Morgunblaðið - 24.04.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.04.1918, Blaðsíða 3
24- april. 168 tbl. MORGUNBLAÐIÐ Tímamóf. 25. aprií 19Í8 E.s. Gullfoss Kom þú ble.8uð, aumaraólin nýja! Sendu’ o.s geialakveðju hlýja. Láttu hverfa klakaböndin hörð. Yngdu’ upp það, aem yngat með sumri getur, endurnærðu það 'aem kól í vetur, — láttu frjógkraft færast yfir jörð. — Veturinn, sem geginn er úr garði, geigvænlega fyrst í etrenginn tók, frostköld hríðin fannir barði, feigðarnorn á Bkýjum ók. — Dundi’ á þaki drífuhríðin svarta, — dulin íshönd þrýsti’ að hjarta þess, er inni’ í köldum klefa Djó, varnarfár gegn vopnum skorts og nauða, — verða löngum þannig kjör hins snauða, er til bjargar á ei gjaldið nóg. Lögð er sumum fúlga’ af fengnum auði, fjártraust landsins þá ei sparað neitt. — Fjöldans bíður böl og dauði, björg ef fœr sér enga veitt. Enn var hrundið örvænting og kvíða, — allir vildu þola’ og stríða, og að lokum sælum sigri ná. Eftir strit í köldu vetrarveldi, vígjast skyldu störfin sólareldi, þrautir sefast, þornar grátin brá. — Fyrr en varir fjötrar sundur hrökkva, fannir leysir, þobast ís frá strönd; þó er hulið myrkum mökkva margt, sem býr á aðra hönd. Löndin ern roðin dökku banablóði, berjast menn af jötunmóði þar, sem áður auðsæld ríkti’ og láu. — Menningin hjá mestu heimsins þjóðum, mætist nú í grimmum hatursglóðum. — Er ei stríðið alheimstjón og Bmán? — Ef til vill má eitthvað fagurt spretta upp af blóði’, er laugar Frakklandsgrund. — f>eir, sem sögusveiginn flétta, sýna’ 088 það, á betri stund. Dýrar eru fórnir drotnum færðar! — Fast hér njóta svefns og værðar þeir, sem upptök eiga’ að grimdarleik þeim, er lætur lýðinn flaka ( sárum, logandi af kvöl og beizkum tárum, og i valnum liggja líkin bleik. — Undrar mig að ýmeir kné sín beygja altaf fyrir valdi harðstjórans; enginn ætti' i hlýðni’ að hnegja hervaldskúgun nokkurs lands. — Lengst í austri blikstaf sé eg brenna, — bráðum mun sá dagur renna, er úr djúpi flytur frekis sól. Tengjast munu lýðir bróðurböndum, bjargir flytjast jafnt að öllum ströndum, Bvipir hverfa’, er sorg og styrjöld ól. — Nýir tíruar nýjar stefnur taka; — nú skal knerri stýrt í sólarátt. — Beint á móti bjarmans vaka blakti friðarmerkið hátt. P. P. Bréf Karls keisara. Eins og hermt hefir verið i skeyt- om hér í blaðinu, hefir risið poli- tiskt deilumál milli Frakka og Austur- rikismanna út af bréfi frá Karli Austurríkiskeisara til Sixtus prins af Bourbon-Parma. Þessi Sixtus er mágur keisarans, þvi að Zita Austurrikisdrotning, er systir hans og hafa þeir jafnan verið góðir vin- ir Karl keisari og Sixtus og eru það ■enn. I siðustu erlendum blöðum, sem hingað hafa borist, er mikið um það mál talað og þar sem það hefir haft svo stórmerkilegar afleiðingar að Czernin greifi hefir sagt af sér og þar sem enn stendur hörð rimma um það hvor hafi réttara að. mæla, Clemenceau eða keisarinn, þykir oss rétt að skýra nánar frá málinu og styðjumst þar við umsagnir danskra blaða. Menn mun reka minni til, að í skeytum til Morgunblaðsins var skýrt frá þvi, að Czernin hefði látið þess getið, að bandamenn, og þó öllu helzt Frakkar, heföu »þreifað fyrir sér« um það hvort Austurriki vildi semja frið. Það er enn óljóst hvort hér er átt við sérfrið eða hitt, hvort Austurríki mundi fúst til þess að ganga að »sanngjðrnum alheimsfriði* frá sjónarmiði bandamanna. En út fer héðan til NEW YORK í dag síðdegis. cTarseéíar aru seíóir a sRrifsíofunnL Hf. Eimskipafól. Islands. af þessum ummælum Czernins Iýsti Clemenceau hann lygara og var það einnig hermt í skeytum hér i blað- inu. Út af þeirri orðasennu sem þá varð milli Wien og Paris, sneyddi Clemenceau að Czernin í opinberri tilkynningu er birt var 6. þessa mán. og spyr hvort hann minnist þess eigi, að áður hafi honum miklu göfugri maður þreifað fyrir sér um frið við Frakka. Méð þessu viðurkendi Clemenceau óbeinlinis, að þrátt fyr- jr það þótt hann hafði sagt Czernin Ijúga, þá hefði þó átt sér stað eitt- hvert friðarmakk milli Frakka og Austurrikismanna. T veim dögum síðar kom svar Czernins. Hann viðurkendi að hann vissi um þetta. Nú ber þess að gæta, að Czernin sagðí af sér vegna þess, að keisar- inn hefði farið á bak við utanrikis- ráðuneytið með bréf sitt. En bréf keisarans eru tvö og er eigi gottað vita við hvoit þeirra er átt með svari Czernins. Að minsta kosti virðist það ljóst, að utanrikisráðuneytið hafi ▼itað um það sem keisarinn sagði um Elsass-Lothringen. Hinn 9. apríl opinberaði Clemenc- eau það svo, að hann hefði fyrir sér tvö bréf frá Karli keisara, rituð í lok marzmánaðar 1917. í öðru þeirra segði keisarinn að hann féllist á »rétt- iátar kröfur Frakka til Elsass-Loth- ringen« og í hinu, að hann hefði samþykki ráðherra sins til þess að tala þannig. Þegar Clemenceau greiddi þetta högg, var Czernin greifi í Bukarest að semja frið við Rúmena. Var hann þá þegar kvaddur til Wien og gaf þar út yfirlýsingu um það að »ummæli Clemenceau um bréf Karls keisara væri ósönn frá upphafi íil enda«. Jafnframt því sendi Karl keisari bréf til Vilhjálms Þýzkalands- keisara og rekur þar aftnr með fyrir- litningu »hin fullkomlega röngu og ósönnu ummæli, að eg hafi viður- kent sem réttar, kröfur Frakka til þess að heimta aftur Elsass-Lothring- en«. Yfirlýsing Czernins er Ijós, en það er bréf keisara eigi, sérstak- lega að því leyti að hann talar um »kröfur Frakka til þess að heimta aftur*. Um það hefir Clemenceau ekkert sagt. En hitt hafði hann látið um mælt, að keisnrinn hefði látið i ljós fylgi sitt við »réttlátar kröfur Frakka til Elsass-Lothringen*. Þótt keisarinn hefði sagt það, gat hann þar með hæglega átt við þjóðar- atkvæði i þeim héruðum eða heppi- legri landamæri. En hitt má vera að keisari hafi tekið þannig til orða í bréfi sinu til Vilhjálms keisara, vegna þess að það var út borið undir eins, að h nn hefði heitið því í bréfinu til Sixtus mágs síns, að styðja að því að Frakkar fengi aftur Elsass-Lothringen. Nú birti Clemenceau þetta bréf, þar sem minst er á Elsass-Lothring- en, en eigi hitt, þar sem keisari tal- ar um »samþykki ráðherra sins«. Þá sagði Czernin af sér. Skal nán- ar að þessu máli vikið síðar hér í blaðinu. Mótak. Magnús Guðmundsson þm. Skag- firðinga, flytur frumvarp til laga um mótak. Er tilgangurinn með þvi sá, að koma i veg fyrir það, að jarðeigendur okri á mólöndum sín- um, eða að þau sé látin ónotuð i sumar. Eins og nú lítur út með kolakaup, er enginn efi á því, að nauðsyn ber til þess að sem mest sé tekið upp af mó í sumar. En þess munu dæmi, segir í greinar- gerð fyrir frv., að eigendur mólanda ætla sér að hækka mótekjugjaid í vor til stórra muna. I frv. er þvi bannað að taka meira gjald íyrir mótak en io°/0 umfram það gjald er tekið var fyrir mótak árið 1917. Frumvarp þetta er þarflegt og nær vonandi fram að ganga. *--- ..................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.