Morgunblaðið - 12.08.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1918, Blaðsíða 2
2 Bf ORGHJNBL A ÐIÐ Enginn fer í sumarfrí sem ekki hefir með sér eitthvað sælgæti í munninn, annað hvort vindla smáa eða stóra, átsúkknlaði eða cigarettur, brjóst- sykur, sætan eða beiskan, Leo sem allir þekkja og svo má ekki gleyma binum alþektu Sodapastiller, sem hreinsa hálsinn svo undur vel. Litið inn í Tóbakshásið á Lauga- veg 12, um leið og þið farið. Fyrsta flokks bifreiðar ávalt til leigu. St. Elnarsson. Gr. Sigurðsson. Sími 127. Simi 581. - Ritfregm. Sigurður Heiðdal: Hræð- ur I. Jón á Vatnsenda. í fyrra kom út bók, sem hét »Stiklur«. I henni voru smásögur eftir Sigurð Heiðdal, sem þá var talinn »óþektur höfundur«, eða því um líkt. Þó höfðu sögur sézt eftir hann áður, en þeim lítill gaumur gefinn. Nú þekkja allir þenna höf- und að góðn einu, því að fyrgreind- ar sögur fengu honum hvarvetna vin- sælda. Einkum fanst mér mikið til um lengstu söguna. Á henni var skáldlegur frágangur, sem spáði góðu um »óortar« sögur skáldsins. Það er ekki svo vel, að eg þekki höfundinn í sjón, en mér finst ein- hvern veginn, að gaman myndi að kynnast honum. Er og bægra að dæma um skáidrit, er menn þekkja höfundana. Magister Sigurður Guð- mundsson lét þess getið í ritaómi um »Stiklur«, að höfundurinn væri barnakennari, og þótti það ekki glæsi- leg atvinna, sem vonlegt var. Mér er nú sagt, að hann hafi keypt jörð í Árnessýslu, og væri vel að honum gæfist tóm til ritstarfa frá búskapar- önnum. Eg mun vera kominn langt frá efninu með því að eg ætíaði að minnast nokkrum orðum á þessa nýju bók, »Hræður«, sem nefnd er hér í fyrirsögninni. Nafnið er sameiginlegt heiti á fleiri en einni sögu, sem eru ef til vill í einhverju samhengi. Um það veit eg þó ekki. í þessati fyrstu bók er ein saga og heitir »}ón á Vatnsenda«. Það er sveitasaga, segir sögu sinnar sveitar um 20 ára skeið eða vel það. Helztu menn sögunn- ar eru Jón á Vatnsenda og sira Ein- ar á Stóruvöllum. Þeir verða snemma ekki á eitt sáttir og helzt með þeim rígur, unz þeir taka að eldast; þá sættast þeir heilum sáttum. Sveitar- menn dragast i deilur þeirra og verður Jón um eitt skeið vinum horfinn og nálega óalandi og óferj- andi. Mörgum öðrum mönnum er lýst í sögunni, ungum og ^örnlum, og sagt frá fjölda atburða, er j3fnan þykja tíðindum sæta í fámenni, þó að ekki sé stórfeldir a!lir. Höfundurinn er alveg öfgalaus í allri frásögu og alis óhlutdrægur, og er það mikill kcstur á sögunni. En bezt finst mér gengið frá samtölum í sögunni. Þau eru viðast ágætlega góð og eðlileg. Eg hefi talað við nokkra menn, sem lesið hafa bókina og láta allir vel af henni. Þó lét einn þeirra þess getið, að hann skildi ekki, hvers vegna bók- in væri kölluð »Hræður«. Gat eg að vísu ekki skýrt það, en senni- legt er, að það komi 1 ljós í seinni sögu eða sögum þessa flokks. En vel má lika vera, að höfundurinn ætlist til þess, að lesendur sjái »mann- hræður* i sumum þeim, sem sagt er frá í þessari bók. Mér hefir orðið vel við Sigurð Heiðdal af bókum hans, og ef hann leggur sömu alúð við aðrar sögur sínar, þá þori eg að spá veí fyrir honum. Jl. Kolera. í »Svenska Dagbladet* er eftirfar- andi grein: — Margir óttast enn kóleruna mest allra farsótta. En þessi ótti er ástæðulaus eða að minsta kosti öfga- kendur. Því að vísindunum hefir tekist að lyfta þeirri hulu sem hvíldi yfir þessart pest, eins og þeím hefir tekist við aðra sjúkdóma. En hvernig stendur á því, að veik- in geisar nú í Rússlandi, og sérstak- lega í Petrogradf í 30 ár hefi eg átt heima í Petro- grad og á þeim tíma hefir skæð kólera gosið þar upp 7—8 sinnum og óteljandi sinnum hefir- komið þar upp væg kólera. Annars má næst- um segja sem svo, að aldrei sé kólerulaust í Petrograd. Og sama má segja um aðrar skæðar drepsóttir. Orsökin til þessa er fyrst og fremst hin óheilnæma lega borgarinnar á hinum mýrlendu bökkum Neva- fljótsins. Og önnur orsökin, sem eigi er veigaminni, er drykkjarvatn- ið. Vatnsleiðslan kemur úr sjálfri ánni Neva. Það vatn er í raun og veru ónæft til drykkjar, en eigi batn- ar það við það, að öll skolpræsi borg- arinnar hafa afrensli í ána. Hiun voti jarðvegur er hin bezta gróðrar- stöð fyrir allskonar gerla. En drykkj- arvatnið, sem af öllu þessu kemur, verða borgarbúar enn í dag að sætta sig við. Ár eftir ár hefir þetta vanda- mál verið rætt, en það hefir eigi orðið annað en ráðagerð á ráðagerð ofan. Óþrifnaður alþýðu og afleit húsa- kyuni eiea og sinn þátt í því að spilla ástandinu. Margra mánaða sultur hefir og drepið dáð úr ibúun- um og læknum hefir fækkað, þar stórkostlega. Það er óliku saman að jafna, ástaad- inu i Stokkhólmi og Petrograd. Þess vegna þarf eigi að óttast það, að kóleran verði skæð i Stokkhólmi. En það er altaf hætta á því, að mað- ur og maður sýkist meðan sam- göngur eru við Petrograd. Sýkingarhættan er ekki jafnmikil og menn munu ætla; En gæta verður þó vissra heilbrigðisregla: alt vatn, bæði drykkjarvatn og þvotta- vatn verður að sjóða. Allan mat verður að steikja eða sjóða. Hráir ávextir og ber eru sérstakiega sótt- berandi. Gæta verður hreinlætis í hvívetna og varast skulu menn kæl- ingu. Síðan þetta er ritað hafa fjórir menn látist úr kóleru í Stokkhólmi, en svo virðist þó sem veikin hafi eigi náð neinni útbreiðslu þar. En í Rússlandi geisar hún eins og logi yfir akur og er allskæð, ef trúa má þeim fregnum, sem komið hafa og herma það, að hún leggi daglega 1000 manns í gröfina i Petrograd. Til Finnlands hefir veikin vist einnig borist þrátt fyrir allar varúð- arreglur, sem hægt var við að koma, því að dómsmálaráðuneytið danska lýsti yfir því hinn 19. júli, að í öll- um Eystrasaltshöfnum í Rússlandi og Fmnlandi væri kólerusýki og gerði ráðstafanir, samkvæmt lögum, um það að varna veikinni þess að kom- ast þaðan til Danmerkur. Sem betur fer mun eigi mikil hætta á því að veikin berist hingað til íslands. Troeístra. Þess rnun hafa verið getið hér í blaðinu, að Troelstra, hollenzki jafn- aðarmannaforinginn og forseti al- þjóðasambands jafnaðarmanna, hefði setið ráðstefnu brezkra jafnaðarmanna í London ásamt Branting, Kerensky, Vandervelde og fleirum utanríkis- jafnaðarmönnum. En þetta er ekki rétt. Troelstra var boðinn á ráð- stefnuna en brezka stjórnin neitaði honum um vegabréf. Varð af því talsverð gremja meðal jafnaðarmanna víðsvegar um heim og á ráðstefnunni sjálfri lá við uppþoti út af því, að Kerensky skyldi leyft að koma þang- að, en Troelsta eigi. Skömmu síðar fór þýzki jafnaðar- mannaforinginn Scheidemann til Haag og hafði tal af Troelstra. Sagði hann frá fundi þeirra á verka_ ■nan»Nýja Bíó. m " meL ■m & Barninu gtaymt Sjónleikur í 2 þáttum tekinn af hinu ágæta kvikmyndfélagi Vitagraph Co. í New York. Úr bók uppgöivananna. Mjög fróðleg og skemtileg mynd. Æaupió cMorgunðl. mannafundi í Essen skömmu síðar, og ámælti brezku stjórninni harðlega fyrir þið, að hún skyldi neita ] Troelstra um vegabréf, og þannig 1 koma i veg fyrir það, að hann gæti setið á ráðstefnunni. Mælti Scheide- t mann þar um þessum orðum: » Brezki verkamannaflokkurinn býð- ur Troelstra til Englands. Pessi sami flokkur hefir marga fulltrúa f stjórninni, en samt sem áður neitar stjórnin að gefa vegabréf þeim manni, sem verkamannaflokkurinn hefir boðið heim. En einum rómi samþykkir flokkurinn herlánin. Þessa verðum vér alls að gæta. Vér höf- um altaf gert alt það sem vér gát- um til þess áð koma á friði. Engin stjórn hefir verið jafnviljug til þess ] að semja frið eins og þýzka stjórn- in. Vér verðarn að kappkosta að binda enda á striðið hið alíra fyrsta en hitt getum vér eigi þolað & gengið verði milli bols og höfips á þjóð vorri, vegna þess að það riundi koma harðast niður á þýzkup« verkar mönnum. Og þess vegn'* greiðum vér enn atkvæði með h^^tmnnm. Um likt leyti seo‘!i Troelstra op- ið bréf til Artbuf Hendersons, for- ingja brezkra verkamanna og bend- ir honum þar á nauðsynina til þess ag haldin verði alþjóða ráðstefna jafnaðartpanna. Síðan minnist hann á það, að það sé skylda Banda- ríkjanna að skerast i leikinn á rétt- um tíma til þess að koma á sam- komulagsfriði, er gæti orðið grund- völlur að aiþjóðasambandi og af- námi hervalds um gervallan heim. — Það er fyrsta og æðsta hernaðar- takmarkið að skapa slikt samband, því að með því móti tnundi kom- ið í veg fyrir stríð í framtíðinni. Öðru sinni má alþjóðaráðstefnan eigi: farast fyrir. Vér viljum eigi halda útför »Internationales« heldur upp- risuhátíð sambandsins. Eins og áður hefir verið getið, sagði brezka jafnaðarmannaráðstefnan upp »vopnahlénu« við stjórnina og má vera að það hafi ýtt undir, a& stjórnin skyldi banna Troelstra að að koma á fundinn. Hafnarstræti 18 Simi 137. Kaupírðu góðan hlut bá mundu hvar þu fekst hann. j»mumingsolía s Cylínder- & Lager- og 0xuifeitf ens áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá Sigurjóni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.