Morgunblaðið - 03.07.1917, Page 3
40KGI/MRLAÐI&
rfjr:-.rrr— ----------------------------..... ........... ...«< :T=
Tapasí f)efir ,Síöddæmper‘
af bifreið okksr, á leiðinni frá Baldurshaga til Reykjavíkur. Finnandi
beðinn að skila stykkinu gegn fundarlaunum.
H.t. Kveldúlfur.
W3*
nn
=€1
F Aðkomumenn. 1
I
f
og aðrir, sem þurfa að íá sér föí eða fataefni, mega
ekki gleyma að líta inn í
Klæðaverzlun H. Antíersen & Sön,
Aðalstræti 16.
Hvergi meira úrval; ávalt nftt með bverri sKipsferð.
i
1^=3E
2E=^I
geti að engu haldi komið gegn kaf-
bátuDum. Þeir sem hallmæltu Car-
sen og flotamálastjórn vorri hafa þó
litla ástæðu til þess, því enginu af
þessum mönnum hefir getað bent á
nokkrar vonir, sem flotastjórnin hef-
ir eigi látið reyna. — Þjóðin verð-
ur að skilja það, að Bretar hafa mist
yfirráðin á hafinu í þeim skilningi
sem tíðkaðist áður ófriðurinn hófst.
Sá þjóðarbiiskapur vor, sem byggist
á því að geta óhult flutt vörur um
sjóinn, er nú liðinn undir lok. Það,
sem vér þurfum nú að gera er að
sníða nú alt eftir þessum breyttu
atvikum og ættum sízt að liggja þeim
á hálsi, sem vernda land vort frá al-
gerðri gJötun.
Fríherra v. Richthofen
er nú frægastur flugmaður í liði
Þjóðverja. í maíbyrjun hafði hann
skotið niður 52 flugvélar fyrir banda-
mönnum og er slíkt einsdæmi. Hann
er 24 ára gamall, laglegur og hinn
gjörfulegasti eftir myndum að dæma.
Sklpasmíði Amerikumanna.
Eins og kunnugt er, hafa Banda-
ríki Ameríku iofað bandamönnum
því að byggja ógrynni skipa og bæta
þannig úr flutningavandræðunum og
skipaleysinu, sem stafar af kafbáta-
hernaðinum. Þjóðverjar spá þvi, að
þeim muni seint ganga skipasmíðin
og jafnvel Englendingar búast við því
að hún geti dregist á langinn. The
Journal of Commerce 19. apr. 1917
fer þessum orðum um málið:
Þó að vér efumst eigi um það, að
frændur vorir i Ameríku muni margt
og mikið 'fyrir oss gera, þá væri
það heimska að vænta bróðurhjálpar
af þeim í skipaleysinu. Þessar þrjár
miljónir smálesta, sem þeir hafa heit-
ið að srníða, er ekkert smáræði, er
þess er gætt, að Bandaríki Ameriku
hafa ætíð staðið að baki oss í skipa-
smíði. — Þótt öll skipin væru bygð
úr stáli en ekki tré, þá væri erfitt
að uppfylla slíkt loforð áður langir
tímar liða. Að vísu er gnægð af
timbri i Bandarikjunum og tréskipa-
smíði hefir aldrei lagst þar niður,
en litilfjörleg hefir hún þó verið.
Ef nú á alt i einu að auka hana
stórkostlega, þá þarf fyrst og fremst
að sjá fyrir miklu vinnuafli og skipa-
smiðir, sem unnið hafa að járnskipa-
smíði, kunna ekki til tréskipasmiða.
Þá má segja sama um allar vélar og
áhöld við skipasmíði. Alt slíkt er nú
miðan við járnskipasmíði og kemur
ekki að haldi ef smíða skal tréskip.
Til þess þarf að koma upp nýjum
vélum og áhöldum og það tekur
bæði tima og fyrirhöfn." Þegar alls
þessa er gætt, segir blaðið, megum
vér ekki vænta þess að þetta göfug-
lynda loforð um ný skip, sem nemi
3 milj. smálesta, verði fljótlega upp-
fylt. Það verður eflaust efnt, en ekki
í bráð, og nú vill einmitt svo óheppi-
lega til, að nú i svipinn liggur oss
mest á og vér verðum að taka það
aftur fram að vér megum ekki gera
oss miklar vonir um að þessi ame-
nksku tréskip geti birgt oss upp af
nauðsynjavörum.
Hindenburg-línan.
Víða er þess getið í þýzkum blöð-
um, að engar þýzkar stöðvar hafi
verið nefndar »Hindenburg-Hnan«.
Segja þau, að bandamenn hafi fundið
þetta nafn upp til þess að gefa það
í skyn, að þeir hefðu tekið þýðingar-
miklar stöðvar og að herstjórn Hind-
enburgs reyndist illa. Aftur hafa þeir
nefnt svæði á vesturvígstöðvunum
»Siegfriedlinu« og hefir hennar verið
getið nokkrum sinnum í fréttum
þeitn, sem hingað hafa borist.
Læknisráö við matarskortí.
Það mun mega teija að hallæri sé
nú i öllum ófriðarlöndunum og mat-
arskortur mikill, Einn af frægustu
læknum Þjóðverja, Emil Abderhalden,
leggur nokkur ráð á til þess að draga
úr þessu fári. Það er ekki alt kom-
'ið undir þvi, segir Abderhalden, að
maturinn sé mikill. Það er engu
þýðingarminna hvernig hann meltist
og nýtist. Það er venjulega drjúgur
hluti fæðunnar, sem ekki meltist og
nýtist því ekki, sérstaklega alt tré-
efni — cellulose. Ef mjöl er illa
malað, og matur miður tilbúinn,
gengur eigi að eins trjáefnið burtu
ómelt, heldur töluvert af öðrum nær-
ingarefnum, kolvetnum og eggjahvftu.
Húsdýrin, sem lifa af jurtafæðu, melta
Ostar! Ostarl
14 tegundir hver annari betri
nýkomnir í
Matarv. Tómasar J ónssonar,
Bankastræti 10.
Uppboðsauglýsing.
Næstkomandi laugardag, þann, 7. þessa mánaðar, kl. 1 e. h. verða
við opinbert uppboð seldar ýmsar
leifar af strandi skipsins ,Shelton Abbey‘,
, svo sem:
bómur, seglpartar, brak, skipsforði o. fl.
Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum.
Skrifstofa Guilbringu- og Kjósarsýslu, 2. júlí 5917.
Magnús Jónsson.
Reglusamur og duglegur maður, sem hefir góða þekkingu á ný-
lenduvöruverzlun, getur fengið stöðu sem forstjóri og meðeigandi
stórrar og arðsamrar veizlunar. Þarf eigi að leggja fram nema lítið fé
fyrst í stað.
Skrifleg tilboð merkt »N. 1917« sendist Morgunbiaðinu.
Beauvais
tdðursuðuvörur eru viðurkendar að vera langbeztar í heirui
Otal heiðurspeninga á sýningum viðsvegar nm heiminn.
• iðjið ætið um Beauvais-niðursuðu. Þá fáið þér verulega góða vöru
Aðalumboðsmenn á Islandi:
O. Johnson & Kaaber.
trjáefni að góðum mun, en hafa aft-
ur mjög löng og margbrotin melt-
ingarfæri. Abderhalden telur að melt-
ingarfæri manna geti þó melt tré-
efni og hagnýtt íæðu miklu betur
en gerist, ef þess sé gætt að matur-
inn sé sírstakleqa vel matreiddur oy
tuqqinn óvenju vel. Bendir hann á,
að löng suða geri hann meltanlegri
og ræður til þess að nota hitageym
á öllum heimilum, að menn verði
að gefa sér góðan tíma til borð-
halds og tyggja mat sinn miklu bet-
ur en gerist. Sé þessum ráðum hlýtt
segir hann, að spara meigi mat að
drjúgum mun og vera þó engu
miður haldinn en annars.
$ ^ffinna
Drengur, stór og duglegur, óskast
nú þegar i Kjötbúðina Ingólfshvoli.
Heilsugóð og dugleg stúlka, sem
er vön öllum innanhúsverkum ósk-
ast nú þegar í vist á Smiðjustig 13.
Mikið úrval af sauðskinnum og
kálfskinnum næstu daga á Njálsg. 36
Reipi til sölu á Begstaðarstræti 17.