Morgunblaðið - 28.06.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.06.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Bifreið fer til Hafnarfjarðar kl. 11 og kl. 4 daglega frá Fja llkonunni. Kaupakona óskast að Kanastöðum í Landeyjum. Háttkaup. Upp'ýsingir á Lauga- vegi 32 uppi. 6angverð erJendrar rnjntar. Bankar Doll. U.S.A. &Ganada 3,35 PÓBtbÚB 3,60 Frankl franaknr 59.00 62,00 Sænak króna .., 112,00 110,00 Norsk króna 103,00 103,00 Sterlingspund ... 15,50 15,70 Mark ... ... ... 65 00 67,00 Holl. Florin ... 1,55 Sprettnhorfnr eru sagðar illar um land alt. Tún víðast hvar kalin til óbóta og líkur til töðubrests. Aftur á móti eru sagðar dágóðar horfur með útengjar fyrir norðan — í Eyja fjarðar og pingeyjarsýslum. Hafnarvigið gamla (Batteriið) er nú verið að rífa niður til fulls. Var þar fjöldi manns í vinnu í gær. Er þetta eitt til dæmis um hina sívak- ftudi vlðleítni Reykvíkinga um það að gera þannan bæ aom allra óvist- legastan og leggja 1 einelti þá fáu gróðurbletti, sem hér eru. því að virkisrústirnar voru bæjarprýði. En auk þess áttu þær sína merkilegu Bögu og af þeirri ástæðu einni hefðu þæi átt að vera friðhelgar um aldur og æfi. Landar vestra. Hjörtur Þórðarson rafmsgnsfræð- ingur hefir reist stóra verksmiðju í Chicago og vinnur hún eingöngu fyrir Bandarikjastjórn í þágu hern- aðarins. , Bjarni Björnsson gamanvísnasöngv- ari og hermikráka hefir í veturferð- ast nm bygðir Vestur-íslendinga og skemt mönnum. Var hann i Winni- peg þegar síðast fréttist. Oddný Jakobsdóttir, kona Árna Eggertssonar verzlunarerindreka and- aðist i vetur. »Voröld« segir, að árið sem leið hafi að eins þrír íslendingar fluzt til Canada, samkvæmt skýrslum stjórn- arinnar. SongsMemfun fyrir Hafnfirðinga heldur Ingimund- ur Sveinsson laugardaginn 29. núna kl. 9 — i Bíósalnum i Hafnarfirði. Aðgöngumiðar fást i verzlun A. Níelssonar, Reykjavikurveg 3 — föstudag og laugardag. Betri sæti kr. 1.00 og 0.75. Fjölbreytt pró- gram — verður lesið upp. Listamaðurinn verður i skraut- S leikarabúningi og gerir margslags kúnstir á fiðluna í houum. Þetta verður hressandi skemtun. Noia gdða haseta vantar til síldveiða vestor á ísaf|örð. Guöleifur Hjörleifsson. Bræðraborgarstíg 4. Nýkomið alls konar Nótur. Seinustu danz-nýungar Hljóðfæíahús R.víkur. Sími 656. Sími 656. Oskiiahestur, ljósgrár, mark gagnbitað hægra er i óskilum í Túngn við Reykjavik. $ €%apað ^ Blágrár hestur tapaðist úr Digra- nesgirðingunni 22. þ. m. Ný-járn- aður með þykkum pottuðum skeif- um. Klárgengur. Ómerktur, Htill, spakur. Sá, sem kynni að verða hans var, geri aðvart á Skólavörðnstíg 25. Sími 698. Magnús Hákonarson frá Nýlendu. Trolle & Rothe h.f. Tjarnargata 33. — Reykjavík. Sjó- og striðsvátryggingar Talsimi: ,235. Sjótjóns-erindrekstnr og skipaflutningar. Talsíml 429. Reglur urn sölu og útflutBÍng á þorskhrognum. (Tilkynning nr. 4. frá Utflutningsnefndinni). 1. gr. Samningurinn milli Bandamanna og íslenzku stjórnarinnar áskilur, að bjóða skuli fulltrúa Bandamanna til kaups alla framleiðslu á þorskhrognum, að undantekuu því, sem haft verður til notkunar í landinu sjálfu, jafnóðum og varan er tilbúin til útflutnings. öll sala fer fram gegnum landstjórniua, og annast útflutningsnefndin allar framkvæmdir þar að lútandi, samkvæmt auglýsingu stfórnarráðsins, dags. 4. þ. m., og ennfremur reglugjörð stjórnarráðsins dags. 11. s. m., og gilda þar um eftirfarandi reglur og leiðbeiningar. 2. gr. Vörunni verður veitt móttaka í: Reykjavík og V estmannaeyjum. 3. gr. Hrognin skulu vera metin og vigtuð af þar til skipuðum eiðsvörnum mats- og vigtarmönnum, í fyrsta og annan flokk, hver flokkur pakkaður út af fyrir sig, en seljendur mega einnig láta meta og pakka hvorttveggja saman ef þeir heldur kjósa það, og er það þá einnig sjerstakur verðflokkur. öll hrognin skulu vera vel söltuð, stinn og vel hrein þegar pökkum fer fram. Til fyrsta flokks teljast öll hrein hrogn, sem að öðru leyti eru ógölluð og órunnin. Til annars flokks teljast öll önnur óskemd ’og órunnin þorskhrogn, þó ekki minni stykki en hálft hrogn (ein skálm). Um leið og hrognunum er pakkað í tunnur til útflutnings, skal stráð hreinu salti milli hvers lags, þó ekki meira en nauðsyn krefur til þess að vernda hana skemdum. 4. gr. Hrognin skulu pökkuð í heilar og hreinar tunnur, vel bentar með sviga- eða járngjörðum, og skal að öllu leyti vera svo vel gengið frá tunnunum, að þær þoli flutning til útlanda. 5. gr. Allar hrognatunnur (gotutunnur) Bkulu vera merktar báðum botnum þannig: Efst tveir upphafsstafir, að minsta kosti, sem tákna nafn seljanda, þar fyrir neðan einn upphafsstafur er tákni lögheimili seljanda, á miðjum botni skal merkja áframhaldandi raðtölu, og neðst á botninum skal tilgreint hvaða flokki hrognin tilheyra t d.: Fyrir fyrsta flokk...................................R. 1. Fyrir annan flokk....................................R 2. Fyrir samanbl. fyrsta og annars flokks................R. M. 6. gr. Fyrir fyrsta flokks þorskhrogn er verðið . — annars — —«— — — — samanbl. fyrsta og annars flokks kr. 60,00 pr 120 kilo netto. — 45,00 — 120 — — — 50,00 — 120 — — 7. gr. Útflutningsnefndin sinnir framboðum frá kaupmönnum, er framleiða eða kaupa hrogn fyrir eigin reikning til heildsölu innanlands eða til útflutnings, enn- fremur frá útgerðarmönnum, er hafa talsverða framleiðslu, svo og frá fjelögum, er útflutningsnefndin viðurkennir. Sökum nauðsynlegra ráðstafana er mælst til, að allir kaupmenn, útgerðarmenn og fjelög, sem hafa þorskhrogn með höndum, komi með framboð sín svo fljótt sem unt er. 8. gr. Frá þvl að fulltrúi Bandamanna hefir samþykt kaup á hrognunum, mega líða 30 dagar þangað til borgun ífer fram, eða 30 dagar frá því vottorð mats- manna hefur borist fulltrúanum, en verði vörunni skipað út fyrir þann tíma, mun andvirðið verða greitt strax á eftir. 9. gr. Skylt er seljendum að flytja hrognin um borð, greiða toll 0g önnur gjöld, kaupanda að kostnaðarlausu, en á meðan hrognunum er eigi skipað út, hvílir vátryggingarskylda á seljendum, á ábyrgð landsstjórnar, en kaupandinn endur- greiði vátryggingargjaldið hlutfallslega fyrir þann tíma, sem fram yfir er 30 daga frá því kaup gerðust I hvert skifti. Sömuleiðis er það skylda seljanda, að geyma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.