Morgunblaðið - 16.04.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.04.1917, Blaðsíða 3
MORHUhPLAÐIÐ NOTÍÐ AÐ EIWS" 'P&r sein Sunlight sápan er íullkomlega hrein og ómenguö, i-’á er hún sú eina sápa, sem óhístt er aö ■þvo úr fsna knippíinga o annaö Sírs. SumargleSi stúdente. ÞaS fer aö líða að vetrarlokum eftir því sem almanakið segir. En veðrið er ekki vorboðalegt, norðangarður með frosti, sem þr/stir öllum húfum niöur í augu og brettir upp frakkakrögun- um. Stúdentar ætla aö búa til sumar í ISnó á miðvikudagskvöld, eins og gert hefir verið undanfarandi sumarmál. Og hrókur þ6ss fagnaðar, t'orstöðunefndin, lofar því, að hverju sem tauti um veðr- iö, þá skuli sumargleðin áreiðanlega bera nafn með rentu og allir fiuna til sumarylsins sem þangað koma. Vór höfum fundið að máli formann stúdentafóiagsins og frótt hann um, hvernig skapast megi sumaryiurinn. Því að í öllu kolaleysinujerjerfitt aö fá hita, hvað þá sumarhita. »Við höfum séð fyrir því öllu«, svarar hann. »Gleðin hefst klukkan 7 á miðvikudagskveldið, með dansi. Dans- inn er bezti, hollasti og ódýrasti hita- gjafinn sem tll er i heiminum. Kl. 9 verður bætt í ofnana, það er að segja snætt, því matur er manns megin, eins og kolin ofnanna«. »En þeir sem ekki dansa — verða þeir ekki vetrarins börn?« »Þeir geta hitað sér á því að horfa á og ef það ekki nægir, halda þeir bændaglímu á ganginum. En lofið mór að leysa frá skjóðunni. Maturinn verður ágætur og ræðurnar yfir borð- um því betri. Eftir borðun hefst skemtun, sem stendur fram til miðnættis. Því ekki er manninum holt að dausa alveg ofau í ms tinn. Það er eins og kaffi ofan í skyr Það hefir hepnast að ná í fyrir- taks fólk til að skemta. Frú Guðrún birtist sem Mærin frá Orleans og segir fram sumt það bezta af því, sem Schill- er hefir lagt henni í munn. Þá er næst tvíleikur eftir Bjarna frá Vogi, borin [fram af tungum sem þau frú Stefaníu Guðmundsdóttir og Jens B. Waage eru eigendur að, en í lok leiks- ins koma fram 5 sumardísir og »dansa inn sumarið«. AS því loknu les Bjarni frá Vogi kafla úr ,Faust‘«. »Á ekki að syngja«. »Auðvitað verður sungið. Frú Laura Finsen hefir lofað að syngja nokkur lög og Símon Þórðarson líka. En auk þess verða náttúrlega allir syngjandi — öðru hvoru. Meðal annars verður sungið sumarkvæði eftir Þorkel Er- lendsson.« >Bara að við kunnum nú lagið«. »Já, já, lagiö kunna allir, og oröiö verður prentað. — En »áfram með smjörið«. »Nú, er ekki alt búið enn?« »Nei. Klukkan 12 stendur upp einhver snjallasti ræðumaður þessa lands og fagnar sumrinu. Og sá sem ekki finnur sumarylinn þá, á ekki skiiið að vera annarsstaðar en í ís- húsi.« »Hver er maðurinn?« »Það segist ekki. Eftir sumarræð- una hefst dansins á ný. Fyrsti dans sumarsins og sá bezti —«. »En hvenær endar hann?« »Það veit enginn!« * * * Aðgöngumiðarnir að aliri þessari dýrð eru til sölu í dag. En annaö kvöld verða dyrnar lokaöar og með því að aðgöngumiðasala verður mjög takmörkuð, vegna þess að borðsalur- inn í Iðnó er ekki óendanlega stór, veröur vissast að krækja sór í að- göngumiða í ‘dag, til þess að verða ekki af síðustu skemtun vetrarins og fyrstu skemtun sumarsins. En bara það vildi nú vera víðar en í Iðnó. Her Belga. Það mun skoðnn margra, að Belg- ir séu algerlega ár sögunni sem hernaðarþjóð. Að þeir hafi þegar í öndverðum ófriðnum mist alt sem missast kunni, og lítið sé annað eftir af þjóðinni en börn og gamal- menni. Það er að visu að nokkru leyti eðlilegt, að menn hafi þessa skoðun. Menn muna svo vel hveruig Þjóð- verjar óðu yfir Belgíu árið 1914 og tóku borg eftir borg og fjölda fanga. Og ofan á þetta bættust ósköpin við Yser. Eftir viðureignina þar var fót- gönguliðið ekki orðið nema 32 þús. manna og helminginn af stórskota- liði sínu höfðu Belgar þá mist. Þá er Belgar voru voniausir orðn- ir um vörn alia fyrir landi sínu, hörfuðu þeir undan til Frakklands. Þangað fór líka stjórnin belgiska og settist að í Le Havre og hefir hún nú verið þar í rúm 2 ár og stjórn- að þeim smáskika af landinu, sem þjóðverjum aldrei tókst að ná. Mik- ill hluti landsbúa hefir flúið til ann- ara landa, einkum til Hollands, Frakklands, Englands og Ameriku. En hvað líður hernum ? — Hann er í fuilu fjöri og ver þann hluta af herlínunni sem honum hefir ver- ið fenginn til varnar. Nýju skipu- lagi hefir verið komið á hann og vopn hefir hann ágæt. Auðvitað er hann mannfærri en í fyrstu, en þó eru það 150 þúsundir manna, sem standa undir merkjum Belga, og þó munar um minna. Belgiski herinn var i slæmu ástandi eftir undan- haldið frá Antverpen og orusturnar við Yser; mannfallið hafði verið ógurlegt meðan á undanhaldinu stóð, en þeir sem liíðu það af voru að fram komnir af áreynslu, sulti og illu viðurværi; einkennisbúningarnir, sem að mestu leyti voru gamlir og ekki nýtandi voru gauðrifnir, og leifar hersins voru hörmulegar á að líta. Nú er þetta alt breytt. Hernum hafa bæst nýir, ungir menn, sem leggja alt kapp á að frelsa ættjörðu síaa á ný, og aðbúð hersins er i alia sta'i góð. Foringjarnir hafa fengið ágæta mentun undir stöðu sína og oiðnir van'li hernaði. Ein- kennisbúningarnir eru úr Khdki, eins og Englendingar nota og járnhjálm- arnir frönsku hafa verið teknir upp. Aibert konungur dvelur sí og æ með hernum og lifir eins og hver annar liðsmaður. Öíriðarsmælki. Loftorustur. Vikuna frá 18.—25. marz segjast Þjóðverjar hafa skot- ið niður 35 flugvélar fyrir banda- mönnum. Á sama tíma segjast Bretar hafa skotið niður 30 og Frakkar 16 þýzkar flugvélar. Á vesturvígstöðvunum hafa þá ver- ið skotnar niður 81 flugvélar þessa vikuna. Búmannskluklcan. Aðfaranótt páskadags var klukkunni í Bret- landi flýtt um eina stund, og verður eigi seinkað aftur fyr en aðfaranótt 17. september. í fyrra var klukkunni flýtt 21. maí og eigi seinkað aftur fyr en 30 sept. 80 sláp hafa Bergensbúar mist síðan ófriðurinn hófst og báru þau samtals 125.000 smál. Suðurvígstöðvarnar. ítalska blaðið »Corriere della Sera« segir að Austurríkismenn hafl nú dreg- ið saman 40 herdeildir á suður- vigstöðvunum, en það sé eigi unt að segja hvað Þjóðverjar muni senda þangað mikið af hin- um 240 herdeildum sínum. önnur ítölsk blöð halda þvi fram, að ef Miðríkin sendi alt varalið sitt á hendur Itölum, þá verði banda- menn að senda þangað varalið sitt til varnar þeim. Valentine sá að henni var brugðið. Valentine hallaðist aftur á bak og var náföl. Rétt á eftir hvíslaði her- toginn að henni. — Valentine, eg hefi virt hana fyrir mér og eg hefi komist að raun um það að hún hafi reynt að dylja skaplyndi sitt, eigi síður en nafn sitt. Mér þætti gaman að vita hvort hún ávarpar mig þegar við förum, eða hún lætur nægja að hneigja sig kulda- lega og drembilega. Og svo fór, að hún ávaipaði hann eigi,en kinkaði aðeins kolli kuldalega. — Þetta þoli eg ekki, sagði hann við sjálfan sig. Hún skal verða að tala við mig. Hann veitti henni eftirför og náði henni I stiganum. Hún studdist við arm miljónamæringsins og leit undr- andi á hertogann er hann ruddist fram með öndina í hálsinum. Tvö herbergí í sama húsi óskast til legu frá 14 mai. Þuifa ekki að vera samliggj- andí. Tiiboð sendist aígreiðslu Morgunblaðsins. Leiga borguð fyrir- fram ef óskað er. Ráðskona óskast til Austfjarða í sumar. Hátt kaup í boði. Upplýsingar á Bar- ónsstíg 22, uppi. Tapas hefir loðhúfa á Skjaldbreið, í fyrra- dag. Skiiist^ þangað gegn fundar- launum. Björn Ólaf^son, skipstjóri. Lítid hús í A u s t u r b æ n u m er til sölu nú þegar. Uppl. Laugavegi 70. Til matjurtaræktunar fæst leigt í sumar í Reykjahverfi í Mosfellssveit girt og brotið land að stærð 3600 Q metr. Tilboð sendist fyrir 18. þ. mán, Steindóri Björnssyni, Tjarnargötu 8, er gefur nánari upplýsingar, ef óskað er. |gj^Jlfc=^gj Wolff & Arvé’s LeYerpostei f ‘/4 ?Q pd- dósunt er bezt — Heimtið það l—lll—li — Miss Glinton, mælti hann. Ætlið þér að fara án þess að segja eitt einasta orð við mig? — Mér datt ekki í hug að þér munduð hafa gaman að einu orði, svaraði hún og hló. — Jú, auðvitað. Höfðuð þér gaman að hljómleikunum? — Já, mæhi hún kæruleysislega, álíka mikið gaman og að öllu öðru. — Það þýðir víst sama sem að þér hafið haft mjög gamanað honum. En hvers vegna genguð þér fram- hjá án þess að ávarpa mig? Hún brosti. — Gerði eg það ? Eg tók ekkert eftir því! Eg var að hugsa um sönginn. — Og gleymduð mér þess vegna, bætti hann við. — Liklega hefi eg heldur munað of lítið eftir yður til þess að geta. 514 — 5i S —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.