Morgunblaðið - 27.03.1917, Síða 2

Morgunblaðið - 27.03.1917, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Erl. simfregnir frá frétfaritara ísafoldar og Morgunbl K höfn, 26. marz. Þjóðverjar halda undan á vesturvígstöðvunum. I»eir brenna og leggja ðll þorp í auðn, á undan- haldinu. hjóðverjar veita öflugt viðnám hjá Quintin. Hríðar miklar á vestur- vígstöðvunum, sem hindra hernaðarframkvæmdir. hýzka vikingaskipið Tuyme er komið heim aft- ur. Hefir það sökt skip- um, sem báru samtals 123.000 smálestir. Sífeldir kuldar á Norður- löndum. Dýrtíðarráðstafanír og bjargráð landsstjórnarinnar. Nú er bvo komið, að þegar minst er á dýrtíðarráðstafanir og bjargráð landsstjórnarinnar, þá gera menn ekki annað en ypta öxlum eða brosa. Einstöku ör- geðja maður eða kona velur henní ef til vill eitthvert bituryrði eða hnjóðsyrði. Nú skulum við íhuga lítið eitt, að hve miklu leyti stjórn- in hefir unnið til þess. Hún bannar bökurum hér á dögunum kökugerð, og leggur fyr- ir þá að blanda rúgmjölið að */4 hluta maismjöli, er var þó tölu- vert dýrara en rúgmjölið (1 sekk- ur maismjöl á 126 pund verð 28 —29 kr., 1 sekkur rúgmjöl á 200 pd. 38—39 kr.) og afleiðingin varð eins og vænta mátti sú, að bak- arar hækkuðu brauðin nokkrum dögum síðar — auðvitað með fullu samþykki stjórnarráðsins — úr 1,10 upp i 1,26 aura fyrir hvert 6 pd. rúgbrauð. En gerum ráð fyrir, að alþingi íslendinga hefði síðastliðinn des- embermánuð varið nokkrum dög- um til þess að birgja landið að kornvörum, kolum og salti og öðrum nauðsynjum, er þá var innan handar að fá, en látið það mæta afgangi að koma hinni nú- verandi stjórn vorri á laggirnar, mundi þá ekki landinu vera bet- ur borgið en nú, hvað allar lífs- nauðsynjar manna snertir? StjdTnarráðið bannaði nýverið útflutning á íslenzku smjöri, en gleymdi að setja hámarksverð á það hér innanlands eða brast áræði til þess, og niðurstaðan varð sú, meðfram af því að þá var margarine hér á förum, að smjör- verðið þaut upp úr öllu vaidi, svo að engum nema ráðherrum og stærstu kaupmönnum og út- gerðarmönnum er kleift að kaupa íslenzkt smjör. Hefir það jafnvel verið selt á 2.25—2.30 aura pund- ið hér í bæ, en smjörverð það sem smjörbúin fengu í fyrra í Englandi, mun aldrei hafa farið fram úr 1.16—1.20 pr. (lund. Smælingjar og bjargálnamenn, sem ekki hafa átt kost á eða verið bvo fyrirhyggjusamir að byrgja sig að margarine eða tólg meðan tími vannst til, verða því að eta hin gómsætu stjórnar- brauð þur. Það er dálagleg ráðs- mennska þetta hjá vorri þing- kænu stjórnarþríeining! Hér niðri á uppfyllingunni liggja nokkur hundruð saltkjöts- tunnur, sem áttu að fara til út- landa. Leyfistíminn er útflutning- urinn var einskorðaður við, er fyrir nokkru útrunninn; en stjórn- in hefir, að því er alment er tal- að, ekki hreyft hönd né fót til þess að ráðstafa kjötinu. Gjarð- irnar ryðga, tunnurnar gisna, kjötið spillist og verður senni- lega þegar kemur fram á lítt hæft til manneldis. Ekki mun stjórnin heldur hafa haft rænu á því, að setja það upp við út- flytjendur kjötsins, að skip þau, er flyttu kjötið héðan, skyldu að sjálfsögðu flytja hingað einhverja nauðsynjavöru. Englendingum mundi ekki hafa risið hugur við að binda útflutningsleyfið sliku skilyrði, og eiga þeir þó, eins og kunnugt er, miklu meiri skipa- stól en nokkur önnur þjóð. Nýjasta snjallræði stjórnarinn- ar er, eftir því sem »Morgunblaðið« skýrir frá að setja hámarksverð á rjúpur. Það er laglega af sér vikið(!). Bara sá galli á, að nú fást sama sem alls engar rjúpur hér í bænum og auk þess eru þær nú friðaðar fram á haust. En betra er seint en aldrei, og þeir, sera keyptu rjúpur á upp- boðinu um daginn og hafa ætlað sér að okra á þeim og selja þær fyrir 40—50 aura, þegar þær hálfúldnar væru búnar að liggja nokkrar vikur í ís, fá nú, þökk sé ráðstöfun stjórnarráðsins(Í), makleg málagjöld fyrir gróða- brall sitt. Þó tekur nú út yfir allan þjófa- bálk, þegar kemur til afskifta stjórnarinnar af mjólkursölunni hér í bænum. Fyrverandi ráð- herra, E. Arnórsson, sem var þó ekki nema einfaldur í roðinu, hafði að því er kunnugir hafa fyrir satt, gengið svo frá því máli, að ætla mátti að hámarksverðið, 0,35 pr. líter, mundi haldast til vors. En viti menn! Þegar tígulkongarnir í stjórnarlaumunni voru orðnir3, hugkvæmdist mjólkurframleiðend- um hér í bæ að knýja á náðar- dyr hinnar þríhöfðuðu stjórnar- forsjónar vorrar og vita hvort ekki mætti takast að þoka verð- inu á líternum enn upp um 2—3 aura sakir dýrtíðarinnar. Sú þrí- höfðaða lagði höfuð sín í bleyti, saug upp í nefin og komst svo ásamt velferðarnefnd að þeirri niðurstöðu, að krafa mjólkurfram- leiðenda væri sanngjörn. En fyr- ir hinu höfum við engin bréf, að landsstjórn eða velferðarnefnd hafl haft nokkur tök á að rannsaka eða ganga úr skugga um, að krafa mjólkurframleiðenda væri á rök- um bygð. Því síður mun hinni þrihöfðuðu, sem fátt dettur í hug, hafa hugkvæmst að gera mjólk- urframleiðendum hér í bænum lcost á því að taka tún þeirra og Tcýr eignarnámi*); en líkindi eru til, að þau málalok yrðu ákjósan- legust fyrir báða aðilja, úr því mjólkurframleiðendur þykjast ein- lægt skaðast á mjólkursölunni, en mjólkurneytendur spyrja, sem von- legt er, áhyggjufullir hvar þetta muni lenda. Að því búnu væri ráðlegast að stofna með hlutafjár- söfnun eitt allsherjar kúa- og geit- fjárbú fyrir allan bæinn, er greiddi hluthöfum aldrei móira en 5 eða 6 af hundraði. En svo væri eftir að fá ötula og framsýna menn til þess að stýra búinu! Það hefði verið góðra gjalda vert, ef einhverjum ráðherra vor- um hefði hughvæmst, að láta t. d. Búnaðarfélag íslands kaupa 2—3 kýr og koma þeim fyrir í stjórnar- ráðsfjósinu, hafa því næst ná- kvæmt eftirlit með hvað viðgern- ingur við þær og á hinn bóginn mjólk þeirra hlypi á hverjum mánuði, og ákveða svo hámark mjólkurverðsins eftir reynslu þeirri, sem fengist við þessar til- raunir. Fyndinn gárungi, sem var heyrnarvottur að þessari til- lögu, sagði að slíkt gripahald mundi reynast affarasælla og notadrýgra fyrir bæinn og borgar- lýðinn en sú þríhöfðaða! Það mun ekki vera til of mikils mælst, að landsstjórn vor leggist nú ekki undir höfuð, úr því hún er mint á það, að panta nú hing- að til bæjarins símleiðis nokkrar smáiestir af niðursoðinni mjólk með e.s. »Bisp* frá Ameríku, og gefa svo kaupfélögum og kaup- mönnum kost á að kaupa hana, þegar hún er hingað komin. En ráðleg'ra teljum vér, að stjórnin keypti hana fyrir milligöngu þar- lendra brakúna. Ignotus. *) Fyrir nokkru ætluðii stóreigna- menn og stórbændur í ríki einu á Norð- ur-Þýzkalandi að gera samtök með sór til þess að ráða mjólkurverði og kjöt- veröi. Stjórnin lót forgöngumennina þegar í stað vita, að hún hefði heimild til þess að taka búsmala og jarðeignir manna eignarnámi, ef menn vildu ekki hlíta hámarksverði hennar, og hún mundi þegar nota þessa heimild, því að í stórborgum ríkisins væri fjöldi manna, er vildu gjarna komast eitt* hvað burtu og mundu þeir þá ekki drepa hendi við að fá jaröir og búsmala með allaðgengilegum kjörum. Það er óþarfi að geta þess, að ekkert varð úr samtökunum. SSSJ D A 0 8 O Pj* I N. S25S3 Afaiæli í dag: Jóhannes Jósefsson, trósmiður. Lárus H. Bjarnason, prófessor. f. W. Röntgen 1845. S ó 1 a r u p p r á s ki. 7.8 Sólarlag kl. 7.59 Háf lóð í dag kl, 9.9 f. h. og kl, 8,32 e. h. Fyrirlestrar Háskólaað; Prof. B. M. Ólsen: Bókmenta saga Islendinga, ki. 5—6, Jón Aöils, dócent: Saga ísl. kirkjunnar, kl. 7—8. Alex. Jóhannesson: Engilsaxneska, kl. 7—8. Guðm. Finnbogason dr. phil: Sálar- fræðistilraunir með stúdentum og kenn- araefnum kl 3—4. Lækningar Háskólans: Lækning ókeypis Kirkjustræti 12 kl. 12—1. Tannlækning ókeypis kl. 2—3. Theodór Árnason. Athygli mar.na skal vakin á því að hr. Theo- dór Árnason, er nú uin nokkurt skeið hefir dvaliö erlendis til framhalds- náms í fiðluleik, hefir ákveðið að halda hljómleik annað kvöld kl. 9. — Þeg- ar áður en Theodór fór utan, hafði hann getið eór góðan orðstír bór sem fiöluleikari, og mun því marga fysa að heyra hvaða framförum hann hefir tekið síðan. Auk þess sem bú- ast má við beinni framför við utan- landsvistina, er líka einlægt gamau að heyra annað slagið ný söngleg áhrif utanlands frá. Þess vegna bíða margir fullir eftirvæntingar hljómleiksins ann- að kvöld. Frú Valborg Einarsson leik- ur undir á píanó. S i n d r i, mótorbátur kom vestan frá Dýrafirði í gærmorgun með salt- farm til h.f. Hákon Jarl. A1 1 i a n c e, seglskipið sem strand- aði hér um daginn, var dregið á Slippnum í gær til viðgerð'ar. Ý m i r kom inn til Hafuarfjaröar í fyrradag með ágætan afla. 18 f j á r, sem Gunnsteinn Einars- son í Skildinganesi átti, flæddi nýlega í Skerjafirði. T ö 1 u v e r t af vörum var sent héð- an austur á firði með Kora í gær, matvörur og annað. K ó r s ö n g u r K. F. U. M. flokks- ins í Bárunni í fyrrakvöld, þótti bezta skemtun, Verður hún endurtekin * kvöld, þar eð margir urðu frá að hverfa fyrra sinnið. Magnús Stephensen, fyrver- andi landshöfðingi, hefir legið nú í nokkra daga, allþungt haldinn. t h r í ð þóttust menn í Vík * heyra í fyrrakvöld eigi lan8 andi. Töldu þeir sjö eða átt» á stuttum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.