Morgunblaðið - 16.10.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1917, Blaðsíða 1
f»riðjudag 16. okt. 1917 M0R6DNBLAÐID 4. árgangjr 343. tðlublað ísafoldarprentsmiðja AfgreiðslDsími nr. 500 \t> Jlúja Bíó <J Evelyn fagra. Skinandi fall?gur sjónleikur í 4 þáttum. Aðalhlutverkin leika Rita Ssicciietto, Henry Seemann, Marie Dinesen og Philip Bech. Kvikmynd þessi er talin með hinum alira beztu, sem Nordisk Films Go, hefir tekið. — Og lengi munu menn minnast hins snildarlega leiks Ritu Sacchetto, sem leikur hér Evelyn hina fögru. Sýning stendur yfir hátt á aðra klukknstund. Tölusett sæti. Verzlunarsköli Islands. Tveir af þeim, sem neitað var upptöku í neðri dcild, geta nú koniist að. Þeir ganga fyrir sem verið hafa við verzlun. Umsóknir séu komnar fyrir næsta fimtudag. 15. október 1917. Helgi Jónsson. Síúíha osRast i vist nú þegar. Laura Clausen, Laugavegi 20. Kvennaskólinn verður settur fiimtudagiun 18. þ. m. ki. 12 á hád. Ingibjörg H. Bjarnason. Innilegasta þakklæti til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlut- tekningu viO andlát og jarðarför konunnar minnar, Sigriðar M. Blöndal. I nafní mín og sona minna og annara ættingja. Stafholtsey 13. okt. 1917. Jón Blöndal. Danskensia. Fyrsta dansæfing verður í kvöld kl. 9 i Iðnó. Ef fleiri ætla sér að læra, geri þeir svo vel að koma þangað. Sfefania Guðmundsdóffir. RitstjÖrnarsími nr. 500 BI0| |B10 Gullslangan. | Afarspennandi og áhrifamikill íeynilögreglusjóuleikur í 3 þátt- um, 100 atriðum. Það er falleg og vel leikin mynd, um heilaga gullslöngu og indverska leynifél. í London. Erl. simfregnir frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Khöfn, 14. okt. Þjóðverjar hafa sett her- iið á land í Dagö og Ey- sýslu (0sel). Búist er við að afleiðing þess veiði sú, að Rússar þurfl að hðrla enn lengra undan á Ríga- vígstöðvunum. Ribot hefir lýst yfir því að Frakkar heimti að fá Elsass-Lothringen. Capelle flotaforingi Djóð- verja hefir farið frá. Rigningar hindra hern- aðarframkvæmdir í Flan- dern. Neðrí deild brezka þings- ins gerir ráð fyrir því að komið verði á matar- skðmtun meðal allra bandamanna. Fulltrúar Rauða-kross- ins í Þýzkalandi, Austur- ríki og Rússlandi eiga nú fund með sér í Amalien- borg. Atvinnubæturnar og Landsspitalinn. Lögin um almenna dýrtíðarhjálp og atvinnubætur eru staðfest af kon- nngi. Stjórnin hefir valið nefnd manna sér til aðstoðar við það að lögin nái tilgangi sinum. Og vér höfum fyrir satt að þegar sé farið að undirbúa það að veita mönnum atvinnu. Samkvæmt lögunum á að vinna að undifbúningi á þvi að reisa stór- Ritstjóri: Vilhjálmur Fmsen Hraðritun, vélritun, ensku, dönsku, reikning o. fl., kennir Vilhelm Jakobsson Hverfisgötu 43. hýsi þau, sem fyrirsjáanlegt er að þarf að reisa hér á næstu árum. Þegar um það er að ræða hvaða hús þarf að reisa hér, þá eru það aðallega tvö, sem vér hyggjum að fyrst verði að hugsa um. Það er háskólinn og landsspítalinn. Háskólanum hefir þegar verið val- inn staður, en það mun alls óráðið hvernig hann á að verða. Vitum vér eigi til að neinn uppdráttur hafi verið gerður að honum, nema hvað Rögnvaldur heitinn Ólafsson gerði einu sinni að gamni sínu uppdrátt að íslenzkum háskóla. Vitum vér eigi hvort yfirvöldin hafa séð þann uppdrátt, eða hvort þau mundu sam- þykkja hann. En landsspítalanum hefir eigi enn verið valinn staður og vita menn þó, að bráðnauðsynlegt er að honum sé komið upp sem allra fyrst. Og nú er tækifærið til þess að hefjast handa með það að reisa hann. Talsvert fé hefir safnast til spítalans og stjórnin hefir fengiðjjheimild til þess að und- irbúa smíði hans eða j;fullgera það alveg. Það; er nauðsynlegt"að nú þegar sé ákveðið hvar Landsspitalinn á að standa. Búumst vér við því að bæj- arstjórn® Reykjavíkur muni láta hann hafa ókeypis lóð. Og svo er að vinna að því að flytjajjbyggingarefni á þaun stað. Það má gera í vetur. Nú sem stendur er lítið til af út- lendu byggingarefni 1 landinu, en landið sjálft á nóg byggingarefni. Nóg er til af grjótinu. Og það segja oss þeir menn, sem vit hafa á, að nú muni ódýrara að reisa hús úr höggnum islenzkum grásteini, heldur en úr sementsteypu, sem er hið venju- legasta byggingarefni hér. Það væri skemtilegt að landsspítali íslands yrði bygður úr islenzku byggingarefni. Sá kostur fylgir þvi lika, að þá má vinna að húsinu bæði vetur og sum- ar, höggva grjót og kljúfa, flytja það þangað sem spitalinn á að standa, grafa kjallara og hlaða veggi. Við það starf mætti áreiðanlega veita 100 manns atvinnu í vetur. Vonum vér að dýrtiðarnefndin og stjórnin láti það verða eitthvert fyrsta verkið, að undirbúa landsspitalabygg- ingu. Það er i alþjóðarþágu að spital- inn komist upþ sem fyrst. Og nú er timi til þess að byrja á verkinu. Taki nú allir höndum saman, land- stjórn, dýrtiðarnefnd, bæjarstjórn, landlæknir og stjórn landsspitalasjóð- sins til þess að alt geti gengið sem greiðast um allan undirbúning! „Kópur“sokkinn. Menn komust allir af. Aðfaranótt laugardags sökk »Kóp- ur« selveiðaskip hlutafélagsins Kópur á Tálknafirði sunnan við Krisu- vikurbjarg. Kom svo ákafur leki að skipinu skyndilega að dælur þess höfðu eigi við- Skipverjar stóðu í austri i þrjár stundarfjórðunga, en sáu þá að ekkert viðlit var að koma skipinu til hafnar. Afréð skipstj óri þá að yfirgefa skiptð og fóru allir i skipsbátinn og komust nauðulega á brott áður en skipið sökk. EDgu fengu þeir bjargað af farangri sín- um. Báturinn náði landi í Krísuvik eftir allmikla hrakninga, þvi að veðurvar hvast og sjór talsverður. Var það þó mildi að veðrið skyldi eigi vera verra, því að þá hefðu þeir allir farist. 'Eigi er kunnugt, þá er þetta er rkað, hvernig á því stendur að þessi mikli leki skyldi koma að skipinu svona skyndilega. En það er ætlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.