Morgunblaðið - 30.12.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ in stendur öll með alvæpni, með- an hún fórnar heimilum sínum sem hún var svo stolt af, meðan hver einasta verksmiðja hennar er önnum kafinn við hergagna- smíð og safnað er hvaðanæfa mönnum tii hergagnagerðar, þá bið eg land mitt að veraáverði, að gæta sín. HeiT Bethmann-Hollweg segir: »í»essi hræðilegi ófriður er ekki okkur að kenna. Honum var þröngvað upp á okkur. En í hundraðasta skifti svara eg: »Það voruð þið, sem komuð ófriðnum á stað og hvað sem þið segið, þá ber alt vitni gegn ykkur og blóðs- úthellingar koma yfir ykkur en eigi okkur«. Og eg hefi rétt til að vara við þeirri gildru. Eg hefi ávalt rétt til þess að segja að þetta er tilraun til þess að sundra bandamönnum. En franska lýðveldið mun þó standa við öll orð sín. Stjórnarbreyting í Frakklandi. Herstjórnarbreyting. Nýlega hefir orðið sú stjórnar- breyting í Frakklandi að ráðherrum hefir verið fækkað að miklnm mun og skift um suma ráðherra. M. Briand er þó framvegis forsætisráðherra og utanríkisráðherra, Ribot fjármálaráð- herra, Lacaze aðmiráll flotamálaráð- herra, og Malvy innanríkisráðherra og Thomas hergagnaráðherra. Aðrir ráðherrar eru nýir. Hermálaráðherr- ann heitir Lyautey og hefir hann verið landstjóri i Marocco. Clémentel verður viðskiftaráðherra og þar sam- einast verzlunar-, iðnaðar- og land- búnaðar-ráðherraembættin. M. Her- riot, sem verið hefir borgarstjóri i Lyon, er samgöngumála- og forða- málaráðherra og M. Domerque er nýlendum álaráðherra. Jafnframt var þá skipuð sérstök hermálanefnd, líkt og í Englandi. Skipa hana þeir M. Briand, Ribot, Lyautey, Lacaze og Thomas. En Joffre hershöfðingi hefir látið af her- stjórn og verið gerður að ráðunaut hernefndarinnar. Við yfirherstjórn- inni hefir svo Nivelle hershöfðingi tekið. Þegar ófriðurinn hófst var hann að eins liðsforingi, en gat sér ágætan orðstír i orustunni hjá Char- leroi og Marne og hækkaði þá að tign. í orustunni miklu hjá Verdun var hann önnur hönd Petains hers- höfðingja Og stjórnaði stórskotalið- inu af svo frábærri snild að Frakkar telja honum það mest að þakka að þeir fengu staðist sókn Þjóðverja. En er Petain var fengin herstjórn vestar, var Nivelle gerður að hers- böfðingja hjá Verdu». Gouraud hershöfðingi hefir látið af herstjórn í Champagne og hefir verið gerður að landstjára í Marokko. Gauchet varaflotaforingi hafir tek- ið við yfirherstjórn franska flotans i Miðjarðarhafinu í stað Dartige du Fournet flotaforingja. Erl. simfregnir. frá fróttaritara Isaf. og Morgunbl.). Khöfn 29. des. ófriöarhorfurnar óbreytt- ar. Sviss hefir gengið í lið með Wilson um það að reyna að miðla málum og Svíar munu líklega gera það líka. Madame Thébes látin. Blaikie skipstjóri. Hinn 4. desember sökti þýzkur kafbátur brezka kaupfarinu Caledonia suður i Miðjarðarhafi. Skipstjóri þess hét Blaikie. Þjóðverjar segja að hann hafi reynt að renna skipinu á kaf- bátinn án þess að kafbáturinn hafi sýnt sig í neinum fjandskap. En rétt áður en skipið rendi á kafbátinn skaut hann tundurskeyti og sökk þá skipið, en kafbáturinn skemdist lítið. Þjóðverjar tóku skipstjóra höndum og óttast Bretar að hans bíði nú sömu forlög eins og Fryatt skipstjóra af Brussel, sem tekinn var af lífi í Þýzka- landi fyrir sömu sakir. Hefir íjöldi manna í Bretlandi skorað á stjórn- ina að gera alt sem i hennar valdi stendur til þess að Blaikie verði ekki tekinn af lífi. En ef svo fari, að hann verði dæmdur og líflátinn, þá taki Bretar af lífi einhvern þýzkan liðs- foringja, sem þar sé i haldi og launi svo liku líkt. Mercier kardináli mótmælir burtflutningi Belga. Hinn alkunni og velmetni belgiski kardináli Mercier hefir nýlega ritað von Bissing, landstjóra Þjóðverja í Belgíu tvö bréf, þar sem hann harð- lega mótmælir því, að belgiskir menn séu teknir fastir og sendir til Þýzka- lands til þess að vinna þar i þarfir Þjóðverja. Von Bissing hafði til þess að verja málstað Þjóðverja, haldið þvt fram, að fyrri landsstjórinn, von der Golz, hefði að eins lofað Belgum því, að flytja ekki karlmenn til Þýzka- lands fyrstu tvö árin. Nú væri aftur á móti öðru máli að gegna, þar sem Frakkar og Bretar hefðu gert upp- tæk öll þýzk skip og hertekið alla Þióðverja á aldrinum 17—50 ára. Þar að auki hafi belgiski verkalýð- urinn hvað eftir annað sýnt þýzku yfirvöldunum mótþróa og enn frem- ur yrðu Þjóðverjar að fæða þá og klæða. — Mercier þverneitar að von der Goltz hafi nokkuru sinni sett nokkur skilyrði né takmörk fyrir heiti sínu um að flytja ekki fólkið á burt. Segir hann i bréfunum, að Þjóðverj- um sé nær að hefna sín á Frökkum og Bretum fyrir skipatökurnar, en níðast ekki á hertekinni þjóð. Mer- cier segir áð það sé ósatt að verka- lýðurinn hafi nokkuru sinni sýnt mótþróa og að Þjóðverjar verði að fæða fólkið og klæða. Og loks minn- ir Mercier von Bissing á, að þegar hann fyrst hafi komið til Belgíu sem landstjóri, þá hafi hann sagt við sig þessi orð: E% er hinqað kominn til pess aS lœkna sjúka í Belqíti. Þessi von Bissing hefir heldur en ekki sýnt það í verkinu, að hann hafði í hyggju að hjúkra særðum, þá er hann tók við landsstjórastarfanum! ---------------------------- DAÖBOPJIN. C3S3 Föstudaginn 29. des. Vm. a. andvari hiti, 2.0 Rv. n. kul frost, 2,3 íf. n. stormur frost, 5,0 Ak. n. andv. froat, 3,0 Gr. Sf. na. kaldi frost, 2.3 Þh. F. vsv. st. kaldi hiti, 6.5 Árarnótamessur í (lómkirkjunni: Gamlárskvöld kl. 6 sira J. Þ. Nýársdag kl. 12 Jón Helgason sett- ur biskup. kl. 5 síra. Jóhann Þorkelssor. Leíðrétting. í auglýsingu Haraldar Arnasonar í blaSinu i gær stendur M o 1 s k i n s-skyrtur en á að vera mislitar Manchet t-skyrtur. Nýskeð hefir Landsspftalasjóð ís- lands borist kr. 261,55 gjöf frá Fram- farafélagi Seltjaruarneshrepps. Sömu- leiðis hefur kvenstúkan Arsól gefið kr. 100,00 til sjóðsins. GuIIfoss fer héðan til Vestfjarða á hádegi í dag. Meðal farþega eru kapt. C. Trolle, á ieið til Straumness til þess að skoða Goðafoss, Herluf Clausen kaupm. o. fl. Nýja land er nú alt að breytast — hljóðfæraslátturinn líka. Hefir þar bæzt við »Klarinet«-lelkur, svo sem áður var á Skjaldbreið. Ráðlierrafrumvarpið var afgreitt óbreytt frá efri deild alþingis í gær með engu minni hraða heldur en fra neðri deild í fyrradag. Verður það nú símað út, til þess að konungur stað- festi það sem lög, og síðan fæðast ráð- herrarnir. Skautafólagið. Þvf gerir Skauta- félagtö ekkert til þess að bæta fsinn á Tjörninni, svo hann verði góðnr til skautahlaupa ? Því í stillunum mundu áreiöanlega margir nota svellið, ef það væri gott. Áfmm! Vaknið. Áppelsínur og Epli hvergi ódýrari! Hvergi betri!' Hringið í síma 237. Nýhöfn. Tveir duglegir og heppnir skipstjórar vanir lóðarfiskiríi, óska eftir for- mensku á góðum mótorbát yfir vertiðina. Tilboð merkt: 700 sendist á afgreiðslu þessa blaðs. Hnetur: Parahnetur, Hasselhnetu, Valhnetur, Krakmöndlur. Einnig konfectrúsínur í pökkum fást með niðursettu verði í Nýhöfn. Hanalaas tvihleypaafbragðsgóS ný og vöndnð (Reklame-byssa) er til söln Grettisgöta 58 (niðri). Bragfræði Finns Jónssonar óakast keypt. Carl Proppé. fXQnsía E g undirritnð tek að mér að kenna nokkrnm st&lknm allskonar hannyrðir, Elisabetb Helgadóttir, Klapparstlg 15. ^ J2&iga S t ú 1 k a óskast i herbergi með annari frá 1. jan. R. v. á. ^ffinna S t ú 1 k a óskast f vist nú þegar á heim- ilití Keflavík, til loka eða lengur. Uppl. á Bergstaðastig 4. . 41 Sykurtollinn vill Jörundur Brynj- ólfsson 1. þingm. Rvíkur afnema og flytur hann frumvarp þess efnis f þinginu. Stoinolíueinkasölu vilja þeir Bea. Sveinsson og Jör. Brynjólfsson að landssjóður taki að sér og eru þeir flutningsmenn að frumvarpi þess efnis. Jélaakonitun hafa Wngmennaiélög- in í kvöld í Bárunni. Sjá auglýaingw á öðrn.m stað í blaSinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.