Morgunblaðið - 22.03.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Strið eða friður? (Grein sii, er hér birtist, kom i5t í dönsku blaði þá er Ukraine hafði samið hið við Miðríkin.) Heimsstyrjöldin er nú sem stend- ur i kyrstöðu; en sú kyistaða er eigi atburðalaus; það gerist margt, en flest af því er á huldu eða þá að enn er eigi hægt að gera sér grein fyrir því hvaða þýðingu það hefir. Ófriðurinn er nú eigi orra- hrið milli þjóða og landa, heldur fyrst og fremst stríð milli hinna gagnstæðu afla og hagsmuna hinna ýmsu þjóða. Til þess að skýra þetta enn bet- ur, skulum vér nefna það »friðleysi«, sem er milli Rússa og Þjóðverja frá því á morgun. Trotzky hefir lýst því yfir að Rússar vilji eigi halda ófriðnum áfram og eigi heldur skrifa undir friðarsamninga. Og Kíihl- mann hefir svarað þvi, að fyrst eigi geti verið friður milli Rússa og Þjóðverja, þá ve«ði ófriður að hefj- ast aftur. Er nokkuð einfaldara? Og þó er það mjög flókið. Frá Wien kemur'- fregn um það að Austur- ríki ætli eigi að heyja lengur ófrið við Rússland, — Miðríkin hafa nú samið frið við Ukraine, sem liggur að Austurríki — og ef ófriðurinn eigi að halda áfram, þá verði hann að vera milli Rússa og Þjóðverja einna! A þennan hátt er hvorki friður né ófriður, heldur bæði friður og ófriður. Þjóðverjar halda áfram striði við Trotzkys Rússland, en jafnframt opnast hinni soltnu þýzku þjóð hinar miklu kornhlöður Ukraine. Þetta ástand er ekki einfalt og blátt áfram, heldur er það afrek »diplo- matisk-politiskrar* snjöllustu snilli. Ófriðurinn er eigi lengur ófriður aðeins — hann er einnig friður I Það er alls eigiUjóst hvað Trotzky gengur til — hvað það er, sem hann ætlast fyrir. En það virðist svo sem hann vilji hafa greiða götu til Frakka og Breta. Hann vill gjarna semja frið við Þjóðverja, en hann vill eigi gera það á þann hátt, að hinir fyrri bandamenn Rússa snúist fjandsamlega gegn þeim. Hann ætlar að blístra með munninn fullan af mjölil Hitt er annað jmál, hvort hann getur leikið það. Auð- vitað er hann bundinn af innanrík- isástandinu, sem erfitt er að átta sig á. Hvað vitum við yfirleitt um það sem er að gerast í Rússlandi? Það eitt að vandræði þau, sem Maximal- istar eiga við að stríða, eru mjög mikil og eru sennilega að vaxa foringjum þeirra yfir höfuð. Vandræðin i Þýzkalandi og Austur- riki eru sennilega ekki mikið minni. Sú friðarþrá, sem fékk Rússa til þess að taka tveim höndum við svæs- inni stjórnbyltingu, hefir einnig gert vart við sig í Þýzkalandi — og eins i Frakklandi, Englandi og ítaliu. Það er óefað að ástæðulausu að hin opinberu blöð i hinum ýmsu lönd- um, fara svo óvirðulegum orðum um starfsemi friðarvinanna. Það er talað um þá eins og nokkra villu- ráfandi sauði — en i raun og veru hafa þeir áreiðanlega miljónir manna að baki sér og starfsemi þeirra er rojög hættuleg. Það sézt bezt á þvl, að jafn hygginn og gætinn stjórn- málamaður sem Asquith, vinnur með þeim — enda þótt hann geri það auðvitað með mestu gætni og án þess að fallast opinberlega á stefnu- skrá þeirra. En mönnum skjöplaðist hrapallega ef menn ætluðu að ástandið væri nokkru betra í Þýzkalandi og Austurriki — hin siðasta og mikla verkamannahreyfing þar ber ljósastan vott um það hvernig ástandið er. En friðarvinirnir standa eigi alls staðar jafnt að vigi. í Miðrikjunum eru þeir bundnir á höndum og fót- um, eftirlitið er strangt með öllu því, sem þeir segja og skrifa og herinn, lögreglan og domstólarnir taka ekki mjúkum höndum á þeim. Nú er það daglegur atburður að menn séu líflátnir og dæmdir í fang- elsi í Þýzkalandi. Og i öðrum löndum er það ekki betra, t. d. í Frakklandi, þar sem Bolo Pascha var nýlega dæmdur til dauða og Caillaux bíður eftir líflátsdómi! En þrátt fyrir þessa ókyrð, upp- lausn og truflun, sem einkennir ástandið í heiminum núna, búast hvorirtveggja til hinnar miklu or- ustu á vesturvígstöðvunum. Það er enginn efi á því hvert takmarkið er með hinni miklu sókn. Hindenburg hefir nú lofað þvi, sem enginn þýzkur hershöfðingi hefir getað, að ná Paris. í Þýzkalandi efast menn eigi um að hann muni geta það, en menn vita líka að það kostar hundrað þúsund mannslífa. Það verður blóð- bað, sem á engan sinn lika. Frakkar og Bretar efast víst heldur eigi um það að sóknin muni koma. Auð- vitað vona þeir að geta staðist hana, en jafnframt óttast þeir að það muni ekki taka't. Hvað þeir eru áhyggju- fullir sézt bezt á þvi, að nú virðist svo sem að lokum eigi að verða al- vara úr því að skipa einn yfirhers- höfðingja yfir heri Breta og Frakka. Foch á að verða yfirbershöfðingi þeirra. Undir Foch ætla England og Frakkland að sigra Hindenburg, Ef þessi lengi þráða samvinna kemst á með þeim, þá eiga þeir miklu meiri vonir með það að geta varið París. En það er þó undir því komið að þeir taki öllum afleiðing- unum af breytingunni, því að hún verður annaðhvort efling heinaðar- politikar Lloyd George eða þá rot- höggið á hana. Þessu til skýringar er fróðlegt að athuga það, að stjórn Lloyd George hefir vist aldrei verið svo völt i sessi sem nú. Það á að halda ófriðnum áfram, en friðurinn grefur um sig óhindraður! Það er þýðingarmikill þáttur ó- friðarins, sem nú hefst — og ætla má að það sé hinn síðasti. Ófrið- arlok verða þó einhverntima að koma, og það eru svo margir og öflugir kraftar, sem vinna að þvi að uppleysa ófriðinn, að það er eigi hægt að trúa öðru en því, að gagn- ger breyting verði á þá og þegar. En það er þó eigi hægt að vona að komist verði hjá blóðbaði á vestur- vigstöðvunum, og þess vegna skyldi maður óska að það kæmi heldur fyr en seinna. Heimurinn þráir bardaga til þess að fá frið. Og hann er nógu dýrkeyptur, hve- Dær sem hann kemur, og nokkrar blóðsúthellingar eru ekkert í saman- butði við það að fá hann sem fyrst. Arásin á París. Það var að kvöldi hins n. þessa mánaðar, að 6o þýzkar flugvélar fóru herför til Parisar. Segja þjóðverjar að það hafi verið gert i hefodarskyni fyrir loftárásir á Suchard, Erslingen, Unterturkheim og MaÍDZ, er banda- menn höfðu þá nýlega gert. Klukkan var rúmlega 9 þegar til- kynt var í Paris að flugvélarnar væru á leiðinni, en árásinni var lck- ið klukkan að gaDga eitt. Margar flugvélarnar komust eigi alla leið fyrir skothrið Frakka og fjórar voru skotnar niður, þar af þrjár fjórsetn- ar flugvélar. Flugmennirnir af einni voru teknir höndum, en i einni þeirra brunnu þeir upp til agna. í Paris sjálfri biðu 29 menn bana en 50 særðust og i úthverfunum biðu 5 bana en 9 særðust. Ótta miklum sló á borgarbúa og leituðu þeir sér skjóls fyrir skothiíðinni og sprengjunum hvar sem þeir gátu. Fjöldi manna ruddist niður i- neðan- jarðar járnbrautargöngin og urðu þar svo mik'l þrengsli að 66 —að- allega konur og börn — tróðust þar undir og biðu bana. Franskir flugmenn voru þegar sendir gegn þýzku flugvélunum og gerðu þeir jafnframt árás á stöðv- arnar þar sem flugvélarnar hófu för sína og vörpuðu þar niður 5800 kilóum af sprengjum. Þetta eru fyrstu fréttirnar af árásinni. Þær eru i norskum blöðum og tekn- ar eftir opinberum tilkynningum, sem þá voru svo nýjar að ekki munu hafa öll kurl verið komin til grafar. Tímatali breytt í Rússlandi. Svo sem kunnugt er hafa Rússar fram að þessu haft sérstakt timatal og verið hálfum mánuði á eftir öðr- um þjóðum. Þetta hefir valdið ýms- um óþægindum og nú hefir Maxi- maraalista-stjórnin breytt timatalinu, 31. janúar. En þá er Rússar töldu cffiaravilla, (BoGóen, og margar fleiri vinólafecjunóir, fást í smáum og stórum kössum í & * n r* p y • oJobaksnusinu. St. Víkingur nr. 104 Félagi stúkunnar, sem um lengri tima hefir verið i fjarlægð, heilsar upp á meðlimina í kvöld. Fjölmennið þvi á fundinn. Æt. 31. janúar töldu aðrar þjóðir 13. febrúar. Næsti dagur hjá Rússum var þess vegna 14. febrúar. Var svo fyrirmælt i reglgerð stjórnarinn- ar um tímatalsbreytinguna að allar skuldakröfur, sem áttu að falla í gjalddaga milli 1. og 14. febrúaf skyldu falla 14. febrúar, en þær skuldakröfur, sem falla í gjalddaga milli 14. febrúar og 1. júli skuli eigi kræfar fyr en hálfum mánuði eftir að til er tekið. En eftir 1. júlí á tímatalsbreytingin engin áhrif að hafa. I PAGBOK g Hjálparstarfsemi Bandalags k v e n n a. Viðtalstími mlðvikud. og föstud. kl. 2—4 á lesstofu kvenna, Aðalstræti 8. G. R. Berg, danskt seglskip kom liingað í gærmorguu hlaðið timbri til VöIundB* Skipið fór frá Khöfn 8 febr. og var komið upp undir Island eftir 11 daga siglingu. |>á hrepti það aftakaveður og varð að snúa við. Til Færeyja kom það 25. febr., en fór þaðan aftur 15. þ. m. áleiðis hingað. Hjónaefni. Kampmann lyfsali f Hafnarfirði og jungfrú Lena Olsen dóttir G. Olsen heitins kaupm. op- inberuðu trúlofun sína í fyrradag. „Svannrinn“ kom frá Breiðafirði í fyrradag. Farþegar voru Einar Vig' fússon bakari og Konráð Stefánsson umboðsmaður. Geir Zoega kaupmaður hefir keypt skipið »Ulvö« og ætlar að gera það út til hákarlaveiða. Býst hann við því að skipið geti lagt úr í öndverð- um aprílmánuði. Samverjinn. Sig. G. Guðmunds- son Hafnarfirði færði oss 10 kr- * gær banda Samverjanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.