Morgunblaðið - 12.04.1917, Side 3
WORGUNBL49IÐ
3
ÁkveBið er að jarðarför Magnúsar aál. Stephensens landshöfð-
ingja fari fram laugardaginn 14. þ. m. — Húskveðjan byrjar kl. 12
á hádegi.
Þeir, sem kynnu að hafa i hyggju aö senda kransa, eru vin-
samlega beðnir að minnast heldur landsspítalasjóðsins.
um aðflutta kornvöru og smjörlíki.
Samkvæmt keimild i lögum 1. febrúar 1917, um keimild fyrir
landsstjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum, eru
kér með sett eftirfarandi ákvæði;
1. gr.
Allan rúg, rúgmjöl, kveiti, maís, maísmjöl, bankabygg, hrís-
grjón, völsuð kafragrjón, kaframjöl og smjörlíki, sem til landsins
er flutt héreftir, tekur landsstjórnin til umráða og setur reglur um
sölu á vörunum og ráðstöfun á þeim að öðru leyti.
2. gr.
Þeim, sem fá eða von eiga á slíkum vörum frá öðrum löndum,
ber í tækan tíma að senda stjórnarráðinu tilkynningu um það, svo
það geti gert þær ráðstafanir viðvíkjandi vörunum, sem við þykir
eiga í hvert skifti. I tilkynningunni skal nákvæmlega tiltaka vöru-
tegundirnar og vörumagnið.
*
3. gr.
Lögreglustjórum ber að brýna fyrir skipstjórum og afgreiðslu-
mönnum skipa, sem flytja kingað vörur þær, er getur í 1. gr., að
eigi megi afhenda slíkar vörur móttakendum fyr en stjórnarráðið
hefir gert ráðstafanir viðvíkjandi þeftn í þá átt, er að framan greinir.
4. gr.
Brot á móti ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum alt
að 5000 kr. og fer um mál út af þeim sem um önnur lögreglumál.
5. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli.
í stjórnarráði íslands, 11. apríl 1917.
0
Sigurður Jónsson.
Jón Hermannsson.
umtal, ef þetta væri íullkominn
ritdómur og ekki að eins lítil
ádrepa. T. d. má nefna ágæta
dýrasögu um hundinn »Offa« og
síðustu söguna í bókinni um ungu
hjónin. Þar er þræðinum snild-
arlega haldið frá upphafi til enda.
Yfirleitt eru hinar sögurnar líka
smellnar og ánægja að lesa þær.
Má auðsjáanlega búast við fleiru
góðu frá þessum höfundi. En það
verður þó að brýna það fyrir öll-
um nýjum höfundum, að fara
ekki 'strax að binda sér þann
bagga að lita á sig sem skáld, í
þeim skilningi, að þeir verði að
vera síyrkjandi eða sískrifandi.
Betra að safna í sarpinn árum
saman. Höfundurinn verður þá
m. a. miklu vissari um það, að
hitta á að rita frekar um þau
efni, sem meira skifta máli í lífi
þjóðarinnar. Hver höfundur á að
vera sér þess meðvitandi, að hann
ritar ekki einungis til gamans.
Og sú vitund virðist þessum nýja
höfundi ekki fjarstæð.
H. J.
S£=3 DA@8Ö^IH. C3
Afmæli í dag:
jRannveig Ásgrímsdóttir, jungfrú,
Críslína Sigurðardóttir jungfrú.
Elísabet ÞorvarSsdóttir, húsfrú
Valgeröur Jónsdóttir, húsfrú
GuSm. H. Þorvarðsson, verzlm.
Sigurður Hallsson, söðlasm.
Jón Ó. V. Bertelsson, bakari
Þórarinn Bjarnason, skipstj.
Sólarupprás kl. 6.12
Sólarlag kl. 8.47
H á f 1 ó S í dag kl. 9.26 f. h.
og kl. 9.51 e. h.
Fyrirlestrar Háskólans:
B. M. Olseu:
Edddukvæði ki. 5—6.
Leiðbeiningar í ýmsum efnum fyrir
þá, sem kynnu að vilja taka meistara-
próf, kl. 6—7.
Jón Aðils:
Verzlunarsaga ísl. kl. 7—8.
Álexander Jóhannesson:
Þýzkuæfrngar kl. 7—8.
Próf í sjómannaskólanum byrja á
morgun kl. 9. Verður þeim eigi lokið
fyr en um mánaðarmót.
í verzlunarskólanum eru skriflegu
prófin byrjuð.
Hljómleikar P. Bernburgs verða
endurteknir á morgun í Nýja Bíó með
Uokkrum breytingum, eins og sjá má
á efnisskránni. Þar leika þeir báðir
flðlusóló Theodór Árnason og Bern-
burg. Verður það gaman fyrir menn
Hð bera saman leik þeirra, þótt nokk-
hð só ójafnt komið, þar sem annar
þeirra verður daglega að ganga að
erfiðigvinnu og á þess vegna örðugt
llleð að stunda list sína. En jafnan
bafa Beykvikingar þó haft gaman af
^ heyra til hans. S.
Edina, leiguskip A] Guðmundssonar
* Leith, kom hlngað eftir hádegi f g»r.
Hafði veri?i 8 daga á leiðinni frá Grkn-
eyjumog hreptversta veður í hafi. Kvððst
skipstjóri sjaldan hafa verið á sjó í
svo illu veðri.
Þegar skipið var komið um 20 sjó-
mílur norður fyrir Orkneyjar, hitti það
fyrir sér skipsbáta af norska skipinu
»Os« frá Bergen. Tók skipstjóri skip-
verja og snóri við með þá til Kirkwall.
Voru þeir 14 talsins.
Edina hefir ýmiskonar yarning með-
ferðis og flutti 127 poka af pósti.
950 síldartunnur, sem skipið hafði
á þilfari, fóru allar fyrir borð í of-
viðrinu.
Hjónaefni:
Ingunn Gunnarsdóttir jungfrú og
Albert Ingvarsson sjómaður.
Margrét Guðmundsdóttir og Árnór
Arnórsson.
Gnllfoss fór frá Kaupmannahöfn á
skírdag, en ekki á páskudaginn, eins
og menn héldu fyrst. Er hann þess
vegna væn tanleg ur hingað á h verri stundu
Leið prentvilla var í dánarfregn
Ólafs Þorkelssonar f blaðinu í gær.
Þar stóð að hann hefði verið skósmið-
ur en átti að vera stýrimaður.
Landssíminn komst í lag aftur —
ritsímasambandið við Seyðisfjörð —
eftir hádegið í gær. Höfðu þá safnast
fyrir allmörg skeyti á Seyðisfirði.
Hámarksákvæði
veröiagsnefndar brotin.
Mælt er a5 hámarksákvæðin
séu brotin á ýmsan hátt hér í
bænum. Er altalað að fisksalar
selji slægðan fisk með hausnum,
en það vita þó allir að »slœgður
fishur* er sá fiskur, sem tekið
hefir verið innan úr og afhaus-
aður — en ekki flattur. Segist
verðlagsnefndin vitanlega hafa átt
við slœgðan fi.sk í þessari réttu
merkingu orðsins. Og yfirfiski-
matsmaður landsins kvað vera
nefndinni alveg samdóma um það
að slœgður fiskur hafi jafnan ver-
ið heitið á fiskinum að fráskildu
innvolsi og haus.
Þá er annað. Það er sagt að
smjör sé selt hér í húsum íyrir
ofan hámarksverð. Þetta hvort-
tveggju er lagabrot. En slík brot
varða 50—2000 kr. sekt samkv.
8. gr. í reglugerð 31. des. 1916
um framkvæmd verðlagsnefndar-
laganna.
X.
----.....................
1. F. U. ffi,
A. D. fundur í kvöld kl. 8Va
Allir ungir menn velkomnir.
Símfregnir.
Seyðisfirði í gærkvöld.
Fárviðri um alt Austurland
um páskana. Bæjarsíminn gjör-
eyðilagður á rastarsvæði og eng-
inn staur óbrotinn. Sagt er að
ekkert efni sé til endurbóta. Bát-
ar og bryggjur brotnuðu víða.
Bifskútu Imslands rak á land og
brotnaði hún. Önnur skúta sögð
horfin á Eskifjarðarhöfn og véla-
bátar sokknir þar. Fimm véla-
bátar brotnuðu eða sukku á Fá-
8krúðsfirði. Einn maður drukn-
aði þar og urðu allar björgunar-
tilraunir árangurslausar, tveir
fuku útbyrðis og björguðust nauðu-
lega. Liggja báðir veikir.
Fjárskaðar urðu hér og hlaða
fauk á Reyðarfirði. Ófrétt um
tjón annarsstaðar. ^
Tveir gamlir góðir borgarar hér
nýlátnir, Jörgensen bakari og Lár-
us Tómasson bóksali.