Morgunblaðið - 12.04.1917, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.04.1917, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Okrið. Ný bók. 3 GKAMOFÓNAR óskast til kanps. Tilboð merkt »3« leggist inn á afgr. Morg- nnblaðsins. Plötnr meiga fylgja ef vill. ræði í tnörg ár, fyr en í fyrra, og heppnaðist þá sæmilega. Annars var þar gott útræði fyrrum, og eins í Selvogi. Aflinn var hér þetta io—40 í hlut svo síðustu dagana, alt þorskur í net, ýmist austur í Loftstaðasjó eða vestur í Selvogssjó. Hef^i það þótt langræði hérna í fyrri daga. Talað er um skort á salti og steinolíu, og kol eru ófáanleg fyrir löngu. Nýlega er hætt að baka rúgbrauð hérna vegna kolaskorts. sykur fæst heldur ekki, nema hvað landstjórnin gerði hreppsnefndinni einhverja úrlausn núna fyrir hátíðina, svo fólk hættir nú bráðum að »lifa í vellystingum praktuglega«. Skarlatssóttin hefir stungið sér nið- ur til og frá um nærsveitirnar, en ekki komið hingað enn þá. iÞjóðólfur< er nú kominn af stað aftur eftir nokkurra ára hvíld, og á nú heima á Eyrarbakka. »Suður- land« er úr sögunni fyrst um sinn að minsta kosti. Erl. simfregnir frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl Kaupmh. 9. apríl Ákafar orustur starnia nú hjá Arras og hjá St. Quentin. — Bandamenn haldaátram að sækjafram. Þjóðverjar haía hafið 8Óku á Rigavigstoðvunum. Bandaríkjamenn hafa nú tekið öll skip Þjóðverja, sem voru í amerískum höfnum. Stjórnin hefir boðið út 1 milj. manna í herinn. Ríkin i Suður-Ameríku eru að hugsa um að segja I*jóðverjum stríð á hendur. Vilbjálmur t»ýzkalands- keisari hefir opinberlega tilkynt að komið muni verða á „demokratisku“ stjórnarfyrirkomulagi í þýzka ríkinu. Dönsku skipunum Helga og N. J. Fjord hefir verið sökt af þýzkum kafbátum. N. J. Fjord var eign Sameinaða- félagsins og var það 1425 smá- lestir að stærð. Þrumuleiðarinn og stórhýsip l höfuðborginni Það er mörgum kunnugt, að allsstaðar getur slegið niður eld- ingu, sem eyðileggi hús og tor- tými lífi manna og dýra. í þvi tilefni hafa hinir svo nefndu þrumuleiðarar verið settir á hús, til að taka á móti rafurmagns- straumi hennar og leiða hana nið- ur í jörðina. Það er alltítt t. d. í Danmörku að eldingu, slái niður en þar eru þrumuleiðarar nær því á öllum húsum, er verja því ógurlega grandi, sem af þrumum getur leitt. Hér á landi eru þrum- ur fremur sjaldgæfar, en þó hefir það borið við að þær liafa gert hér tjón. Það er líka eina líknin að hér eru þær ekki hversdags- gestur, því eins og kunnugt er, vantar þrumuleiðara á því nær allar byggingar hér á landi. Eg ætla að alþingishúsið sé eina húsið hér í Reykjavík sem hefir þrumu- leiðara. Já, þess var líka þörf. í>að varð landinu dýrt, er það var bvgt, svo væri það skaði fyrir landið, óbætanlegur skaði, ef það eyðilegðist af eldingu þegar á þingi stæði. Þá yrði gnístran tanna og grátur um land alt, ef þingmennirnir, þeir máttarstólpar þjóðfélagshallarinnar hrykkju í tvent af völdum náttúrunnar fyrir tímann. En fleiri hús mætti nefna, t. d. Mentabúrið; það er án efa of dýrt til að eyðileggjast. Þar eru, svo sem kunnugt er, geymdir landsins mestu helgidómar svo sem forngripir, náttúrugripir, bæk- ur og handrit. Það er ekki deilu- mál, að eyðileggist slikt hús, með sínum gæðum 0g gögnum, yrði það öllum hugsandi mönnum það sorgar og áhyggjuefni, sem næst gengi því að missa sólina af himn- inum. Því spyr eg: Hvernig stendur á því að ekki skuli hafa verið settur þrumuleiðari á húsið? Það kostar ekki mikið, en veitir öryggi þess, að slikir fjársjóðir sem þar eru glatist eigi. Svo er með fleiri hús t. d. dómkirkjuna, hús Guðm. Egilssonar 0. fl. stór- hýsi, en helst ætti hann að vera á öllum húsum. I húsi G. E. er sölubúð og brauðgerðarhús. Þar eru hárfínar ogsnyrtilegarframmi- stöðustúlkur, íturvaxnar, grann- ar og háar, líkar Iðunnarmeyjum eða öllu heldur sjálfri Freyju í Asgarði, sem ekki mega missast úr mannheimum í æsku blóma lífsins. Svona mætti lengi telja, en að þessu sinni er eigi tími né rúm til þess. Vonandi að ein- hverjir vilji ræða málið. Pétur Jakobs8on. Eins og menn mun reka minni til, leyíði herra landsimastjórinn sér fyrir nokkru að taka upp nýja taxta fyrir svokölluð forgangshraðsamtöl. Tifalda venjulega gjaldið, því að minna mátti ekki gagn gera. Þótt undarlegt megi virðast hefir landstjórnin • enn þá ekki tekið í taumana og afnumið þessa óhæfu. Manni verður á að ætla, að herra landsímastjórinn sé einskonar ein- valdsherra í símaríki þessa lands og að ekki meigi neinn svo mikið sem anda á hann, hvorki yfirboðarar hans né aðrir. Að hann sé í simamálefn- um einskonar véfrétt eða alvitring- ur, sem ekki geti hugsað, talað né aðhafst annað en það, sem sé rétt og fullkomið. Er því ekki furða, þó að hann sé otðinn býsna einráður í s jórn sinni af vana þess afskifta- leysis, sem verið hefir frá upphafi, af hálfu æðstu stjórnarvalda þessa lands. Úppgötvun landslmastjórans á þessum forgangshraðsamtölum er að allra manna dómi sérlega óþörf og betur aldrei verið gerð. Hér í blað- inu hefir áður verið sýnt fram á, hve óréttlát sú ráðstöfun væri og algerlega- ósamboðin opinberri stofn- un að nota ófullkomleik simans til að afla sér tekna. Því að það er viður- kent af símastjórnarinnar hálfu og meira að segja notað sem einkavörn fyrir tiltæki landsímastjórans, að ráð- stöfunin sé gerð tii að símasam- band, sem mikið liggur á, þurfi ekki að bíða þangað til afgreidd eru þau sambönd, sem beðið hefir verið um á undan. En hvers vegna þurfa simasambandspantanir að bíða af- greiðslu? Er það af öðru en því, að símarnir fulinægja ekki þörfinni. — Með öðrum orðum virðist regla landsímastjórans vera þessi: því ó- fullkomnara sem símasambandið er því meira skal það kosta. — Þetta mun vera eitt af þeim — fyrir margra sjónum —■ öfugu hlut- föllum, sem tiðkast í símarikinu, sbr. ummæli landsímastjórans um reksturskostnað litillar og stórrar talsimastöðvar i blöðunum í vetur. — Og þá mun þetta vera af liku tægi: því meira sem ein símalina er notuð, því dýrara verður hvert við- talsbil. Líka öfugt hlutfall. Því okur- samtölin munu vera til komin af þvi, að síminn er svo mikið notað- ur, en ekki af hinu að simalínurnar séu oflítið notaðar, en það mætti virðast ásiæða til að hækka gjöldin. Landstjórnin má ekki láta land- símastjórana vaða uppi lengur, eftir eigin geðþótta. Hún verður að taka til sinna ráða og nema aftur úr gildi umrædda ákvörðun símastjórans, þó sennilegt sé að hún hafi verið bor- in undir stjórnarráðið svona til mála- mynda, áður en hún gekk í gildi. Stiklur eftir Sig. Heiðdal Þeim fjölgar skáldsagnahöfund- unum hér á landi. Skáldskapur- inn er að beinast í þá áttina 0g frá ljóðagerðinni, sem líka mun búin að lifa sitt fegursta hjá oss nú í bili. Hugur manna getur ekki dvalið einlægt við sama formið, hann nennir ekki að vera einlægt að dansa eftir hljómfalli rims og stuðla. Það getur verið gaman við 0g við, en svo verður hann feginn að koma út og hressa sig í útilofti óbundins máls. Og það er hressing að lesa smásögur þessa nýja höfundar. Málið og meðferðin öll er óþvinguð og örvandi. Efnið með þægilegum tilbreytingum, stundum dag- legt yrkisefni, en þó stundum um alveg óvenjulegt efni er sýnir merkilegt ímyndunarafl. Á eg þar sérstaklega við söguna »Hvar ertu«, er flestum mun þykjaorka nokkurs tvímælis. Hún er sem * sé um það, er mönnum hefir tek- ist að ná föstu sambandi við ann- an heim. Þetta er viðkvæmt yrkisefni nú á dögum, en til þess að dæma rétt um slíkt, verður lesandinn að sleppa öllum hug- myndum sem hann sjálfur hefir með eða móti í þeim efnum og athuga hugsanagang sjálfs rithöf- undarins, hvort hann er samræm- islegur eða ekki. — Eg hafði nú mjög gaman af að lesa þessa sögu, en duldist þó ekki að hún hefir galla. Með því að vera gefin út sem ein saga lofar höf- undurinn því að hún skuli vera ein heild. En sagan hefir tvœr þungamiðjur. Sú fyrri er mis- brúkun hinnar nýju kyngi til þess að stela peningum. Hin síðari er leit manns að sálu unnustu sinn- ar, sem lofað hefir að fæðast á ný. Þetta er óleyfilegt frá list- smíða-sjónarmiði, vegna þess að það ruglar lesandann. Annar galli á þessari sögu er það, að höf. skilur við síðara atriðið í óreiðu. Það sem æsir forvitni lesandans er þetta: Hvernig fer elskhuginn að þekkja sál unnustu sinnar í nýjum líkama, eða öllu heldur — hví þekkir hann hana ekki strax, og þau hvort annað? — eða úr því að þau þekkjast ekki fyr en seint og um síðir, hverja ástæðu hugsar höfundur- inn sér til þess? Þarna dugar ekki að láta botninn falla úr — á slíku aðalatriði verður höf. að hugsa sér einhverja brúklegú lausn. — Það er í sjálfu sér ekk- ert á móti því að velja sér yrk- isefni úr "úþektum heimi, en húg' myndaaflið má þó hvergi slíta þráðinn og hvergi gefast upp- Það sem höfundurinn gerir þar að aðalþræði, verður hann uio leið að skýra eftir sínum hætti eða láta ósnert ella. Fleiri sögur mundu verðsku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.