Morgunblaðið - 21.08.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1918, Blaðsíða 1
Miðv.dag 21. ágnst'1918 5. argangr 284. tðlabíað Riístjórnarslmi nr. 500 Kitstiórt: Viihiáttnnr Fiasen | Ísaíoléárrreotsmiií!* Afgreiðslusimi rxr. 500 Verkfall í Kiel. Mynd þessi er frá skipasmíðastöð Þjóðverja i Kiel, þar sem flestir kafbátar þeirra eru smíðaðir. Fyrir nokkru síðan lögðu verkamenn þar niður vinnu, heimtuðu hærra kaup og betra viðurværi. 40 þús. menn gengu iðjulausir í nokkra daga og hófu þeir eigi vinnu á ný fyr en yfir- völdin skárust í leikinn og hótuðu öllu illu. En málinu lauk svo að kjör verkamanna voru bætt að miklum mun. Yfirvöldin urðu að láta undan, því að skipasmíðastöðvunum er ætlað að smiða ákveðinn fjölda kafbáta á mánuði, ef sá hernaður á að geta haldið áfram. Erlendar símfregnir. (Fri fréttaritara Mergunbl.). Khöfn 18. ágúst Frá London er símað, að búist sé við sókn af Þjóðverja hálfu á Murman-ströndinni. Einnig er búist við þvi, að Finn- at segi bandamönnum þá og þegar strið á hendur. Óeirðir miklar og uppþot hafa Orðið i Japán og stafar það af mat- vælaskorti og hungri. Þrátt fyrir ákafa mótspyrnu Þjóð- verja hafa bandamenn sótt fram um 2 kilómetra á 4 milna svæði hjá Bailleuil. Dönsk blöð um sambandsfrnmvarpið. Hér fer á eftir ummæli nokkra Kaupmannahafnar-blaða um sam- bandslagafrumvarpið. Öll blöðin rita mikið um það, og er þetta að eins lítill útdráttur úr greinum, sem birt- ust daginn eftir að frumvarpið var birt. >Dagens Nyheder*: »Ákvæði þessa frumvarps hafa að færa möguleika fyrir aukinni sam- vinnu milli landanna tveggja og sam- ræmi i löggjöf, og ennfremur fyrir- byggja þau, að í öðru landinu sé gerðar ráðstafanir, er skaðað geti hitt, og girða fyrir hugsanleg þrætumál —■ svo framarlega sem viljinn er góður til að jafna alla misklíð. Og íslendingar hafa — að því er virðist — hvað sem öðru líður, gengið svo langt, að ekki er ástæða til að efast um þennan vilja.« »Hovedstaden«: Jafnvel þótt í samningnum sé ýms atriði, sem Danmörk hefði vilj- að kjósa öðruvísi, »þá er frumvarp. ið i heild sinni — með tilliti til þess vandræða sleifarlags, sem verið hefir á ríkisréttarlegu sambandi ís- lands og Danmerkur, og sambúð þjóðanna, — þannig vaxið, að það gæti orðið grundvöllur að þeirri gæfurikusambúð þjóðanna beggja,sem vér óskum af öllu hjarta, e;ns og vér oft höfum áður látið i ljós.« »Kristelígt Dagblað* hyggur, að ganga meigi að því vísu, að samningurinn muni ekki verða lengur við líði enn til ársloka 1940. »Því að oss uggir, að enn sé of margt sameiginlegt með þeim (þjóð- unum), sem geti gefið átyllu til nýrra deilna. En geti Daomörk og ísland lifað saman þó ekki sé nema 22 ár, nokkurveginn frið- samlega, þá er svo mikið unnið við það, að vér D.mir meigum ekki leggj- ast á móti samningnum.« »Köbenhavu«: »Verði samningur þessi samþykt- ur, er ísland ekki framar hluti af hinu danska riki. Þar sem sagt er berum orðum í athngasemdinni við 19. grein samningsins, að annað rik- ið geti verið hlutlaust, þótt hitt eigi í ófriði, þá er ríkiseiningunni þar með sagt slitið, svo skýrt og ótví- rætt sem verða má. íslendingar hafa fylliiega náð þvi, sem þeir ætiuðu sér með fánabaráttu sinni Þeir kröfðust verzlunarfána, en áttu þar við rikisfullveldi, og það er þeim trygt með samningnum, og það jafnvel svo rækilega, að samn- ingurinn í ýmsum atriðum takmark- ar fullveldi Danmerkur gagnvart ís- landi.« »Politiken« segir i ritstjórnar grein: •Frumvaip það til dansk-islenzkra sambandsslaga, sem birt var i gær, er framar öllu öðru mjög skýrt. Frá Dana hálfu verður með sér- stakri ánægju að vekja athygli á þeim hagstnunum, sem Danmörku eru trygðir. Eigum vér þar einkum við 6. gr., þar sem haldið er við kröfu Dana um sameiginleg ríkisborgara- réttindi.c Og greinin endar með þessum orðum: »Með samningnum er ísland al- veg efalaust tengt Norðurlöndum um aldur og æfi. Það hefir áður komið fram i blöðum, að grann- lönd vor tvö munu kunna að skilja og meta þetta atriði, og þar munu menn og vafalaust taka eftir 16. gr., sem bendir fram á við til viðtækari samvinnu Norðurlanda. Hér á Norðurlöndum höfum við saknað þess, að Finnland var rifið úr sögulegu samhengi sínu. Eu vér vonum og trúum, að ísland muni nú taka sitt sæti sem fjórða norræna ríkið. Afstaða þjóðanna innbyrðis verð- ur á vorum dögum að byggjast á lotningunni fyrir sjilfsákvörðunar- rétti þjóðanna, og s.tmvinnan að hvíla á fullri einlægni beggja aðilja. í samn- ingnum finnum vér bæði þessi grundvallaratriði, og þess vegna horf- um vér með trausti fram á við til samvinnu og samlyndis hinna fjögra Norðurlandarikja.« »Social~Demokraten«: »Zahles-ráðuneytið má taka heilla- óskum vorum í tilefni af þvi, að það hefir nú leyst þetta vandamál, eins og Vesturheimseyja-málið þótt alt sé það á annan veg. Því að eins og sambandið við negra-eyjarnar þrjár var óeðlilegt, svo eðlilegt er sam- bandið við hina al-norrænu frændur vora. En jafnframt skal það tekið skýrt fram, að fulltrúi vinstrimanna i sendinefndinni, hr. J. C. Christen- seto, hefir án alls tillits til smávægi- legra flokksatriða, lagt drjúga og dug- mikla hönd á pióginn til að binda enda á það verk, sem mistókst stjórn hans 1908, þótt ekki væri það hon- um að kenna.c »Vort Land«: »Þegar lagafrumvarp það, sem sendinefndin hefir flutt oss, hefir verið samþykt, og fengið staðfest- ingu konungs, þá er enn búið að sneiða af hinu danska ríki og draga niður danska fánann þar sem hann hefir blaktað öldum saman. ísland verður þá ekki framar hluti úr rik- inu, heldur sérstakt ríki, að eins í sambandi við Danmörku um einn og sama konung og um samning, sem heimta má endurskoðaðan, og ef til vill feldan úr gildi, eftir rúma tvo áratugi. ---- r Alafoss. Fyrir rúmu ári keypti Sigurjón Pétursson og tveir menn í félagi við hann klæðaverksmiðjuna Alafoss og hefir það félag rekið hana síðan i talsvert stærri stil en áður. Nú sem stendur vinna þar 24 manns og er unnið bæði dag og nótt, þvi viðskiftin hafa aukist mikið. Verk- smiðjan vinnur alla tóvinnu og það er búist við að hún á þessu yfir- standandi ári hafi um 7500 við- skiftavini. Félagið hefir i hyggju að auka að nokkru vatnsaflið. Er sagt að það megi með sérstökum útbúnaði alt að tvöfalda hann. Þá er og í ráði að byggja þar nýtt hús, stærra en núverandi verksmiðjuhús. A slðasta þingi var samþykt láns- heimild til Alafossverksmiðjunnar, að upphæð 100 þús. kr. Vér höf- um leitað upplýsinga hjá Sigurjóni Péturssyni, til hvers því fé muni verða varið. Sagði hann, að félagið ætlaði að kaupa nýjar vélar, sem reka á með rafmagni.. En til þess að framleiða það rafmagn, á að beizla foss, sem er dálítið neðar i ánni. Þá er nokkuð fyrir ofan Ala- foss hver nokkur, mjög vatnsmikill. Frá honum á að veita vatni niður í byggingarnar hita með því upp að öllu leyti. En allur matur er þar nú soðinn með rafmagni. Þær vélar, sem aðallega verða keyptar, eru ætlaðar til þess að búa til nærföt og sokka. Enn fremur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.