Morgunblaðið - 02.06.1917, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.1917, Blaðsíða 4
MÖRGUNBLAÐIB Vinnulaun yðar œunu endast lengur en vanalega, ef þér gerið innkaup í íslands stærstu ullarvöru- og karlmannafata-verzlun, Vöru- húsinu, Margar vörur. Gam- , alt verð. Geysir er bezt. Aöalumboðsmenn: 0S johnson & Kaat; Wolff & Arvé’9 Q Leverpostei i V« aB V pd- ’iósum er bezt — Heimtið það Sendisvein vantar í klæðav. H. Andersen & Sön. Frá eldsneytisskriMofunni Athygli bæjarbúa skal leidd að því, að þeir, sem vilja panta rnó hjá skrifstofunni verða að gefa sig fram í síðasta lagi laugardag 2. júuí. Þeir, sem vilja vinna sjálflr að mótekjunni, eða leggja til fólk til að vinna fyrir sig að henni, þurfa ekkert að borga með pontuniuni. , Þeir, sem hvorki vilja vinna sjálfir, né leggja til verkafólk, borgi 25 kr fyrir hvert tonn með pöntun. Til þess að gera mönnum auðveldara að vinna sér fyrir mó, verður innan skamms gefinn kostur á eftirvinnu á tímabilinu frá kl. 6x/2 til 12 að kvöldinu. Einnig verður kvenfólk og unglingar tekið i vinnuna. Við úthlutun mósins fá allir eltimó og stungumó eftir sama hlutfalli. Mórinn verður fluttur heim til notenda, og flutningskostnaður inni- falinn i andvirði mósins. Þeir sem hafa nægilega geymslu geta að sjálf- sögðu fengið allan sinn mó fluttan heim í haust, en þeir, sem hafa ekki geymslupláss, geta fengið hann fluttan til sin smám saman í vetur, einu sinni á viku eða einu sinni á tveim vikutn eftir samkomulagi við skrif- stofuna. Skrifstofán er í Iðnskólanum, Vonarstræti 1, uppi. Sími 388. Opin þessa viku kl. 9—12 og 2—8. Allar frekari upplýsingar fást þar. 31. mai 1917. <3ón PoríáRsson Skrifsfofu mina hefi eg flutt / Tlðaisft;æti tir. 8 (inngangur í Bröttúgötu). Nýtt símanúmer 385. C. Proppé. jÉSW* O, Johnson tk Ktaswr. Dat l|l ðíiöfr BriBteM :;jxrysigix: Mws, asSJo-v koiaar Tðntfortti c ,«. ír? ,»i. * *láivoíia fyrir lægsu tfy'jníö. Heiuukl. 3—12 L h. og ,í >' t. "... í Auatarótr. 1 (Búí 1. N«-i ej. Sl. B. HiojiRen. skipamiðlari, Taís. 479. Veltusundi 1 (upp Sjó- Síriðs- Brunatryggiíigar Skrifitoían opin kl 10...4 Brunatryggið hjá »WOL6A«, Aðalutnboðsm. Halldór Eiríksson, Reykjavík, Pósthólf 385. Umboðsm. í Hafnarfirði: kaupm. Daniel Bergmann, ALLSKONAR vátryggingar Tjarnargötu 33. Símar 235 & 429. Trolle&Rothe Trondhjem^ vátryggingarfélag h Allskonar brunatryggingar. AOa ínm boOsiiiB Oai CARL FINSEN. Skíúavörtfustig- 25. Skrifstofutimi 5‘/j—61/* uá TalaíiRÍ StU Ovinurinn ósýnilegi. Skáldsaga úr stríðinu eftir Ewert ven Horn. 20 VII. Einn. I sjóliðsforingjaskólanum i Ports- mouth hafði Vilford Hannicourt ver- ið fremsti sundgarpurinn, bæði í hraðsundi, bjargsundi og langsundi. Nú kom honum iþrótt þessi að góðu haldi. Hann vissi það, að fjöldi þeirra manna, sem voru á »Cressy« kunnu ekki sundtökin og hafði verið ráðið frá því að læra sund, til þess að það lengdi eigi dauðastríðið, ef þeir féllu i sjó. Hannicourt hafði dregið af sér stigvélin og klætt sig úr einkennis- treyju sinni. Hafið sem áður hafði verið ládautt, ólgaði nú og sauð, þá er það hafði gleypt hin þrjú miklu beitiskip, en alls staðar var rekald. Skamt frá sér sá Hannicourt hvar tvær hendur komu upp úr sjónum. Það var eins og þeim væri fórnað i angist. Hannicourt greip í hnakka hins druknandi manns og synti með hann í áttina til'gufubáts sem sigldi þangað með fullri ferð. Honum tókst um siðir að vekja athygli báts- ins á sér, en þegar hann kom þar að, var báturinn svo drekkhlaðinn sem framast mátti verða. — Einum manni getið þið þó bætt við enn, mælti Hannicourt. Þessi hérna þolir eigi að liggja lengi í sjónum. Og með mestu varkárni tókst það að draga hinn hálfdauða mann upp i bátinn án þess að fylti. Einn af hásetunum af »Cressy« hafði þekt Hannicourt. — En hvað á verða um yður liðsforingi ? — Það er eigi hundrað i hættunni þvi að eg get séð um mig fyrst eg er laus við þennan náunga. — Nei, liðsforingi, við getum eigi skilið yður eftir. — Vitléyra, hingað koma fleiri bátar rétt bráðum. * * * Hannicourt vissi eigi hversu lengi hann hafði legið í sjónum, en hon- um var farið að verða hrollkalt, þrátt fyrir það, þótt hann væri stöð- ugt á hreyfingu, skifti um sund og træði marvaða þess í milli. Oft hafði hann komist svo nærri bátum að hann hefði getað kallað i þá, en er hann sá hvað þeir "voru hlaðnir, hætti hann jaftían við það. Honum Iá ekkert á. Einu sinni hafði hann synt í strykloku í 3 klukkustundir og 17 minútur. j Og i stað þess að gera vart við sig, lagðist hann til baksunds og stytti sér stundir við það að horfa á tundurspilíi sem öslaði þar fram og aftur og leitaði að kafbátnum. En nú virtist honnm sem hann hefði fjarlægst bátana. Hafði straum- ur borið hann í burtu frá þeim? Hann vissi að straumar gátu orðið sterkir i Norðursjó. Eitt af hinum minni beitiskipum — það var annars Topaze — gaf bátum sínum merki með gufupipunni. Hannicourt vissi hvað það þýddi. Bátarnir áttu að snúa aftur til skipsins. Þá fór hrollur um Vilford Hanni- court. —Nú hangir lif þitt á þræðil Hann hafði eigi vitað það fyr hvað iífið et manni dýrmætt. Hann hafði eigi orðið þess var rétt áður, þá er hann stóð á stjórnpalli »Cressys«. Þá bar hann liðsforingjabúning Breta, hann var afkomandi Nelsons og sem brezkur sjómaður ætlaði hann að deyja án þess að blikna. Sú hugsun hafði vakað hjá honum þá og lika þá er hann hjálpaði hinum hálfdauða sjómanni upp i björgunarbátinn. En þótt undarlegt megi virðast,. þá var honum nú alt anuað i hug. Nú var hann aðeins maður, einn og yfirgefinn og átti að láta lif sitt að óþörfu, vegna þess að serbneskur stúdent iufði skotið austurríkskaa ríkiserfingja. Hann lagðist til kraflsunds, og synti sem hraðast hann gat í áttina til bátanna, enda þótt hann vissi vel að það var alveg þýðingarlaust, Hann tróð marvaða og veifaði höndunum yfir höfði sér og hrópaði eios hátt og hann gat. Og þá varð hann þess fyrst var hvað hann hafði drukkið mikið af sjó og var orðitín þreyttur. Hann lagðist aftur á bakið og fór að leggja niður fyrir sér hvers vegna hann vildi nú ekki deyja. Tú, hann var svo ungur enn — aðeins tuttugu og fjögra ára að aldri. Og hann hafði kynst lífinu svo litið — miklu minna heldur en flestir jafnaldrar hans. Þau Ethel höfðu mist foreldra sina í æsku og síðan hafði hann gengið systur sinni í föðurstað. Og þess vegna hafði hann snemma fundið til alvöru lifsins og ábyrgðar. Hann hefði eigi getað verið leiðtogi annara, ef hann hefði eigi gætt sjálfs sín. Hann hefði eigi getað látið hana bera virðingu fyrir sér ef hann hefði látið undan freistingunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.