Morgunblaðið - 12.06.1917, Page 4
4
MOFGUNBLAÐIÐ
Vinmflaun
yðar munu endast lengur en
vanalega, ef þér gerið innkaup
í íslands stærstu ullarvöru- og
karlmannafata-verzlun, Vöru-
hiisinu. Margar vörur. Gam-
alt verð.
fæst til
A.
flutninga vikutíma
Olafsson.
Sími 580
Geysir
Export-kaffii
er bezt.
Aðalumboðsmenn:
0. Johnson & Kaaber
Guðmundur Pétursson
masBagelæknir.
Massage Rafmagn
Sjúkraleikfimi
Gmfaböð og heit
loftböð. (Heilböð og útlimaböð).
<íarðastræti uppi. Sími 394.
Heima frá n— 1 og 6—7.
Wolff & Arvé’s
Leyerpostei g
I */« V pd. dúsum er
bezt — Heimtið það
II~ji!=Ii
Járnvörudeild
Jes Zimsens
hefír nú fengið afarmikið lírval af allskonar
búsáf)öídum,
v svo sem:
Emaií. pofía á primusa og olíuvélar, margar stærðir, og
allskonar aðrar email. vörur:
Pönnur Oííuvéíar Gasvéfar Blikkbrúsa
Jtljóíkurbrúsa Jiafía Hðnnur.
Enntremur skófíur, allskonar íukfir og (ukfargíös,
Pvoffabrsfti úr tré og gleri, boííabakkar, fjnífapör,
fiskbursfar, skðgarn, peningakassar o. m. m. fl.
Betra fyrir fólk að hafa hraðan á, áður alt er útselt.
Primusar á leiðinni.
VATÍ^YGGINGAI^
Bruna tryggingar,
sjó- og stríðsvátryggingar.
O. Johnson & K: aber.
Det kgl. oetr. Brandassurance
Kaupmannahöfn
vátryggir: hús, húsgögn, alls-
konar vörnforöa o. s. frv. gegn
eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.
Heima ki. 8—12 f. h. og 2—8 e. h.
i Austursti. 1 (Bdð L. Nielsen)
N. B. NieBen
Brunatryggið hjá » W O L G A * .
Aðalumboðsm. Halldór Eiríksson.
Reykjavík, Pósthólf 385.
Umboðsm. í Hafnarfirði:
kaupm. Daníel Bergmann.
ALLSKONAR
vátryggingar
Tjarnargötu 33. Símar 235 8:429.
Trolle&Rothe
Gunnar Egllson
skipamiðlari,
Tals, 479. Veitusnndi 1 (up; i)
Sjé- Strifls- Brunatryggingar
Skrifstofan opin ki. 10—4.
Trondhjems vátryggingarfélag b.f.
Allskonar brunatryggingar.
AðalumboðsmaðDr
CARL FiNSEN.
SkólRVÖrðH*% 25.
Skrifstofotimi 51/,-— 6’/» sd Talsímí 881
Ræn ing-jaklær
Skáldsaga úr nútíðar sjóhernaði
6 eftir
Övre Richter Frich
— Hún var systir de Nozier baróns
hins mikla hafrannsóknamanns. í
ætt yðar ern hinar mestu visinda-
gáfur og glæpagáfur. Við treystum
yður og væntum góðs af yður,
Ambroise Vilmart. Við höfum haft
vakandi auga með yður. Nú eruð
þér fullþroska og starfið bíður yðar.
Vilmart var á báðum áttum.
— Það er undir atvikum komið,
tautaði hann.
— Nei, svaraði hinn, þér hafið
þegið glæpanáttúruna i arf og for-
lögin getið þér ekki flúið.
Ungi maðurinn kinkaði kolli
ósjálfrátt.
— Eruð þér viss um að það sé
rétt sem þér sögðuð mér um for-
eldra mína? mælti hann. Eg fanst
vafinn innan í silkisjöl . . .
— Á Herstal-torgi ....
— Já, en hveinig vitið þér það?
— Jú það var eg sem lagði yður
par fyrir 21 ári.
4. k a p i t u 1 i.
Trúboðinn jrá Malayta.
Það varð um leið undarlega hljótt
í hinni skitnu veitingastofu. Enginn
hreyfði sig. Hið ókenda vald, sem
stundum læsir i okkur klónum úr
fortíð minninganna, hafði hertekið
þá alla og gerði þá hljóða.
Já, það var svo hljótt, að þegar
Dick Anstey rankaði við sér aftur,
heyrði hann það glögt að einhver
læddist á sokkunum uppi á lofti.
Englendingurinn brosti. Hann
þekti breizkleika mannanna. Nú
vissi hann það upp á hár hvar Jer-
ome gamli var niður kominn. Hann
lá undir rúminu i herbergi númer 8,
og lagði eyrað við rottugatið, sem
var á gólfinu rétt yfir veitingaborð-
inu.
Dick Anstey fór hægt og rólega
ofan í vasa sinn og dró þar upp
litla skammbyssu með töngu og
mjóu hlaupi. Hún var likust barna-
leikfangi og mjög frábrugðin marg-
hleypum þeirn, sem notaðar eru í
hernum. Hann miðaði henni hægt
og gætilega á rottugatið. Það kvað
við ofurlítill hvellur, likt og gelt í
kjölturakka og ofurlitlum blossa brá
fyrir.
Það var auðséð að Englendingur-
inn kunni að halda á þessu vopni,
því að kúlan kom beint í rottugatið
og ofan af loftinu heyrðist vein.
Og fótatak þess, er gekk þar á
sokkaleistunum heyrðist nú greini-
lega og flýtti maðurinn sér afskap-
lega.
Svo varð alt hljótt aftur.
— Nú held eg að við getum talað
saman í næði, mælti Englendingur-
inn og blés púðurreykinn úr skam-
byssu sinni. En það er bezt að
hafa ekki hærra, en nauðsynlegt er.
Og við skulum hraða okkur áður en
forvitni Jeromes verður óttanum
yfirsterkari.
Ambroise Vilmart hafði fleygt sér
niður á trébekk og horfði hugsandi
út um gluggann. Hann var þungur
á svip.
Svo snéri hann sér að manninum
í eikarstólnum.
— Eg þekki yður ekki, mælti
hann og var auðheyrt á röddinni að
honum var mikið niðri fyrir.
Vanskapningurinn kinkaði kolli
og augu hans glóðu eins og hrafn-
tinna.
— Það er rétt, mælti hann þýð-
lega eins og faðir sem huggar barn
sitt .... Tortryggnin er nauð-
synlegur löstnr. Eins og þér sjáið
þá er ytra útlit mitt eigi aðlaðandi.
Og eg hefi engin meðmælabréf i
vösunum. En þér þurfið eigi að
efast um að það sé satt að eg hafi
haft vakandi auga með yður síðan
þér voruð barn. Það var eigi til-
vilvijun ein sem réði því að Theodore
Vilmart fann yður. Við mennirnir
verðnm alt af að hjálpa forlögunum
ofurlítið. Þér voruð lagður rétt fyr-
ir fætur hans.----------Faðir yðar
var vinur minn. Francois Delma
fór ekki almanna vegu. Hann var
blaðamaður í Paris. En það var eigi
honum að skapi.
— Eg hefi heyrt hans getið, mælti
Ambroise.
Vanskapningurinn horfði á hann
með atbygli.
— Jæja, mælti hann gætilega —
þér hafið þá ef til vill heyrt það lika
að hann er horfinn? — Hann hvarf
rétt áður en ófriðurinn hófst.
Belginn hristi höfuðið.
— Hann var drepinn, mælti hinn
enn. Einhversstaðar í Noregi. Mér
eru ekki kunn tildrög þess. Það er
aðeins einn maður, sem veit nokkuð
um það, og hann er nú í Ameriku.
— Hvað heitir hann? spnrði
Ambroise ákafur.
— Það er Hollendingur og hann
heitir Jaap van Huysmann.
Nú varð stundarþögn,