Morgunblaðið - 09.08.1918, Page 2

Morgunblaðið - 09.08.1918, Page 2
2 MOR'HJNBLAÐJÐ^ Enginn fer í sumarfri sem ekki hefir með sér eitthvað sælgæti i munninn, annað hvort vindla smáa eða stóra, átsúkkulaði eða cigarettur, brjóst- sykur, sætan eða beiskan, Leo sem ailir þekkja og svo má ekki gleyma hinum alþektu Sodapastiller, sem hreinsa hálsinn svo undur vel. Lítið inn i Tóbakshúsið á Lauga- veg 12, um leið og þið farið. Fyrsta flokks bifreiðar ávalt til leigu. St. Einarsson. Gr. Sigurðsson. Simi 127. Sími 581. Nú er komið aftur Fernis Kítti' Blackfernis Tjara og allskonar Litarduft Daniel Halldórsson Kolasundi. Orsakirnar tíl framhalds ófriðarins. Áiit Burián barúns. Seint í júlimánuði gaf barún Buri- an, utaníikisráðherra Austurríkis, út langa skýrslu um álit sitt á því, hvers vegna ófriðnum væri sifelt haldið áfram. Byrjar hann á því, að þar sem hver stórviðburðurinn reki ann- an svo hratt sem nú stendur, er eigi unt að skýra frá ástandinu i heim- inum. Og það sé þarfleysa að tala um fortíðina og hitt, hverjir beri ábyrgð á upptökum ófriðárins, þvi að menn hafi fyrir lörigu skapað sér skoðun um það. Þess vegna kveðst hann fremur kjósa, að reyna að gera grein fyrir þvi, hvers vegna ófriðn- um sé haldið áfram. Og nm það segir hann svo: — Þegar vér lítum yfir alt það, sem óvinirnir hafa sagt um hernað- arfyrirætlanir sínar, er það þrent þar í, sem þeir reyna að láta réttlæta framhald blóðsúthellinganna: Hug- sjónir mannkynsins eiga að rætast. Allar þjóðir eiga að vera frjilsar og mynda eitt alþjóðasamband, sem e;gi lætur vopnin skera úr deiiumálum sínum í framtíðinni, heldnr gerða- dómstól. Það á að koma í veg fyrir það, að nokkur yfirdrotnun geti átt sér stað og það á að gera ýmsar breytingar á landaskipun, á ! ostnað Miðveldanna. Þessar landvinninga-fyrirætlanir eru að mestu kunnar, þótt þær séu nokk- uð mismunandi. Auk þess h.ifa þeir í hyggju að koma á sunduríimnn, sérstaklega í Austurríki og Ungverja- landi, og stofna þar ný ríki. Og að iokum vilja óvinirnir að vér gerum bót og betrun fyrir það að vér höf- um dirfst þess — jafn vel á fræki legan hátt —■ að verja oss. Varnar þrek vort nefna þeir »militarisma«, sem nauðsynlega verði að brjóta á bak aftur. Yfirleitt skilur ófriðarþjóðirnar ekk- ert annað heldur en landþrætumál. Fyrir áhugamálum mannkynsins, rétt- læti, frelsi, heiðri, þjóðafriði og jafn- rétti, sem óvinirnir segjast vera að berjast fyrir gegn oss, viljum vér sjálfir berjast og þurfum eigiað sækja neinn fróðleik til annara um þau málefni. Enda er lítill munur á því, hvern skilning stjórnmálamenn allra þjóða leggja á þau mál. Hinar fjór- ar nýju ástæður, sem Wilson bar fram 4. júlí, eru eigi þsnnig að vér viljum mótmæla þeim, nema þá að því leyti hvað þar er farið með ýkj- ur. Þvert á móti getum vér yfirleitt hallast að skoðunujn Wilsons eins og þær koma þar fram. Eugum dettur í hug að skorast undan því að hjálpa til þess að hug- sjónir mannkynsins rætist. En þetta er ekki aðalatriðið, heldur hitt hvað er þar undiiskilið. Og það ætla báðir málsaðilar að reyna í einlægni að skýra og ákveða með samkomu- lagi, en t. d. eigi á þann hátt, sern friðarsamningsr vorir að austan hafa verið dæmdir. Óvinum vorum var öllum boðið að taka þátt í þeim og þeir hefðu getað verið þar með til þess að tryggja það að friðarsamn- ingarnir hefðu orðið á annan hátt. En'nú á eftir eru aðfinolur þeirra á engum rökum bygðar, því að enginn dómstóll mundi telja þi hafa rétt til þess að fordæma friðarsamninga, sem voru aðgengilegir eða óhjákvæmilegir fyrir þá, sem hlut áttu að máli. Það virðist svo, eftir bjartsýni i ummælum óvina vorra að dæma, sem þeir séu ekki hræddir um það að bíða ósigur. En þegar þeir tala um þessa friðarsamninga, sem dæmi þess hve illa oss farist við sigraða óvini, þá teljum vér, að ásakanir þeirra hafi eigi við nein rök að styðjast, en viljum þó jafnframt minna á það, að það þarf eigi að fara svo fyrir neinni ófriðarþjóðinni, eins og fór fyrir Rúmenum og Rússum, því að vér erum ætíð reiðubúnir til þess að taka upp friðarsamninga við alla óvini vora. En þegar óvinir vorir krefjast þess stöðugt af oss, að vér bætum fyrir rangindi og »endurreis ;m«, þá gætum vér miklu fremur gert þær kröfur til þeirra, því að á oss hefir verið ráðist og það tjón, sem oss hefir verið gert, verður því íyrst að bætist. Þetta ætti þó eigi að verða til þess að hindra það, að ófriðar- knúturinn verði leystur. Aftnr á móti virðist þrái btnda- manna í landvinningakröfutn þeirra í Elsass-Lothringen, Tiient, Triest, þýzku nýlendunum 0. s. frv. að vera óyfirstíganlegur. Því að þótt vér sé- um fúsir til þess að ræða allry friðar- skilmála, þá göngum vér aldrei að þvt að láta nein löcd af höndum. Af Austuiriki og Ungverjalandi vilja óvinirnir eigi að eins sneiða það sem þeir ætla sér, heldur vilja þeir einnig brjóta líkið i mola eftir því sem framast er unt. Þegar óvin- irnir sáu það, að hinar fyrri nern- aðarfyrirætianir þeirra nægðu eigi til þess að buga oss, fengu þeir skyndi- lega dæmalausa umhyggju fyrir inn- anrikismilum Austurrikis. En þetta kom þeirn svo seint til hugar, að margur stjórnmálamaður þeirra teiur það nú ófrávíkjanlegt hernaðartak-- mark, sem hann hafði eigi hugmynd um þegar ófriðurinn hófst. Það má glögt sjá á því á hve viðvaningslegan og fiausturslegan hátt þessi vanda- mál eru rædd og »ráðið til lykta« af hálfu óvina vorra. | DAGBOl Ökuslys. A leiðinni til Elliða- ánna varð ökuslya í fyrrakvöld, og var þó hepni að ekki hlauzt verra af en raun varð á. Tveir menn á bif- hjóli frá Reykjakík ætluðu að aka fram hjá heyflutningalest, en einn heBturinn fældist og þvergirti veginn Til þeas að komast hjá árekatri ók bifhjólið í grjóthauginn meðfram veginum, en valt þá nm boll og báðir mennirnir köstuðuat af því. Annar þeirra reif íöt g/n og skemd- ist eitthvað á hendi, en hinn alapp ómeiddur. Skothríð mikil heyrðist hér í gær- dag og kom frá »Batteríinu«. Hefir þaðan eigi heyrat önnur eins skot- þruma síðan Jörundur sálugi íslands- konungur hafði þar fallbyssur sínar. Segja sumir að þetta hafi verið kveðjuskothríð — hin3ta kveðja hins fornfræga virkis; sem höfuðborg hins hlutlausa íslenzka ríkis taldi sjálf- sagt að jafna við jörðu og ganga svo frá, að eigi stæði þar steinn yfir steini. Farðu vel gamla góða Batterf! Og makleg virðing só goldih öllum þeim mönnum, er fara svo meðforn- ar menjar og sögustaði sem þig! Villemoes bom hingað í fyrra- bvöld hlaðin steinolíu. Um 1000 tunnum verður skipað á land hér, en mestan hluta farmsins fer skipið með vestur og norður um land. Er búist við að hann muni fara álaug- ardaginn, en skipið tekur hvorbi flutning nó farþega. Spejderen norska dráttarskipið sem hingað kom um daginn, lagði á stað í gærdag með seglskipið »A Andersen* í eftirdragi. Véískipið Faxi fór héðan í gær- kvöldi til Vestfjarða, fullhlaðinn vör- um. Síðusta símfregnir. fiá fréttaritara Morgunblaðsins. Khöfn 8. ágúst. Regn hamlar nú hernaðarfram- kvæmdum á vesturvigstöðvnnum. Þýzka • blaðið »Norddeutsche All- gemeine Zeitung« segir að Þjóðverj- ar muni búa svo um hnútana í Rúss- landi, að engin hætta sé á því að M’ximalistar verði un'dir í viður- eigninni. Brezkar hersveitir eru komnar til Viadivostock. Athugasemd. —iii— Háttvirti herra ritstjóri! í 270. tölubl. heiðraðs blaðs yð- ar þ. á. er tekinn upp útdráttur úr skýrslu þeirri er danska stjórnlp hef- ir gefið lslandsmála-nefndinni dönsku um viðskifti Dana og Islendinga siðan stríðið hófst. Vil eg vinsamlega biðja yðnr fyr- ir eftirfarandi athugasemd við skýrslu pessa, þótt það skifti ef til vill ekki rniklu máli, eins og sakir standa nú. Þar sem þess er getið að ráðu- neyti íslands og íslenzkir kaupmenn hafi þráfaldlega leitað aðstoðar danska utanríkisráðuneytisins til þess að fá, meðal annars, útflutningsleyfi frá Ameriku, þá má vel vera að það sé satt, en hitt er mér ókunnugt um, að slík málaleitan hafi nokkurntima borið nokkurn árangur, þar vestra, euda var það ætíð vænlegast til þess að fá málum íslands framgengt þar, að halda því fram, að Island hefði algerða viðskiftasérstöðu og væri ekki hluti hins danska rikis, hversu svo sem Danir litu á það mál og eins og sagt er i skýrslunni að þeir hafi haldið fram við Breta. Þessu til stuðnings má geta þess, að Dönum veittist full-erfitt að fá vörur handa sjálfum sér frá Vestur- heimi, eíns og sjá má á' þvi að frá þvi í júli 1917 og þar til í marz 1918 fengu þeir, mér vitanlega, ekki útflutningsleyfi fyrir neinu, nem* ymurningsolia: Cylínder- & Lager- og 0xulfeit| Hafnarstræti 1S era áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá Slgui'jóui Siml 137. Kaupirðu góðan hlut bá mundu hvar þú fekst hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.