Morgunblaðið - 26.01.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1918, Blaðsíða 2
2 MORGHJNBLAÐIÐ Ur verzlunarskýrslunum 1914. Arleg neyzla af munaðarvörum 1881—1914. Brennivia Önnur Innflutningur: Kaffi Sykur Tóbak Ö1 Vinandi vinföng iookg. iookg. iookg. 1001. 100 1. 100 1. 1881—1885 meðaltal 3884 OO 838 1149 3287 943 1886—1890 2818 5845 815 942 2449 423 M 00 NO M 1 M 00 NO 3127 8155 880 1503 3097 557 1896—I9OO 3880 11311 962 1814 3130 626 M NO O M 1 M 'vO O 5000 16312 995 2 666 2560 57i I906 I9IO 5236 20019 914 3523 2156 482 I9XI 5134 22294 932 8088 7037 2313 1912 4585 21563 880 749 123 6 1913 ....... 00 00 r* 25152 933 832 58 M * 4998 25571 906 1256 in 33 Neyzla á mánn: kg- kg- lítrar lítrar lítrar 1881—1885 meðaltal 5,4 7,6 1,2 1,6 4,6 i,3 1886—1890 4,0 8,2 V L3 3,4 o,6 1891—1895 4,3 11,2 1,2 2,1 4,3 0,8 1896—1900 5.1 14,9 L3 2,4 4,i 0,8 1901—1905 6>3 20,5 L3 3,3 3,2 o,7 1906—1910 6,3 24,0 1,1 4,2 2,6 0,6 1911 6,0 26,0 V 9,4 8,2 2,7 1912 5,3 25,0 1,0 o,9 0,1 0,0 1913 6,1 28,9 M 1,0 0,1 0,0 1914 5,7 29,0 1,0 i,4 0,1 0,0 Eins og sjá má á skýrslu þessari, hefir aðflutningur á sykri aukist ákaflega mikið síðustu árin. Neyzlan á mann hefir nær ferfaldast. Auk- in sykureyðsla þykir gott tákn um bætt viðurværi og aukna velmegun. Sykurneyzlan er 1914 komin upp í 29 kg. á mann. Er það tiltölulega mikið, samanborið við önnur lönd. Arið 1914 var sykurneyzlan i Sví- þjóð 23 kg. á mann, og i Noregi 22 kg. á mann og þaðan af minni í flestum löndum Norðurálfunnar, nema Danmörk og Bretlandi. Þar var hún miklu meiri, 41 og 43 kg. á mann. í Bandaríkjunum var hún 40 kg. á mann og á Nýja Sjálandi jafnvel 47 kg. á mann. Kaffineyzla var að aukast um aldamótin og fram til 1910. Síðan hefir hún heldur minkað. Mun hún þó vera meiri hér en víðast hvar annarstaðar. A Norðurlöndum er hún heldur minni, en í Hollandi töluvert meiri, 8,5 kg. enda er það eitthvert mesta kaffidrykkjuland álf- unnar. Tóbaksneyzla hefir nær staðið í stað síðustu árin. Hún er lik hér og í Frakklandi, Noregi og Bretlandi. Innflutningur á öli hefir aukist ákaflega mikið 1914. Afengisinn- flutningur er næstum hverfandi siðan 1911, þar sem að eins er flutt inn fyrir milligöngu stjórnarinnar messuvin og vin og vínandi til lækninga (mengaður vínandi er ekki talin með í þessari skýrslu). En neyzla þess áfengis, sem flutt var inn 1911, dreifist auðvitað á næstu árin á eftir. Vínandi er talinn með brennivíni, þannig að tvöfölduð er litratalan áður en henni er bætt við, því að brennivin er talið hafa hálfan styrkleika á móti vínanda. Innfluttar matvörur. Arið 1914 fluttust inn matvörur fyrir nær 4*/4 milj. króna. Er það um 700 þús. krónum meira heldur en árið áður. Mestöll hækkunin stafar frá kornvörunum og orsakast bæði að auknum innflutningi, en þó langt um meira af verðhækkun. Aðflutningur á kornvörum hefir numið: Ar 1000 kg. 1000 kr. á mann kg. kr. 1910 9968 1836 118 21.65 1911 10112 1837 118 21.47 1912 10138 2091 117 24.18 <1913 12365 2399 142 27.47 1914 13694 3027 155 34-34 Af öðrum matvælum var flutt inn 1914: Fiskmeti 21 þús. kg. fyrir 20 þús. kr. Kjöt og feiti 607 — — 1 IO M 1 1 Kex, brauð 0. fl. 425 — — ~ 243 — — Garðávextir og aldini 1800 — — — 336 Sago og krydd . 57 — — — 52 Edik og saft 17 — litra — 13 Af garðávöxtum var mestur hlutinn auðvitað kartöflur. Af þeim fluttust inn 1.481.900 kg. og fyrir þær guldu landsmenn 122.395 — Hefir neyzla þeirrar vöru aukist ákaflega mikið síðustu árin. Arið áður voru t. d. fluttar inn kartöflur fyrir 74 þús. kr. Smurnmgsolía ávalt fyrirliggjandi. Hið islenzka Steinoliuhlutafólag Aðrar innfluttar vörur. Af vefnaðarvöru, fatnaði o. fl. fluttist inn árið 1914 fyrir nær 2*/z. miljón króna. Er það heldur meira en árið áður. Þar af fellur á vefnað, tvinna og garn 1288 þúsund krónur, á fatnað 1033 þús. kr. og á sápu, sóda, Hnsterkju og litunarefni 163 þús. kr. Af ljósmeti og eldsneyti (kolum, koksi, steinoliu og benzíni) var flutt inn fyrir rúmar 3 l/a miljón króna og er það svipað og næstu árin á undan. A undanförnum árum hefir aukist mikið innflutningur á steinolíu og kolum vegna fjölgunar vélbáta og gufuskipa. Arin 1901—1906 voru að meðaltali flutt inn 29.800 smál. af kolum, en 1914 nam innflutning- urinn 112 þús. smál. Af steinolíu var flutt ínn árin 1903—05 að með- altali 1400 smál., en 19x4 um 3800 smál. Af byggingarefnum var flutt inn fyrir 1.2 milj. króna. Er það aðal- lega trjáviður, steinlím og þakjárn. Til sjávarútvegs fluttust inn vörur fyrir 2^/g miljón króna, auk steinolíu og kola. Til landbúnaðar hafa fluzt inn vörur .yrir rúmlega 260 þús. kr., en þar með er ekki talin kornvara, sem höfð er til skepnufóðurs, né salt, sem notað er til hey- og kjöt-söltunar. Mest munar um innflutning á gaddavir. Hefir hann aukist stórkostlega síðan bændur fórn að sjá nauðsyn þess, að girða lönd sín og engjar. Arið 1910 fluttust inn 75 þús. kg. af gaddavír fyrir 17 þús. krónur, en 1914 fluttust inn 355 þús. kg. fyrir 85 þús. kr. Arið 1914 hafa verið taldar innfluttar 394 skilvindur og er það minna en 1913 (517) og 1912 (445). Arin 1904 og 1905 var innflutningurinn mestur, eða um 600 skilvindur hvort árið, en 1908 fluttust ekki inn nema tæplega 100, siðan fer innflutningurinn hækkandi. Um sláttuvélar er fyrst getið í verzlunarskýrslum 1911. Það ár voru fluttar inn 30 sláttuvélar; jafn- margar hafa verið fluttar inn 1914, en 48 árið 1912 og 38 árið 1913. Af heimilismunum allskonar keyptu landsmenn árið 1914 fyrir 722 þús. kr. og til andlegrar framleiðslu fluttust inn vörur fyrir rúmlega 200 þúsund krónur. Útfluttar vörur. Fiskafurðir eru aðalútflutningsvaran. Þær námu 15V4 milj. króna árið 1914 eða fram undir V* af verðupphæð allrar útfluttu vörunnar. Síðan um aldamót hefir verðupphæð útfluttra fiskafurða þrefaldast, því að árið 1901 var hún að eins rúmlega 5 milj. króna eða 56% af verði allrar útfluttu vörunnar þá. Útflutningur af fullverkuðum saltfiski var mestur 1911 (21.300 smál.); síðan hefir hann minkað, en verðupphæðin hefir næstum haldist, vegna mikillar verðhækkunar. Árið 1914 voru útfluttar 13.700 smál. af full- verkuðum fiski, fyrir 6 Vs milj. kr. Síðustu árin hefir aukist mest útflutningur á hálfverkuðum og óverkuðum fiski, þar með talinn Labradorfiskur. Þó var hann heldur minni 1914 en árið áður, en verðupphæðin hér um bil sú sama, eða um 3 V3 milj. króna. Fyrir 1909 náði þessi útflutningur aldrei 100 þús. kr. Síldarútflutningur hefir aukist stórkoatlega og árið 1914 var hann miklu meiri en nokkru sinni áður, eða nálega sexfaldur á við það sem hann var 1901. Síldarlýsis var fyrst getið i verzlunarskýrslum 1911. Þá voru flutt út 581 þús. kg. fyrir 164 þús. kr., en 1914 voru flutt út 1316 þús. kg. fyrir 500 þús. kr. Útflutningur á þorskalýsi var 1827 þús. kg. árið 1912 (467 þús. kr.) en 1690 þús. kg. 1914 (505 þús. kr.). Útflutningur á hákarlalýsi hefir minkað mikíð. Arið 1912 nam hann 348 þús. kg. (103 þús. kr.), en 1914 að eins 114 þús. kg. (33 þús. kr.). Arið 1907 voru fluttar út hvalafurðir fyrir rúmlega 2 milj. ^róna. Nú er útflutningur á þessu ekki teljandi, enda var þá að eins ein hval- veiðastöð hér, á Hesteyri í ísafjarðarsýslu. Útfluttar afurðir af veiðiskap og hlunnindum námu 1914 rúml. 200 þús. kr. Eru það aðallega æðardúnn (125 þús.), rjúpur (30 þús.) og sel- skinn (30 þús.) Landbúnaðarafurðir voru út fluttar 1914 fyrir rúml. 5 x/í milj. króna, en árið 1901 nam útflutningur þeirra eigi nema x.9 milj. króna. Hefir verðupphæðin þvi nær þrefaldast siðan um aldamót. Hrossaútflutningur var með mesta móti 1914 (4426 en 1913 3139), en annars var útflutn- ingur landbúnaðarafurða minni heldur en árið áður, en verðið var hærra. Af iðnaðarvörum var ekki annað flutt út en prjónles fyrir rúml. 15 þús krónur. Siðustu 10 árin hefir útflutningur á lifandi skepnum aukist úr 449 þús. kr. i 491 þús., kjöti smjöri, feiti o. fl. úr 704 þús. kr. Í2058 þús-» ull úr 948 þús. kr. í 1666 þús. og gærum, skinni og húðum úr 231 þús. kr. í 1066 þús. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.