Morgunblaðið - 15.01.1917, Side 3

Morgunblaðið - 15.01.1917, Side 3
JT5*3C- MGRGUNBLAÐÍÐ T VESTRI. Vikublað, gefið út á ísafirði. Flytur greinar um flest þau mál, sem á dagskrá eru ’njá þjóðinni, ítarlegri fréttir af Vestfjörðum en hin blöðin, og glögg tíðindi frá ófriðnum í hverju blaði. jjjKSBT* Besta auglýsingablað fyrir kaupmenn og aðra, er vilja fá við- skifti vestaniands. — Pantið blaðið í tima. Utanáskrift: Vestri. ísafjörður. Ruslakista. Eldur kom upp fyrir skömmu í verksmiðju Quaker Oats félags- ins i Peterboro í Ontario-fylki. Fórust þar 16 menn en margir skemdust. Tjón félagsins er áætl- að 6 miljónir króna. Quaker Oats félagið er kunnugt hér á landi eins og um allan heim vegna verzlunarviðskifta sinna. Fjórtán þúsund pólsk börn undir þriggja ára aldri eru nú fóstruð upp í Rússlandi. Veit engi maður af hvaða ættum þau eru komin né hvar foreldrar þeirra eður aðrir vandamenn eru niður komnir. Blöðin í Ungverjalandi hafa stofnað með sér félag til þess að útvega hvítan pappír, sem er nú orðinn afardýr og af skornum skamti þar í landi. Er það ætlun hins nýja félags að stofna pappirs- verksmiðjur nú þegar til þess að fullnægja papp'rs-þörflnni. Kartöflur hafa verið notaðar ákaflega mikið í Þýzkalandi til þess að drýgja með þeim mjöl og hefir kveðið svo ramt að því að sumir voru farnir að kalla rúgbraugin kartöflubrauð. En frá 1. janúar hefir verið hætt að blanda rúginn með kartöflum. Þykjast Þjóðverjar nú hafa svo mikið af kornvöru að þeir þurfi þess eigi framar. $ *Xaup8Kapur f Allskonar smiðajárn, rúnt, flatt og ferkantað selur M. A. Pjeldsted, Vonar- stræti 12. Tómar Bteinolíutnnnur, gotu- tunnur, Cementstunnur, Kextunnur og Síldartunnur ern keyptar hæsta verði í Hafnarstræti 6, portinu. B. Benónýsson. *%mna jjf S t ú 1 k a óskast nú þegar. Upplýsing á Laugavegi 45, uppi. S t ú 1 k a óskast í vist sem fyrst. R. v. á. S t ú 1 k a óskast hálfan daginn á Prakka- stig 13. Jíeiga 4—5 herbergja ibúð i mið- eða neðra hlnta Austurbæjar, óskast til leigu frá 14. mai. R. v. á. G- ó ð fjögra herbergja ibúð óskast 14. mai n. k. R. v. á. Barnlaus hjón óska eftir 3.—4. her bergja ibúð frá 14. mai. R. v. á. Herbergróskast nú þegar. Upplýsingar í ísafoldarprentsmiðju. Sími 48. Mðursoðið kjöt trá Beauvais þykir bezt á íerðalagi. Bezt að auglýsa i Morgunbl. / » Ofriðarsmælki. Manntjón Kanada. í öndverð- hm desembermánuði var manntjón Kanadahersins alls 65,660. Þar af voru 10,333 menn fallnir, 5,400 dánir af sárum og 47,187 hafa særzt. Alls hafa Kanadamenn sent í herinn 377,205 menn. Vram til 1. óktóber höfðu Þjóð- verjar mist 10,499 kennara fallna í ófriðnum. Hefir þetta vakið all- miklar áhyggjur og hafa þeir á- kveðið að engir kennarar skuli framar settir í skotgrafirnar. Kafbdtahemaðunnn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, sem brezku blöðin hafa fengið, eru -allmargir þýzkir kafbátar nú á leið yfir Atlanzhaf til þess að sökkva skipum Breta í nánd við Ameríkustrendur. í haust var mörgum skipum sökt í nánd við N anbuckel-vitaskipið. Piparsveinn. í Kaupmannahöfn býr piparsveina, sem heitir Petersen. A dyraskilti hans stendur: AuSmaður, ógiftur. Extra- blaSið uppgötvaði manninn og skiltið hugði blaðamaðuriun í fyrstu að Peter- sen væri að reyna að krækja sór í konu meö þessu. En sjálfur segir Petersen. »Mór hefir aldréi komið til hugar að ætla, að nokkur mundi skilja titilinn minn svo, að eg sé í kven- mannsvandræðum. Eg lét grafa »ógiffc- ur< á spjaldið að elns til þess aðs/na fólki að hór byggi enginn vitleysingur. ------^>1*» -- Atvinna. Nokkrar stúlkur geta fengið at- viiiiiii við fiskþvott m. fl. nú þegar Finnið verkstjóra okkar Arna fönsson. Kvildúlfur. Krone Lager öl Bezt að auglýsa i Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.