Morgunblaðið - 30.10.1917, Page 2

Morgunblaðið - 30.10.1917, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Bnjónum einum saman á túnum og grasblettum um bæinn. Eftir- litið yrði dýrast. En það má heita óhjákvæmilegt, að minsta kosti þar sem fjölsóttast yrði, til þess að halda reglu og afstýra slysum. Þá er skautasvellið. Eg minnist á það, af því að það er svo ná- tengt þessu sleðamáli. Ekki er síður ástæoa til að sjá börnunum fyrir skautasvelli, en það verður því að eins, að allmikið só gert til þess að halda því við, af því veðurfarið er svo stopult hér. En á skautasvellinu má láta börnin eiga sig. Það er ein hin hollasta og feg- ursta skemtun að fara á skautum, og það má teljast brýnasta vel- ferðarmál, að sjá börnum bæjar- ins fyrir skautasveili, eítir því sem föng eru á. Nú er svo kom- ið, að íshúsin hafa lagt mndir sig alla tjörnina, og það svo gersam- lega, að Skautafélagið mun út- lægt þaðan. Ekki verður það lastað, þó að bjárgráðastofnanir gangi fyrir íþróttum, og mun þó mörgum finn- ast, fleirum en skautamönnum, að nú gerÍBt næsta matarlegt kring- um tjörnina. Tjarnarbakkinn eystri er orðinn að einu samfeldu naináfemerki um Ola gamla á Heiði og lifskoðun hans. íshúsið, grátt og gluggalaust, hefir þar mesta virðing; Frikirkjan gengur næst,þáBarnaskólinn, enKvenna- skólinn að húsabaki: »Fyrst er maturinn, svo guðs orð, svo eitt- hvað i skrift og reikningi, og svo ofurlítið af ást — —«. Bæjarstjórnin hefir stöku sinn- um að undanförnu látið gera eða laga til skautasvell á tjörninni handa börnum, og er það lofs- vert. En hún ætti að gera betur. Hún ætti að telja sér skylt að halda við að staðaldri einhverjum bletti handa börnunum til skauta- ferða, og ætti íshúsunum að vera það meinalaust, að láta bæjar- stjórninni eftir einhvern skika af tjörninni til þeirra nota. Skautafélagið er á hrakningum og mun ætla að hola sér niður á Austurvelli í vetur, ef bæjarstjórn- in lofar. En þó að það gangi alt að óskum, eru börnin yfirleitt litlu nær, vegna þrengsla þar og kostnaðar við að nota það svell að jafnaði. Og svo er það ekki opið nema á kvöldin. Bæjarstjórnin lét einu sinni þá kvöð fylgja Austurvelli, að börn ættu frjáls afnot af svellinu fyrri hluta dags. Skautafélagið gekk frá því, sem vonlegt var, því að slíkt mundi valda því, að svellið væri ónýtt orðið að kvöldinu. En félagið er nú einu sinni stofnað til skemtunar meir en til líknar- starfsemi. Og sú viðleitni þess, að halda uppi skautabraut og greiða fyrir skautaferðum, er góðra gjalda verð. Bæjarstjórnin ætti að telja sér skylt að gera því sem hægast fyrir, og hún má ekki vænta þess, að geta komið börnunum af sér yfir á félagið. t Þessi litt velkomni vetur kem- ur í fyrra lagi, og mun fara sínu fram, þrátt fyrir allar harma- tölur. Einhver happadrýgsta vörn- in gegn kuldanum, og sú sem mest manndá? er í, er skynsam- leg útivist. Innisetan mun verða mörgu barninu köld í vetur, og skólanám er með minsta móti. Nú er því miklu brýnni nauðsyn en áður, að greiða sem mest fyrir útileikum barnanna. Og þá er fyrst og frerast að sjá þeim fyrir sleðabrekkum og skautasvelli, að laða þau til hollra leika í stað þess að taka af þeim leik- föngin og hryggja þau. Sigurður fangavörður hefir byrj- að veturinn vel með því að opna fyrir sleðunum, og væri óskandi, að sem fæstir slíkir kæmust í hans hendure ftirleiðis. Það verður að vísu trauðla umflúið með öllu. En hér mætti þó mikið'færa til betri vegar með góðri stjórn og ofurlitlu fé. Það mundi ekki vera illa ráðið að fela einhverjum dugandi manni aðaleftirlit með útileikum barna í vetur. Mér hugkvæmist ekki annar líklegri en annar fimleika- kennarinn við barnaskólann, Stein- dór frá Gröf, ef hann gæti tekið það að sér. Enginn má þó ætla að línur þessar séu skrifaðar til þess að útvega honum einhvern bitling, og eg héfi ekki minst á þetta við hann né aðra. Af slíkum ráðstöfunum mundi auðvitað leiða aukiu útgjöld. En því er þar til að svara, að svo mikill hluti þjóðarinnar elst upp í Reykjavík og leikur sér hér á götunum, að sá kostnaður er ekki næg ástæða til þess að láta málið afskiftalaust. Hór er í rauninni ekki um að ræða eitthvað, sem æ s k i 1 e g t væri að gera. Bæj- arfélaginu er siðferðislega s k y 11 að sinna þessu máli. 28. okt. 1917. Helgi Hjörvar. Skipasmiðar AmerikamaDna. Bandarikjamenn hafa undanfarið verið að gera tilraunir með hvernig lögun skipa væru hentugust til að standast árásir kafbátanna. Hefir nefnd sú, er skipuð var til rannsóknar á máli þessu, nú komið fram með álit sitt og er þegar hafist handa að smíða skip af gerð þeirri er hún ræður til að nota. Er gert ráð fyrir að smíðuð verði 2—3 skip á dag að meðaltali. Nýju- skipin verða úr timbri og eiga að bera 2500 smálestir. Segla- útbúnaður verður líkur og á fimm- mastraðri skonnortu. Lengd skip- anna er 87 metrar og breiddin 14 metrar, og í hverju skipi 2 aflvélar með 240 hesta afli hvor. Munu fyrstu skipin vera hlaupin af stokk- uoum. Er gert ráð fyrir að smíðar þessar auki sigingaflotann um 200 þúsund smálestir á mánuði. Oberst Goethals, sá er stóð fyrir byggingu Panama-skurðarins er ráð- inn til að annast framkvæmda þessa tröllaukna fyrirtækis. ----------------------- Siðustu símfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgunbl. Khöfn 28. okt. Ansturrikismenn hafa tekið Görtz og Cividale. I»eir Isafa tekið rnmlega 80 þús. ianga og náð 600 fallbyssum. Italir halda undan á allri herlínunni bjá Izonzo. Frakkar hafa sótt fram 2 kílómetra á fjögra kíló- melra svæði hjá Ypres og Dixmude-skóginum. Kaupmannahöfn, 28. okt. Frá Berlín er símað að annar her It ala sé gersigr- aður. Djóðverjar og Aust- urrrikismenn hafa tekið 60 þús. fanga og náð 450 falldyssum og hafa cyði- lagt 25 loftför. Frá Bómaborg er símað, að Italir hafi yfirgefið Bainzizza-hásléttuna.--- Italir halda undan á lín- unni Monte Maggiore til Auzza. Bretar og Frakkar hafa sótt fram í Flandern. — Frakkar hafa tekið 2000 fanga hjá Fillain. Frá Berlín er símað,að Michaelis hafi sagt af sór. Bretar kreijast þess, að Hollendingar hætti útflutn- ingi til Þýzkalands. Spænska stjómin heflr sagt af sér. — Brazilia heflr látið bandamönnum í té öll þau þýzku skip, sem lágu i höfnum Brazilíu, þá er friðslitin urðu. Heybriminn. Það var um hádegi í fyrradag að fjósamaður Gunnars Sigurðs- sonar frá Selalæk, varð var við það að reyk lagði upp úr hey- hlöðunni. Fór hann þá inn í hlöð- una, en þar var ekki líft fyrir reyk og gufu, en í gegnum mökk- inn sá hann að eldblossi kom upp úr heyinu. Brá hann þá fljótt við og gerði brunastöðinni aðvart. Var þá Miðbæjar-bruna- liðið kvatt saman. . Þegar það kom á vettvang virtist svo, sem eldurinn mundi vera á litlum kafla í vesturenda hlöðunnar, skamt frá stafni. Þar hafði í sumar verið kastað illa þurru útheyi í geilar og í því heyi var eldurinn. Var nú tekið að kæfa eldinn með vatni og jafnframt að ryðja heyinu út úr hlöðunni. En það sóttist seint vegna fámennis, enda verkið erfitt mjög. Þá var alt brunaliðið kvatt saman, eins og segir í blað- inu í gær; kom það eigi fyr en kl. um fimm. Brunaliðstjórinn var ekki kominn klukkan fimim En þá voru menn farnir að sjá það, að elduriun var miklu magn- aðri heldur en álitið var í fyrstu. Gaus víða upp logandí eldur í heyinu undir fótum rnanna, en hann varð þó kæfður jafnharðan. Var nú sagaður stór hluti úr stafn- þili blöðunnar og heyinu rutt þar út. Skiftu menn þannig með sér verkum að sumir ruddu heyinu út, en aðrir hlóðu því upp í bólstra fyrir utan. Var þessu starfi haldið áfram fram í myrk- ur. Eö þá voru þeir orðnir þreýtt- ir, sem lengst höfðu unnið, og enda þörf fyrir fleiri menn. Var það þá ráðið að varaliðið skyidi kallað. Fóru þá brunalúðrarnir um allan bæinn, en í þeim hefir ekki heyrst síðan bruninn mikli varð hér — sem betur fer. Þetta var um það leyti, er menn höfðu snætt kvöldverð og þusti nú ótrú- legur sægur manna suður að fjósinu. Héldu víst allir að nú stæði þar alt í björtu báli og brunaliðið réði eigi við neitt. En þegar suður kom sást enginn eldur og lögreglan varnaði mönn- um aðgöngu að brunastaðnum. Fengust þó nokkrir nýir menn til vinnu, en sumum fanst nokk- uð mikið viðhaft að skelfa allan borgarlýð með brunalúðraþyt, að eins tíl þess að ná í nokkra menn. Því heyinu, sem mestur var hitinn í, var ekið niður í mýri og þar kviknaði í því til fulls, Var illhægt að kæfa eldinn þótt altaf væri ausið á hann vatni, því að hann tók sig upp hvað eftir annað. Fór nú líka að koma upp eldur i bólstrunum, sem hlað- ið var upp fyrir utan hlöðuna. Sá eldur var jafnharðan kæfður með vatni og eins sá eldur, er gerði vart við sig inni í hlöð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.