Morgunblaðið - 08.09.1918, Síða 1

Morgunblaðið - 08.09.1918, Síða 1
'Sunnud. 5. argangr 8. sept. 1918 HORGUNBLASID 301. tmnblaO Ritstjómarsimi nr. 500 Ritstjórt: Viihjálmnr Finsen ísafoldarprentsmið j a Afgreiðslnsími nr. 500 Úr loftinu. Paris 6. sept. Hernaðarathafnir á vlgstöðvum Frakka eru sem hér segir: Frakkar hafa haldið áfram sókn sinni í nótt milli Somme og Vesle; hersveitir þeirra hafa haldið áfram að fara yfir Somme í Epénencourt- héraði og viðar lengra sunnar, alt að- veginum frá Ham til Peronne. Fyrir sunnan Ham hafa Frakkar tekið Plessis Patte d’Oie, Berlarcouit og farið fram hjá Cuivry, Caillonel Orepigny, Abbécourt. Fyrir norðan Ailette hafa þeir náð grendinni við Sinceny og sléttunni fyrir norðan Landricourt. Fyrir sunnan Ailette hafa þeir komist að Vauxaillon-grófinni. Á Vesle-vígstöðvnnum hafa Banda- rikjamenn fært herlinur siuar alt að umhverfi VilIers-en-Prayeres í hlíð- arnar norð-austan við Revillon og hafa tekið Clennes. Berlin 7. sept. Rólegt á vígvöllunum i dag. Smá- skærur fremst á stöðvum vorum. París 7. sept. Fyrir norðan Ailette hafa Frakkar Ham og Chauny á valdi sínu. Fyrir austan Canal-du-Nord hafa Frakkar fært stöður sinar á linunni Jalonée um Langhy Foreste, Villers-saint Christophe, Ettouilly (fyrir austan Ham), Brouchy, Villeselve, Ugny-le- Gau, Viry-Norenil (fyrir norðaustan Chauny). Síðan i gær hafa hersveitir Frakka sótt fram meira en 10 kíló- metra. Fyrir norðan Ailette hafa Frakkar tekið neðri skóginn við Coucy alt að Petit Parises. Þjóðverjar hafa skilið eftir í skóg- inum alimiklar birgðir áhalda og her- gagna. Alþing. í gærmorg»un kl. 10 var sam- -aandslagafrumvarpið tekið til 3. um- ræðu í neðri deild og samþykt þar óbreytt og afgreitt til efri deildar. Kl. 1 var það tekið til t. um- ræðu i efri deild. Flutti Magnús Torfason þar all-hvassyrta ræðu um frumvarpið og íslenzku samninga- nefndina, þótt eigi kæmist hann i hálfkvisti við »Njörð« um orð- bragðið. Hélt hann þvi fram, að samningaqefndin hefði eigi altaf bor- ið sig saman við fullveldisnefndir, þingflokka og stjórn, eins og sagt væri í áliti meiri hlutans og að nefnd- in hefði að fytrabragði og i pukri boðið Donum þegna-j ifméttið. Næstur talaði Jóhannes Jóhannes- son, sem var formaður itlenzku nefndarmannanna og andmæhi ræðu M. T. Rak hann aftur þær stað- hæfiogar, að nefndin hefði eigi bor- ið sig saman við fullveldisnefndir og stjórn. Um málauppburð fyrir þingflokkinn heföi hver fulltrúi átt að tala við sinn flokk. Það væri al- gerlega rangt, að íslendingar hefðu boðið þegna-jafnréttið. Það hefði þegar í öndverðu verið sett sem ófrávikjanlegt skilyrði af Dana hálfu, eins og sji mætti á skjölum nefnd- anna. Á fundinum var útbýtt nefndar- áliti minni hluta fullveldisnefnda (M. T.) og segir þar að niðurlagi: Að lokum skal yfir því lýst, að samningur þessir hefði mátt verða mun betri í okkar garð, ef rétt og sæmilega hefði verið á málinu hald- ið af vorri hálfu, og að eg get ekki greitt frumvarpinu atkvæði, nema samþyktar verði breytingartillögur þær, er eg ber fram og hér fylgja á eftir: 1. Við 6. grein. a. 1. málsgrein hljóði svo: Danskir rikisborgarar heim- ilisfastir á Islandi njóta að öllu leyti sama réttar sem íslenzkir rikisborgarar fæddir þar, og gagnkvæmt. b. 4. málsgr. falH uiður. 2. Við 16. grein. Greinin falli niður. Greina- talan breytist samkvæmt þvi. 3. Við 18. gr. 2. málsgr. í stað »8/*« á 2 stöðum komi: */5. Til vara: a/3. 4. Alls staðar i frv. þar sem orðin »Danmörk« og »ísland« eru sett hliðstæð, svo og »danskir«og »is- lenzkir*, i öllum föllum, sé Islatid 0% Islenzkir nejnd á undan. 5. Við 20. gr. Greinin orðist svo: Sambandslög þessi ganga í gildi 1. janúar 1920, eftir aðþau hafa veriðsamþyktá sama háttog segir f 18. gr. 6. Fyrirsögn frv. orðist svo: Frumvarp til sambandslaga ís- lands og Danmerkur. Gallar frumvarpsins frá dönsku sjónarmiði. í danska blaðið »Nationaltidende« ritar dr. L. V Birck langa grein um sambandslagafrumvargið. Atið 1916 reit hann tvær greinar í sama b'að um það, að Danir ættu að gefa ís- landi sömu kjör eins og Kanada sætir innan brezka ríkisins. Og enn þá vakir fyrir honum jarlshugmyndin sém hið eina rétta. Má því geta nærr;, að hann er ekki hlyntur þessu Dýja frumvarpi. . Þó leiðir hann að mestu hjá sér að tala um hvernig sambandi landanna ætti að vera háttað, en tekur sér fyrir hendur að sýna fram á það, hver atriði samn- ingsius komi í bág við hagsmuni Dana. Þar segir hann svo: — Hin tvö riki, ísland og Dan- möik, eru í sambandi um einn og sama konung oq samninginn. Það er nú svo einkennilegt, að samning- urinn er uppsegjanlegur eftir árið 1940, en konungssambandið helzt þrátt fyrir það þótt samningurinn verði úr gildi feldur. En Danmörk getur eigi þekst það, að vera aðeins í konungssambandi við ísland. Skilj- is't leiðir hinna tveggja rikja, verður konungur að fylgja öðru hvoru. í 2. grein eru Danir skuldbundn- ir til þess að breyta ekki ríkiserfða- lögunumnema samþykkiíslands komi til. Með þessu er loku fyrir það skotið, að hægt sé að breyta ríkis- erfðalögunum, enda þótt vel geti verið, að Statsraisonen krefjist þess, að þeim sé breytt. Hið sama er að segja um 3. gr., sem setur sam- þykki íslands að skilyrði fyrir breyt- ingum á núverandi ákvæðum um trúarbrögð konungs, lögræði og með- ferð konungsvalds þegar konungur er sjúkur eða ólögráður*. Einnig verður að fá samþykki íslands til þess að konungur verði þjóðhöfðingi í öðrum löndum. Greinarnar 2. 3. og 4. skerða þvi fullveldi Danmerkur. Dönum mætti þykja vænt um 6. grein, ef síðasta ákvæði hennar væri slept, því að þar er svo mælt fyrir, að h’íort iandið skuli í tolla og verzl- unarlöggjöf láta vörur hins sæta þeim mestu ívilnunum, sem öðrum þjóðum eru veittar. En það er ekki nóg. Sem stendur höfnm vér samn- inga um hið sama við flest önnur ríki. Þetta tryggir því eigi frekari viðskifti milli landanna, eins og æskilegt htfði verið. Úr þessu verð- ur því að bæta með milliríkjasamn- inqi. Meðferð utarrikismála verður sam- eiginleg. íslenzka stjórnin hefir rétt *) Um þetta geta orðið skiftar skoðanir. til þess að senda konsúla og sendi- herra þangað sem vér höfum enga fyrir. En þetta þýðir það, að ís- lendingar geta neytt oss til þess að senda ræðismenn um alt, einmitt um það leyti þegar það er á dag- skrá að fækka ræðismönnum og gera breytingar á sendiherrasveitum. Það var yfirsjón að setja eigi ná- kvæm fyrirmæli um það, hvenær ís- lendingar mættu senda fulltrúa til útlanda. Meðan utanrikisstjórn er sameiginleg ættu þessir sendimenn að vera háðir dönskum ræðismönn- um, annars eigum vér það á hættu að unnið sé gegn hagsmunum Dan- merkur. í 12. gr. eru talin ýms mál, sem bæði riki eiga að koma sér saman um, svo sem verzlun, tollmál, sigl- ingar, póstmál og síma. Það hefði átt að taka nákvæmari ákvarðanir um þessi mál nú þegar, en ekki geyma það sérstökum samningum. Samkvæmt 17. gr. á að leggja á- greining út af sambandslögunum undir nefnd og geti hún eigi orðið á eitt sátt á að biðja stjórnir Nord- manna 0% Svía að velja oddamann. Þette getur orðið til óheppilegrar ihlutunar Norðmanna og Svia um stjórnmál vor. Uppsagnarréttur samningsins dreg- ur úr gildi r8. greinar og að þvi getur rekið að konungssambandið verði e.tt eftir, en gegn því mælir alt. 19. grein er að minu áliti jafn óheppileg sem 17. gr. Danmörk skuldbindur sig til þess að tilkynna fnllveldi Islands erlendis og ævar- andi hlutleysi þess. Annaðhvort er þetta siðarnefnda þýðingarlaust, eða þá að útlendum rikjum er gefinn kostur á að blanda sér í mál vor, ef þau kæra sig um það að setja ein- hver skilyrði fyrir þvi, að taka til- kynningunni öðru visi en hverri þýðingarlausri yfirlýsingu. Annars er eigi hægt að fullnægja 19. grein fyr en eftir striðið....... Hinir þrir flokkar sem hafa gert samning þennan, verða einir að bera ábyrgð á honum. Framtiðin mun sýna hve mikil hún verður, því að þýðing sambandslaganna stendur og fellur með því, hvort þær eftirvænt- ingar sem þar er gert ráð fyrir um samvinnu og bræðraþel, eiga að ræt- ast. En þar eigum vér eigi við neitt að styðjast nema von. Flatniog8gjald milli hafna Bened. Sveinsson bar fram i neðri deild tillöga þessa til þingsályktunar um greiðslu á aukakostnaði af flutn- ings^jald innlendrar vöru, sem stafar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.