Morgunblaðið - 07.09.1917, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 07.09.1917, Qupperneq 3
MOKGIW8LAÐIÐ 3 á 0.75 og 0.80 pr. kilo, íæst nú daglega i smisölu í Matar- deildiuni í Haiuarstræti í Sláturliásinu við Lindargötu í heilum kroppum á 0.70 pr. J/a kilo. Sláíurjálag Suéurlanés. E.s. Sterli fer héðan i strandferð austur og norður um iand 18. september kl. 9 árdegis, og kemur við á þessum höfnum: Vestmannaeyjum, Djúpavogi (ef veður leyfir), Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði, Húsavík, Akureyri, Siglufirði, Sauðárkróki, Blöndu- ósi, Hvammstanga, Borðeyri, Hólmavík og Isafirði. Þaðan beint til Reykjavíkur. Tekið á móti vörum: Fimtudaginn 13. september til ísafjarðar, Hólmavíkur, Borðeyrar og Hvammstanga. Föstudaginn 14. september til Blönduóss, Sauðárkróks. Siglufjarðar, Akureyrar og Húsavíkur. Laugardaginn 15. september til Seyðisfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Djúpavogs og Vestmannaeyja. H.f. Eimskipafélag Islands. irspurn til léttra hlutaðeigenda, hvort skólastjórar og kennarar meigi vera heyrnarlausir — hvort slíkir mer.n séu hæfir til þes; staffa er landið hefir faiið þeim. Jón Maanússon skipstjóii. Talsímar Alþ i n g i s: 854 þinginannasími, Um þetta númer þurfa þeir að biðja, er œtla að ná tali af þingmönnum í Alþingis- húsinu i síma. 411 skjala&fgreiðMÍa. 61 Bkritatofa. Afrnæli í dag: Bergur Þorleifsson, söðlasm. Lárus Fjeldsted, yfirdómslögmaður. Theodór Sigurðsson, verzlm. Tómas Jótisson, kaupm. Hjónaefni. N/lega hafa opinberað trúlofun sína Stefán Kristinsson verzl- unarmaður og Elín Magnúsdóttir verzl- unarmœr. Bifreið ók á götuljóskerið hjá bruna- stöðiuni i gœrmorgun og braut það. st. Snnneva heitir brezkt flutn- ingaskip, sem kom hingað í fyrrakvöld með vörur. Er þetta eitt leiguskipa Andrósar Guðmundssonar í Leith og hefir farið 3 ferðir til Norðurlandsins í sumar. Árekstur varð milli bifreiðar og reið- hjóls í Bankastrœti i fyrrakvöld. Hjólreiðamaðurinn meiddist dálítið. Dagskrá neðri deildar í dag kl. 1 1. Frv. um breyting á stjórn Lands- bankans; 3. umr. 2. Frv. um húsmæðraskóla á Norð- urlandi; 2. umr. 3. Till. um verð á landssjóðsvöru; frh. einnar umr. 4. Till. um vegamál; fyrri umr. 5. °Till. um vlnslu á mó og kolum; fyrri umr. 6. Till. um skilyrði fyrir styrk til Búnaðarfólaga; ein umr. 7. Till. um uppeldlsmál; ein umr. Dagskrá efri deiidar i dag kl. 1. 1. Frv. um fiskiveiðasamþyktir og lendingasjóði; ein umr. 2. Frv. um útniælingar lóða; ein umr. 3. Frv. um samþyktir um kornforða- búr; 3. umr. , 4. Frv. um samþ. *á landsreikniug- unum; 2. umr. 5. Till. um landsreikningana; fyrri umr. Ur efri deild í gær. Fiv. um slysatrygging sjómanna; ein umr. Frms, Maqnús Kristjánsson gladdist af því, að Nd. hefði fallist á breyt- ingar þær á stjórnarfrumvarpinu, er Ed. hafði gert. Viðauki sá, er Nd. hefir skeytt við frv. þótti honum að vísu varhugaverður, en vildi þó ekki stofna málinu í hættu með því að fara nú enn að breyta til. Frv. samþ. með 12 shlj. atkv. og afgr. sem lög frá Alþingi. Frv. um breyting á lögum um bæjarstjórn á Akureyri; ein umr. Samþ. og afgr. sem lög frá Al- þingi. Frv. um breyting á i. gr. tollaga; ein umr. Neðri deild haíði sett nftur inn#i frv. hækkun á tóbakstolli, sem Ed. hafði felt burt. Frsm., Halldór Steinsson, mótmælti þessuna*uppvakning, en fjármálarád- herra (S. E.) mælti eindregið með þvi, að hækkunin fengi að standa. Rakti hann það með töflum og töl- vísi, hver þörf landinu væri á tekjum og hve viðurhlutamikið það væri af Ed. að vera si og æ að draga úr eða kippa burt tekjuaukatillögum, sem komnar væru frá hinni déild- inni, en setja ekkert í staðinn. Svo fór samt, að samþ. var að fella burt aftur tóbakstollinn, með 9 : 3 atkv. Tillaga frá Magnúsi Torfasynium að hækka vindlatoll upp i 8 kr. á kílóið (úr 6 kr. í frv.) var feld með 8: 2 atkv. Frv. samþ., með áorðinni breyt- ingu, með 9 : 3 atkv. og málið áfgr. til sameinaðs þings. Piano óskast til leigu frá 1. október til 14. mai. Ritstj. vísar á. Tvö herbergi og eldhús hefi eg verið beðinn að útvega frá x. október handa barnlausum hjón- um. Há leiga. C. Proppé. Frv. um rekstur loftskeytastöðva, á íalsndi; 2. umr. Enginn tók til má!s. Frv. samþ. og vísað til 3. umr. í einu hljóði. Jafnaðarvöruverð. Eg sé af blöðunum að þingmenn vilja fá vörur sínar hjá landssjóði með sama verði kringum alt landið, en þetta er röng hugsun, sprottin af eigingirni og jafnaðarmensku, sem nú ætlar að kæfa landið. Eins og menn við Eyjafjörð, Blönduós og Húsavík geta heimtað vöruna með sama verði, sem hún er í Reykjavík flutt frá fjarlægum löndum í stóru skipi, þá geta með sama rétti bænd- ur í Arnes-, Rangárvalla- og Skafta- fellssýslum, heimtað vöru sína heim til sín jafn ódýra og menn fá alment í Mosfellssveit. Með öðrum orðum fengið borgaðan mismunandi flutn- ingskostnað heim til sin. í öllum heiminum er vöruverð og flutningsgjald mismunandi, eftir vega- lengdum, sem þarf að flytja vöruna. Flutningsgjaldið á vörum frá Amer- iku er dýrara en frá Englandi vegna vegalengdar. Þegar stórt skip kemur frá Amer- íku með mikinn farm, verður hann mörg þúsund krónum dýrari ef hann er fluttur á fimm staði, heldur en væri hann affermdur á einum stað. Því er það, að ef varan á að vera jafn dýr á öllum fimm stöðunum, þá greiða t. d. Sunnlendingar hærra verð fyrir þær vörur, sem þeir fá, en heir þyrftu, til þess að Norðlend- ingar og Vestfirðingar fái sinar vör- ur ódýrari. Eftir sömu jafnaðarhugmyndinni þyrfti svo að greiða flutningsgjald frá nefndum 5 stöðum til allra smærri kauptúna, liklega úr landssjóði. Málafjöldinn, misjafnlega undirbú- inn, er svo mikill á þessu þingi, að fyrir þingmönnum fer líkt og ára- lausum báti í hringiðu, sem snýst í kringum sjálfan sig. Eg held að menn freistist til þess að kalla þetta þing hringiðuþing. X.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.