Morgunblaðið - 16.02.1918, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
ur fráfall Rússa góðar vonir, enda
pótt langt verði að bíða árangursins.
Og önnur góð friðarvon byggist
i þátttöku Bandarikjanna i ófriðn-
um — þótt undarlegt megi virðast.
Bandaríkin hafa gleymt Monroe-
kenningu sinni og vilja fá að leggja
orð í belg, þegar Norðnrálfuríkin
fara að semja um frið. Wilson reyndi
þetta fyrst með þvi að miðla málum
og ef honum hefði tekist það, þá
mundi hann sennilega hafa orðið
forseti á friðarfundinum. En þegar
Tionum tókst það eigi, þá var eigi
um annað að gera fyrir hann, held-
ur en ganga inn í ófriðinn til þess,
að fá að láta til sín taka. Hinn
skyndilegi snúningur hans verður eigi
skýrður á annan hátt. Og af sömu
ástæðu verður það skiljanlegt, að
Bandaríkin vilji ekki semja frið enn
þá. Þau ætla sér auðvitað ekki að
senda miljónaher til Norðurálfu, en
þau sjá það, að til þess að þau geti
komið fram sem málsaðilji, þá verða
þau fyrst að taka þátt i heinaðinum.
Þau munu því sennilega reyna að
senda svo sem hálfa miljón manna
til Evrópu.
Þegar þau hafa gert það og Amer-
ikumenn hafa barist á vígstöðvun-
um og hafa gert hina bandamenn
sér háða, þá munu þau gjarna taka
að sér að koma á friðarsamningum
— þvi að þan hafa aldrei afsalað
sér rétti til þess að semja sérfrið. Og
fari þau að ræða um frið, þá getur
eigi England eitt spyrnt á móti
broddunum.
Á þennan hátt geta friðslit Banda-
rikjanna orðið til þess, að stytta
ófriðinn. En áður en farið verður
að semja um frið, verður tvent að
gerast:
í fyrsta lagi verður eigi að eins
að komast á friður að austan, held-
ur einnig regla og skipulag i Rúss-
landi.
Og í öðru lagi verða Bandaríkin,
þó eigi sé nema að litlu leyti, að
hafa tekið þátt í ófriðnum, svo að
þau geti hafið friðarsamninga og
þannig gert Frakka og ítali óháða
Bretum. En hvorttveggja tekur lang-
an tíma og þess vegna verða orust-
ur að hefjast aftur á vesturvígstöðv-
unum í vor og verður þá ekki að
ræða um friðarumleitanir fyr en að
hausti. Og friðarsamningar taka
minst hálft ár. Þess vegna verður
eigi saminn fiiður á þessu ári.
Hitt og þetta,
Bernandino Machado
sá sem var forseti i Portugal þegar
uppreistin varð þar í vetur og rekinn
var frá völdum, er nú fluttur til
Parísar og ætlar að setjast þar að.
Tveir synir hans berjast í herliði
Frakka á vesturvigstöðvunum.
Skipatjón Norðmanna.
Norsk blöð segja frá þvi, að 90
skipum frá Bergen hafi verið sökt
af Þjóðverjum siðan ófriðurinn hófst.
Það hefir nú verið daglegur aiburður i Petrograd, siðan keisaranum var vikið frá völdum, að barist st
á strætum og gatnamótum. En einhver mannskæðasta hríðin stóð þá á Newsky-torgi, þegar Maximalistar ruddust
til valda, og er þessi nynd tekin af þeim atburði. Maximalistar höfðu vélbyssur, og brytjuðu fólkið niður sem
hráviði, en þeir sem undan komust, áttu fótum fjör að launa.
Reykjavikur
til Vestmannaeyja og þar fanst hann
fijótt. Skipið er farið héðan og því
ólíkiegt að maðurina verði látinn
sæta nokkurri hegningu fyrir strokið.
Aðaifundur
laugardag 16 þessa mán. kl. 7 siðdegis í K F U M
Verkmannafél. „Dagsbrún“
heldur fund i kvöld í Goodtemplarahúsinu kl. jlj2 síðd.
Félagsmenn fjölmenni. S T I O R N I N.
2 stúlkur
sem vilja læra að sauma kápur og kjóla, geta komist að nú þegar
i Þingholtsstræti 5.
|| DAGBOK
Gangverð eriendrar myntar.
B&nk&r Doll.U.S.A.&Canada 3,50 Pósthús 3,60
Frankl franskur 59,00 60,00
Sænsk króna ... 112,00 110,00
Norsk króna ... 107,00 106,50
Sterllngspund ... 15,70 16,00
Mark 67.00 ...
Holl. Florin ... ... ... ... 1.37
Austurr. króna... • •• ... ... ...
Hjálparstarfsemi Bandalags
k v e n n a. Viðtalstími miðvikud. og
föstud. kl. 2—4 á lesstofu kvenna,
Aðalstræti 8.
Hljómleikar þeir, sem lúðrafólagið
»Harpa« efndi til í Iðnó í fyrrakvöid
þóttu takast ágætlega. Var húsið nær
fult áheyrenda, sem klöppuðu þeim
fólögum óspart lof í lófa. Er líklegt
að félagið endurtaki skemtunina, svo
þeir sem eigi treystu sór út fyrir húss-
ins dyr í fyrrakvöld fyrir roki og rign-
ingu, geti átt kost á að hlusta á ieik
þeirra fólaga.
Það viðrar vonandi betur næsta skifti
sem Harpa lætur til sín heyra.
Alþýðufyrirlestur flytur Arni Páls-
son bókavörður í Iðnó á morgun kl. 5
um upphaf ritaldar á Islandi. 3dá bú-
ast við miklum fróðleik og mælska A.
P. er orðin alkunn.
Stroknmaðnrinn af danska segl-
Bkipinu »Doris* er nú fundinn. Hann
hafði tekið sér far á tlalauda Falk*
Botnia kom til K.hafnar á mið-
vikudagsmorguninn. Barst símskryti
um það hingað í gær.
Tímareikningurinn. Sagt er að
flýta eigi klukkunui um eina klukku-
stund frá 20. þ. m.
Veðrið I gær: lx/2 stiga frost kl.
6 að morgni, V/2 stiga frost á há-
degi.
Harða veturinn sama dag: 2 stiga
næturfrost, 2 stigi hiti á hádegi.
Genginn í landsuður. Rigning. Isinn
fer af höfninui.
Grískuprófi hafa þessir guðfræð-
isnemendur lokið á Háskólanum'-
Arni Sigurðsson ágætiseinkunn(16 st.)
Ingimar Jónsson I einkun (13 stig),
Sveinn Ogmundsson II. eink. betrí
(8 stig).
Messað á morgun í frlkirkjunn*
í Hafnarfiröi kl. 2 eíðd. sr. 01. Ol-
Messað á morgun dómkirkjunn>
kl. 11 árd. sr. Joh. f>ork. kl. 5 síðfl-
sr. Bj. Jónsson.
WiIIemoes fór frá Siglufirði í fyrra'
dag snemma eins og fyr er frá skyrfc^
En á Grímseyjarsundi varð hann
snúa aftur vegna íss og kom til Siglu
fjarðar um hádegi. Þar lá hann Þan®
að til í gær. Þá mun hann hafa 8
aðra tilraun til þess að komast auS*l
ur um.