Morgunblaðið - 16.02.1918, Page 3
Spejepylsa
fæst í
Matardeildinni í Hafnarstræti.
Tóbaksdósir
komnar í
Tóbakshíisið.
Kona, sem á telpu 6 ára, óskar
eftir góðu herbergi með góðum hús-
gögnum, hjá góðri fjölskyldn, sem
einnig vill selja þeim mat. Verðið
er aukaatriði. Tilboð mrk. »Kona«,
sendist Morgunbl. sem fyrst.
Bæjarskrá Reykjavíkur 1918 er nú
í undirbúningi í prentsmiðjunni. VerS-
ur Bkráin töluvert fjölbreyttari að
þessu sinni en fyrri útgáfurnar.
Feitmetissbortur er mjög farinn
að gera vart við sig hór í bænum.
Smjör nær ófáanlegt og litið kemur
af smjöriíki til landsins.
Heimilið verður sýnt i siðasta sinn
annað kvöld. Þar á eftir mun vera
í ráði að leika »Ókunni maðurinn« og
síðan líklega »Frænka Charles«, hvort-
tveggja leikrit, sem sýnd hafa verið
hór áður.
Ágætur afli er nú syðra, en gæftir
hafa verið fremur slæmar það sem af er.
Herflutningar Bandaríkjamanna.
í opinbera skeytinu síðastliðinn
sunnudag var sagt frá því, að ame-
rikska herflutningaskipinu »Tuscana«
hafi verið sökt aí þýzkum kafbáti
við írlandsstrendur. Var það í fyrsta
sinni sem kafbátunum hafði tekist
að granda skipi, sem flutti lið til
Frakklands frá Ameríku.
í erlendum blöðum frá janúar-
byrjun er sagt frá þvi, að fyrsta her-
skipið, sem Bandaríkjamenn hafi
mist i ófriðnum, hafi verið tundur-
spillir. Þýzkur kafbátur hafi skotið
hann tundurskoyti íyrir verstan ís-
land, en hafi þó eigi hæft hann bet-
ur en það, að hann hafi komist i
höfn á Bretlandi, svo skemdur þó,
hann verði eigi sjófær fyr en að
lokinni mikiili viðgerð.
Sama blað hermir og þá fregn,
að ameríkska herflutningaskipið »An-
hflesf hafi verið kafskotið af þýzk-
1,111 kafbáti skamt fyrir vestan Eng-
*aQd. Var það skip á leið frá Frakk-
*aQdi, eftir að hafa skilað af sérher-
^önnunum í franskri höfn, svo að
ein áhrif á herflutainginn hefir þetta
MORGUNBLAÐIÐ
Taða og ágæfí úff)et)
tií söíu i cKungu við cffieyMjavifi Simi 6£9 t
Beztu flatningshnífar
sem hér eru fáanlegir,
eru seldip lang-édýra^t í
Járnvörudeild Jes Zímsen.
Hátt verö
er borgað á afgreiðslnnni fyrir mámidegsbiaðið
28. yanúar 1918.
Hin ágæta Overland-bitreiö
R. E. 17
fæst til kaups nu þegar. — Semjið við
Brlend Péturseon,
á afgreiðslu Sameinaðaíél.
Með 1000 króna afslætii
fæst keyptur nú þegar nýr 10 hesta báísmótoi' með
tilheyrandi varastykkjum.
Magnús Guðmundsson, skipasmiður.
i
Nokknr
Furuborð og Eikartré
til skipabyggingar) til sölu hjá
Carl Höepfner.
Talsími 21.
ekki. A skipinu voru samtals 257
menn og fórust 67 þeirra. Meðal
þeirra sem fórust, voru nokkrir
danskir íjómenn. —
Það er enginn vafi á þvi, að Þjóð-
verjar gera alt sem í þeirra valdi
stendur til þess að hindra herflutn-
ingaAmeríkumanna. En þeim hefir
að eins tekist að granda einu skipi,
sem herlið var á, og sýnir það
glögt hve góðar eru varnir banda-
manna gegn kafbátunum. Kafbál-
arnir þora sjaldan i færi við vel
vopnuð skip, en hitt þora þeir, að
ráðast að óvopnuðum skipum, þar
sem þeir vita að þeim sjálfum er
óhætt. Það þykir þeim hin mesta
frægð og hreysti.
Sambandsfáni
Norðurlauda.
Hér i blaðinu hefir áður verið
getið um þá hugmynd, að Norður-
lönd stofnuðu eitt sambandsríki, og
var þar einnig sagt frá þvi, hvernig
menn hefði hugsað sér sambands-
fánann. Dönsk blöð hafa auðvitað
lika- skýrt frá þessu máli, en þótt
3
það væri eigi margbrotið, hefir þeim
þó tekist að sýna þar fáfræði sina
um ísland, eins og myndin hér að
ofan ber með sér. Hún er tekin
eftir dönsku blaði og þar segir svo:
— Höfundur uppástungunnar um
sambandsríki Norðurlauda, hefir ræki-
lega athugað málið. Það sýnir meðal
annars uppkast hans að sambands-
fánanum. Að ofan eru fánar Svia
og Dana, að neðan fánar Norðmanna
og íslendinga. — Virðingin skiftist
þannig eftir fólksfjölda þjóðanna, en
því má breyta með því að sniía fán-
anum við. Fána hinna þriggja Norð-
urlanda þekkja allir. Islenzki fdninn
er blár með rauðum krossi, o% innan
í honum hvítur kross!
Siðustu simfregnir
Rúmenar neita að semja frið.
K.höfn 15. febr.
Frá Washington er símað, að
Rúmenar hafi skorast undan að semja
sérfrið, eins og Mackensen fór fram
á við þá.
Pólska stjórnin segir af sér.
K.höfn 15. febr.
Stjórn Pólverja hefir neitað að
viðurkenna friðarsamninga þá, sem
Miðveldin hafa gert við Ukraine-
stjórnina og sagt af sér þegar í stað.
Lloyd George sigrar.
K.höfn 15. febr.
Frá London er símað, að við um-
ræður i neðri deild þingsins, hafi
stjórnin fengið traustsyfirlýsingu frá
meirihluta þingmanna og Lloyd.
George þannig sigrað í deilunni við
Asquith.
Ho furnar að austan.
K.höfn 15. febr.
»Berliner Tageblattc álitur að ófrið-
urinn við Rússa sé eigi á enda kljáður
ennþá, meðan Krylenko hafi eigi
verið tekinn fastur, þvi að nú hafi
hann afturkallað skipun um það, að
uppleysa rússneska herinn.
Hörmungar Finna.
Khöfn 1s. febr.
í Finnlandi vaða hermenn Rússa
uppi með báli og brandi og myrða
saklausa borgara, konur og börn,
hrönnum saman. —
Rússneskir hermenn á Álandseyj-
um óttast það, að Sviar muni sker-
ast í leikinn.
Fulltrúi Maximalista i Stokkhólmi
er farinn þaðan til Álandseyja, til
þess að reyna að stöðva blóð^út-
hellingarnar.