Morgunblaðið - 08.08.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.08.1917, Blaðsíða 3
MORGUN BL AÐIÐ 3 DAGBOK Afmæli í ia«: Ástriður Guðbrandsdóttir, hÚBÍrú. Guðrún Sigurðsson, húsfrú. Jenny Forberg, húafrú. Tal8Ímar Alþingis: 854 þingmannasími. Um þetta númer þurfa þeir aö biðja, er œtla að nd tali af þingmönnum í Alþingis- húsinu i síma. 411 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. Sterling fór frá Kaupmannahöfn á laugardaginn og er sagt að með skip- inu komi hingað 75 farþegar. Botnia var ekki komin til Fáskrúðs« fjarðar í gœr. Er haldið að þokur muni tefja hana, því að ólíkiegra er hitt að hún hafi verið tekin. Rigning var hór í gær. Hafa nú þurkleysurnar staðið í nær þrjár vikur samfleytt. Töður bænda liggja undir skemdum og lítið betur faruar heldur en í fyrra. Dagskrá neðri deildar í dag kl. 1. 1. Frv. um skiftingu bæjarfógetaem- bættisins í Reykjavík; 3. umr. 2. Frv. um rekstrarkostnað síma- stöðvar; 3. umr. 3. Frv. um hækkun oddvitaiauna og s/slunefndarmanna; 3. umr. 4. Frv. um Eiðaskólgnn; 3. umr. 5. Frv. um sölu á Tungu; 2. umr. 6. Frv. um varnarþing í einkamál um; 2. umr. 7. Frv. um kosningarrótt þurfa- manna (mannfjölgunarfrumvarpið); 2. umr. 8. Frv. til fjáraukalaga 1916 og 1917; frh. 1. umr. 9- Frv. um prestsmötu; 1. umr. 10. Frv. um sölu á Höfnum i Húna- vatnssýslu; 1. umr. 11. Frv. um lokunartíma sölúbúða í Rvík; 1. umr. 12. Frv. um frestun á framkvæmd bjargráðasjóðslaganna; 1. umr. 13. Frv. um sölu Helgustaða og Sig- mundarhúsa; 1. umr. 14. Frv. um samþyktir um lokunar- tíma sölubúða í kaupstöðum (213); 1. umr. 15. Frv. um brýr á Hofsá og Selá; 1. umr. 16. Frv. um útflutningsgjald af síld; 1. umr. Dagskrá efri deildar í dag kl. 1. 1. Frv. um löggilding Bakka í Borgarfirði austur; 3. umr. 2. Frv. um mælitæki og vogaráhöld; „ * 3. umr. 3. Frv. um fiskiveiðasamþyktir og lendingarsjóði; 2. umr. 4. Frv. um breyting á lögum um fasteignamat; frh. 2. umr. 5. Frv. um eignarnám eða leigu brauðgerðarhúpa; 2. umr. 6. Frv. um íslenzkan fána (Ef deild- in leyfir); 1. umr. 7. Þingsál.till. um stofnun *g slit hjúskapar o. fl.; ein umr. Sæborg, fiskisklp H. P. Duus, kom hingað í gærmorgun með 29 þúsund af fiski. Um|20 seglskip liggja hór á höfn- Jnni. Hafa líklega aldrei verið saman- komln jafn mörg flutningaekip hór etes og nú. Frá aðalherbúðjm Þjóðverja. * .......... '.'H.Vi; Hindenburg, Vilhjálmur keisari og Ludendorff sitja||á^jherráðstefnu. A borðinu fyrir framan sig hafa þeir kort af vígstöðvunum og rHinden- burg útskýiir fyrir keisaranum fyrirætlanir sínar. — Samkvæmt nýlega komnum símfregnum er síðasta fyrirætlun Hiudenburgs sú, að gersigra her Rússa á tveimur mánuðum. H F Dvergur trésmíðaverksmiðjaogtimurverzlun|Hafnarfjarðar Flygenring & Co. selur hurðir, glugga, lista og annað, sem að husabyggingum lýtur. Yólar verksmiðju íólagsins ganga fyrir ódýru afli — vatnsafli — og getur það þvi boðið betri kaup en almennt gerist. Sundmaga kaupir hæsta verði af kaupmönnum og kaupfélögum Þórður Bjarnason, Vonarstræti 12. Tðbakshúsið, Lvg. 12, selur: Vindla, Cigarettur, Reyktóbak, Smávindla margar tegundir. Atsúkkulaði, Brjóstsykur, Karamellur, og margt fleira. Friðarskilmálar Austurrikismanna. Austurríksku jafnaðarmennirnir, sem sátu friðarfundinn i Stokkhólmi, settu fram þessa friðarskilmála fyrir sitt leyti: Engiu sundurlimun skal eiga sér stað í miðri álfunni, austanverðri eða að suðaust.m. Pað mun að eins verða til þess að auka landagrægði hinna stærri ríkja. Austurríki vill semja frið án landvinninga. — Allar þjóðir bera jafna ábyrgð á stríðinu og frið verður að semja þannig að enginn þurfi að greiða neinar skaða- bætur. — Jafnaðarmennirnir eru á móti innlimun Belgíu. Þeir vilja að Serbía verði fullkomlega sjálfstæð og nái til hafs ásamt Montenegro. — Balkanríkin ættu að gera með sér samning og leiða Balkandeiluna þann- ig til lykta að allir meigi vel við una. Slavnesku löndin syðstu og hjálendur Austurrikis, Bosnia þar með talin, skulu framvegis heyra undir krúnu Austurrikis. Finnland og hið rússneska Pólland skulu verða sjálf- stæð riki. Pólverjar í Galizíu og Prússlandi eiga að fá fult eigið for- ræði i þýzka og austurrikska ríkinu og einnig Rútenar. Sennilegt er að Mið- ríkin muni geta leitt pólska málið vel til lykta, þannig að Pólland verði algerlega sjálfstætt riki. — Um það að þetta strið sé háð fyrir rétti smá- þjóðanna segja þeir ekki annað en það, að Austurríki hafi alt af lagt sjálfstæði smáríkjanna lið. Aðalatriðin í friðarskilmálum era þó þau, er snerta fjárhagshliðina, um framþróun alþjóðaréttar, endurreist verzlunarfrelsi um öil höf og lönd, frjálsan aðgang að öllum nýlendum, um það að alþjóðastjórn sé kjörin til þess að sjá um allar verzlunar- leiðir á höfunum og skipaskurði, járn- brautalagning allra þjóða i félagi og undir allra þjóða stjórn. — Jafnaðar- mennirnir mótmæla hinni fjárhags- legu hernaðarstefnu, sem var fram sett af Parisarherstefnunni 1916. Vegna þess að ófriður þessi hefir upphafið allar tryggingar sjóréttarins þykir þeim ástæða til þess að hverfa aftur að þeim grundvallaratriðum, er voru framsett i Parisarfriðarsamþykt- inni 1856, þar sem bannað er að hertaka skip og vopna kaupför, um afnám skipatökudóms, takmörkun á. bannvöru, þannig að allar hrávörur til matar og fata séu banni undan- þegnar, takmörkun á hafnbannsrétti, bann gegn þvi að gera nokkuð af hafinu að ófriðarsvæði og takmörkun þeirra vopna, sem,hægt er að nota i sjó og lofthernaði. Þeir eru fylgj- andi þeirri stefnu sem komið hefir fram á fundunum i Haag, að tak- marka herbúnað bæði á sjó og landi, jafn vel að vopn séu algerlega lögð niður. Þeir vilja að kvaddur sé sam- an alþjóðafundur og telja það skyldu allra jafnaðarmanna að senda þangað fulltrúa. | TJííf dgætis vðrur. Verðið ídgí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.