Morgunblaðið - 03.03.1917, Page 2

Morgunblaðið - 03.03.1917, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Cíausensbræður Smásaía Sími 39 ' Tioíeí tsíand Skófafnaður: Karlm.stígvéi, af öllu verði og gerðum. Karlm.skór, verkmanna, úr vatnsleðri. Veikmannastígvél, margar teg., frá kr. 10,50. Kvenstígvéi frá kr. 9,50. Kvenskór, margar og fjölbreyttar tegundir, frá kr. 8 50. Kven-inniskór frá kr. 3,00. Drengja-stígvél, flestar stærðir (úr vatnsleðri). Telpustígvél. Sem sagt, flest aliar tegundir af skófatnaði hafa Clausensbræður SiBustu frsgnir. Bretar halda áfram að sækja fram hjá Ancre og hafa tekið þorpin de Barque og Puisieaux au Mont. — Allmargir fangar teknir. Gremja mikil í Bandaríkjunum í tilefni af þvi, að Laconia var sökt. Allmargir Bandarikjaþegnar voru á skipinu. Talið mjög ólíklegt í Am- eriku, að Wilson hér eftir geti kom- ist hjá þvi að segja Þýzkalandi strið á hendur. Þjóðverjar á hröðu undanhaldi á löngu svæði hjá Ancre. Flytja fail- byssur, en skilja vélbyssur og ýms hergögn eftir. Árás hefir verið gerð á stöðvar Þjóðverja i Belgíu, fyrir austan Ma- labcourt. Hefir árangur hennar ver- ið góður. Þjóðverjar nota nú eitrað gas óspart i viðureigninni við Rússa. Loftför fóru brezkar og franskar flugvélar 25. febrúar til Brebach i Prússlandi. Vörpuðu niður mörg- um sprengikúlum, sem gerðu usla mikinn. 26 Bandaríkjaþegnar voru meðal farþega á Laconia. Tvær konur ameríkskar biðu bana. Alls hyggja menn að 26 manns hafi farist. Bæjarstjórnarfundur 1. marz. Dýrtíðarmál. Framlögð var fundargerð dýrtíðar- nefndar, þar sem ákvörðun var tekin um fyrirkomulag á útbýtingu sykur- og steinoliuseðla, og samþykti bæjar- stjórn það. Borgarstjóri gaf nokkrar uppiýsingar um málið og sagði, að eins og menn vissu, þá hefði af- grejðsla seðianna eigi gengið svo vel fyrstu dagana, sem æskilegt hefði verið. En siðan um helgi hefði alt gengið vel. A miðvikudaginn hefði byrjað önnur umferð og hefðí af- greiðslan þessa tvo daga gengið mjög greiðlega og varia hægt að búast við betra fyrst eigi mætti út- býta seðlurn nema til viku í senn. En nú hefði landstjórn samþykt það, að Hafnarfjörður fengi að úthluta tii hálfs mánaðar í senn, og því vonandi, að hún mundi leyfa hið sama hér, Um olíuna sagði han 1 það, að landstjórnin hefði tekið frá 150 tunnur handa bænum og mætti gera ráð fyrir að þær birgðir entust eitt- hvað fram i aprílmánum. Um útbýting kolamiðanna sagði hann það, að samþykt bæjarstjórnar um úthiutun þeirra væri nú runnin út (28. febr.). En eigi kvaðst hann sjá ástæðu til þess að breyta neitt um fyrirkomulagið. Eftir ættu enn að vera 974 smálestir af kolunum, en þar sem gera mætti ráð fyrir rýrnun, væri eigi rétt að áætla birgð- irnar meiri en 950 smál. Með sama úthlutunarfyrirkomulagi og áðurhefði verið, mundu þessar birgðir vonandi endast fram úr, ef vorið yrði eigi þeim mun verra. Gasið. Borgarstjóri skýrði enn fremur frá þvi, að fyrra fimtudag hefði verið iokað fyrir ijósagas búða, opinberra samkomuhúsa og veitingastaða og síðan hafi verið hægt að fullnægja gasþörf bæjarbúa. Það hefði meira að segja unnist tími til þess að brenna úr »retortunum« (10 af 16), en það hefði eigi verið hægt áður vegna anna, og líklegt að hægt yrði að brenna úr þeim, sem eftir væru, fyrir vikulok. En þrátt fyrir lokun- ina- hefði gasnotkunin þó verið meiri en á sama tíma i fyrra. 27. febr. hefði gaseyðsian t. d. verið1 70 ten- ingsmetrum meiri heldur en sama dag í fyrra. En þrátt fyrir þetta kvaðst hann þó mundi vilja veita samkomuhúsum undanþágu einhvern tíma á kvöldin, eftir því sem þörf krefur, þegar fram í næstu viku kæmi. — Nú væri verið að rann- saka kol gasstöðvarinnar efnafræðis- lega, en það yrði að gerast áður en skaðabóta væri krafist. Skattalöggjöf bæjarins. Sveinrý Björnsson bar fram tillögu um það að skipuð ytði þriggja manna nefnd til þess að ihuga breytingar á skattalöggjöf bæjarins. Hanú kvaðst hafa borið fram tillögu um um það i desembermánuði 1914, að kosin yrði nefnd til þess að íhuga breytingar á lóðargjöldum. Nefndin hefði verið kosin og hefði þegar starfað nokkuð, en ýmsar ástæður lægju til þess að hún hefði ekki haldið starfinu áfram. Hefir verið erfitt að breyta lóðargjaldinu, vegna þess, að enginn uppdráttur var til af bænum og lóðamörk mjög óákveð- in. Nú væri verið að gera nákvæm- an uppdrátt af bænum og honum bráðiega lokið. Nefndin hefði bráð- lega rekið sig á það, að jafnframt því að breyta lóðargjöldunum, þyrfti að taka öll skattamál bæjarins til meðferðar, og sérstaklega niðurjöfn- un eftir efnum og ástæðum, en það hefði verið fyrir utan verkahring hennar. Siðan hefðu raddir orðið háværari um það, að breyta þyrfti niðurjöfnunarfyrirkomulaginu frá þvi sem nú er. Lóðargjöld gæfu nú vist um 12 þúsund króna tekjur á ári — afarlág gjöld lögð á stærð lóð- anna en ekki tekið tillit til verð- mætis þeirra. Það þyrfti að gera og ennfremur mætti leggja verðhækk- unarskatt á lóðir. Nú væri kominn tími til þess að breyta fyrirkomu- laginu. Siðustu tvö átin hefðu verið sérstaklega góð, menn hefðu grætt vel og þess vegna þolað að taka á sig hina gífurlegu útgjaldaaukningu. En þegar gróði manna yrði minni, væri það ekki von að þeir þyldu það að álögurnar færu fram úr því sem nú er. Bærinn nú orðinn svo stór að hvað góð sem niðurjöfnun- arnefnd væri, gæti hún ekki lagt á menn útsvör með neinni sanngirni. Þ.'ð reyndist jafnvel örðugt i litlum sveitarfélögum, þar sem hver maður þekti þó hag annars. Hann kvaðst álíta það heppileg- ast ef stjórnin fengist til þess að bera fram frumvap um þessar fyrir- huguðu breytingar á skattalöggjöf bæjarins. Það ætti vel við, að lands- stjórnin bæri fyrir Alþing þær ósk- ir, sem kæmu frá bæjarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjóm væri að því styrkur, ef landsstjórnin bæri þær fram, enda væru þeir forsætis- ráðherra og f jármálaráðherra kunn- ugír hag bæjarins. Tillagan var samþykt í einu hljóði og í nefndina kosnir: Sveinn Björns- son, Jón Þorláksson og Sigurður Jónsson. Bæjarstjórnarkosning Atkvæðagreiðsla fór fram um það hvort kjósa ætti bæjarfulltrúa í stað Jóns Magnússonar forsætisráðherra og var það felt með öllum greiddum Kloakristar hjá Austurstræti 1. atkvæðum. Síðan var samþykt að fresta þvi, að taka lausnarbeiðni Magnúsar Helgasonar til greina, en leystur var hann frá nefndarstörfum og kosnir menn í stað hans: í fast- eignanefnd, Sigurður Jónsson, í vega- nefnd Hannes Hafliðason (með hlut- kesti eftir tvær atkvæðagreiðslur), í rafmagnsnefnd Þorvarður Þorvarðs- son, í mjólkurneínd Agúst Jósefsson. Varaforseti i stað M. H. var kosinn Sveinn Björnsson, sem lika er skrif- ari bæjarstjórnar. Hefði því senni- lega átt að kjósa skrifara í hans stað, en það var ekki gert. í stað Jórs Magnússonar var Krist- ján Guðmundsson kosinn í vatns- nefnd og Jörundur Brynjólfsson i lögreglusamþyktarnefnd. Tvö hus voru re'st við Grundarstig i sumar, hvert á móti öðru. Annað þeirra er >Villa Frieda« sem^Obenhaupt lét reisa og seldi síðan ÓJafi Johnson konsúl, en hitt húsið á Agúst Thor-- steinsson kaupnuður. Er það svo ljótur kumbaldi að engum nema bæjarstjórn hefði koinið til hugar að leyfa að reisa það. Brunabótavirð- ingar á þessum húsum voru sam-- þyktar: »Villa Frieda* kr. 75610 og hitt húsið kr. 8500. Enn fremur var samþykt brunabótavirðing á ís- húsinu hjá Fríkirkjunni, kr. 78000, en það gerðu bæjarfulltrúarnir þó með hangandi hendi, því að þeim þótti hún nokkuð há. Á víð og dreif. Samþykt var í einu hljóði við aðra umræðu að taka bryggjuhús H. P. Duus eignarnámi. Geir Guðmundsson frá Bessastöð- um sendi bæjarstjórn erindi um kar- töflukaup. Kvaðst hann hafa í hyggju að rækta kartöflur í sumar í stærri stíl heldur en venjulegt væri hér á landi og þætti sér æskilegt að tryggja sér markað fyrir kartöfl' urnar. Leitaði hann því um við bæjarstjórn hvort hún mundi ekD vilja festa kaup á 1000 tunnunt» Bjóst hann við að geta selt hverj* tunnu á 16 krónur. Hængur vat þó á þessu tilboði, að eigi hafð) Geir enn ráðið hvar hann rækta kartöflurnar. Erindinu vaí vísað tii dýrtíðaruefndar. Arni Eiríksson fór fram á það ^ feld yrðu burtu útsvör Jónasar Jónssonar fyrir árin 1914 (25 ^ og 1915 (16 kr.). Var því eriu 1 vísað til fjárhagsnefndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.