Morgunblaðið - 22.01.1917, Page 3

Morgunblaðið - 22.01.1917, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ 5 skuggamyndir, sem syndalífið hefir svert. Það eru sögur af saklausri bernsku, og vanræktri æsku, þá eru sögur einstæðingsins, sem villist á hálum brautum, féll og fekk eigi risið á fætur. Skrefin eru sýnd greinilega frá leiknum til léttúðarinnar. Skuggahverfi stórborgarinnar, átumein þjóðfélagsins og fórnar- dýrin, sem aðframkomin hníga við ölturu syndarinnar og nautn- anna, — um þetta lesum vér í bókinni og manni verður það Ijóst, að hingað til hefir siðferðis- málunum verið of lítill gaumur gefinn hér heima, og maður sér hvernig farið getur ef gálauslega er lifað. »Bortsat« heitir 2 kafli bókar- innar. Hilda heitir stúlkan. Hún er vínhneigð og hefir svallað mikið. Ásetur sér hvað eftir annað að hætta, en fellur jafn- harðan fyrir ofurmagni freisting- anna. Lýsingin er átakanleg og gleymist ekki þeim sem les hana eða heyrir. Vonirnar berjast við kvíðann og hníga aftur og aftur í valinn, loks rofar til og einhver ofurlítil Ijó8skíma sést í myrkr- inu. Hilda er að rétta við, — hún þráir lausn úr syndaviðjun- um, en þróttur hennar er enginn. Þráin ein vakir og vekuc vonir. Höfundur kemst þannig að orði i kafla þessum. — »Hve furðulegt, að sjá ves- lings þreyttu og þjáðu manns- sálina snúa aftur að vonarljósinu, — sjá eyddan lífsþrótMnn safnast saman og leita að takmarki, — fálmandi útúr örvæntingarþok- unni. Að horfa á særða fætur, feta fyrstu sporin í snarbrattan- um, löngum og erfiðum. Maður finnur til undrunarverðrar, ótta- blandinnar gleði, óttast að skemma eitthvað, óttast íhaldssemina, ótt- ast ákefðina. Hugurinn fyllist af ósegjanlegri virðingarfullri meðaumkun; — það væri engu betra enn að myrða ungbarn, ef lagðar væru hömlur á þessar lífsvonir, — ef þeim, sem berjast fyrir lífi sínu, væri hrundið aftur ofan í dýpið, slept af þeim hendinni og straum- urinn látinnsoga þá með sérdýpra og dýpra niður i hringiðuna, — ef að ógróin sárin væru ýfð, svo að blóðið vætlaði úr þeim heitt og rautt. Ægilegt er um það að hugsa að menn eru til, sem slíkt aðhafast, menn, sem leggja snör- ur í brattann, fyrir fætur lítil- magnans, — hann fellur um snör- una og fær eigi risið á fætur framar. Launmorðingi! vissir þú hvað þú ert að gera!« Og freisturunum er vel lýst í bókinni. Freisturunum, sem tæla og leiða af vega. Áhrif gerða þeirra koma og glögglega í ljós. En það er tekið varlega, með mjúkri mund á viðkvæmum sár- unum, sárunum, sem höfundur vill láta þjóðfélagið í heild sinni græða. Guð gefi að það takist! Gtiðrún Ldrusdóttfr. Atvinna Niðnrsuðuverksmiðjan ísland tekur aftur til starfa á þriðjudaginn. Geta menn fengið atvinnu við hana fyrst um sinn, sérstaklega stúlknr. Menn beðnir að snúa sér i verksmiðjuna á Norðurstíg 4. Takið ávalt fyrst tillit til innra gildis þeirrar vöru- tegundir, sem þér kaupið. Hinn eftirsóknarverða hænsnamat Spratt’s Laymor og Mebo, sem um allan heim er viðurkent að vera besta eggjahvituefni, sem nokkru sinni hefir komið á heimsmarkaðinn, og sem allir hænsnasér- fræðingar nota, útvega eg. Einungis fyrir kaupmenn og kaupfélög. 0. J. HAVSTEEN, Rvík Einkasali á íslandi. 3-4 herbergja íbúð, sem næst Miðbænum, óskast á leigu sem fyrst. Tilboð merkt »ioo* leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins. Vanur kyndari óskast á e.s MAI. Upplýsingar um borð. Duglegir drengir geta fengið að selja bækur í dag, Mikil sölulaun. Komið á afgreiðslu Morgunblaðsins. Ferðavátryggingar. Trolle & Bothe. Skölastræti 4. Talsími|235. Vátryggja menn gegn stríðshættu og almennum slysum, bæði fyrir einstakar ferðir og fetðir, er taka yfir lengri tíma. Vátrygging fæst og einnig að eins gegn stríðshættU. Wolff & Arvé's | Leverpostei 1 'L °0 '/> Pd' dósuin er bezt. — Heimtið það Epfi Vínber Tlppelsinur Laukur Tíuííkáí Seííeri Purrur Guíræfur Ködbeder Jiartöflur Tlýkomið i verztun Einars Arnasonar Sími H9. og Pylsur miklar birgðir í verzlun Einars Arnasonar. cJSartoflur dCvitRál Cpli Jlppalsinur nýkomið í verzlun Gfnðm. Olsen. dapað ^ Svartflekkóttur hvolpnr, meft ól um h&lsinn, hefir tapaet frá Qeith&iíi. Lyklar týndnst hérna um daginn. Skilist & afgreiðaln Morgnnblaðiina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.