Morgunblaðið - 04.06.1918, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
IIPPBOB
verður haldið íimtudagiim 6. þ. mán. kl. 1 síðd. fyrir norðan
salthiis »Kol og Salt«. Verður þar selt
skemt rúgmjöl
um 200 pokar, sem komu með skocnort Juno frá Kaupmannahöfn.
Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum.
E. Strand,
skipamiðlari.
mistu ísland, þá virðist ekkerfannað
sanngjarnara en veita íslendingum
það sjálfstæði, sem þá hefir dreymt
um i margar aldir.
Sænsk orð í belg.
»Dagens Nyheter« segja svo með-
al annars í grein um Island :
Það þarf eigi að efast um, að ís-
lendingar segja það satt, að þeir
vilji eigi komast undir neina stór-
þjóðina, en þó er það ekki nema
* sennilegt að það hafi gefið skilnaðar-
hugmyndinni byr undir vængi, hvað
stórveldin hafa gefið landinu mikinn
gaum. Það k^tlar eigi lítið metnað
smáþjóðar, þegar svo stórir biðlar
ganga á eftir henni öfundssjiikir og
afbrýðissamir. Að vináttan á ekk-
ert skylt við óeigingirni, vekur litla
tortrygni, meðan umhyggjusemin
kemur fram i stimamýkt og gjöf-
um. En svo kemur annað þar á
eftir. Þau ríki, sem hafa gengið i
náið bandalag við öflugan verndara,
i þvi trausti, að tryggja hið nýfengna
sjálfstæði sitt, hafa fengið að kenna
á þessu. Hversu mjög sem báðir
málsaðiljar í þessu stríði dásama
fagnaðarboðskap sjálfsákvörðunarrétt-
ar þjóðanna og sverja og sárt við
leggja að þær séu andvígar öllum
landvinningum, er þeim það þó ein-
kennilega tamt að gera sig að al-
máttugri forsjón þeirra þjóða, sem
komast undir handarjaðarinn á þeim.
Og það er alvarlegt íhugunarefni
fyrir íslendinga hvernig stórþjóðirn-
ar hafa komið fram við smáþjóð-
irnar, sem unna frelsinu. Þess gef-
ast nú nægar viðvaranir hver er hin
sanna þýðing hins mikla áhuga, sem
stórveldin hafa fyrir frelsi og sjálf-
stæði smáþjóðanna.
Gangverð erlendrar myntar.
Bankar Póathúa
Doll. U.S.A.&Canada 3,35 3,60
Frankl franskur 59,00 62,00
Sæusk króna ... 112,00 110,00
Norsk króna „ 103,00 103,00
Sterlingspund ... 15,50 15,70
Mark ... „ ... 65 00 67,00
Holl. Florin „ 1,55
% Gullfoss Iiggur enn í New York
og mun eigi vera farinn að fá nein-
ar vörur. Verður þeaai töf Bkipsms
all-löng og er eigi gott að vita hvað
veldur.
Slökkviliðsæfing var hér í bæn-
um á laugardaginn, er það ekki í
frásögur færandi. En margir tóku þá
eftir því, hve misjafnlega slökkviliðs-
mennirnir fara með einkennisbún-
inga sína. Voru sumir einkennis-
hjálmarnir alveg eins og spánnýir
en aðrir iíkastir því, sem þeir hefðu
legið í jörð í mörg ár.
Willemoes mun nú vera i Cuba-
för fyrir stjórn Bandaríkjanna. .
Færeyingar.
í maí hfeftinu af »Gads danske
Magasin« er grein eftir prófessor
Edvard Lehmann um Færeyinga.
Segir danska blaðið »Köbenhavn«
svo um hana:
— Prófessorinn hefir aflað sér
þekkingar á Færeyjamálum á eyjun-
um sjálfum og með samræðum við
Færeyinga af báðum flokkum. Lýsir
hann rækilega þessum tveim flokkum,
s|álfstæðisflokknum og sambandsflokk-
num. Og hann vekur réttilega at-
hygli á því sem einkennilegt má
heita, að þegar saga sjálfstæðishreyf-
ingarinnar er rakin til byrjunar þá
hefst hún eigi — eins og ætla
mætti — á eyjunum sjálfum, heldur
hér i Danmörku. Hinir æstustu Fær-
eyingar hafa fengið sjálfstæðisgrillur
síoar í höfuðið hjá frjálslynda flokkn-
um hér i Kaupmannahöfn og sér-
staklega þó á alþýðuskólunum.
Prófessorinn segir frá því að hann
hafi einu sinni flutt fyrirlestur um
Færeyjar í einum stærsta alþýðq-
skóla vorum og bent á þær hættur er
ríkiseiningunni stafaði af hinni þjóð-
legu hreyfingu á Færeyjum. En að
fyrirlestrinum loknum reis skóla-
stjórinn upp og setti harðlega ofan
i við bann fyrir þessi ummæli, er
væru »þveröfug við skoðun vora á
þessu máli«. Og hin dapurlegu um-
mæli Effersöe folkþingsmanns, þá er
hann lét af þingmensku, eru í góðu
samræmi viðþetta: »Hvað á maður
að gera til þess að vera i sambandi
við Danmörk, þegar danska stjórnin
sjálf ýtir undir skilqaðf.
Um mál-baráttuna segir prófessor-
inn meðal annars »Ef dönsktunga
hverfur sem kirkju og skólamál og
þannig sem menningarmál á Fær-
eyjum, þá standa þeir uppi menn-
ingarmáls-lausir — þvi að því nafni
er eigi hægt að nefna J>á tungu er
aðeins 16.000 hræður tala — og
færeyskir sjómenn og kaupmenn
munu þá undir eiqs gripa til ensk-
nnnar og hún mun þá á »prakt-
iskan« hátt ryðja sér til rúms sem
menningarmál.
Hinni politisku sjálfstæðisbaráttu
mun farnast eins. Eftir því sem
Færeyjar losna meira við Danmörk
munu þær dragast til Englands og
það mun ná föstum tökum á eyj-
unum, og uppþurka auðsuppsprettur
eyjanna þegar þær njóta eigi lengur
fullrar verndar viðurkends ríkis. Það
eru þau forlög sem bíða bæði Islands
og Færeyja og eru ávöxtur dansks
stjórnfrelsis.
í viðskiftum má þegar sjá þess
augljósan vott, að hinir stóru ernir
munu ofsækja íslenzka fálkann, þeg-
ar danski krosjinn er þar eigi leng-
ur til verndar. Og lambið sem gekk
í friði innan hinna rólegu endimarka
Danmerkur, mun einhvern tíma
jarma hrætt eftp móðnr sinni, þegar
það er um seinan.
Og þá er hinum miklu framtiðar-
skilyrðum, sem Danmörk á i auð-
æfum norðurhafsins, kollvarpað fyrir
fult og alt — og þá getum vér beðið
málvísa og politiska romantikusa,.
sem aldrei mun verða hörgull á í
Danmörku, að reyna að gera Græn-
land frjálst líka.
Grein þessa tekur »Dimmalætting«
upp.orðrétta og bætir við:
— Prófessor Edv. Lehmann hefir
starfað bæði við háskólann í Kaup-
mannahöfn og háskó ann í Berlín
og hann er einn af þeim sönnu and
ans mikilmennum, sem taka verður
mark á. Og þetta er þá álit hans
á Færeyjamálum. Og hin viturleuu
ummæli hans munu verða lesin með
mikilli athygli, eigi sízt í Færeyjum.
Þau bera vott um það að hugsjónir
sambandsflokksins eru i samræmi við
»det störste og bedste af dansk
Aandskultur*.
Það verður að færa »Dimmalætt-
ing* til afsökunar, að þótt það heiti
færeyskt blað, þá er það danskt. En
væri það ekki tilhlökkunare.fni að fá
slíkt blað hér, eins og sumir Danir
hafa stungið upp á til þess að það
geti altaf leiðbeint okkur svo að við
missum eigi einkenni hins danska
»Aandskultur« ?
Annars getum vér eigi búist við
að grein próf. Lehmanns muni vekja
»mikla athygli. hér. Það er orðið
svo títt í seinni tíð að reynt sé að
hræða okkur á þeirri grýlu að stór-
þjóðirnar gleypi okkur með húð og
hári ef verndar Danmerkur njóti eigi
við. En óneitanlega er það ein-
kennilegt, að það ‘skuli jafnframt
gægjast fram í flestum eða öllum
þeim skrifum, að ekki megi losna
um rikistengslin vregna þess að Dan-
ir þurfi að gleypa auðsuppsprettur
c
DAOBOK
»
Færeyja og íslands. Það kemur
ýmist fram hjá þeim sem sjálfsisök-
un fyrir það að hafa eigi gert það
fyrir löngu, eða þá sem uppástunga
um það að Danir bæti nú fyrir
hirðuleysi sitt með því að koma á
fót fyrirtækjum á Færeyjum og Is-
landi, »hjalpa þjóðunum til efna-
hagslegrar viðreisnnr*, eða þá blátt
áfram se n fullyrðing nm það að
Danir eigi í raun og veru auðs--
uppsprettur -»hjálendanna«.
Hitt og þetta
Charles Chaplin,
hinn heimsfrægi ameríkski skopleik--
ari, var kallaður i herinn eigi alls
fyrir löngu. En hann brást illa við
og vildi hvergi fara, og er svo að
siá sem honum hafi verið veitt und-
anþága frá herskyldu, því að alveg
nýlega hefir hann gert samning við
»First N..tional Exhibitors Circuit«
um að leika fyrir það félag í kvik-
myndum. Fær hann þar i kaup 4
miljónir króna á ári, eða nær helm-
ingi meira haldur en hjá »Mutual
Film Co«, þar sem hann hefir áður
verið. Fyrir þettr griðarháa kaup-
á hann að leika i 8 kvikmynd-
um og má engin þeirra vera lengri
en í tveim þáttum. En Chaplin
hefir jafnftamtskuldbundið sig til þess,
ef einhver kvikmyndin skyldi eigi
reynast eins góð og hann mundi
sjálfur óska, að leika að nýju, og.
verður þá fy.rri útgáfan ónýtt.
Norðmenn afsala sér
skipum.
Um all-langa hrið hafa Norðmenn
og Bandarikin á i samningum um
það, að Norðmenn létu af höndum
mörg seglskip sin. Eru samning-'
arnir nú nýlega undirritaðir og sam-
kvæmt þeim láta Norðmenn Banda-
ríkin fá seglskip, er bera samtals
400.000 smálestir. Skipin eiga að
sigla utan ófriðarsvæðis — liklegat-
til Suður-Ameríku.