Morgunblaðið - 07.07.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.1917, Blaðsíða 2
2 MOKGUNBÍ.AÐIÍ' Erl. símfregnir. Frá fréttaritara fsafoldar og Morgunbl. Khöfn 5. júH Þjóöverjar hafa hafiö á- kafa sókn á Calitorníu-há- slóttunm. ölláhlaupþeirra haia verið árangurslaus og mannfall þeirra er gífur- legt. Sókn Bússa heldur enn áfram. Áköt orusta stend- ur nú yfir í nánd viö Brody. Það voru Finnar, sem komu upp um sprengiefna- birgðar Þjóðverja í Kristi- aníu. Róstur miklar hata orð- ið í Amsterdam út af jarð- eplaskorti. Uppreistin í Kína magn- ast. Herlið mikið er á leið- inni til Peking. Frá alþingi. E.d. 6. júlí. Laqajrunivarp um sjúkrasamlög; tekið út af dagskrá. Skipun bjarqrdðanefndar; þ.ál.till., ein umr. Framsögnm. Sig. Eggerz. Orða- hnippingar urðu með honum og M. Kristjánssyni út af bráðabirgða-að- gerðum þingsins 1915 o. fl. Kosnir voru í bjargráðanefnd með hlutfalls- kosningu: Jóhannes Jóhannesson, Sig. Eggerz, Guðj. Guðlaugsson, Karl Einarsson og Guðm. Ólafsson með hlutkesti milli hans og Magn- úsar Kristjánssonar. Frv. um sölu á 7 hundr. i jörðinni Tunqu til Isafjarðar; 1. nmr. Vísað til 2. umr. og til landbúnaðarnefndar. Frv. um sameininq Isajjarðar 0% Eyrarhrepps; 1. umr. Flm. Magnús Torfason. Guðj. Guðl. andmælti frv. harð- lega og vildi fella það frá 2. umr. M. T. sótti málið fast. Vísað til 2. umr. með 7 : 1 atkv. og til allsherjarn. með 8 atkv. Frv. um eitfnanám, ásamt heimild fyrir btejarstjórn Isajj. á lóðum og mannvirkjum undir hajnarbryggju; 1. umr. Vísað til 2. umr. með 10 shlj. atkv. og til allsh.nefndar. Frv. um stakkun verzlunarlóðar Isajjarðar; 1. umr. Vísað til 2. umr. og sömu nefndar. Dansleik heldur lúðrafél. »Harpa* á íþróttavellinutr, annað kvöld kl. 9, ef veður leyfir. Nógar veitingar! Bæjarstjórnarfundur var haldinn í Good-Terrsplarahúsinu í fyrradag. Sátu hann allir bæjar- fulltrúar uema Thor Jensen (sem er erlendis), Sveinn Björnsson (á ferða- lagi) og Magnús Helgason (h'afði forföll). Mótekja Keflvikinga. Oddv ti hreppsnefndatinnar í Kefla- víkurhreppi hafði farið fram á að fá leigt land í Fossvogi til mótekju í sumar, alt að 2000 hesta af mó. Fasteignanefnd lagði til að leyfið yrði veitt og samþykti bæjarstjórn það gegn 5 aura borgun fyrir hvern hest af mó. Dýrtiðaruppbót Skrá yfir dýrtíðaruppbót til starfs- manna bæjarins var lögð fram. nemur upphæðin alls 16.481 kr. 82 aur. — Þegar áður veitt dýrtíðar- uppbót er frá dregin. Samþykti bæjarstjórnin að veita dýrtíðarupp- bótina. Laugakeyrslan. Borgarstjóri skýrði frá þvi hvernig gengið hefði með keyrslu á þvotti í Jaugarnar og að reynsla væri þegar fengin fyrir því, að keyrslugjaldið væri alt of lágt. Samþykti bæjar- stjórnin tillögur dýrtíðarnefndar um að hækka gjaldið upp í 3 aura fyrir hvert kíló. Til 1. júlí kostaði það i1/* eyri kilóið. Mulningsvél. Karel Hjörtþórsson haíði boðið bæjarstjórninni forkaupsrétt að »loko- mobil« ásamt tilheyrandi mulnings- vél fyrir samtals 30 þús. kr. Bæjar- stjórnin vildi ekki neyta forkaups- réttarins með þeim kjörum, sem Karel bauð. Eftirlaun. Magnúsi Magnússyni fyrv. sótara var veittur eftirlaunastyrkur og hann ákveðinn fyrst um sinn 10 kr. á mánuði. HjálpræOisherinn. Forstjóri hersins hafði sent bæjar- stjórn beiðni um styrk til gistihælis- ins (sjómannaheimilisins), annað- hvort árlegan styrk í 5 ár eða í eitt- skifti fyrir öll. Fjárhagsnefndin var mjög hlynt þvi að styrkja þessa þörfu stofnun, en gat þó ekki lagt til að styrkur yrði veittur á þessu ári, en að tillit til beiðninnar væri tekið þegar næsta fjárhagsáætlun yrði gerð, fyrir árið 1918. Samþykti bæjarstjórnin tillögur fjárhagsnefnd- ar í þessu efni. Brunabótavirðingar. Geymsluhúsj H. Benediktssonar stórkaupmanns', á hafnaruppfylling- unni kr. 17.850, hús Sighvats Bjarnasonar bankastjóra nr. 2 við Amtmannsstíg kr. 39.869, hús Tóns Þóratinssonar nr. 10 A við Vatns- stíg kr. 18245 ^ús Páls Árna- sonar lögregluþjóns nr. 8 við Skóla- vörðustíg kr. 11 569, Hans Petersen & H. Gunnlögsson við Vestur- götu 20, kr. 81.184. Þorvatdur Björnsson. Samkværnt beiðni hans var hon- um veitt lausn frá staifa sínum frá 1. sept. næstkomandi. Hafði yfir- lögregluþjónninn beiðst eftirlauua úr bæjarsjóði, þar sem hann hefir starf- að fyiir bæinn í nærfelt 30 ái með litlum launum. Eftir tillögu borgar- stjóra var ákveðið að greiða honum full eftirlaun til ársloka og var fjár. hagsnefnd falið að koma fram með tillögur um eftirlaun hans. í sambandi við lausnarbeiðni Þor- valdar Björnssonar bar borgarstjóri fram þá tillfigu að kosin yrði þriggja manna nefnd til að koma fram með tillögur um verksvið vænt- anlegs lögreglumanns í stað Þor- valdar. Var sú tillaga samþykt og í nefndina kosnir auk borgarstjóra þeir Sveinn Björnsson og Jón Þorláks- son. Skólanefnd. í hana Voru kosin þau Jón Þor- láksson, frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Zimsen borgarstjóri, Þorvarður Þor- varðsson og Ólafur Ólafsson frí- kirkjuprestnr. Söluturninn. Einar Gunnarsson hafði sent bæjar- stjórninni beiðni um að meiga láta Söluturninn á Lækjartorgi standa óhreyfðan meðan heimsstyrjöldin stendur. Vildi bæjarstjórnin ekki veita þetta leyfi. Var felt með 6 atkv. samhljóða. Loks var eitt mál rætt fyrir lukt- um dyrum. 1 dagbok B T al s í m a r Alþingis: 354 þingmannasími. Um þetta númer þurfa þeir að biðja, er œtla að nd tali af þingmönnum í Alþingit- húsinu í sima. 4J1 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. Umsjónarmenn við Þvottalaugarnar hefir bæjarstjórnin ráðið tvo. Eru það þeir Bjarni Bjarnason og Þórarinn Jóns- son. Hefir verið útbúið erindisbróf fyr- ir þá. Eiga þeir að hafa eftirlit með húsum, girðingum og öðrum mann- virkjum og munum bæjarins þar á staðnum. Ennfremur veita umsjónar- menn móttöku þvotti, sem bæjarstjórn- In lætur fJytja þangað og annast af- hendingu hans aftur. Dagskrá efri deildar í dag kl. 1. Jarðarför mannsins míns sál. Jéns Sigurðs- sonar frá Syðstu-Mörk, fer fram nk. mánu- dag hinn 9. júlí. Hefst hún með húskveðju á heimili hans i Hafnarfirði kl. II‘/3 f. m. og fer siðan fram kl. 3 siðd. frá Frikirkjunni i Reykjavik. Sigriður Jónsdóttir. Frv. til laga um bæjarstjórn ísafjarðar;. 1. umr. Leyndarmál hertogans, hin ágæta ueðanmálssaga. Morgunbiaðsins er kom- in út sórprentuð. Fæst á afgreiðslunni. 25 ára þjónustuafmæli á Rebekka Jónsdóttir hjá Helga Teitssyni hafn- sögumanni í dag. Súlan fór hóðan í fyrrakvöld norður til Siglufjarðar og Akureyrar. Fjöldi fólks fór með skipinu. Búnaðarþing hefir staðið hór und- anfarna daga. Forsetaskifti urðu þar; fór Guðmundur Heigason frá en Eggert Briem í Viðey var kjörinn forseti. Þórunn Björnsdóttir Ijósmóðir er nýkomin aftur til bæjarins úr ferðalagi austur um sýsiur. Er þetta fyrsta sumarhvíldin, sem Þórunn hefir unnað sór í þau 20 ár, sem hún hefir gegnt starfa sínum hór í bæ.. >Von« hót seglskip, sem verið hefir í förum fyrir verzl. Einarshöfn (Lefolil) á Eyrarbakka undanfarin ár. Fregn hefir komið hingað um það, að það skip hafi verið kafskotið af þýzkum kafbáti, er það var á leið hingað með kolafarm frá Bretlandi. — Saga skips þessa er töluvert raunaleg. Það fór héðan f septembermánuði síðastliðnura áleiðis til Spánar með saltfiskfarm. Var það þá tekið af Bretum og flutt til hafnar til rannsóknar. Lá þar lengi en var loks slept aftur með því skilyrði að það flytti aftur saltfarm til Bretlands frá Spánl. Eigandi skipsins, sem ekkl vissi um skilyrði Breta, kvað að sögn hafa verið búinn að ráðstafa skipinu til annars flutnings frá Spáni til Dan- merkur, en varð auðvitað að ganga frá því — þó tæplega skaðabótalaust. »Von« komst uú heilu og höldnu til Bretlands með saltfarminn í febrúar- mánuði og þar hefir það legið þangað til nú fyrir skömmu, að það hélt hing- að alaiðis með kolafarminn. Var það >eina vonin« Eyrbekkinga um kola- flutning þangað frá útlöndum. Messað á morgun í frfkirkjunni i Hafnarfirði kl. 12 á hád., síra 01. 01., og f frfkirkjunni í Rvík kl. 5 síðd., síra 01. 01. Are, flutningaskip Elíasar Stefáns- sonar er komið til Eyjafjarðar. Flyt- ur það tunnur og salt þangað, sem Elías og Kveldúlfur eiga. Afli er nú ágætur á degi hverjum hér úti á Sviði. Mjög fáir samt sem sjóróðra stunda. Fálkinn brá sór til Færeyja um daginn frá Austfjöiðum til þess að sækja þangað um 80 Færeyinga, sem fiskveiðar ætla að stunda frá Austfjörð- um f sumar. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.