt færist inn milli fjögra veggja heimilanna. — Jólin í fyrra voru þó skemtileg. Þá var í Höfn kaupmannsfjölskylda að heiman, sem hafði boðið mér til sín, og mér fanst þvi að eg vera kominn heim. En nú þekti eg enga slíka fjöl- skyldu og Jón ekki heldur. Enda var það nú orðið sameiginlegt áhugamál okkar beggja hvernig haga skyldi tilverunni um jólin. — Ef gamli »Egill» verður kom- inn, þá erurn við ekki á flæði- skeri, segi ag, því að þá fæ eg hangikjöt, sem eg bað móður mína að senda mér með jólaferðinni. Nú átti skipið reyndar að koma í gær, en eg veit ekkert ui það enn. — Færðu hangikjöt? segir Jón himinlifandi — jæja, eg held að eg bjóði ekki hátt í vist annar- staðar annað kvöld, úr því að eg heyri þetta. Þú þiggur lik- lega hjá mér kaffisopa niðri á Berninu núua er við göngum þar framhjá. Til allrar ham- ingju fær maður þennan Garð- styrk greiddan fyrir jólin, svo að blankur er maður ekki’rétt í þann svipinn. — Og vertu ekki of fiott, fyr en þú veizt hvort skipið kemur, segí eg — en mér er nú næst skapi að fara niður á skrifstofu Watb- nes og spyrja um »Egil«. Þeir kunna að hafa fengið símfregn um að hann sé kominn fyrir Skag- ann. — Við 8imum þangað af Bern- ínu. — Nei, við göngum þangað og förúm niður »Strikc, það er svo sjaldan sem maður gengur um. þær götur og hefir erindi. ' Og nú skálmuðum við nið- ur á Gamlahólm, þar sem af- greiðslan var. En ekkert höfðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.