Morgunblaðið - 05.01.1918, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Jarðaríör minnar elskuðu eigin-
konu, Theódínu Þorsteinsdóttur, fer
fram frá heimili okkar, Njálsgötu 62,
og hefst með húskveðju kl. 11V2
á mánudaginn, 7. janúar.
Jón Þórðarson^
Væri það ekki sama og lofa honum
að deyja drotni sínum, fyrir augum
höfuðstaðarbúa?
Nei, eg veit að það er ekki mein-
ingin, heldur stafar þetta af hugsun-
arleysi þeirra, er með hafnarmálin
fara. En það má ekki eiga sér stað
lengur.
Það þarf — og það pegar í stað
— að setja upp staura á garðana
með lengst 200—500 stikna milli
bili, sem björgunaráhöld hengju á,'
svo sem bjarghringur með tang í,
krókstjaki og stigi, sem fljótlega væri
hægt að grípa til, ef maður dytti í
sjóinn af görðunum. Sama þyrfti á
uppfyllinguna og bryggjurnar.
Ef vel væri þyrfti að koma annars-
vegar á garðana og á hiiðarnar á
uppfyllingunni steinstólpar, er keðja
væri strengd á milli. Steinar þessir
þyrftu ekki að vera hærri en rúml.
1 fet. Væri það ekki vel til fallin
dýrtíðarvinna fyrir steinsmiði að búa
til þessa steinstólpa nú í atvinnu-
leysinu ?
Eg veit að margt þarf að gera við
höfnina, áður en hún er fullgerð, er
tími og efni leyfa, en þetta polir
enga bið. Vil eg því biðja þá menn
er yfir hafnarmálum ráða, að athuga
þetta vel og gera eitthvað í þessu,
áður en sjys vill til.
Mannslífin eru ofdýr til að missa
þau fyrir handvömm eða hugsunar-
leysi, og grunur minn er sá, að nóg
verði við fólk að gera um það er
þessari heimsstyrjöid lýkur, þó að
helst til mikið virðist af því nú sem
stendur.
Þorgr. Sveinsson.
Friðarhorfur.
Það gaus upp sá kvittur hér í
bænum í fyrradag, að hafnbannið
væri upphafið.
Enginn vissi hvaðan sagan kom,
en hún flaug eins og eldur í sinu
um alt. _ ’
Hafnbannið upphafið! Það var
sú stærsta fregn er hingað hafði bor-
ist langa lengi. Hvert mannsbarn
skildi það, að væri þessi fregn sönn,
þá mundi friður í nánd. Hafnbannið
er bitrasta vopnið í viðureigninni
milli Þjóðverja og Breta — þeirra
þjóðanna, sem mestu ráða um það,
hve lengi ófriðnum er haldið áfram.
Og það vopn leggur hvorug þjóðin
niður nema því að eins að hin geri
það llka og það gera þær eigi fyr
en til sátta dregur.
Þannig byrjaði þá nýja árið hér í
Reykjavik, með von um það, að
friður væri í nánd. Því miður reynd-
ist fregnin ósönn. Nýja árið færði
ný vonbrigði, og þau ef til vill til-
finnanlegri en nokkur hinna mörgu
vonbrigða ársins sem leið.
En þó ber eigi að örvænta. Mað-
ur getur enn vonað að þetta nýja
ár færi heiminum þann frið, er all-
ar þjóðir þrá, bæði hlutleysingjar og
hernaðarþjóðir. Og skulum vér þá
athuga hverjar likur eru til þess, að
sú von geti ræzt.
Það er þi fyrst að Maximalistar í
Rússlandi eru einráðnir í því að
semja frið. Og annað verður eigi
séð, en að þeir hafi svo töglin og
hagldirnar f höndum sér, að þeir
geti komið þar fram fyrir hönd
rússnesku þjóðarinnar. Þeir hafa
birt friðarskilmála sína og Miðríkin
hafa svarað. Fregnirnar sem hingað
berast eru auðvitað óljósar, en þó
vitum við svo mikið, að Miðríkin
hafa boðist til þess að láta af hönd-
um öll þau lönd, er þau hafa tekið
af Rússum og falla frá öllum kröf-
um um hemaðarskaðabætur. Þetta er
stórt spor í áttina til alþjóðasam-
komulags. Fyrst Miðrikin viJja skila
aftur löndum sem þau hafa tekið að
austan, þá eru líkur til þess, að þau
muni eianig skila aftur Belgíu, Ser-
biu, Montenegro og þeim sneiðum
sem þau hafa á sínu valdi af Frakk-
landi og Ítalíu.
Þótt nú svo fari, að friðarsamn-
ingar hefjist, þá er friður eigi kom-
inn á þegar í stað. Því að það verð-
ur ekkert áhlaupaverk, að gera friðar-
samninga, þar sem flest ríki heims-
ins $iga hér hlut að máli. Að vísu
verða það stórveldin, höfðingjar
heirpsins, sem mestu ráða, en gæta
verður þó réttar hinna eigi að síð-
ur, enda mun það verða eitt af aðal-
skilyrðunum fyrir því að friður kom-
ist á, að trygður sé sem bezt jéttur
h.errar þjóðar, hvort sem hún er
stór eða smá. Og friðarsamningarn-
ir eiga að vera á þá lund, að upp
rísi nýr heimur og að aldrei hefjist
slikur hildarleikur framar. Til þess
hafa menn hugsað sér að skipa al-
þjóða-dómstól er skeri úr þeim deilu-
málum, er þjóðirnar geta eigi jafn-
að með sér sjálfar. En þá hafa menn
jafnharðan rekið sig á þann agnúa,
að þótt slíkur dómstóll fái úrskurðar-
vald, þá vantar hann vald til þess
að sjá um að úrskurðinum sé hlýtt.
Það er eigi einhlítt að hafa hervald
þar á bak við. Ef einhver þjóð þætt-
ist órétti beitt og áliti sig hafa nóg
hernaðarþrek til þess að bjóða öll-
um heimi byrginn, þá mundi hún
grípa tíl vopna og yrði þá seinni
villan ef til vill verri hinni fyrri.
En þá kemur sú tryggingin, að
takmarka vigbúnað, og afnema hann
smám saman með öllu. Og það
virðist svo sem báðir málsaðiljar vilji
fallast á þetta. Áð minsta kosti er
samkomulags þar að vænta, og það
er líka þýðingarmikið.
Svo er þjóðernisskiftingin, — að
löndum verði skift í álfunni sem
réttast eftir því hvernir þjóðflokkar
skiftast. Það verður sennilega erfið-
asta verkið. En nokkur lausn í því
máli er það, að láta fram fara þjóðar-
atkvæði í löndunum og sézt þá
hvernig skiítingin verður. Um þetta
virðast þeir sáttir Þjóðverjar og
Rússar.
Mikið hefir það að segja, ef land-
vinningastefnan er níður kveðin.
Rússum hafði verið heitið Miklgarði
og löndum þar í grend. Nú hafa
þeir afsalað sér öllu þvi. Banda-
menn hafa hvað eftir annað lýst því
yfir, að Þjóðverjar skuli aldrei fá
nýlendur sínar aftur. Nú segir
L'oyd George fyrir skemstu, að
bezt muni að láta þjóðaratkvæði i
nýlendunum skera úr þvi, hverjum
þær vilji lúta. Það er mikil tilslök-
un.
Vera má nú að þjóðirnar í Frakk-
landi og Bretlandi þykist sjá það,
að eldti sé eftir betra að bíða með
að semja um frið. Benda þær fregn-
ir til þess, að Lanskir jafnaðarmenn
— sem nú mega sín all-rrikils —
hafa heimtað það, að Frakkar birtu
friðarskilmála sina, og að »Man-
chester Guardian« hermir það, að
bandamenn ætli »í alvöru* að ihuga
friðarboð Þjóðverja. Þetta kemur
einmitt á síðustu stundu, þegar það
er sýnt að Rússar ætla að semja
frið, hvað sem hinir gera. En þótt
bandamenn þykist vissir um sigur,
þá er þó sigurvonin langt framund-
an, þegar Rússinn er úr sögunni.
Það er eigi að eins, að Miðrikin
losa mikinn her að austan, og þurfa
ekkert að hugsa um að senda her-
gögn þangað, heldur geta þau feng-
ið frá Rússlandi allar þær vörur, er
þau vanhagar helzt um — að minsta
kosti nægan mat, og er þá alt hið
--- 'M .. - —
mikla strit og stríð bandamanna,
með það að koma Þjóðverjum f
sveltu, að engu orðið. Má því vera,
að stjórnum þeirra ói við ábyrgð-
inni sem fylgir þvi, að halda ófriðn-
um áfram, ef vera kynni að sam-
eiginlegur grundvöllur fengist til
þess að byggja frið á.
En það kemur margt fleira til
greina heldur en tekið er fram i
friðarsamningum Rússa og Þjóðverja.
En að þjóðirnar geti sæzt, ef þær
aðeins vilja talast við — um það
þarf varla að efast. Þýzki stjórnmála-
maðurinn Erzberger sagði í sumar,
að það væri enginn efi á því að
hann gæti komið á stað friðasimn-
ingum, ef hann fengi að tala við
einhvern af helztu stjórnmálamönn-
nm Breta. Þetta hefir nú ef til vill
verið tekið of djúpt í árinni. En
það kom þó í ljós, þegar Bretsr og
Þjóðverjar áttu fund með sér í
sumar i Haag, að þeir geta orðið
samtnála og alt farið vel með þeim
— ef þeir bara vilja talast við.
Síðan þessi grein vaf rituð —-
hún hefir orðið að biða vegna þrengsla
— kemur skeyti það sem birt er hér
í blaðinu í dag þar sem hermt err
að Rússar hafi vísað friðarboðum
Þlóðverja á bug. Fregn þessi kemur
alveg að óvörnm, því að áður var
komið skeyti um það að sérfriðar-
samningarnir milli Rússa og Mið-
ríkjanna mundu hefjast 4. janúar —
í gær — ef bandamenn vildu eigi
vera með.
Bæjarstjórnarfundnr
var haldinn í fyrrakvöld. — Borgar--
stjóri skýrði frá þvi, að sér hefði
borist tilboð um leigu á Eiliða-ánum
næsta sumar, 4000 kr. fyrir veiði-
réttinn. Fasteignanefnd mælti með
þvi að tilboðinu yrði tekið, en bæjar-
stjórnin ákvað að fresta málinu og
jafnframt láta auglýsa eftir tilboðum
i leigu á Elliða-ánum næstkomandi
sumar. Var það tiliaga Sveins
Björnssonar.
Halldór Danielsson yfirdómari
hafði kvartað við bæjarstjórnina yfir
þvi, að gamli kirkjugarðurinn hefði
síðustu árin verið talinn leiguland.
Bæjarstjórnin ákvað að setja garðinn
á skrá yfir erfðafestulönd.
Bæjargjaldkerafrumvarpið var til
3. umræðu. Voru komnar fram
nokkrar breytingartillögur. Stóðu
umræður til kl. ii1/* og var þá
málinu visað til framhalds 3. um-'
ræðu og atkvæðagreiðslu á auka-
fundi, er væntanlega verður hald-
inn í næstu viku.
Samþyktar voru um 30 nýjar
brunabótavirðingar á húsum.
ti PAGBok f
Kvoikt á Ijóskerum hjóla og h1*"
reiða kl. S1/^.
----------------- ■
fréttum í blöðum höfuðstaðarins, ef
höfnin er látin björgunartækjalaus,
eios og hún er nú. Eða hafið þið
hugsað ykkur nokkur ráð, að bjarga
manni, ef hann dytti ofan af görð-
unum eða uppfyllingunni ? Hvað
ætti að grípa til taks? í Örfirisey
finst ekkert er að liði gæti komið.
Vörugeymsluhúsin flest lokuð og
óvíst að þar fyndist nokkuð. Allir
bátar sem á landi eru, eru áralausir.
Það yrði vist ekkert annað ráð
snjallara, sem nú er hægt að nota,
en það, sem vélstjórinn notaði i
haust, er maðurinn skolaðist inn af
Grandagarðinum. Hann fór sjálfur
niður með garðinum, hélt sér í stein-
ana og rétti honum annan fótinn á
sér.
Þetta hjálpaði nú i það sinni af því
að maðurinn var alveg við garðinn.
En það er ekki víst að allir séu svo
snarráðir og svo er mannsfótur æði
stutt björgunartaug.
Nú fer vetrarvertiðin. í hÖDd. Það
er farið að aukast líf á höfninni. Ef
skipin standa nokkuð við eftir að
búið er að ferma eða afferma þau,
verða þau að binda sig föst í Örfir’s-
eyjargarðinn, svo að þau séu ekki
fyrir á höfniuni. Menn verða þá að
nota garðana til að ganga frá og að
skipi. Getur þá ekki altaf viljað til
að maður hrökkvi út eða inn af
garðinum, ekki betur en um þá er
búið ?
Hvernig á þá að bjarga honum?
Segja honum að biða, þangað til
menn ná í eitthvað einhversstaðar.