Morgunblaðið - 13.07.1918, Qupperneq 2
2
MORGUNBLADIÐ
Kveðja
til J. C. Christensen.
Fyrir nokkrum dögum fékk einn
dönsku nefndarmannanna, hr. J. C.
Christensen, fyrv. forsætisráðherra,
símleiðis kveðju frá »Venstres Ung-
domsforening* í Kaupmannahöfn.
Á fundi, sem haldinn var í félaginu,
var samþykt að senda honum sím-
skeyti með kveðju og ósk þesí að
samningaumleitanir þær, sem nú
stæðu yfir í Reykjavík, bæru góðan
árangur.
Um 8000 manns voru á þessum
fundi.
Bifreiðarnar í Borgarfirði.
Borgarnes er framfarakauptún mik-
ið. Hefir það mikil skilyrði til þess
að aukast mikið, mikla möguleika
vegna hins víðáttumikla og frjósama
upplands og þéttbygðra sveita. Vegir
og góðar akbrautir liggja úr kaup-
túninu upp sveitirnar í allar áttir og
hefir það mjög aukið velmegun við-
komandi sveita og kauptúnsins sjálfs.
Bifreiðar hafa verið óþektar á veg-
um þessum hingað til, en nú er fyrsta
vélin komiu upp í Borgarnes. Mun
það eigi lítið auka þægindi manna,
sem ferðast þurfa um Borgarfjörð-
inn og Mýrarnar, en hafa nauman
tíma, hvort sem það er til skemtun-
ar eða til alvarlegra hluta. Úr Borg-
arnesi má komast alla leið að Dals-
mynni í Eyjahieppi í bifreið, en það
mun vera um 50 kilometra fjailægð.
Þá má og komast nokkuð upp fyrir
Norðtungu í hina áttina.
Enginn vafi er á því, að um leið
og akvegir eru lagðir hér um sveit-
irnar, mun bifreiðum fjölga. Mönn-
um fer smátt og smátt að skiljast
það, að »timinn er peningar*, einn-
ig í þessu landi.
Barnaleikvöllurinn.
Það er gott og blessað að eitt-
hvað sé gert fyrir börn höfuðstað-
arins, því að þau hafa verið sann-
kölluð olnbogabörn bæjarins hingað
til, og engan stað haft, sem þau
gátu kallað »sinn stað«, fyr en núna
að leikvöllurinn við Grettisgötu
komst á. Það var góð hugmynd
og getur orðið til mikils góðs, en
þó því að eins að hann sé í sæmi-
legu standi.
Vér komum þangað af tilviljun í
gær. Um 8 börn voru þar að leik-
um, sum í »sandkassanum«, heljar-
stórum kassa, sem svartur og skít-
ugur sandur er í. Tvær stelpur
voru þar að vega salt á stórum
planka, og má mikið vera, ef hvor-
ug þeirra hefir fengið flísar á óþægi-
legan stað. Og þá voru aðrar tvær
stelpur, sem skiflust á um þá einu
rólu, sem til er á staðnum, því að
róla nr. 2 er slitin. Kaðallinti í nr.
1 er að því kominn að slitna, og
marrið í hinum ryðguðu hringum
rólunnar heyrðist langt út Grettis-
götc.
Því í óskcpunum er ekki séð um
að öll áhöld séu í góðri reglu á
leikvellinum?
Völlurinn er stór og þar væri
hægt að gera góðan leikstað handa
börnum. En það er ekki von að
mæðuruar vilji senda börn sin þrng-
að, þegar þeim getur stafað bein
hætta af því að leika sér þar.
Gufumótor
Uppgötvnn Ellehainmers.
Svo aem getið hefir verið f afm-
skeyti hér í blaðinu, hefir damski
hugvitsmaðurinn Ellehammer fundið
upp gufumótor, sem flestir ætla að
útrýma muni sprengimótorum þeim,
sem nú eru notaðir.
Nú vita fiestir það, að katlar gufu-
véla eru eigi litlir fyrirferðar, — en
Ellehammer hefir alveg slept kötlun
um, og notar þá aðferð, að dæla
vatni f gusum inn í hólk, sem hitað
ur er með mótorlampa. Vélin uotar
eigi meira vatn heldur eu veujulegur
kælir á bifreiðum, og vatnið er uotað
aftur og aftur, eius og í kælinum.
Vélin er 3. cylindra. en hefir afl á
við 6 cylindra spreugimótor, en er
eigi þyngri né stærri fyrirferðar en
venjulegur benzíumótor.
Einn af aðalkostunum við mótor
Ellehammers er ssgður vera sá, að
nota megi hinar óvönduðustu hrá-
olíur til breuslu, og verður véln
þann hátt mjög ódýr til notkunar.
það er jafnvel sagt, að í Noregi, þar
sem farið er að reyna velar þessar,
hafi verið gerðar tilraunir með lauf
og tréspæni tíl upphitunar. Vélina
má setja á hreyfingu þegar mótor-
lampinn hefir hitað hana í 2—3 mín-
útur.
Auk þessa hefir gufumótorinn þanu
mikla kost, að honuin er stjórnað
með einu einasta handtaki. |>að má
láta hann taka öfuga snúningssveiflu
hvenær sem er og takmarka SDÚn-
ingshraðann eftir vild, með þessu
eina handtaki. Hreyfingin er jöfn
og Btöðug, og það er sagt, að mótor-
inn geti afkastað miklu meiru eu
bensínmótor. Sórfræðingar, eem séð
hafa mótorinn, álita svo vandalaust
að fara með hann, að það geti hver
maður gert.
VerkfræðÍDgar, sem hafa grand-
gæfilega skoðað vélina, dást mjög að
nenni. Er það fullyrt, að dráttar-
vélar (Tractors), sem beitt er fyrir
plóga, og ýms önnur jarðyrkjuverk-
færi, þurfi eigi að kosta nema svo
sem þriðjung af núverandi verði,
þegar gufumótorinn komi til sögunn-
ar. Dráttarvélar verða þá svo ódýrar,
að smábæudum ætti að verða kleift
að afia sér þeirra.
|>á er og talið að gufumótorinn
muni hafa stórmikla þýðingu fyrir
fiskveiðar, því að hann verði miklu
heppilegri í báta heldur en venju
legir sprengimótorar, ódýrari, trauBt-
ari endiagarbetri og auðveldari til
meðferðar.
|>að inii bezt sjá það á þeim við-
tökum, er gufumótorinn hefir fengið
hjá helztu mótorfræðingum á Norður-
löndum, hvert ólit menu hafa þar á
honum. Firmað Nielsen og Winther
hafa keypt einkaleyfið á uppgötvun-
inni i Danmörk og sölurétt til Eúss-
lands og Argentína fyrir offjór. Auk
þe88 hefir Ellehamn er selt uppgötv-
unina firma nokkru í Frederikstad í
Noregi og Emmissionsboleget í Stokk-
hólmi fyrir miklu haerra verð heldur
en gefið hefir veríð áður fyrir nokkra
uppgötvuu á NorðurlöDdum.
EHehammer segir sjálfur frá því,
að sér hafi fyrst komið það til hug-
ar í fyrra, að reyna að finna upp
gufumótor. HaDn var þá staddur
vestan hafs og kom til bifreiðaverk-
smiðju Fords. Vélfræðingar Fords
hafa f mörg ár reynt að smíða gufu-
mótor, en eigi tekist það. Og Ford
sagði sjálfur við Ellehammer, að nann
skyldi fúslega greiða 2 miljónir doll-
ara í peningum hverjum þeim manni
sem gæti fundið upp nothæfan gufu-
mótor.
Sfðan Ellehammer seldi Nielsen &
Winther uppgötvun sína, hefir hann
endurbætt hana bvo, að nú kostar
það heliningi minna heldur en fyrst,
að smíða vélíuua.
— ------------------
Hjónaefni.
Prinsian af Wales hefir að uadan-
förnu dv.ildið suður í It.ilíu og svo
var látið heiti seni för hans þangað
ítæði í san>
bandi við
hernaðinn.
En þeir sem
betur vita
segja að för-
in sé ger í
altöðramtil-
gangi, sem
sé þeim, að
biðja sér
konu. Er
það folanda,
elzta dótt-
ir Viktors
E m anuels
konungs og
drotning-
ar hans He-
lenu, dóttur
NikitaSvart-
fellingakon-
ungs.
ÞærSvart-
fj.-prinsess-
urnar voru á sínum tíma annálar
fyrir feguið og Jolanda konungs-
dóttur kippir þar i kynið. Er hún
sögð einhver fegursta konungsdóttir
i álíunni.
Vér birtum hér mytidir af þeint
ungu hjónaefnunum.
Sjálfsmorð
þjóðanní
Sir Bernhard Malet, skrásetning;
forstjóri, hélt uýlega ræðu í Lond<
um áhrif ófriðarins á dauðsföll (
fæðingar. A Englandi og Wal
fæddust 881,890 börn árið 191
Arið 1915 urðu fæðingar ekki nen
814,614. Artð 1916 fæddust 78
520 börn, og er fækkunin svo líi
það ár, vegna þess að árið 19]
gengu fleiri hjón í hjúskap c
nokkru sinni fyr eða síðar. Ar
1917 fæddust 668,346 börn, og
það er borið saman við barnafæi
ingar 1913, þi sést að fæðing
hafa fækkað um 24 °/0. Ræðumai
ur bjóst við, að þess yrði langt :
bíða, að barnafæðingar kæmust
samt lag.
Þó að þetta tap sé alvarlegt, ]
sagði ræðumaður að ætla mætti :
aðrar ófriðarþjóðir hefði mist er
meira.
Gera. má ráð fyrir að fólksfjöl
un sú, sem var í Þýzkalandi fyi
ófriðinn, hafi minkað um 4,5 %,
Austurríki um 5 °/0 og i Ungverj
landi um 7 °/0. Eg held mér 1
óhætt að taka svo gífurlegatil orð
sagðí ræiumaður, að öll ófriðarlör
Norðurálfu hafi ekki misst mini
en 12% miljón mannsefna síði
ófriðonnn hófst, vegna fækkun
fædd-a barna. Ófriðurinn hefir ek
að eins fylt grafirnar, heldur lil
tæmt vöggurnar. Hér er eins t
hver þjóð sé að fremja á sér skel:
legt sjálfsmorð.
Síðustu símfregnii
Khöfn, II. júlí.
í grein, sém sænska blaðið »Dagei
Nyheter* flytur um ályktun fulltrú
ráðs alþýðuflokksins, segir að það :
nú ljóst hve óheppilegt það hafi ve
ið, að danskir íhaldsmenn skylc
eigi hafa fulltrúa i samninganefni
inni. Danska þjóðin mundi ha
verið öruggari ef íhaldsmenn hef?
ályktað réttilega um það hver áhl
þeir hefðu getað haft á samingana
lleykjavik.
Frakkar hafa gert útrás hjá Ois
Lík Mirbachs hefir verið flutt 1
Berlín.
Fyrsta verk finska landsþingsii
hefir orðið það, að samþykkja lc
um það að Finnland skuli vera koi
ungsriki.