Morgunblaðið - 12.03.1917, Síða 2

Morgunblaðið - 12.03.1917, Síða 2
2 MOKGUNBLAÐIÐ Nýja Fordbifreiðin R. E. 27 fæst ávalt til leigu i lengri og skemniri ferðir, fyrir sanngjarna borgnn. Bifreið- arstöðin er Kaffibúsið Fjallkonan, simi 322. Kari Moritz, bifreiöarstj óri. töluvert af öli, utn iioo kassa að sögn, marga kassa af eldspýtum, hafra, hveiti og ýmislegt annað. Er það, sem komið er á land þegar þetta er skrifað, að mestu óskemt, en þó er búist við þvi að alt sem neðarlega er í lestinni sé ónýtt, ce- ment og annað. Ekki verður sagt að svo stöddu hvort takast muni að bjarga skipinu svo að við það verði gert hér. Það er járnskip og viðgerð því erfið hér á landi. Björgunarskipið Geir er hér ekki á staðnum — fór austur í fyrra- kvöld að bjarga brezkum botnvörp- ung, sem strandaði á Meðallandssandi — en líklegt að skipið muni brotna enn meira, ef það liggur lengi á þessum stað, ef til vill svo mjög, að við það verði aldrei gert. Bókarfregn. Fr. Schiller: Mærin frá 0rlean3. 193 bls., 8 blaða brot. Þýtt hefir Alexander }ó- hannesson, dr. phil. Rvík 1917. Bókaverzlun Sígf. Eymundssonar. Ætla má með nokkrum sanni, að allmargir viti einhver deili á þýzka skáldinu Schiller, því að all- mörg kvæði hafa verið þýdd á ís- lenzka tungu eftir hann, og eitthvað litið um hann skrifað. Má því bú- ast við að ýmsir hlakki til að lesa þessa bók, einkum þeir eldri, jafnvel þótt Schiller bæri eigi gæfu til að vera höfundur að Kapitólu eða öðr- um þeim ritum, sem ein eru keypt hér á landi. Það mun og eigi svíkja neinn, því að efnið er afar merkiiegt. Það mun óþarft að segja mönnum frá meynni, því að flestir munu hafa heyrt um hana. Filippus fríði Frakka konuugur álti sonu þrjá og eina dóttur. Einn þeirra, karl IV., tók við ríkinu, en Isabella systir hans átti Hinrik ann- an Englakonung. Karl IV. átti en'g- an son og þvi var karlleggur Capet- unga aldauða, þegar hann féll frá. Þá voru það lög í Frakklandi, að konur máttu eigi taka konungdóm. Varð þvi Filippus VI. afValoiskon- ungur yfir Frakklandi (1328). Þá var Játvarður III. konungur yfir Englandi, sonur Játvarðar II. og Isa- bellu, dóttur Filipusar fríða. En í Englandi voru það lög að konur máttu erfa konungdóm. Þess vegna Saxon framtíðarbifreiðin Sterkust, bezt bygð' vönduðust og smekk- iegust. Sérlega vand- aður 35 hesta, 6 cylind- era mótor. Benzin- mæiir er sýnir nákvæm- lega fylling geymisins. Sjálf»starter og rafljós af nýjustu gerð. Vott- orð frá ísl. fagmanni fyrir hendi. JOH. OLAFSSON & Co., Sími 584. Lækjargötu 6. krafðist Játvarður III. konungdóms á Frakklandi. Og er hann fékk eigi með góðu, gerði hann út leiðangur til Frakklands og lagði þá undir sig norðurhluta þess. Síðan héizt um langan aldur ófriður milli Frakk- lands og Englands. A dögum Ríkharðar II. gengu frakknesku fylkin undan Englandi, en Hinrik V. heimti þau aftur og fór þá með her á hendur Frökkum og lagði þá undir sig land alt suð- ur að Leiru (Loire) en Karl VI. af Valois mátti ekki reisa rönd við honum. Til friðar krafðist Hinrik V. að sér væri gift Katherine kon- ungsdóttir. Gerði hann það tilþess að styrkja tilkall sitt til rikis í Frakk- landi. Hinrik þessi dó 1422 og lét áður krýna son sinn og Katrín- ar, 8 mánaða gamlan, og setti Bed- ford hertoga til rikisstjóra í Frakk- landi. Skömmu síðar dó og Karl VI. Þá tók Karl VII. sonur hans við rikinu (sunnan Leiru). En hon- um gekk illa ófriðurinn við Engla og mátti heita að ríki hans væri í hershöndum og að hann og lands- menn hans væru, vonlansir orðnir En þá kom hjarðmærin frá Dom- mery, Jeanne d’Arc til sögunnar. með ugprýði sinni vakti hún aftur kulnandi ættjarðarást Frakka og vonir þeirra, og leysti fyrst Orleans úr umsát, þess vegna Kaliar Schiller hana »meyna frá Orleans«. Nú sneri sigurgyðjan við blaðinu. Um þessa stúlku samdi Schilier þetta leikrit sitt. Hér yrði of iangt mál að rekja meðferð hans á efninu. og nægir að geta þess, að þetta rit er frægt/orðið, því að það er runn- ið undan hjartarótum Schiliers. Alexander á mikla þökk skiiið fyr- ir að velja sér svo gott verk eftir svo ágætan höfund til þýðingar. Þýð ingin sjálf er prýðilega af hendi leyst. Einkum má geta þess, að orðfærið er blátt áfram og prýðisvel leikhæft; Mætti því, ef til vill, vænta þess að leikrit þetta yrði leikið hér. Útgáfan er hin vandaðasta að öllu leyti og á útgefandi miklar þakkir skyldar fyrir útgáfuna. Því að hann á mikið á hættu, þar sem þrautreynt má kalla, að eingir kaupa hér góð- ar bækur. Almenningur gæti sýnt bæði þýð- anda og útgefanda þakklæti i verki, með því að kaupa þessa ágætu bók, og gæti unnið sjáífum sér mikið gagn með því að lesa hana. Og væntanlega munu menn telja sér sóma í að kaupa og eiga þær fáu bækur, er út koma svo, að þær sé íslenzkum bókmentum prýði. Starkaður. Skrá yfir íslenzkar iðnaðarvörur seidar á Bazar Thorvaldsensfélagsins. árið 1916: Kr. a. Vetlingar 1141 pör Sokkar 480 — Hyrnur og sjöl Band fyrir Vaðmál 313 st. 1267,38 372,94 Nærfatnaður 166 — 1030,12 Kvenhúfur 721 — Abreiður 8 — r 59,00 Ljósadúkar 97 — 571,66 Kommóðudúkar 4S — 268,95 Ýmsar hv. bród. 388 — 1231,20 Misl. útsaumur 180 — 961,63 Hekl 67 — 103,40 Silfur belti S — 116,00 — beltispör s — 121,00 — brjóstnálar 23 — 57)3° — ýmsir munir 30 — 11 Si7S Spænir 39 — Isl. skór 313 — Sútuð skinn — 348,46 Útskornir munir 84 — 494,2S Svipur 9 — 51 >75 Margt fleira smávegis, sem yrði að telja. ! of langt Alls selt á árinu fyrir kr.i3823,09. Til hvers er ,Kringla‘? Fyrir nokkrum árum var bygð út- bygging, svokölluð »Kringla«, suður úr Alþingishúsinu, í þvi skyni að þingmenn gætu fengið þar kaffi og aðrar veitingar. í fyrra var stúdent- um háskólans lánuð þessi stofa til þess að hafast þar við og lesa þar bækur og blöð. Þegar aukaþingið kom saman í vetur var stúdentum visað burt úr stofunni, með því að þingið þyrfti nauðsynlega að nota hana. Svo leið þingið, að enginn þingmaður sté þar inn fæti, veitingar voru þar engar, aiiir fóru á Skjald- breið. Svo þegar þingið var liðið og stúdentar bjuggust við að fá aftur stofuna, kom bréf frá þingforsetum að þeir ættu þangað ekki afturkvæmt. Og siegið var ljótt rimlaverk fyrir til þess að varna þeim aðgöngu. — Nú er spuiningin: Til nvers er þessi stofj, sem sagt er að hafi kostað landið 24 þús. kr., úr því að hún má engum verða að gagni? Látum vera þótt þingið taeki upp aftur að nota hana þegar það kemur saman. Hví mega háskólans menn ekki nota hana á öðrum tímum ? Er stofan að eins til þess gerð að viðra sjálfa sig móti sólunní um ókomnar aldir? Afmæli íþróttafél. Félagsmenn komu saman i gæi kl. 1 á Nýja Latidi. Setti Helgi Jón-' asson bankaritaii, form. félagsins, samkomuna. Las hann upp sitit' skeyti og heillaóskabréf sem félagin*1 hafði borist. Björn Ólafsson bók- haldiri rakti æfiferil félagsins, Be°‘ G. Waage mælti íyrir minni kenö- aranna, Otto B. Arnar mælti fyi'ir minni íþróttadeildar kvonna, Stein- dór Björnsson fyrir minni ungling^- deildar félagsins, Sigurjón PéturssO11 élt þrumandi hvatningaræðu. Andreas Bertelsen, stofnandi ^ igsins, var gerður að heiðursfélag®' í húsbyggingasjóðinn bættist iginu 320 kr. og gaf Sveinn Björns on yfirdómslögm. 50 kr., 100 •á »Stefni« (einhverjum ónefndu1^ g aðrar 100 kr. frá N. N. u

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.