Morgunblaðið - 31.12.1917, Side 7

Morgunblaðið - 31.12.1917, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 [o|[a][a][s|[Ei][a][5][a]Q5][a] □ | D D I I Kaffihúsið Fjalikonan óskar öllum sínum viðsk ftavinum GLEÐILEGS NYÁRS . me l þökk fyrir árið 1917 m M M l^l M M 0 oU Eg ósTca öllum Gleðilegs nýárs. Og þölck fyrir við- skiftin á liðnu ári. heígi Guðmundssoti Hafnarfirði. Fimtjidaginn 3 janúar kl. 1 e. hád. verður haldið ^Þpboð 4 ýmislegum munum frá hinu strandaða „Takma“, hjá pakkhúsi okkar við Kalkofnsveg. inom i Síðustu blöð, sem vér höfum feng- ið frá Halifax, eru frá 14. desember. í þeim er frásögn skipstjórans á franska hergagnaskipinu Mont Blanc, sem vaið fyrir árekstri af norska skipinu Imo og sprakk í loft upp. Hann segist hafa verið að koma frá New York og hefði skipið tekið hergagnafarm í Gravesend Bay. Hefði sér verið sagt, að í 2. lestar- rými væru sprengiefni, sem eigi þyidu högg eða þess háttar. Skipið fékk hafnsögumann úti fyrir Halifax, en á innsiglingunni mætti það Imo. Bæði skipin gáfu aðvörunarmerki, en svo er að sjá sem einhvers misskilnings hafi gætt, því að stjórnin lenti eitthvað í handa- skolum og skipin rákust á. Imo hafði hraðari ferð og rakst á Mont Blanc að framanverðu og klauf skipið svo, að stefni þess gekk 3—4 metra inn i 1. lestarrýmið og gaus þá þegar upp þykkur reykur þar. Skip- stjóri vissi að þýðingarlaust mundi að reyna að bjarga skipinu og kvaddi því alla menn til þess að ganga á bátana. Komust allir skipvetjar i land nema einn, og lentu hjá Dart- mouth. Rétt þegar þeir voru komnir i land varð fyrsta sprengingin i skip- inu og var krafturinn af henni svo mikill, að þeir féllu allir fyrir eins og vindur feykti físi. Hús sópuðust af grunni og skip köstuðust upp á land. Hafnarfógetion sá þegar eldur kom fyrst upp í skipinu og sendi þá þangað hjálparskip, er Stella Maris hét, því að hann vissi eigi hvaða farm Mont Blanc hafði meðferðis. Hjálparskipið komst að hlið her- gagnaskipsins og ætlaði aó fara að dæla vatni á eldinn. En f þvi varð sprengingin. Stella Maris kastaðist upp á bryggju og af 24 mönnum, sem á skipinu voru, lifðu aðeins 2, og þó hættulega særðir. Af Imo fórust ma.'gir, en þeir sem eftir lifðu voru settir i gæzlu- varðhald þangað til yfirheyrslur hefðu fram farið. En eigi var farið að yfirheyra þá þegar seinast fréttist. Mont Blanc bar 2250 smálestir og hafði tvær fallbyssur á þilfari til varnar. Þeim fylgdu 4— 500 sprengi- kúlur, sem ein.úg voru á þilfari. Það var aöallega hlaðið strinitro- toulene«, sem er ejtthvert hið sterk- asta sprengiefni er þekkist. Viðtal við sfeipstjórann á Lagrarfossi. Það mátti eigi tæpara standa að Lagarfoss lenti i tniðri sprenging- unni. Að sögn skipverja munaði það aðeins 5—xo minútum. Hefði Lagarfoss verið dálítið hraðskreiðari, mundi hann hafa náð höfn áður en yfirvöldin lokuðu innsiglingunni — og þá má vist heita áreiðanlegt, að skip og áhöfn hefði farist. Vér fórum á fund Ingvars Þor- steinssonar skipstjóra i gær og báð- um hann að segja frá þvi, er hann heyrði og sá i Halifax. Við komum að hafnarmynninu fimtudaginn 6. des. ki. um 10 að morgni, aðeins nokkrum mínútum of seint til þess að fá afgreiðslu varðskipsins, áður 'en hægt er að halda inn í höfnina. Þeir lokuðu höfninni svo að segja fyrir tiefinu á okkurogjeg gekk fram og aftur um stjórnpallinn, ergilegur yfir því að þurfa nú að biða 12 stundir fyrir utan hafnarvitkio. Við vörpuðum akkeri, en varla var skipið lagst fyr en við heyrðum óttalega sprengingu rétt hjá skipinu. Loftþrýstingurinn var svo mikill að alt skalf og hrist- ist. Við gtipum dauðahaldi í borð- stokkinn og bjuggumst við því á hverju augnabliki að skipið mundi liðast sundur. Okkur varð litið í land og sáum þá feykilegan reyk og eldstroku, sem virtist ná til himins. Aldrei hefi eg séð neitt eins ægilegt á minni æfi. Það var eins og dómsdagur væri kominn og flaug mér í hug, að ein- hver þýzkur njósnari mundi hafa sprerigt skotfærabúrið í Halifax. Kol- svartur reykjarmökkurinn lagðist yfir borgina og við vissum eigi fyr en seinna hvað komið hafði fyrir. Daginn eftir stóð helmingur borg- arinnar í björtu báli, Hundruð húsa btunnu til kaldra kola og þegar eg tveim dögum síðar kom í land, var eldhafið enn svo ægilegt, að því fá engin orð lýst. Hvar sem maður leit, sá maður dauða mannabúka, barna og fullorðinna, eða limlest fólk sem grét og engdist sundur og saman af kvölum. Ekki einn einasti gluggi í alln Halifax var heill og flestar dyr voru brotnar. Þök höfðu kastast af núsum, skip hentust langt upp á land og lágu þar brotin. Járn- brautarlest, sem fór fram hjá höfn- inni þegar sprengingin varð, hentist í háa loft og 2/s hlutar farþeganna biðu bana. 20 þús. manna urðu hús- næðislausar, 5000—6000 særðust og um 2500 manns beið bana. Blöðin fluttu nöfn fjölda manna, sem saknað var, en í úthverfi borg- arinnar lágu hundruð dauðra karla, kvenna og barna, sem enginn vissi deili á. Likin voru óþekkjanleg. Um strætin hiupu smábörn, sem enginn vissi hver átti. Foreldrar og ailir ættingjar þeirra höfðu farist. Dag og nótt var grafið í rústum húsanna — og altaf fundust fleiri og fleiri lík — óþekkjanlegir manna- búkar, afrifnar hendur og fætur þeirra manna, sem biðu bana við þessa óttalegu sprengingu. j DAGBOK 1 Kveikt á Ijóskerum hjóla og blf- relða kl. 3^/s- Nýárssundið verður nú þreytt í 9. Binn á morgun og hefst stundvía- lega kl. 10.40 hjá bæjarbryggjunni. Sex eru aundmennirnir aem keppa, og þar af eru þrír synir PálB Brlings- BOnar sundkennara: Erlingur, sund- kóngur íslande, Ólafur og Jón, sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.