Morgunblaðið - 03.04.1917, Page 2

Morgunblaðið - 03.04.1917, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ setja sig í spor foreldra þessara barna, þá vona eg að þeir bæðu frammistöðufólkið að segja við börn: »Þið eigið að fara heim að hátta greyin mín, við seljum ekki börnum neitt þegar svona er orðið framorðið*. — Eg er nú að vona, að það þyrfti ekki að gera þetta atriði að blaðamáli i bráð aftur, og að kafflhúsin verði við þessumsanngjörnutilmælum, enda er velgengni þeirra meira komin undir vinsældum fullorðinna en þessara krakka. En svo minnist þér á tóbaks- nautn barna. Um hana hefir fyr verið skrifað og lítið hrifið. Mér litist bezt á, ef hér væri gerð, eins og sumstaðar annarsstaðar, samtök meðal allra tóbakssala bæjarins um að selja ekki börn- um tóbak, nema þau komi með 8krifleg skilaboð frá húsbændum sínum. Ef eg man rétt, var í einhverju dagblaðinu um daginn áskorun til stjórnar unglingareglu templ- ara, um að gangast fyrir þessari málaleitun við kaupmenn. — Mér er nær að halda að hún hafi dauf- heyrzt við því, en vildu þá ekki barnaskólakennararnir eða sunnu- dagaskólakennararnir með bæjar- etjórn í broddi fylkingar gangast fyrir slíkri málaleitun? Það var um tíma í vetur eitt- hvað stirt samkomulag milli skóla- nefndar barnaskóla vors og sumra kennaranna. Væri ekki þetta mál, sem þeir gætu allir og öll sam- eina^t um? Því að varla trúi eg því, að nokkrum skólanefndar- manni eða nokkrum barnakenn- ara sé ekki ílla við reykingar barna. — Og sjálfsagt vita þeir allir, að það er alls ekki nóg, þótt börn séu vöruð við tóbakinu, merk- in sýna verkin í því tilliti svo greinilega, að ekki verður um deilt. — Það halda sumir, að það sé ekki til neins að biðjatóbaks- sala um þetta. Það.er óreynt, og er eiginlega 1 jót getsök að óreyndu. En verði það árangurslaust, verð- ur löggjafarvaldið að skerast í leikinn. S. Frönsk vfn. Hinn 17. janúar flutti brezka stór- blaðið »Daily Mail« ritstjórnargrein um það, að hvernig sem færi um flutninga milli Englands og Frakk- lands, þá mætti alls eigi leggja nein höft á vínflutninga frá Frakklandi til Englands. Bretar yrðu nú að spara við sig vín, vegna þess að áfengis- verksmiðjurnar gætu eigi fengið nóg af korni til framleiðslu sinnar. En vínin værn nauðsynleg. Frakkar teldu þau jafn sjálfsögð og nauðsyn- .leg hverjum manni eins og brauð. Sinum augum lítur hver á silfrið. Erl. simfregnir frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl Kaupmannahöfn, 1. apríl. Bretar sækja œikiö fram í Sýrlandi. Bandamönnum veitir betur hjá St. Quentin. Stjórnarskifti í Svíþjóö. Schwartz háskólarektor hefir tekiö að sér að mynda nýja stjórn. Hermenn og verkamenn i Petrograd hafa á afar- fjölmennum fundi krafist þess, að ófriðnum verði haldið áfram. Kaupmannahöfn 1. april. Bráðabirgðastjórnin í Rússlandi heitir því, að sameina alt Pólland að ófriðnum loknum og gera það að óháðu ríki. — Utanríkisráðherrann hefir lýst því opinberlega yfir, að Finnlaud sé óháð ríki. Rússnesk lög hafa verið numin úr gildi á Finn- landi. 1 Hvenær endar stríðið? Þannig spyrja allir. Sú trú manna, að heimsstyrjöld mundi ekki geta staðið lengur en þrjá mánuði, varð sér rækilega til skammar. Striðið hefir nú senn staðið í þrjú ár og er nú rekið af engu minni ákafa og djöfulæði, heláur en áður. En ein- hverntíma hlýtur það þó að taka enda. Það eru takmörk fyrir því hvað þjóðirnar geta staðið lengi í þessum eldi. Það var ætlan margra, að vegna hmna ógurlegu mörðtóla, sem notuð eru, mundi mannfall verða svo mikjð að mannskortur yrði orsök þess að þjóðirnar mættu til að hætta stríð- inu. En sú virðist eigi ætla að verða raunin á. Aldrei hafa þjóðirnar haft eins mikinn her, eins og einmitt nú. Það má ef til'vill segja, að þær hafi skafið innan laggirnar — teflt öllu því liði fram, sem til var, en það héldu menn einnig að þær hefðu gert í upphafi, þótt önnur hafi orðið raunin á. En hitt mun heldar, að fjárskortur og matskortur neyði þjóð- irnar til þess að semja frið. Kitchener bjóst við þriggja ára nr=n-=— 0 Leikfélag Reykjavákur: « Jlýársnóffin verður leikin í kvöhl kl. 8. B- Tl fþtjðusý n ing. Aðgöngum. seldir fyrir helming venjulegs verðs, í Iðnó, frá kl. 10 í dag stríði. Eftir þvi ætti friður að kom- ast á í sumar. Og nokkrir hinir helztu þjóðmæringar hafa lika látið það ótvírætt uppi, að lengur en til hausts verði eigi barist. Zimmer- mann hefir látið það uppi í viðræðu við spanskan blaðamann, að stríðið muni enda i sumar, og hið sama hafa franskir og brezkír stjórnmála- menn sagt. Það má þess vegra búast við því, að barist verði af meiri ákafa i sumar heldur en nokkru sinni áður, og það verði kollhríðin. Samsærið gegn Lloyd George. Menn munu reka minni til þess, að sú fregn kom hingað i skeytum, að komist hefði upp samsæri i Eng- landi til þess að myrða Lloyd George forsætisráðherra. Nánari fregnir af þvi hafa ekki borist nema lítilsháttar i brezkum blöðum og er sagan af samsærinu sögð á þessa leið. Samsærismenn voru Mrs. Wheel- höfðu þær verið valdar að bruna Breadsall-kirkju hinn 4. júni 1914. Frú Wheeldon sagði að Lloyd George ætti alla sök á þvi að marg- ar miljónir siklausra manna væru til slátrunar leiddar og eina ráðið til þess að stöðva blóðsúthellingarnar væri það að drepa hann. Asquith væri ekki alveg jafn vondur, en þó væri hann hvorki hæfur í himnariki né helvíti. Henderson hefði svikið sína eigin þjóð og þess vegna yrði hann að fara sömu förina og Lloyd George. Hún sagði líka að það veitti svo sem ekki af því að stytta konunginum aldur lika. Hún sagði að kvenvargar hefðu áður reynt að myrða Lloyd George og eytt þá til þess 300 sterlings- pundum, en illu heilli hefði hann þá farið til Frakklands svo að fyrir-- ætlanin hefði farið út um þúfur. Einnig hefðu þær gert tilraun til þess að myrða Mc. Kenna, fyrver- andi fjármálaráðherra Breta, en það hefði farist fyrir vegna þess að þeg- ar tækifærið gafst, þá hefði orðið að drepa annan mann lika, en hann hefði verið saklaus. don og dætur hennar tvær, Harri- ett og Winnie og tengdasonur henn- ar George Mason. Mrs. Wheeldon átti heima i Derby en Mason í Southampton. Þau höfðu tekið ráð sín saman um það að myrða þá báða LloydGeorge og Arthur Henden- %on á eitri. Mason var efnafræðing- ur og átti þess vegna hægt með að ná í eitrið. Hafði hann útvegað Mrs. Wheeldon, tengdamóður sinni, fjórar tegundir af eitri, þar á meðal eitur það, sem nefnt er »Curare« og Índí- ánar nota til þess að eitra örvar sinar. Er það banvænt ef það kemst i blóð manns, en drcpur eigi þótt það komi í munn manns. Var það ætlan þeirra að eitra nagla og reka þá i skó Lloyd George svo að odd- urinn rækist upp í il hans þá er hann færi i skóna. Samsæri þetta komst þannig upp, að stjórnin hefir marga menn til þess að njósna fyrir sig um alt land og komust tveir þeirra á snoðir um fyrirætlanir Mrs. Wheeldon og kynt- ust henni. Hún hafði líka þann starfa, að skjóta skjólshúsi yfir liðhlaupa úr hernum og koma þeim mönnum undan, sem eigi vildu láta taka sig í herinn. Hefir hún því tvöfaldri sök að svara. Hún og dætur hennar eru lika ákafar kvenréttindakonur og Manr.fjón Þjóðverja. Enda þótt eigi væri barist af mikilli grimd i vetur, á móts við það, sem er á sumrin, þá hefir þó orðið ærið mikið manntjón í liði ófriðarþjóðanna. í janúar- mánuði hafa Þjóðverjar t. d. mist 14.192 menn fallna eða dauða af sárum. Á sama tíma urðu 1714 sóttdauðir í her þeirra, 1645 voru handteknir, 11872 hurfu, 10577 særðust hættulega, 4621 særðust mlnna og 26.778 skeindust meiru eða minna. 6133 menn særðust svo lítið að þeir voru eigi látnir leggjast á sjúkrahús. Fram til 1. febrúar var alt manntjón Þjóð' verja frá því að stríðið hóf&t þetta: Fallnir Sóttdauðir Herteknir Horfnir Hættulega sárir Sárir Skeindir Sárir en þó i hernum Á þessari skýrslu sézt Þa sóttdauðir menn eru rúmlega et á móts við vopndauða. Uu1 P 929.H6 59.913 247.991 276.978 539.6&5 299.907 1512-27J 233.261 ' að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.